NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 29.09.1985, Qupperneq 22

NT - 29.09.1985, Qupperneq 22
22 Sunnudagur 29. september NT Seinkun á framúrstefnu Rætt við dr. Örn Ólafsson um tímabil Rauðra penna Dr. Örn Ólafsson hefur í bókmenntarannsóknum sínum einbeitt sér aö íslenskum bókmenntum millistríða og þá með sérstöku tilliti til pólitískra hræringa samtím- ans. Það lá því beint við að ná tali af honum og freista þess að auka við þá mynd er greinin hér til hliðargefur af Rauðum pennum. Örn brást vel við og svaraði spurningum blaðamanns afalkunnum áhuga á efninu. stór hópur fólks uppi fátækari en þaö hafði nokkurn tímann verið. Fréttir af atburðum erlendis virtust renna stoðum undir þá skoðun að íslenskar aðstæður væru þær sömu og þar og því líklega sömu orsakirnar að baki. Því voru það margir er leituðu lausna erlendis og köstuðu trúnni á það að svo framarlega sem islendingar fengju völd yfir eigin mál- um yrði allt ranglæti upprætt. Aðalhvatamaðurinn að stofnun Fé- lags byltingarsinnaðra rithöfunda árið 1933 og síðar Rauðra penna var Kristinn E. Andrésson. Fljótlega eftir að hann kemur heim frá námi í Þýskalandi gerist hann virkur komm- únisti og eldheitur baráttumaður fyrir listum í þágu stéttabaráttunnar. Hann varð strax í upphafi höfuð hreyfingar- innar, andlegur leiðtogi og sá sem markaði stefnuna. í gegnum hann fóru fram samskifti við Alþjóðasam- band byltingarsinnaðra rithöfunda og gekk hann manna ötulast fram í því að framfylgja stefnumiðum þess. Alþjóðasambandið sem íslands- deildin var aðili að barðist fyrir heims- byltinguna og tækið í þeirri baráttu var það sem síðar var kallað sósíal- realismi. Hann var alþjóðleg lista- og menningarstefna er átti að þjóna hagsmunum verkalýðsins í stað úr- kynjaðra yfirstétta eins og hin gamla list var álitin hafa gert. Efni og fram- setning átti því að þjóna þörfum verkalýðsins; yrkisefnin átti að sækja í stéttabaráttuna og raunveruleik hinna vinnandi stétta og formió atti aö vera aðgengilegt svo boðskapur verkanna væri auðskilinn. Sósíalrealismanum var ætlað að keppa við afþreyingarbókmenntir auðvaldsins, en í stað þess að láta verkalýðinn hafa draumveruleik til að gleyma stöðu sinni eða upphafningu gamalla gilda til að fá falska trú á hlutverk sitt, átti sósialrealisminn að færa honum heim sanninn um böl auðvaldsskipulagsins og benda hon- um á leið til þess að varpa af sér okinu. Kristinn E. Andrésson reyndi á fundum Félags byltingarsinnaðra rit- höfunda að fá skáldin til að yrkja og semja sögur I þessum anda. Hann trúði því að sósíalrealisminn væri sá lífgjafi er fengi list skáldanna til að blómstra. Mönnum var sett fyrir verk- efni einsog til dæmis „lögreglusögur“ og áttu að spreyta sig á því í anda hins nýja stils. En á fundunum var fleira gert. Skáldin gagnrýndu verk hvors annars, bæði útfrá sósíalrealisma og stíl og málnotkun. íslenskar sam- tímabókmenntir voru krufnar, kennsla í marxisma fór fram og skáldin voru frædd um uppgang þjóð- félagsins í Sovét-Rússlandi. Fundir félagsins voru því öðrum þræði bar- áttusamkomur kommúnista og að hinum þræðinum skáldaskóli. Og stefnan var svo sú að flétta þessa þræði saman. Alþjóðasamtökin höfðu mælst til þess strax við stofnun félagsins að það hæfi útgáfu menningartímarits er helgað yrði baráttu verkalýðsins. Þá fannst mönnum það ekki tímabært því félagsmenn höfðu greiðan að- gang bæði að Rétti, þar sem Kristinn var tiðum ritstjóri í forföllum Einars Olgeirssonar, og Iðunni undir ritstjórn Árna Hallgrímssonar. En árið 1935 var annað hljóð komið í strokkinn. Þá þótti