NT - 17.09.1985, Qupperneq 11
Þriðjudagur 17. september 1985 11
Alþýðuflokkurinn fyrir norðan:
Skuldir eitt mesta félagslega
vandamál þjóðarinnar
■ Kjördæmisþing Alþýöu-
flokksins í Noröurlandskjör-
dæmi eystra var haldið aö Stóru-
Tjörnum í Ljósavatnshreppi
31.8 og 1.9. 1985. Þar voru
eftirfarandi ályktanirsamþykkt-
ar:
Ályktun um atvinnumál:
Á síðasta ári fluttust 406
manns á brott úr Norðurlands-
kjördæmi eystra umfram inn-
flutta. Ekki er ástæða til að ætla
að breyting hafi orðið á þessari
þróun á þessu ári. Hundruð
íbúa kjördæmisins hafa sótt
vinnu til annarra landshluta. Af
þessum sökum hafa allar tölur
um atvinnuskráningu gefið al-
ranga mynd um þróun atvinnu-
mála.
í helstu þéttbýliskjörnum
kjördæmisins hefur framboð á
íbúðarhúsnæði verið langt um-
fram eftirspurn, og t,d. á Akur-
eyri hafa félagasamtök og ein-
staklingar úr öðrum landshlut-
um keypt tugi íbúða til orlofs-
dvalar. Þetta bendir tvímæla-
laust til alvarlegs fólksflótta úr
kjördæminu.
Alþýðuflokkurinn hefur á
undanförnum árum krafist nýrr-
ar stefnu í uppbyggingu at-
vinnulífs í kjördæminu og varað
við afleiðingum þess doða, sem
ríkt hefur.en afleiðingar hans
eru þegar komnar í ljós. Flokk-
urinn ítrekar enn og aftur fyrri
ályktanir sínar um stórátak á
þessu sviði, um aukið fjár-
magnsstreymi til kjördæmisinsog
um uppbyggingu nýrra atvinnu-
fyrirtækja, stórra og smárra.
Ályktun um
landbúnaðarmál:
í þeim tilgangi að leita leiða
til að bæta hag sauðfjárbænda,
og lækka jafnframt verð til neyt-
enda, skorar kjördæmisþingið á
Alþingi, að sjá til þess að tafar-
laust verði skipuð rannsóknar-
nefnd, sem rannsaki með hvaða
hætti er búinn til milliliðakostn-
aður á heilfryst dilkakjöt, sem
nemur allt að 1500 krónum á
meðal dilk.
Verði horfið að því ráði að
fækka sauðfjárstofni lands-
manna um helming, án þess að
annað komi í staðinn, eins og
nefnd forsætisráðuneytisins hef-
ur lagt til, þá hefði það áþekk
áhrif á atvinnulíf fjölmargra
kaupstaða og sjávarplássa á
landsbyggðinni eins og afla-
brestur. Vegna veiðitakmark-
ana og fullnýtingar fiskistofna
er ekki af einu að taka til að
mæta svo miklum samdrætti.
Þessi niðurskurður hefði í för
með sér almennt atvinnuleysi
og kreppuffjölda byggðarlaga.
Til gróðurverndar þarf að
skipuleggjá beitarálag á hin
einstökú landsvæði. Víða er
land vannýtt en annarsstaðar
ofbeitt. Lþessu sambandi bendir
fundurinn á yfirgengilega og
óarðbæra hrossabeit víða um
land.
Þá er það skylda stjórnvalda
og hagfræðileg nauðsyn: að láta
gera raunhæfa úttekt á framlegð
landbúnaðarins til annarra at-
vinnugreina í landinu, og þar
með á því hvað aðrar atvinnu-
greinar fá í sinn hlut af styrkjum
til landbúnaðar.
Það er almennt talið, að
hverju framleiðslustarfi, eins og
starf bóndans er, fylgi 3-4 önnur
störf annarsstaðar í þjóðfélag-
inu. Sé ætlað, að á hverju
meðalbýli séu unnin tvö grund-
vallarstörf, þá gildir samkvæmt
þessari kenningu að fækkun um
500 búandi bændur leiði af sér
fækkun um 4-5000 störf í heild.
