NT - 25.09.1985, Page 1

NT - 25.09.1985, Page 1
 NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP. 7 Líknarfélög tekin við ríkisrekstri? ■ „Ástæðanfyrirþvíaðtækja- kaupin eru fjármögnuð með almennri fjársöfnun er sú. að líknarfélögin fá ntðurfellda toiia á tækjunum en ' sjúkrahúsin ekki," sagði Árni Sverrisson, framkvæmdastjóri St. Jósefs- spítla í Hafnarfirði, en ýrnis félagasamtök undir forystu Bandalags kvenfélaga í bænum. eru nú að fara af stað með l almenna söfnun til kaupa á nýj- um röntgentækjum fyrir spítal- ann. •' Árni Sagði að það' gerðist stöðugt algengara að tækjakaup væru fjármögnuð á þennan hátt, en það hefði verið reynt að fá tolla af lækningatækjum niður- fellda én það ekki fengist. Sagði hann að svona virtist sem ríkis- valdið vildi hafa þennan háttinn á, þannig kæmust þeir hjá því að þurfa að taka fjármagn af fjárlögum til þessara kaupa. Fjárveitingar til sjúkrahúsa fara fyrst og fremst í rekstur og tiltölulega lítið í endurnyjun á tækjum. Það er því eðlilegt að sjúkrahúsin notfæri sér velvilja almennings. Að sögn Árna eru röntgen- tækin á sjúkrahúsinu gömul og þurfa endurnýjun og gera lítið meira en að anna röntgen- myndatökum á legusjúklingum. Hafnfirðingar hafa því þurft að sækja þessa þjónustu til Reykja- víkur. Meðnýjutækjunum.sem Skýringin á stórauknum sparnaði?: Innflutningur maí-ágúst ekkert meiri en í fyrra Vöruskiptajöfnuðurinn jákvæður um 844 milljónir ■ Almennur vöruinnflutning- ur til landsins í ágústmánuði s.l. nam 2.206 millj. króna cif, sem er 0,5% minna en í ágúst 1984 reiknað á föstu gengi. Síðustu fjóra mánuðina, maí-ágúst, er almennur vöruinnflutningur aðeins 0,6% meiri en á sama tíma 1984. Er því raunverulega um minnkun að ræða sé miðað við innflutning á mann. Mjög snögg umskipti urðu eftir fyrstu tvo mánuði ársins, þegar aukning innflutnings var 26% milli ára. Eftir það varð snögg breyting. Um 5% aukn- ing varð mánuðina mars og apríl, uns dæmið snérist svo alveg við í maímánuði. Benda má á, að framangreind þróun virðist fara saman við verulega aukningu á sparifé í bönkunum sem fór að gæta snemma á árinu, eins og áður hefur verið frá skýrt í NT. Tekið skal fram að í samanbtirðinum hér að framan er einungis átt við al- mennan innflutning, þ.e. án stóriðju, olíu og fleiri sérstakra liða. Heildarinnflutningurinn í ágústmánuði s.l. nam 2.467 millj. króna fob, en útflutning- urinn 3.232 millj. og var vöru- skiptajöfnuðurinn í mánuðinum því hagstæður urn 765 millj. króna. Fyrstu átta mánuði árs- ins voru fluttar inn vörur fyrir 21.230 millj. en út fyrir 22.074 millj. Vöruskiptajöfnuðurinn það sem af er árinu er því hagstæður um 844 millj. króna fob/fob, samanborið við 475 millj. króna halla á árinu 1984. Útflutningsverðmætið er nú 16% meira en á sama tíma í fyrra reiknað á föstu gengi. Verðmæti sjávarafurða hefur aukist um 22%, kísiljárns 23%, en álútflutningur minnkað um 19%. Heildarverðmæti vöruinrt- flutningsins hefur aukist um 8% milli ára reiknað á föstu gengi. Þar af er aukning almenns inn- flutnings aðeins um 6%, jan,- ágúst. Olíuinnflutningur hefur hins vegar aukist um 12% og er nú 3.449 