tími til kominn að stofna sérstakt rit undir sósíalrealismann. Og ekki var það til að draga úr mönnum að rétt öld var liðin frá fyrstu útgáfu Fjölnis. Eftir hörð handtök í efnisöflun, bæði innan lands og utan, kom fyrsta tölublað Rauðra penna út 1. desember 1935. Fremst í fyrsta eintakinu er upp- hafsljóð eins og í Fjölni. í stað „ísland farsælda frón..." er í Rauð- um pennum hvatningarræða í bundnu máli eftir Jóhannes úr Kötlum, þar sem hann heitir á ís- lenskan öreigalýð að halda áfram þeirri frelsisleit er sjálfstæðishetjurn- ar hófu. Strax á eftir kvæði Jóhannesar kemur löng grein eftir Kristin E. Andrésson og færir hann þar sönnur fyrir sögulegri nauðsyn hinnar nýju listastefnu og flokkar og lýsir skáldum hins nýja tíma. Þar sem þegar hefur verið drepið á meginþætti sósíalreal- ismans og það hlutverk er honum var ætlað skal hér látið nægja að segja lítillega frá skáldum hins nýja tíma. Kristinn skiftir þeim í þrennt, fyrstir koma Sovétskáldin sem eðli málsins samkvæmt standa best að vígi. Um þau leikur andi frelsis og réttlætis og þau geta með eigin augum orðið vitni að kraftaverki raunveruleikans; upp- byggingunni í Sovét-Rússlandi, Skáld hinnar nýju stefnu á Vestur- löndum lenda hinsvegar í tveimur flokkum; verkalýðsstéttar-skáld, sem sökum stéttar sinnar eru fersk og upprunaleg, og skáld úr borgarastétt sem vegna ástar á mannúð og frelsis- þrá hafa gerst marxistar. Síðan ræðir Kristinn um þau skáld sem eru á þröskuldi nýrra tíma og tekur þar dæmi af Davíð Stefánssyni sem þrátt fyrir vilja sinn til að fylgja alþýðunni er enn of háður spilltum áhrifum borgaranna. Á eftir grein Kristins kemur smá- sagan Valdstjórnin gegn - eftir Hall- dór Sfefánáson. Hún er afhjúpunar- saga ög sýnir í hverra þágu lögin eru. Þetta er sósíalrealísk smásaga og fylgir uppskriftinni skilmerkilega. Síðan rekur hver greinin aðra, hvatningarljóð, afhjúpandi sögur og eldheitar baráttugreinar. Kristinn E. Andrésson hefur sagt í endurminningum sínum frá þessum tíma að það sem hafi sett svip á ritið hafi ekki aðeins verið „skilyrðislaus jákvæðni höfundanna við alþjóðlegu byltingarsjónarmið verkalýðsstéttar- innar, heldur líti þeir á það sem hlutverk sitt og tilgang að helga starf sitt og skáldskap baráttu verkalýðsins fyrir nýjum þjóðfélagsháttum sem hann af sögulegri nauðsyn sé knúinn til að hafa forystu fyrir. Þó þessi lýsing geti verið sönn hvað fyrsta heftið varðar þá er hún fjarri sannleikanum ef litið er á næstu hefti Rauðra penna. Um það leyti sem fyrsta ritið var að koma úr prentsmiðju sneri Alþjóða- samband byltingarsinnaðra rithöf- unda við blaðinu. í stað þess að setja stéttabaráttuna og böl kapitalismans á oddinn átti nú að samfylkja með borgaralegum lista- og menntamönn- um gegn fasisma til bjargar menning-' unni. Bréf barsttil íslandsdeildarinnar aðeins 19 dögum eftir útkomu fyrsta heftisins þess efnis að leggja bæri niður félagið og var skorað á félags- menn að skipa sér undantekningar- laust í Alþjóðasambandið til verndar menningunni. Ekki varð að því að félagið yrði lagt niður en hinsvegar var tekið fullt tillit til óskarinnar um að efna til samfylk- ingar. í öðru hefti var stigið skref aftur- ábak og dregið úr árásum á borgara- legt þjóðfélag. Þeim sem ekki ortu undir sósíalrealískum stefnumiðum var sýnd meiri þolinmæði og íslenskri þjóðernisstefnu gefið undir tótinn. Reyndar hafði Halldór Laxness í tveimur af fjórum greinum sínum í heftinu árið áður fjallað um þjóðlega tónlist og Jóhannes Kjarval, efni sem varla teljast hörð innlegg í stéttabar- áttuna. En slíkt efni sem var