NT - 17.09.1985, Síða 14
Þriðjudagur 17. september 1985 14
m
Jón Snæbjörnsson
Fæddur 10. nóvember 1924
Dáinn 6. september 1985
Jón Snæbjörnsson varö ekki
gamall maður, rétt rúmlega sex-
tugur. Hann fékk hjartaáfall
síðdegis 5. september sl. og lifði
aðeins tii næsta dags. Þá var
hann allur.
Hann var Austur-Húnvetn-
ingur, hét fullu nafni Jón
Hannes, og fæddist hinn 10.
nóvember 1924 á því fornfræga
býli Þórormstungu í Vatnsdal.
Síðar fluttust foreldrar hans að
Snæringsstöðum í sömu sveit og
þar lifði Jón sín bernsku- og
unglingsár.
Tvo vetur stundaði hann nám
í héraðsskólanum að Reykjum
í Hrútafirði og tók síðan gagn-
fræðapróf í Ingimarsskólanum i
Reykjavík.
Rúmlega tvítugur að aldri
festir Jón ráð sitt og gengur að
eiga eftirlifandi konu sína, Ás-
gerði Bjarnadóttur frá Uppsöl-
um í Miðfirði. Um svipað leyti
liggur leiðin burt úr Vatnsdaln-
um og til höfuðborgarinnar. Þar
átti starfsvettvangur hans eftir
að vera um fjörutíu ára skeið,
fyrst við skrifstofustörf en frá
1959 við eigið fyrirtæki.
Hinn 1. janúar 1959 stofnar
hann fyrirtækið „Vélabókhaldið
h.f., bókhaldsskrifstofa" og
stjórnaði því af hagsýni og
dugnaði til dauðadags. Það
fyrirtæki er til húsa að Nóatúni
17.
Kynni okkar Jóns hófust
skömmu eftir að hann settist að
í Reykjavík. Við urðum sam-
herjar í Framsóknarflokknum
og þar lágu leiðir okkar saman
allar götur síðan. Jón var ejn-
lægur félagsmálamaður og lá
aldrei á liði sínu að vinna að
þeim málefnum senr hann taldi
til heilla horfa. Hann varcinarð-
ur í skoðunum og rökfastur,
mætti manna best á fundurn og
tók þá jafnan þátt í umræðum
um þau mál sem á dagskrá voru.
En þótt ég hafi fyrst og fremst
kynnst Jóni fyrir störf hans í
Framsóknarflokknum fer því
fjarri að hann einskorðaði sig við
þann vettvang. Um áratuga-
skeið var hann forystumaöur í
Byggingarsamvinnufélagi
Reykjavíkur og formaður þess í
15 ár samfleytt. Hann var kjör-
inn af Alþingi sem einn af
þremur endurskoðendum
reikninga ríkisins og annaðist
þau störf nokkur síðustu árin.
Þá var hann, að því er mér hefur
verið tjáð, ötull og liðtækur
félagsmaður í Ferðafélagi
íslands. Þar var hann gjaldkeri
um skeið og leiðsögumaður
árum saman.
Sundlaugarnar stundaði hann
reglulega og var einn þeirra sem
nutu þess heiðurs að vera kall-
aðir fastagestir.
Þótt hér sé fátt eitt talið ætti
það að nægja til að sýna fjöl-
breytilegt áhugasvið Jóns Snæ-
björnssonar. Sumir eru þannig
af guði gerðir að þeir taka sér
margt fyrir hendur og koma
miklu í verk. Jón var einn
slíkur. Hann virtist ávallt hafa
tíma til að sinna áhugamálum
sínum og hugðarefnum án þess
að vanrækja starf sitt og heimili.
Við framsóknarmenn í
Reykjavík stöndum í þakkar-
skuld við Jón. Með okkur starf-
aði hann af áhuga og dugnaði í
fjóra áratugi og tók virkan þátt
í störfum flokksins. Formaður
Félags ungra framsóknarmanna
var hann 1951-52 og átti sæti í
stjórn fulltrúaráðs flokksins í
áratug, þar af varaformaður um
skeið.
