NT - 17.09.1985, Blaðsíða 13
i skrefið í jákvæðri
.
un um fiskvinnslu"
n framkvæmdastjóri VSÍ
■ „Ég vonast til að þessir samning-
ar? auk þess að skila fiskvinnslufólki
verulegum kjarabótum, verði jafn-
framt þáttur í því að bæta samskiptin
milli vinnuveitenda og launþega í
stéttinni. Og jafnframt að það geti
orðið fyrsta skrefið til jákvæðari um-
fjöllunar um starfsgreinina - þ.e. að
sá neikvæði tónn sem skinið hefur í
gegn um alla umfjöllun um fisk-
vinnslu á síðustu árum fari að breytast
- menn fari að sjá bæði fiskinn og
fiskvinnsluna í Ijósi þeirrar þýðingar
sem hún hefur fyrir þjóðarbúið sem
aftur gefur því fólki sem vinnur við
greinina meira sjálfstraust og sjálfs-
virðingu,“ sagði Magnús Gunnars-
son. framkvæmdastjóri VSÍ m.a. í
samtali um kosti og áhrif nýju bópus-
samninganna.
Magnús taldi það ekki spurningu
að þessi nýi samningur endurspegli
þær áhyggjur sem menn í fiskiðnaði
hafa af því að geta ekki rekið frysti-
húsin með eðlilegum afköstum vegna
manneklu. „Menn gerðu sér grein
fyrir að þeir yrðu að koma til móts við
starfsfólkið."
Magnús gat þess að lögð sé áhersla
á að hraða þeirri umfjöllun sem nú á
sér stað í sérstakri nefnd um m.a.
sérhæfni fiskvinnslufólks og mögu-
leikana á námskeiðahaldi og aukinni
menntun í tengslum við fiskvinnsl-
una. „Menn virðst nefnilega vera að
uppgötva það núna allt í einu - eftir
40 ára þróun - að þá hefur þessi
undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar
aldrei átt sér neinn samastað í hinu
almenna skólakerfi. Það er auðvitað
feiknarlega undarlegt að hún skuli
hvergi meðhöndluð í grunnskólun-
um. Og þegar svo skólakerfið var
Hróflið ekki
við kvótanum
- er álit austfirskra sjómanna
■ Fjórðungssamband fiskifélaga
á Austfjörðum samþykkti á laugar-
daginn ályktun þar sem kvatt er til
1 þess að kvótakerfinu verði viðhald-
| ið í því horfi sem þaðernú. Einnig
| voru Austfirðingar mjög andvígir
! því að hróflað yrði við kvótanum
með því að færa fram fyrir sig frá
næsta ári. Að þeirra mati er verið
að koma aftan að þeim sem hafa
stjórnað veiðum sínum með tilliti
til þess kvóta sem þeim hefur verið
úthlutaður.
Það kemur ekki á óvart að
Austfirðingar mæli með kvóta-
kerfinu, þar sem þeir eru upphafs-
menn þess. Upphaflega kom hug-
myndin fram á fiskiþingi 1977 og
var þar flutt af Austfirðingum. Þá
eru Austfirðingar mjög ánægðir
með þær breytingar, sem gerðar
voru á kvótakerfinu og komu til
endurskipulagt og fjölbrautaskóla-
kerfið tekið upp - þá er nánast allt
kennt þar annað en það sem tengist
þessari meginatvinnugrein þjóðarinn-
ar.
1 þessu sambandi verð ég að gagn-
rýna stjórnmálamennina og svo for-
ystumennina í þessum greinum, bæði
launþega og vinnuveitendamegin,
fyrir að hafa ekki sett sér þann
metnað að þarna skapaðist ákveðin
þróun eins og í öllurn öðrum greinum
atvinnulífsins. Til að breyta um-
fjölluninni um þetta allt saman tel ég
að til að byrja með þurfi að finna
einhverja skammtímalausnir og síðan
að taka allt menntakerfið til skoðunar
með það í huga hvernig þróa megi
menntun fólks í þessari grein eins og
öllurn öðrum greinum," sagði Magn-
ús Gunnarsson.
framkværnda í ár, þar sem þeir sem
völdu sér sóknarmark fengu leið-
réttingu og gátu bætt sinn hlut.
Margir Austfirðingar völdu sókn-
armarkið í ár og hafa þannig getað
lagað hlut sinn.
Eins og fram hefur komið í
fréttum eru Vestfirðingar mjög
óhressir með kvótann. Ástæðan
fyrir því er sú að þeir veiða mest
þorsk en lítið aðrar tegundir. Veiði
Austfjarðabáta er hinsvegar mjög
blönduð og nýtist þeim því kvótinn
mun betur.