Ályktun um húsnæðismál:
Samkvæmt nýjum upplýsing-
um hefur verð fasteigna á
Reykjavíkursvæðinu hækkað
um 80 af hundraði umfram
hækkun launataxta á síðustu sjö
árum. Jafnframt hefur bilið á
milli lánskjaravísitölu og kaup-
gjaldsvísitölu breikkað stöðugt.
Tilraunir stjórnvalda til að leysa
vanda húsbyggjenda hafa reynst
næsta haldlausar, og vandi
þeirra vaxið hröðum skrefum.
Skuldir þúsunda Jslendinga í
bönkum og lánastöfnunum eru
nú að verða eitt mesta félagslega
vandamál þjóðarinnar, en
undirrótin er-sú láglaunastefna,
sem fylgt hefur vcrið hér á landi
síðustu árin. Lágu launin og
þrældómur stærsta hluta launa-
fólks til að láta enda ná saman,
hefur fært íslensku þjóðina á
stig þróunarlanda á þessu sviði.
Kjördæmisþingið telur, að
engin lausn sé betri á þessu máli
en sú, að lengja verulega láns-
tíma lána til nýbygginga og
kaupa á eldra húsnæði, þannig
að hækkun árlegrar greiðslu-
byrði verði aldrei meiri en sem
nemur hækkun almennra launa
á sama tímabili. Þá verði sér-
staklega reynt að auka lánafyrir-
greiðslu til kaupa á eldra hús-
næði svo nýta megi betur það
íbúðarhúsnæði, sem til er í land-
inu, og greiða jafnframt fyrir
eldra fólki til að eignast húsnæði
við hæfi.
Kjördæmisþingið vísar í til-
lögur og frumvörp þingmanna
Alþýðufíokksins um úrbætur í
húsnæðismálum og tekjuöflun
til húsnæðislánakerfisins. Kjör-
dæmisþingið telur einsýnt, að ef
ekki verður brugðist á myndar-
legan hátt við vanda húsbyggj-
enda á næstu vikum og mán-
uðum, muni það leiða til
greiðsluþrots margra heimila og
örlagaríkra aðgerða hinna
skuldugu.
Ályktun um
sjávarútvegsmál:
Þingið lítur svo á að núver-
andi fiskveiðikvótakeríið hati
verið tekið upp af illri nauðsyn.
Hins vegar er sýnilegt, að kerfið
hefur gengið sér til húðar í
núververandi mynd, Má í því
sambandi nefna sérstaklega
ranga viðmiðun fyrir Norður-
og Austurland, þar sem tvö af
viðmiðunarárunurh voru afar-
slæm vegna sjávarkulda á norð-
ur og austur svæðinu.
Þingið lítur svo á, að mörkun
fiskveiðistefnu fyrir næstu ár.
hljóti að verða með öðrum hætti
en fyrir árin 1984 og '85, og
leggur áherslu á. að úthlutun
kvóta til báta og togara, verði á
þann veg, að meiri jöfnuður ríki
á milli skipa af sömu stærð, en
verið hefur. Sérstök áhersja
verði lög á, áð línuveiðar utan
kvóta nái yfir mánuðina janúar,
febrúar og mars, ,svo og yfir
október. nóvember og til 20.
Jesember. Varðandi veiðar smá-
báta verði notuð til grundvallar
ný viðmiðun, sem er meir í
samræmi Víð staðreyndir en ver-
ið: hefur.
Þingið bendir á. að af gefnu
tilefni, að mjög verði að auka
eftirlit með veiðum báta og
togara, og þó sérstaklega frysti-
togara.
Sérstök athygli er vakin á
nauðsyn þess, að tekin verði
upp ný vinnubrögð við verð-
lagningu á frystum fiski og þeirri
nauðsyn að taka upp svokallaðan
stjörnuflokk fyrir fisk í mjög
háum gæðaflokki. Verði þetta
gert í þeim tilgangi að verð íyrir
fisk í slíkum gæðaflokki vcröi
verulega hærra en verð fyrir fisk
í fyrsta gæðatlokki. Þá er rniðað
við þá gæðaflokkun, senr nú
tíökast.
Þingið er mjög fylgjandi hug-
myndurn um fyrirhugaðar hval-
veiðar vegna vísindalegra rann-
sókna. Ennfremur leggur það
áherslu á, að reynt sé með
öllum tiltækum ráðum að út-
skýra fyrir náttúruverndarsam-
tökum nauðsyn þessara veiða.
