NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 25.09.1985, Qupperneq 5

NT - 25.09.1985, Qupperneq 5
Verkstæðið V hefur göngu sína - og þar stendur nú yfir sýning á textílverkum ■ Nýtt textílverkstæði Verkstæði V. að Þingholtsstræti 28 var opnað um síðustu helgi og afrakstur verkstæðis- ins og einnig myndverk sem unnin voru sem lokaverkefni Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið '85 verða til sýnis á verkstæðinu alla virka daga frákl. 10-18oglaugardagakl. 14-16. Á verkstæðinu vinna þær Elísabet Þorsteinsdóttir, Guðrún J. Kolbeins, Herdís Tómasdóttir. Jóna S. Jóns- dóttir og Þuríður Dan Jónsdóttir. Á verkstæðinu verða unnin textíl- verk ýmiskonar aðallega ofin og þrykkt. Hvert verk rnun verða eins- takt, engin tvö verk eins. Verkstæðið hefur áhuga á að vinna verk inn í rými og tengja textíl og arkitektúr. ■ Konurnar fimm sem standa að Verkstæðinu V. Landsbókasafnið: w Islensk bókaskrá 1974-78 komin út ■ íslensk bókaskrá, samsteypuskrá um árin 1974-1978 er nýlega komin út. f skránni sem er unnin í þjóðdeild Landsbókasafnsins er steypt saman efni ársskránna 1974-1978. Sökum þess að allnokkur rit frá þessu árabili bárust ekki í tæka tíð, eru þau nú aftast í bindinu í sérstök- um viðauka. Efniviður bókaskrárinnar er ís- lensk rit sem afhent hafa verið Lands- bókasafni íslands samkvæmt lögum um skylduskil til safna íslensk bóka- skrá er mikið rit, 320 bls. Hún er hin þarfasta handbók og þótt henni sé ætlað að vera allsherjarskrá um ís- lensk rit umrædds tímabils er aldrei svo að einhver rithafi hafi ekki undan skotist. Landsbókasafni væri því mik- il þökk í vitneskju um rit frá þessum árum er af einhverjum sökum hafa ekki komist í safnið. Bókaskráin er til sölu í anddyri Safnahússins við Hverfisgötu og kost- ar 1200 krónur. Það verð gildir til áramóta en þá verður það hækkað í 1500 krónur. Skrá um íslensk blöð og tímarit 1974-1978 er enn í smíðum og verður birt í sérstöku bindi svo fljótt sem kostur er. Atvinnulífsrásir í útvarpi ■ Á mánudag í næstu viku ir munu hafa viðskeytið „rás“ mun hefjast á rás eitt í útvarp- í heiti sínu og þannig fáum við inu þáttaröð sem fjallar um að heyra iðnaðarrás," „sjáv- atvinnulífið á íslandi. Hér er arútvegsrás,“ogo.s.frv. íþáttum um að ræða 20 mín.þætti sem þessum verður víða komið við hefjast kl. 11.10 á morgnana og meðal annars talað við ráð- og mun hver þáttur fjalla um herra og aðra áhrifamenn. eina atvinnugrein. Þættir þess- Læti í Grindavík: „Útibú frá Víkurfréttum" ■ Brotist var inn í söluturn í Grindavík um helgina, og brotnar í honum flest allar rúður. Samkvæmt heimildum sem NT fékk, þá var þarna um að ræða hóp óánægðra bæjarbúa sem var að koma af dans- leik. Þeir skildu eftir sig orðsendingu á einum vegg söiuturnsins. „Utibú frá Víkurfréttum." Miðvikudagur 25. september 1985 5 lifa ekki eingöngu á salati Námskeiöin hefjast 30. sept. Allir finna flokk viö sitt hæfi hjá okkur. VETRARDAGSKRÁ LÍKAMSRÆKTAR JSB Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. Morgun-, dag- og kvöldtímar í Suöurveri. Hörku púl og svitatímar fyrir van- ar í Bolholti. Lokaðir og framhaldsflokkar eru óöum aö fyllast í Bolholti. Þær sem voru í fyrra hafið samband strax viö Bolholt. Megrunarflokkar fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna! kl. 6.30 í Suöurveri. Rólegur tími kl. 2.30 þri.—fim. fyrir eldri konur eöa þær sem þurfa aö fara varlega meö sig, í Suöurveri. NÝTT NÝTT Aerobic fyrir ungar og hressandi. Eldfjör- ugir tímar kl. 5.30 mán.—miöv. í Suöurveri. Nýtt nýtt. Ljósabekkir nú einnig í Suöurveri. Frábær gæöi frá Son- tegra. Framhaldsflokkar kl. 9.15 mán.—-miðv. Kl. 1.30 kl. 5.30 þri.—fim. kl. 7.30 mári.—mið. Hafðu samband strax við Suöur- ver Jazzdans fyrir þær sem voru í jazz eöa ball- ett í gamla daga eöa þær sem fóru aldrei en langaöi alltaf, kl. 9.30 mán, —miöv. í Suöurveri. Tímatafla JSB Mánudaga. þridjudaga, miövikudaga, fimmtudaga kl. 9.15, 10.15, 1.30, 2.30, 4.30, 5.30, 6.30, 7.30, 8.30, 9.30. Jazzballettskóli Báru Suðurveri, sími Bolholti, sími 83730 36645

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.