Á þinginu var einnig samþykkt
ályktun um veiðar smábáta undir
10 brúttólestum. Var lagt* til að
veiðar þeirra verði eingöngu
bundnar við sóknarmark og þorsk-
veiðar bannaðar í 150 daga á árinu
1986, einnig að útgerðarmenn smá-
báta velji sér tvisvar á ári fyrirfram
hvenær þeir hyggist stunda veið-
arnar. Þá er lagt til að allar þorsk-
netaveiðar verði háðar kvóta,
sama hversu stór báturinn er.
Þriðjudagur 17. september 1985 13
Hraðfrystistöð Reykjavíkur:
Ammoníaksleki
í vinnslusal
húsnæðið var rýmt í hvelli
■ Ammóníakleiðsla fór í sundur
hjá Hraðfrystistöð Reykjavíkur í gær.
Vinnslusalurinn var rýmdur þegar í
stað, og vélstjórar hjá hraðfrystistöð-
inni hófust handa um að gera við
leiðsluna. Slökkviliðið var kallað til
og aðstoðuðu þeir við að ræsta út
ammóníakið. Vinna lá niðri í stöðinni
í allan gærdag, eða frá klukkan tíu
um morguninn, þegar óhappið varð.
„Það þarf mjög lítið ammóníak í
andrúmsloftið til að þar sé ólifandi,
og auk þess er efnið mjög ertandi
fyrir rakasvæði á líkamanum og veld-
ur miklum óþægindum sagði varð-
stjóri hjá slökkviliðinu í samtali við
NT í gær.
Þórhallur Helgason framkvæmda-
stjóri Hraðfrystiöðvarinnar sagði í
samtali við NT í gær að salurinn hefði
verið rýmdur um leið, og hefði enginn
hlotið skaða af. Hann sagði að menn
frá tryggingarfélaginu væru að meta
skemmdir, bæði á fisk sem var í
vinnslu þegar óhappið varð og eins
hvort skipta þyrfti um umbúðir á fisk
sem hafði egar verið pakkað. „Það er
Ijóst að um tilfinnanlegt tjón er að
ræða.“ sagði Þórhallur.
Þingflokkar stjórnarflokkanna:
Fá fjárlagafrumvarpið
til athugunar í dag
- tekjuhliðin er höfuðverkurinn
■ Eftir ríkisstjórnarfund í dag
verður fjárlagafrumvarp fyrir árið
1986 lagt fyrir þingflokka beggja
stjórnarflokkanna. Raunar er
frumvarpið ekki fullbúið. „Það er
einkum verið að skoða tekjuhliðina
og hvernig cr hægt að auka tekjurn-
ar án þess að hafa umtalsverð áhrif
á framfærslukostnað," sagði
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra í samtali við NT.
„Það er helst þar sem hnífurinn
stendur fastur."
„Það er tvennt sem veldur því að
það verður að hreyfa tekjuhliðina,
í fyrasta lagi er rekstrarhalli í ár
upp á tvo milljarða og hann yrði að
óbreyttu eitthvað á þriðja milljarð
á næsta ári og þetta verður að brúa.
Þessi halli stafar af því að launin
hækka miklu meira en gert hafði
verið ráð fyrir í kjölfar samning-
anna í sumar og það var ákveðið að
endurgreiða sjávarútveginum um
hálfan milljarð í uppsöfnuðum
söluskatti. Þetta eru stærstu liðirn-
Forsætisráðherra sagði að þaö
væri aðeins hægt að brúa bilið með
niðurskurði eða hækkuðum tekjum
og ýmislegt hefði verið skorið niður
þegar. Hins vegar mætti benda á að
trygginga- Dg heilbrigðiskerfið væri
orðið 40% af fjárlögum og þar
hefði reynst erfitt að draga saman.
Menntamálin væru um 14% af
fjarlögum og það sem eftir væri
líokkaðist undir ýmsan rekstur og
framkvæmdir næmu aðeins um 7%.
„Þetta er því afar þröngt dæmi,“
sagði forsætisráðherra.
Til FISKVERKENDAog
ÚTGERÐARMANNA
Höfum áhuga á kaupum á öllum
rauðsprettuflökum sem þér getið framleitt,
dökka hliðin af. Einnig smáþorski,
heilfrystum(slægðum með haus á.
Sendist vikulega með íslenskum skipum
til Bandaríkja N-Ameríku (Austurströnd)
Vinsamlega tjáið oss
hve mikið magn er hægt að fá
ÓLAFUR JOHNSON
40 WALL STREET, SUITE 2124
SÍMI: 212 344 6676, 718 622 0615
TELEX: 4945457