Ekki má gleyma að geta þess
mikla starfs sem hann vann fyrir
Húsbyggingarsjóð framsóknar-
félaganna. Þar annaðist hann
fjárreiður og bókhald. Fyrir
stjórnmálaflokk er mikilvægt að
góðir og traustir menn veljist til
slíkra starfa, menn sem banka-
stofnanir og aðrir bera fullt
traust til.
Með fráfalli Jóns hefur verið
höggvið skarð í raðir okkar
framsóknarmanna í Reykjavík.
Við slíkar aðstæður hefði það
verið líkt skapferli Jóns að taka
sér í munn orð Ólafar ríku :
„Eigi skal gráta Björn bónda
heldur safna liði“, til að vinna
góðum málum brautargengi.
„Hvað er skammlífi? Skortur
lífsnautnar“. - Svo kvað Jónas.
- Jón Snæbjörnsson féll frá á
góðum aldri sem kallaður er.
Hann skorti hins vegar ekki
lífsnautn. Hann lifði fjölbreyti-
legu lífi og naut þess. Hann lifði
það framfaraskeið íslenskrar
þjóðar sem vart munu vera til
dæmi um annars staðar. Hann
sá túnin í Húnavatnssýslunni
stækka ár frá ári og teygja sig út
yfir mýrar og móa og gömlu
torfhúsin víkja fyrir nýtískuleg-
um byggingum.
Hann fylgdist með vexti og
viðgangi höfuðborgarinnar og
tók mikinn þátt í uppbyggingu
hennar sem formaður elsta og
um langt árabil stærsta bygging-
arsamvinnufélags borgarinnar.
Alls þessa naut Jón Snæ-
björnsson í ríkum mæli.
Heimili Ásgerðar og Jóns var
lengst af að Háaleitisbraut 30, í
cinu þeirra húsa sem Byggingar-
samvinnufélag Reykjavíkur
reisti. Þaueignuðust þrjúbörn:
Bjarna, rafmagnsverkfræðing
sem giftur er Þuríði Stefánsdótt-
ur, Herdísi hjúkrunarfræðing
sem gift er Stefáni Rögnvalds-
syni og Snæbjörn sem stundar
nám í rafmagnsverkfræði í
Þýskalandi. Allt er þetta hið
mesta myndar- og dugnaðar-
fólk.
Eiginkonu, börnum og
tengdabörnum votta ég dýpstu
samúð. Starfssamur og góður
þegn er fallinn frá, langt um
aldur fram. Blessuð veri minn-
ing hans.
Kristján Benediktsson
í dag verður til grafar borinn
Jón Snæbjörnsson vinur minn.
Hann varð bráðkvaddur sjötta
þessa mánaðar aðeins sextugur
að aldri. Daginn áður hafði
hann verið að leggja á ráðin um
stutta ferð norður í Vatnsdal að
líta þar til með litlu sumarhúsi.
Það er mikill og sár missir þegar
dauðinn hrífur svo skyndilega á
brott þróttmikinn mann á góð-
um aldri.
Jón Snæbjörnsson var kvænt-
ur frænku minni Ásgerði
Bjarnadóttur og á ungum aldri
hélt ég að hann væri frændi
minn líka og fannst reyndar
jafnan svo vera og kallaði hann
gjarnan frænda. Slíkt var við-
mót hans gagnvart mér. Það var
því sjálfsagt að ég leitaði til Jóns
um ráðgjöf varðandi bókhald
þegar ég hóf störf hér heima
árið 1963, en þá hafði hann
stofnað Vélabókhaldið h.f. Sá
hann síðan um allt er að bók-
haldi laut fyrir Arkitektastof-
una. Er ekki að orðlengja, að
það starf vann hann af stakri
prýði enda mjög glöggur bók-
haldsmaður og mikið snyrti-
menni í framsetningu og frá-
gangi, sem við jafnan dáðumst
að.
