NT


NT - 25.09.1985, Side 10

NT - 25.09.1985, Side 10
Urr* EFAB SFROUl STEVEMcQUE Miðvikudagur 25. september 1985 10 Guðlauqur Berqmundsson skrifar frá U.S.A. Skaparinn undirbýr komu sína: Læðupokasýningin sem stóð ekki undir nafni Guðlaugur Bvrgmundsson skrifar frá Bandaríkjunum: Skaparinn undirbýr komu sína Lædupokasýningin sem stóð ekki undir nafni ■ Upphafið var ákaflega freistandi auglýsing í blaðinu mínu. Endirinn reyndist ekki vera eins afgerandi, blendnar tilfin ningar í rakamettuðu næt- urlotinu. Það flaug að manni. að gott hefði verið að geta fylgt orðatiltækinu góða: I upphafi skal endinn skoða. Og þó, þetta var kannski ekki svo slæmt, þegar allt kemur til alls. Maður hefur svo sannarlega komist í hann krappari. En byrjum á byrjuninni: Læðupokasýning frá einu af stóru kvikmyndaverunum í kvöld, eða eins og það heitir á ensku: Major studio sneak pre- view tonight. Og myndin? Skaparinn (Creator) heitir hún og er leikstýrð af Ivan Passer, manni, sem ég veit lítil sem engin deili á. Gott ef hann er ekki einhvers staðar að austan. Leikararnir ekki af verri endanum. Peter OToole í aðalhlutverkinu, dyggilega studdur af þeim Mariel Hem- ingway og Vincent Spano. Læðupokasýningar eru landlægár hér í Ameríku, og allir, sem eitthvað fylgjast með kvikmyndum, hafa heyrt þeirta getið. Mel Brooks gerði fyrirbærið ódauðlegt, þegar hann tók það á orðinu í Silent Movie: halarófa af uppdubb- uðum góðborgurum læðist inn í kvikmyndahúsið, nælir sér í væna öskj u af poppi og laumast í sætin. Það var í Hollywood. Og ekki annað að sjá, en að sýningin væri ókeypis. Enda mun tilgangurinn með þessum sýningum vera sá, að kanna viðbrögð áhorfenda við fram- leiðslunni, áður en hún er sett á markað víðs vegar um heim- inn, með smávægilegum breyt- ingum ef þess gerist þörf. Eða svo hélt ég að minnsta kosti. Raunveruleikinn í Houston, Texas, var allt annar og bitrari en sá, sem Hollywood hafði talið okkur trú um, að væri hinn eini rétti. í fyrsta lagi þurfti að borga 200 krónur fyrir miðann, sem er venjulegt verð fyrir kvöldsýningu hér í borg. I öðru lagi fylgdi miðan- um ekki neinn spurninga listi, eins og ég hafði ímyndað mér í sakleysi mfnu. Hvernig áttu forráðamenn Universal þá að komast að því hvert álit mitt á myndinni væri? Pað er að segja, ef tilgangur svona sýn- inga er sá, sem ég held, að hann sé. Ekki nema einhver útsendari framleiðandans verði í salnum til að skrá ná- kvæmlega hvenær og hversu lengi áhorfendurnir hlæðu, því Skaparinn er jú gamanmynd. Varla. Hann lét þá ekki fara mikið fyrir sér. Þegar Ijóst varð, að öll hin ytri umgjörð stæði engan veg- inn undir þeim vonum, sem við hana voru bundar, var kvikmyndin sjálf síðasta hálmstráið. Skyldi Skaparan- um takast að bjarga því, sem bjargað varð? Og svarið er: ekki fullkomlega. Hann komst nærri því á stundum. En stund- um er bara ekki alltaf. Auglýsingin í blaðinu mínu kynnir myndina á eftirfarandi hátt, svona í lauslegri þýðingu: „Það er líklega ólöglegt, get- ur verið hættulegt og er áreið- anlega snargeggjað.“ Dr. Harry Wolper er sérvit- ur snillingur (séní). Og með aðstoð tryggra aðstoðarmanna sinna er hann að því kominn að gera merkustu uppgötvun allra tíma. Einu ljónin í vegin- um eru háskólinn, starfsmenn hans, náttúrulögmálin og ná- lægt 20 tilskipanir. En með dálítilli heppni, gætu þaufram- kvæmt kraftaverk." Útfærum þetta aðeins nánar. Dr. Harry Wolper er prófessor í læknisfræði ein- hvers staðar á austurströnd- inni, og hefur fengið Nóbel- sverðlaunin fyrir vísindaiðkan- ir sínar. Heittelskuð eiginkona hans lést fyrir 30 árum og allar götur síðan hefur Harry verið að reyna að rækta frumur