undan- tekning þá verður þegar fram í sækir að reglu. Upp frá þessu ber æ minna á sósíalrealismanum og þeim dólga- Marxisma er var svo áberandi í fyrsta heftinu. Þriðja heftið og einnig það fjórða og síðasta eru ósköp venjuleg menningartímarit og er víða leitað fanga í efnisöflun. Þróunin yfir í Tímarit Máls og menningar hefst þegar í öðru hefti og er síðan jöfn og sígandi allt þar til það tekur við af Rauðum pennum eftir fjórða heftið. Og eftir stríðið þegar fasismanum er hrundið var ekki horfið aftur að stéttabaráttunni. í stað hans kom barátta gegn erlendri hersetu til verndar íslenskri menningu. Þá bar- áttu þekkja flestir, með sögum sínum um spillinguna á mölinni og söknuðin- um eftir gildum sveitarinnar. Það urðu því örlög þessarar hreyf- ingar að standa vörð um marga þá þætti í íslenskri menningu sem hún í upphafi hugðist ganga frá dauðum. Það má kannski draga þá ályktun í lokin að blómatími sósíalrealismans hér á landi hafi staðið í 19 daga og hann því blessunarlega haft lítil áhrif. En hins vegar hafi samfylkingin til verndar menningunni haft afgerandi áhrif á menningarþróunina og kannski vara þau enn. gse Ef við byrjum á stefnuyfirlýsingu Alþjóðasambands byltingarsinnaðra rithöfunda frá 1934 um sósíal-real- ismann. Hvaða áhrif hafði hún á þá íslensku rithöfunda og skáid ersíðar stóðu að útgáfu Rauðra penna? f rauninni var sósial-realisminn gömul stefna þegar Andrei Sjadanov, fulltrúi sovéska kommúnistaflokksins á þinginu, stendur upp og flytur sína heljarmiklu stefnuræðu, sem stefnu- yfirlýsingin er síðan soðin upp úr. Sjadonov var bara að segja hvernig sovéskar bókmenntir voru, og þannig eigi þær að vera. Tilfellið er að það kom ekkert nýtt fram á þessu þingi, því allt frá því að Stalín komst tilfullra valda árið 1928 hafði þetta verið opinber stefna í Sovétríkjunum. Og þá var hún tekin Það voru nokkrir menn sem voru félagsmenn og nokkrir aðrir sem voru minna viðriðnir. Menn komu saman á ákveðnum stað og á ákveðinni stundu. Mig minnir að fundirnir hafi verið haldnir hálfsmánaöarlega og þeir voru oftast heima hjá Kristni E. Andréssyni, þó svo að fundurinn í smásögunni hafi verið haldinn hjá Stefáni Jónssyni, barnabókahöfundi. Á hverjum fundi var dagskrá næsta fundar ákveðin og úthlutað verkefn- um, yfirleitt handriti eða bók, sem viðkomandi átti að gagnrýna á næsta fundi. Forystu um þetta hafði Kristinn E. Andrésson sem var lang fyrirferða- mestur sem leiðtogi. Hann hafði líka yfirleitt með sér gesti, andans menn, til þess að gefa okkur yngri mönnum kost á að ræða við sér eldri og vitrari menn. Auk þess voru í tengslum við fundina kommúnista-sellur, náms- fundir, þar sem Einar Olgeirsson útskýrði kommúnisma. Voru það aðallega bækur hvers annars sem þið gagnrýnduð? Já, það var það svo. svo til beint upp úr stefnuskrá Félags öreigaskálda sem að stofni til var frá 1918. Svo þegar stefnuyfirlýsingin frá 1934 berst til íslands, og er rædd á fundi í Félagi byltingarsinnaðra rit- höfunda, þá fannst félögum, eftir því sem Gísli Ásmundsson sagði mér, að í henni væri ekkert nýtt. Áhrifin á skáldskap þessara manna hafa þannig verið hægfara og var farið að gæta strax um og eftir 1930. En mér finnst þau alla tíð mjög lítil og sósíal- realísk verk voru fá, ekki nema 3-4 skáldsögur og eitthvað á annan tug smásagna. Hins vegar voru kvæðin fleiri og er ástæðan fyrir því sjálfsagt sú að (slendingar, eins og aðrar þjóðir, voru því vanir að yrkja rímaðar hvatningaræður, svo að skáldunum Og þá útfrá sósíalreaiisma? Þær voru gagnrýndar frá þessu eina sanna sjónarmiði, sósíalreal- ismanum. í