Vegna starfsins var Jón tíður
gestur á Arkitektastofunni og
hann var jafnan með þegar við
gerðum okkur dagamun. Af
þeim kynnum leiddi, að með
tímanum tók hann einnig að sér
bókhaldsaðstoð við ýmsa af
starfsmönnum stofunnar. Enda
var létt að vingast við Jón Snæ-
björnsson og finna jafnframt að
þar fór ábyggilegur maður.
Hann var glaðvær og hressilegur
í framgöngu en jafnframt traust-
ur og hlýr.
Við á Arkitektastofunni
þökkum Jóni Snæbjörnssyni að
leiðarlokum störf hans og vin-
áttu og varðveitum minninguna
um góðan dreng.
Ég sendi „frænda" mínum
hinstu kveðju. Við Kristín vott-
um hans nánustu innilega sam-
úð okkar.
Ormar Þór Guðmundsson
Vor ævi stuttrar stundar
er stefnd til drottins fundar,
að heyra lífs og liðins dóm.
En mannsins sonar mildi
skal máttug standa í gildi.
Hún boðast oss í engils róm.
E. Ben.
Einn af íslands sönnustu son-
um er genginn á vit hins ókunna
heims. Mikill er missir slíkur
fyrir þá, er ætíð vissu vináttu og
skjól víst og óbrigðult, þar sem
hann var.
Landið okkar í öllum sínum
stórfengleik var vagga hans og
samastaður. Sá, sem kynnir sér
líf þess, eins og hann gerði,
nýtur fínleika blóma þess, hlust-
ar á kyrrð hinna hátignarlegu
fjalla um bjarta sumardaga -
hlustar einnig á stormgný og
sönglög bylja og stórsjóa og
baðar sig í hvítri, tindrandi
fegurð snæviþakinnar foldar, sá
hlýtur að vera auðugur í anda.
Lætur reyndar ekki allt þetta
nægja, heldurervel meðvitaður
um vort mannlega hlutskipti, er
flestum fróðari um sögu þessa
lands og annarra, og æðri þekk-
ingarleit var stór þáttur lífs-
stefnunnar.
Kveðjustundin er komin,
skyndilega var hann á brottu
kallaður til nýrra verkefna.
Við, sem eftir Stöndum á
bakka fljótsins, fylgjum honum
á leið í huganum í bæn og þökk
fyrir liðnar samverustundir.
Minningin um sannan og góðan
mann verður okkur óforgengi-
legur fjársjóður.
Svo helgist hjartans varðar.
Ei hrynur tár til jarðar
í trú, að ekki talið sé.
í aldastormsins straumi
og stundarbarnsins draumi
oss veita himnar vernd oghlé.
E.Ben.
Tengdadóttir
Það á fyrir okkur öllum að
liggja að kveðja þennan heim,
en oft kemur kallið alltof fljótt
að manni finnst. Þannig var það
með tengdaföður minn Jón
Snæbjörnsson, hann varð bráð-
kvaddur 6. september.
Kynni okkar hófust árið 1974
þegar ég kem inn á heimili Jóns
og Ásgerðar konu hans sem
kærasti einkadóttur þeirra. Það
voru fnín mestu gæfuspor. Með
árunum varð Jón mér meira en
tengdafaðir, hann varð minn
besti félagi og vinur og bar þar
aldrei skugga á. Alltaf var hægt
að leita ráða hjá Jóni og reyndist
hann mér vel í þeim efnum sem
öðrum.
Heimili Jóns og Ásgerðar hef-
ur lengst af verið að Háaleitis-
braut 30, og á ég og fjölskylda
mín þaðan yndislegar minning-
ar. Jón bjó einn á Háaleitis-
brautinni frá síðastliðnum ára-
mótum en þá veiktist Ásgerður
af ólæknandi sjúkdómi og hefur
dvalið á sjúkrahúsi síðan. Hún
veit ekki um örlög síns ástkæra
eiginmanns vegna veikinda
sinna. Hanntókveikindihennar
mjög nærri sér, en kvartaði
aldrei því hann stóð ætíð sem
klettur, í þessum erfiðleikum
eins og ávallt og sagði við okkur
„við bognum en brotnum ekki“.