Verði hins vegar reynt að koma
í veg fyrir hvalveiðar 'vegna
vísindarannsókna, verði öllu of-
beldi mætt á viðeigandi hátt.
Ályktun um kjaramál:
Kjördæmisþingið bendir á
hvernig láglaunastefnan, sem
farið er eftir í landinu í nafni
jafnlaunaáforma, hefur leitt til
glundroða á fjölmörgum sviðum
þjóðlífsins. Þetta kemur til
dæmis fram í skólakerfinu þar
sem sífellt verður erfiðara að
manna kennarastöður. Og allir
sjá hverjar afleiðingar hefur ef
sú þróun verður áfram, að stór
hluti af hæfu og velmenntuðu
fólki í kennarastétt yfirgefur
börnin í skólum landsins og
hverfur til annarra starfa.
Sú staðreynd er öllum ljós, að
samkvæmt lögum á að vera
jafnrétti með körlum og konum
í launamálum. Þó skortir mikið
á, að jafnrétti þetta sé virt í
framkvæmd.
Kjördæmisþingið ályktar:
- að fiskverkunarfólki verði
tryggt sambærilegt atvinnu-
öryggi og er hjá öðrum starfs-
stéttum þjóðfélagsins.
- að eitt af næstu verkefnum
á leið til bættra lífskjara verði
afnám cftirvinnu í áföngum,
án skerðingar launa.
- að aðeins skuli nota eina
tegund vísitölu, og verði laun,
jafnt sem útgjöld launafólks
með henni mæld.
- að verkalýðshreyfingin sjálf
hljóti að leiða til lykta skipu-
lagsmál sín, jafnt sem önnur
innri málefni hreyfingarinnar,
á þann veg, sem hún telur
farsælast, án afskipta annarra
aðila.
- að leitað verði lejða til
varnar innlendum iðnaði
vegna síendurtekinna inn-
flutningsævintýra á iðnvarn-
ingi, sem greinilega er seldur
hér á verði, sem er langt
undir framleiðsluverði. Þetta
brýtur í bága við eðlilega og
heiðarlega samkeppni.
Amnesty International:
Fangar septembermánaðar
■ Mannréttindasamtökin
Amnesty International vilja
vekja athygli almennings á
máli eftirfarandi samvisku-
fanga í september. Jafnframt
vonast samtökin til að fólk sjái
sér fært að skrifa bréf til hjálp-
ar þessum föngum og sýna
þannig í verki andstöðu við að
slík mannréttindabrot eru
framin.
SOVÉTRÍKIN. Andrei
Sakharov er 65 ára gamall
kjarneðlisfræðingur sem hefúr
dvalið í útlegð í Gorky frá
1980 eftir að hafa hallmælt
innrás Sovétríkjanna í Afgan-
istan. Andrei Sakharov hefur.
verið við slæma heilsu undan-
farin ár, m.a. hefur háþrýsting-
ur, hjartaverkur, nýrnasjúk-
dómur, Parkisonsveiki og
endurtekin hjartaáföll hrjáð
hann. Honum versnaði mjög
við meðferð sem hann hlaut
þegar hann fór í hungurverk-
fall í fyrra en þá var hann
mataður með valdi og látinn
taka sterk geðlyf og fékk hann
þá slag. Andrei Sakharov hef-
ur aldrei hlotið opinbera ákæru
og hann hefur verið sviptur
réttindum útlegðarfanga,
þ.e.a.s. hann má hvorki fá
heimsóknir né hafa samskipti
við fólk gegnum síma eða bréf.
Hann hefur óskað þess að fá
að verja sig fyrir dómstólum.
PAKISTAN. Jamaluddin
Naqvi, á sextugsaldri, er fyrr-
verandi prófessor við háskóla í
Pakistan. Hann var færður fyr-
ir dóm í desember 1981 og
gefið að sök að eiga og dreifa
ritum sem beindust gegn rík-
inu, hagsmunum þess og hug-
myndafræði. Á meðan á réttar-
höldum yfir Jamaluddin Naqvi
stóð þjáðist hann af háþrýst-
ingi, sykursýki og eftirköstum
af slagi og varð hann að dvelja
á sjúkrahúsi frá okt. '82 til apr.
'83. Þá var hann. fluttur í
fangelsi þar sem hann dvaldist
til jan. '85 en þá var hann aftur
fluttur á sjúkrahús, í þetta sinn
vegna byltu sem hann hlaut í
fangelsinu. Hann ku vera í
meðferð vegna veikinda sinna.