millj. Þá nemur inn- flutningur svonefndra sérstakra liða um 2.548 millj. cif, sem er um 16% aukningmilli ára. Þess- ir liðir eru: Alfélagið 1,352 millj., Járnblendið 289 millj., skipainnflutningur 447 millj., sem er 32% aukning, flugvélar 160 millj. sem er tíföldun milli ára og nýr liður, flugstöðvar- bygging um 59 millj. króna. Hafrannsókn mælir með 300.000 tonna þorskafla á næsta ári: „Sýnir nauðsyn á stjórnum fiskveiða“ - segir sjávarútvegsráðherra um niðurstöðurnar ■ „Ég tel að þetta sýni glögg- lega, að það hefur verið þörf á stjórnun fiskveiða og að það er áframhaldandi þörf á stjórnun þeirra,“ sagði Halldór Ásgríms- son um þær rannsóknir og spár sem Hafrannsóknarstofnunin hefur gert um ástand fiskistofn- anna við landið. Aðspúrður sagði Halldór það skoðun sína að smám saman yrði að byggja upp fiskistofnana þó slíkt gæti tekið allmörg ár og veiðarnar myndu taka mið af því. Hins vegar sagði hann ekki tímabært að segja til um hvort þorskveið- arnar næsta ár yrðu bundnar við þau 300 þús. tonn sem Hafrann- sóknarstofnunin leggur til. Halldór minnti á að uppbygg- ing fiskistofnanna væri vand- meðfarið mál, menn yrðu að gera það upp við sig hversu mikið þeir væru tilbúnir til að leggja á sig, því aðhald í fisk- veiðum þýddi aðhald á öðrum sviðum líka. Sjá nánar bls. 3 •* -V-. ' » : 1 , * á, Aukin framlög til rannsókna er krafa dagsins í dag, en stóraukin rannsókna- og tækniþróun þykir grundvöllur atvinnuuppbyggingar framtíðarinnar. Þessi nemandi Austurbæjarskóla var aö vísu ekki að vinna að rannsóknum í þágu atvinnuveganna en hver veit nema hann taki síðar þátt í uppbyggingu lífefnaiðnaðar. NT-mynd: Ár„i Bjar„». áætlað er að kosti unt þrjár og 1 hálfa milijón geta Hafnfirðingar fengiö þessa þjónustu heima fyrir. Með því styttist biðtíminn og svartími læknis einnig. Bæjaryfirvöld munu leggja sitt til og bæjarbúar cn einhvern næstu daga ntunu gíróseðlar berast þeint. Upphæðin sem hver einstakur þarf að borga er 200 kr. Sparisjóður Hafnar- fjarðar stendur straum af gíró- kostnaðinum. Frakkland: Teknir fyrir kjaft- hátt - sjá bls. 7 Skák ábls. 13 Hjarta- skurð- lækningar -sjá bls. 13 Biðstaða í gengis- málum ■ Þrátt fyrir að gengi Banda- ríkjadollars félli skyndilega í fyrradag, virðist sem hann hafi ekki misst tiltrú á hinum al- menna markaði. Dollarinn ým- ist stóð í stað eða hækkaði örlítið aftur víða um heim í gær, einkum eftir að tölur um vöxt í sumum geirum bandarísks efna- hagslífs birtust. Talsvert óvissuástand ríkir þó enn í fjármálaviðskiptum í heiminum og bíða menn nú átekta. Ólíklegt er þó talið að lækkunin verði mikið meiri. Svo virðist sem hið sama sé upp á teningnum hér á íslandi, en komi til þess að dollarinn haldi áfram að falla getur það komið illa niður á útflutningi og haft neikvæð áhrif á viðskipta- jöfnuðinn. Jafnframt eru samn- ingar miðaðir við gengisþróun krónunnar og með áframhald- andi falli dollarans gæti þessi samningsgrundvöllur brostið. Stjórnvöld segjast munu beita áframhaldandi aðhaldi í gengis-: málum og telja ólíklegt að doll- árinn haldi áfram að lækka til muna.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.