Mér var það mikils virði að í
seinni tíð leitaði hann í síaukn-
um mæli athvarfs á heimili okk-
ar Herdísar. Jón Hannes yngri
hafði mikið dálæti á afa sínum,
og í augum Ásgerðar yngri var
afi goð.
Eg hefði ekki getað hugsað
mér betri tengdaföður.
Blessuð sé minning hans.
Stefán Rögnvaldsson
Jón Snæbjörnssori vinur okk-
ar og vinnuveitandi er látinn.
Okkur setur hljóðar, hvernig
má það vera? Hann sem alltaf
var svo hress og kvikur, skaut
fram gamansögu eða kom með
hnyttið tilsvar. En kallið er
komið og þá er ekki að sökum
að spyrja. En í hjörtum okkar
vaknar spurningin, hver er til-
gangurinn? Miklirerfiðleikarog
sorg hafa verið hjá fjölskyldu
Jóns, vegna veikinda konu hans
Ásgerðar Bjarnadóttur, sem
hefur þjáðst af erfiðum sjúk-
dómi mánuðum saman, hver
hefði trúað að Jón hyrfi á braut
á undan henni.
Jón var sá besti yfirmaður
sem hægt er að hugsa sér, alltaf
boðinn og búinn til hvers kyns
aðstoðar, hvort sem var í vinnu
eða utan. Við þökkum fyrir að
hafa fengið að njóta samstarfs
og leiðsagnar svo mikilhæfs
manns.
Elsku Bjarni, Herdís og
Snæbjörn, svo mikill missir, svo
þung sorg, þyngri en að tárum
taki.
Megi Guð gefa ykkur styrk
og trú á þessum erfiðu tírnum. .
Guðrún Bjarnadóttir
Oddný Jónsdóttir
Ása Ásgrímsdóttir
Guðrún Jósafatsdóttir
Með örfáum orðum vildum
við minnast mágs okkar Jóns
Snæbjörnssonar, en hann lést á
gjörgæsludeild Landspítalans
aðfaranótt 6. sept. s.l.
Fráfall henns var snöggt og
fyrirvaralaust. Engan hefði
grunað að hann yrði burtkallað-
ur úr þessum heimi á undan
Ásgerði systur okkar, sem
undanfarna mánuði hefur háð
vonlausa baráttu við þann sjúk-
dóm sem svo marga hefur lagt
að velli. Veikindi hennar urðu
Jóni og fjölskyldunni allri mikið
áfall.
Jón og Ásgerður gengu í
hjónaband á annan dag jóla
1945. Þar með sameinuðust sér-
stakir eðliskostir þeirra beggja
til að byggja upp það heimili,
sem síðar átti eftir að verða
þeim og fjölskyldu þeirra allri
öruggt skjól. Þeim hjónunum
varð þriggja barna auðið. Elstur
þeirra er Bjarni rafmagnverk-
fræðingur, kvæntur Þuríði Stef-
ánsdóttur kennara og eiga þau
fjögur börn. Næst er Herdís
hjúkrunarfræðingur, hennar
maður er Stefán Rögnvaldsson
verkstjóri og eiga þau tvö börn.
Yngstur er Snæbjörn, sem
stundar nám í rafmagnsverk-
fræði í Stuttgart í Þýskalandi.
Missir þeirra allra er mikill og
sorgin og söknuðurinn sár, en
megi öll sú mikla umhyggja sem
mágur okkar bar fyrir fjölskyldu
sinni, verða þeirra styrkur um
ókomin ár.
Að leiðarlokum viljum við
þakka Jóni mági okkar, fyrir
trygglyndi hans, höfðingsskap
og órjúfandi vináttu, frá fyrstu
kynnum til hinstu stundar og
biðjum honum Guðs blessunar,
á æðri vegum.