Vegna veikinda Jamaluddin
Naqvi hafa réttarhöldin yfir
honum frestast og engar yfir-
lýsingar hafa verið gefnar af
yfirvöldum um áframhald á
málum hans.
MAROKKO. Abdelfattah
Fakihani er 36 ára gamall
frönskukennari og meðlimur í
róttækum sósíalistasamtökum.
Hann var handtekinn í janúar
1976 ásamt fleiri meðlimum og
stuðningsmönnum sósíalista-
samtakanna. Á meðan á varð-
haldi stóð var Abdelfattah
Fakihani pyntaður, m.a. með
barsmíðum og rafmagni. í janf
ar 1977 var hann ásamt 177
öðrum meðlimum sósíalista-
samtakanna færður fyrir dóm
og gefið að sök að hafa ógnað
öryggi landsins og m.a. haft
ætianir að steypa konunginum
af stóli. Samkvæmt upplýsing-
um frá fulltrúa Amnestysam-
takanna sem var viðstaddur
réttarhöldin náðu þau ekki að
fullnægja alþjóðlegum stöðl-
um um sanngjörn réttarhöld
og fengu fangarnir ekki vörn
semskyldi. Abdelfattah Faki-
hani og 43 aðrir fengu lífstíð-
arfangelsisdóm og 129 hlutu 5
til 30 ára fangelsisvist.
Þeir sem vilja leggja málum
þessara fanga lið, og þá um
leið mannréttindabaráttu
almennt, eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband við
skrifstofu íslandsdeildar Am-
nesty, Hafnarstræti 15,
Reykjavík, sími 16940. Skrif-
stofan er opin frá 16:00-18:00
alla virka daga. Þar fást nánari
upplýsingar sem og heimilis-
föng þeirra aðila sem skrifa
skal til. Einnig er veitt aðstoð
við bréfaskriftir ef óskað er.
Heiðurslaun
Brunabótafélags íslands 1986
í tilefni af 65 ára afmæli Brunabótafélags
íslands 1. janúar 1982, stofnaði stjórn félags-
ins til stöðugildis hjá félaginu til þess að gefa
einstaklingum kost á að sinna sérstökum
verkefnum til hags og og heilla fyrir íslenskt
samfélag, hvort sem er á sviði lista, vísinda,
menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Nefnast
starfslaun þess, sem ráðinn er: Heiðurslaun
Brunabótafélags íslands.
Stjórn BÍ veitir heiðurslaun þessi samkvæmt
sérstökum reglum og eftir umsöknum. Regl-
urnar fást á aðalskrifstofu BÍ að Laugavegi
103 í Reykjavík.
Þeir, sem óska að koma til greina við
ráðningu í stöðuna á árinu 1986 (að hluta
eða allt árið) þurfa að skila umsóknum til
stjórnar félagsins fyrir 1. október 1985.
Brunabótafélag íslands
UMBOÐSMENN NT
Akureyri Soffía Ásgeirsdóttir, Háalundi 7, s. 24582 og Halldór
Ásgeirsson Hjarðarlundi 4, s. 22594.
Akranes Elsa Sigurðardóttir, Deildartúni 10, s. 93-1602.
Borgarnes Guðný Þorgeirsdóttir, Kveldúlfsgötu 12, s. 93-7226.
Hellissandur Víglundur Höskuldsson, Snæfellsási 15, s. 93-
6737.
Rif Snædís Kristinsdóttir, Háarifi 49, s. 93-6629.
Grundarfjörður Jóhanna Gústafsdóttir, Fagurhólstúni 15, s.
93-8669.
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir, Silfurgötu 25, s. 93-84010.
Búðardalur Sólveig Ingvadóttir, Gunnarsbraut 7, s. 93-4142.
Patreksfjörður Ingibjörg Haraldsdóttir, Túngötu 6, s. 94-1353.
Tálknafjörður Níels Arsælsson, Hamraborg, s. 94-2656 (2514).
Bíldudalur Ari Ásgrímsson, Grænabakka 8, s. 94-2124
Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir, Brimnesvegi 2, s. 94-7673.
Suðureyri Sigrún Edda Edvardsdóttir, Sætúni 2, s. 94-6170.
Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir, Hafnargötu 115, s. 94-
7366.