úr henni til að geta skapað hana á nýjan leik. Ræktunartilraun- irnar, sem hann framkvæmir í kofaræksni í garði hjá sér, eru langt komnar, þegar myndin hefst. Nú vantar doktorinn bara aðstoðarmann og egg úr lifandi konu. Aðstoðarmanninum stelur hann frá öðrum prófess- or og helsta keppinaut sínum og óvildarmanni. Eggið fær hann hjá ungri stúlku, sem hann hittir af tilviljun á kaffi- húsi. Allt er orðið klárt. Unga stúlkan verður alveg vitlaus í í Dr. Wolper, og áður en yfir lýkur fara þau að krunka saman. Aðstoðarmað- urinn verður líka ástfanginn af ungri og fallegri stúlku, og þar fer allt vel að lokum þrátt fyrir mikla tvísýnu um tíma. Um ræktunartílraunirnar er það að segja, að upp kemst um strákinn Tuma. En prófessorn- um var alveg sama. Hann hefur fundið nýja ást og getur þess vegna gleymt þeirri gömlu. Og á síðustu stundu kemur krafta- verk í veg fyrir, aðstoðarmað- urinn verði að feta í fótspor læriföður síns, og rækta unn- ustu sína. Happy end. Skaparinn er heldur brokk- geng bfómynd, og í rauninni frekar þunn. En frábær leikur þeirra þremenninganna, sem upp voru talin í byrjun þessa pistils, gerir hana að hinni þokkalegustu skemmtun. Nokkrir áhorfendur klöpp- uðu í myndarlok. Það var það eina, sem gerði þessa læðu- pokasýningu frábrugðna venjulegri bíósýningu. Guðlaugur Bergmundsson, Houston, Texas. ■ Svona fara Kanarnir að því að dobla mann í bíó á hæpnum forscndum. Prefab Sprout - Steve McQueen Frábær plata ■ Fáar plötur vöktu eins mikla athygli breskra tönlistargagnrýncnda á síðasta ári og Swoon, fyrsta plata hljómsveitarinnar Prefab Sprout. Hljómsveit- in var kosin bjartasta vonin í Bretlandi árið 1984 og það var því ekki að ástæðulausu að inenn biðu spcnntir eftir næstu plötu hljómsveitarinnar, sem nú er komin út og heitir Steve McQueen. Margir hafa látið í Ijósi skoðun sína á hljómsveit- inni og nýju plötunni, ég var því dálítð spenntur þegar ég læddi Steve McQueen undir nálina og hissa varð ég. Lagið var Faron Young og ef það hefði verið örlítið hrárra hefði vel verið hægt að Ijúga að mér að þar færi New Model Army. Lagið var þrælgott og það næsta var ekki síðra. Það var lagið Bonny róleg einföld ballaða í ætt við Style Council. Þar er búið að líkja Prefab Sprout við tvær mjög ólíkar hljómsveitir og er það nokkuð lýsandi fyrir tónlist Prefab Sprout sem bæði er sérstök og mjög persónuleg. Steve McQueen er poppaðri og ef eitthvað er, léttari plata en Swoon og að mínu mati er hún betri. Erfitt er að gera upp á milli laganna á plötunni, mín reynsla er að lagið sem hlustað er á í það og það skiptið sé um leið besta lag plötunnar. Flest lögin á Steve McQueen eru róleg. í þeim býr mikill kraftur og útsendingarnar eru mjög góðar. Hvergi er neinu ofaukið og ekkert vantar, nema ef textablað. Paddy McAloon semur öll lög texta hljómsveitarinnar. Textarnir falla vel að lögunum og í þeim eru skemmtilegar pælingar og fáir hefðu slegið hendinni á móti textablaði, eins og reyndar var gert á Swoon. Steve McQueen er samfelld plata og stílbrot eru engin þó sum lögin á plötunni sé komin til ára sinna, elsta lagið (Faron Young) er frá árinu 1978, plötuhliðarnar eru misþungar, sú seinni krefst meiri hlustunar, en vinnur á. Eftir dálitla hlustun fór ég að hlakka til næstu plötu Prefab Sprout og ekki ætti efnisskortur að hrjá Paddy, því hann lýsti því yfir í blaðaviðtali fyrir skömmu að hann ætti á lager efni á fimm stórar plötur, svo við bara bíðum. Þetta er búið að vera mikil lofræða um plötuna enda er ekki annað hægt, hún er einfaldlega frábær og það sem meira er, umslagið er líka stórgott.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.