Mágkonur
Kveðja frá Húnvetningafélag-
inu í Reykjavík
Jón Snæbjörnsson forstjóri
lést 6. þ.m. Manni hnykkir við,
þegar slíkar fréttir berast. Sér-
staklega var fráfall þessa góða
vinar óvænt, þar sem hann sótti
sundlaugar daglega og var oft í
gönguferðum, þessvegna mikill
útivistarmaður.
Jón var fæddur á Snærings-
stöðum í Vatnsdal og ólst þar
upp. Foreldrar hans voru Snæ-
björn Jónsson bóndi á Snærings-
stöðum og Herdís Guðmunds-
dóttir kona hans. Af kynnum
mínum af Jóni hefði ég getað
ímyndað mér hann sem einn af
„stórlöxum" Vatnsdals, eins og
við Húnvetningar gjarnan nefn-
um stórbændur, ef hann hefði
snúið sér að búskap. Ekki varð
úr að hann færi þá braut, en
engu að síður varð hann frum-
kvöðull á sínu sviði, því að hann
var með fyrstu mönnum hér á.
landi til að setja upp vélabók-
hald, sem hann rak til dauða-
'dags.
Við störfuðum saman í fjöl-
mörg ár í stjórn Húnvetningafé-
lagsins í Reykjavík. Lá Jón þar
aldrei á liði sínu og var bæði
víðsýnn og úrræðagóður. Átti
hann mikinn þátt í ýmsum stór-
um málum, sem fram komu á
þeim vettvangi, og má þar nefna
húsakaup félagsins, fyrsta mót
félagsins á Hveravöllum, stofn-
un Þórdísarlundar í Vatnsdal,
ýmsa útgáfustarfsemi o.fl.
í öllum störfum hans kom
fram brennandi áhugi, dugnað-
ur og ósérhlífni, og á félagið
honum mikið að þakka. Jón var
hreinskiptinn og fylginn sér í
störfum sínum og því gott að
starfa með honum, þó að ágrein-
ingur væri stundum um sumt
eins og gengur. Voru þá málin
rædd til hlítar og leitast við að
finna heppilegustu lausnina á
hverju máli.
Jón var kátur og skemmtileg-
ur félagi og ávallt hressilegur í
framkomu. Við áttum margar
ánægjulegar stundir, og var
ávallt gott að skemmta sér með
honum og eiga hann að vini.
Jón var giftur Ásgerði
Bjarnadóttur frá Uppsölum í
Miðfirði. Áttu þau þrjú börn,
sem hafa reynst foreldrum sín-
um vel í veikindum móður sinn-
ar síðustu misserin.
Vil ég votta konu hans og
börnum hluttekningu okkar í
Húnvetningafélaginu við fráfall
Jóns og þakka honum öll hans
góðu störf í þágu félagsins.
F. h. Húnvetningafélagsins
í Reykjavík
Friðrik Karlsson
Deyr fé
deyja frændr
deyr sjálfr et sama
en orðstírr
deyr aldrigi
hveims sérgóðan getr.
Kæri bróðir
Seint á þriðja áratugnum hófu
foreldrar okkar búskap á Snær-
ingsstöðum. Við þrír bræður
komumst til fullorðinsára. Þú
varst okkar elstur. Oft vill það
vera svo, að glæstustu vonir og
mestar kröfur eru bundnar við
elsta barn. Ég veit ekki hvort
svo var um foreldra okkar, en
hafi svo verið þá brugðust þær
vonir ekki.
Það fylgir því líka viss ábyrgð
að vera elsti bróðir, vera fyrir-
mynd þeirra yngri, það hlutverk
fór þér vel úr hendi eins og allt
annað. Við ætlum ekki að rekja
lífshlaup þitt hér, sem varð allt
of stutt, en um leið og við
vottum þínum nánustu dýpstu
samúð og hluttekningu, viljum
við þakka þér umhyggju og alúð
í okkar garð og okkar fjöl-
skyldna.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Bjarni og Þórður
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar a afmæl-
is- og eða minningargreinum í
blaðinu, er bent á, að þær þurfa að
berast a.m.k. tveim dögum fyrir
birtingardag. Þær þurfa að vera
vélritaðar.