ísafjörður Svanfriður G. Bjarnadóttir, Pólsgötu 5. s. 94-3527.
Þingeyri Karitas Jónsdótlir Brekkugötu 54, sími 94-8131
Súðavík Heiðar Guðbrandsson, Neðri Grund, s. 94-4954.
Hólmavík Guðbjörg Stefánsdóttir, Bröttugötu 4, s. 95-3149.
Hvammstangi Baldur Jessen, Kirkjuvegi, s. 95-1368.
Blönduós Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, s. 95-4581.
Skagaströnd Ingibjörg Skúladóttir, s. 95-4885.
SauðárkrókurGuttormurÓskarsson, Skaf.braut25, s. 95-5200.
Siglufjörður Friðfinna Símonardóttir, Aðalgötu 21, s. 96-71208.
Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, s. 96-62308.
Dalvík Brynjar Friðleifsson, Ásvegi 9, s. 96-61214.
Grenivík Ómar Þór Júlíusson, Túngötu 16, s. 96-33142.
Húsavík Hafliði Jósteinsson, Garðarsbraut 53, s. 96-41765.
Kópasker Þórhalla Baldvinsdóttir, Akurgerði 7, s. 96-52151.
Raufarhöfn Ófeigur I. Gylfason, Sólvöllum, s. 96-51258.
Reynihlið Þuríður Snæbjarnardóttir, Skútahrauni 13, s. 96-
44173.
Þórshöfn Kristinn Jóhannsson, Austurvegi 1, s. 96-81157.
Breiðdalsvik Jóhanna Guðmundsdóttir, Selnesi 36, s. 97-5688
Borgarfjörður eystri Hallgrímur Vigfússon, Vinaminni, s. 97-
2936.
Vopnafjörður Jóhanna Aðalsteinsdóttir, s. 97-3251.
Egilsstaðir Páll Pétursson, Árskógum 13, s. 97-1350.
Seyðisfjörður Svanur Sigmarsson, Oddagötu 4, s. 97-2360.
Neskaupstaður Marín Árnadóttir, Viðimýri 18, S. 97-7523.
Eskifjörður Jónas Bjarnarson, s. 6262.
Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson, Heiðavegi 12, s. 97-
4119.
Fáskrúðsfjörður Sonja Andrésdóttir, Þingholti, s. 97-5148.
Stöðvarfjörður Stefán Magnússon, Undralandi, s. 97-5839.
Djúpivogur Rúnar Sigurðsson, Garði, s. 97-8820.
Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir, Smárabraut 13, s. 97-8255
Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir, Sólheimum, s. 99-8172.
Hella Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Geitasandi 3, s. 99-5904
Selfoss Helga Snorradóttir, Tryggvavegi 5, s. 99-1658.
Stokkseyri Sturla G. Pálsson, s. 99-3274.
Eyrarbakki Ragnheiður Marteinsd, Hvammi, s. 99-3402.
Þorlákshöfn Þóra Sigurðardóttir, Sambyggð 4, s. 99-3924.
Hveragerði Sigríður Osk Einarsdóttir, Heiðabrún 46, s. 99-4665.
Vík Guðrún Árnadóttir, Mánabraut 14, s. 99-7233
Vestmannaeyjar Ingveldur Gísladóttir, Bröttugötu 26, s. 98-
2270.
Grindavík Sólveig Valdimarsdóttir, Efstahvammi 17, s. 92-8583.
Garður Kristjana Óttarsdóttir, Lyngbraut 6, s. 92-7058.
Sandgerði Snjólaug Sigfúsdóttir, Suðurgötu 18, s. 92-7455.
Keflavfk Guðríður Waage, Austurbraut 1, s. 92-2883
Ingibjörg Einarsdóttir, Suðurgötu 37, s. 92-4390
Ytri Njarðvík Kristinn Ingimundarson, Hafnargata 72, s. 92-3826
Innri Njarðvík Guðríður Árnadóttir, Kópabraut 16, s. 92-6074.
Hafnarfjörður María Sigþórsdóttir, Austurgötu 29, B, s. 54476.
Garðabær Sigrún Kristmannsdóttir, Hofslundi 4, s. 43956.
Mosfellssveit Jónína Ármannsdóttir, Arnartanga 57, 666481
GERIST ÁSKRIFENDUR
HJÁ NÆSTA UMBOÐSMANNI