honumláallursannleikur- inn að dómi Kristins E. Andréssonar. Þú sérð ritgerð hans í fyrsta hefti Rauðra penna þar sem hann bendir á fyrirmyndir í mörgum rússneskum skáldum. Ég held að fæstir af þeim hafi heyrst nefndír sliðan. Það gekk upp og niður hjá Kristni að halda þessu saman, menn voru að ganga af fundum og yfirgefa söfnuðinn. Útaf gagnrýni? Já, útaf gagnrýni á eigin verk. Einn gerði það allavega. Menn voru drepn- ir þarna og komust aldrei upp aftur. Dæmi um það? Það er dæmi um það í „Skáld á fundi“. Sá sem þar er nefndur Pétur Carpenter. Það er Ásgeir Jónsson. Hann var þá búinn að skrifa bókina „Allt“ og gefa hana út, rómantíska sögu en fer svo til Stuttgart, eða Stóðgarða, og lærir þar uppá komm- únisma. Þegar hann kemur heim hefur verið hægur vandi að snúa hvatningunni uppá stéttabaráttuna. En stefnuskrá Félags byltingar- sinnaðra rithöfunda varallavega sósí- al-realísk. Hvernig gekk þeim að framkvæma markmið hennar. Ef við byrjum á „að starfa á alþjóðlegum grundvelli byltingarsinnaðra rithöf- unda“? Þeir gerðu það þannig að þeir þýða og birta, fyrst í Rétti og síðan í Rauðum pennum, dæmigerðar sögur sósíal-realista. Baráttusögur og sög- ur þar sem böl auövaldsþjóðfélagsins er afhjúpað og þeir skrifa líka dálítið sjálfir í þessum anda. En þetta er nú aðalstarfið á alþjóðlegum grundvelli, það að þýða á íslensku auk þess að boða stefnuna og reyna að fylgja henni. Og það „að efla sósíal-realismann á íslandi“ hefurþá mislukkast? Já, það mislukkaðist, en þeir reyndu það virkilega. Þeir héldu hon- um að mönnum án þess að um beina stjórnun hafi verið að ræða. Hver er ástæðan fyrirþví að sósíal- realisminn á svo erfitt uppdráttar? Ja, þetta er í eðli sínu and-bók- menntaleg stefna. Bókmenntir hljóta að vera markmið í sjálfum sér. Maður getur ekki samiö gott bókmenntaverk nema að gefa sig allan að því. Þú skrifar hann aðra sögu „Fiskurinn ræður“. Hann lét vélrita handritið í þremur eintökum og lagði þau fyrir fundinn. Það voru þrír sem gagn- rýndu söguna; Stefán Jónsson, Hall- dór Stefánsson og svo Kristinn E. Andrésson sjálfur. Eftir þá gagnrýni gekk Ásgeir af f undi og það birtist ekkert eftir hann fyrr en löngu síðar að hann gaf út held ég einar þrjár bækur í röð. En það var fleira gert á þessum sama fundi. Jóhannes úr Kötlum var búinn að skrifa smásögu og hafði sýnt hana Kristni og Kristinn var hrifinn af henni og hafði hrósað Jóhannesi fyrir hana en hann vildi þó að hún yrði lesin og fengi umfjöllun áður en hann prentaði hana. Þess vegnafékk hann Jóhannes til þess að lesa hana upp á fundinum og Halldór Laxness sem kom á fundinn tók að sér að gagnrýna hana. Þessi smásaga hans Jóhannesar kom aldrei á prent. Laxness, sem var hálfguð í augum Kristins E. Andrés- sonar og fleiri, ef ekki alguð, hann eyðilagði hana og deyddi Jóhannes alveg sem smásagnahöfund. En minnistþú dæma um hið gagn- stæða? Nei, ég man ekki til þess. Það er hugsanlegt að þetta hafi verið jákvætt á þann hátt að einstaklingar hafi áttað sig á þvi að það er ekki vandalaust að skrifa bækur, hvort sem það eru Ijóð, smásögur eða skáldsögur. Ég held að það gagn sem ég hafði af þessu sé að ég lærði ýmislegt um mál og stíl. Til dæmis held ég að ég hafi aldrei notað í bók „svo var það 'einn góðan veðurdag". Við lærðum að forðast svona klisjur, þessi föstu orðasambönd sem eru í raun og veru dauð í málinu. Ég geri ráð fyrir að í félagið hafi safnast helst þeir rithöfundar sem haldnir voru þessari heilögu geggjun í svo ríkum mæli að þeir urðu að gera svo vel að setjast niður og skrifa. En þeir hafi síður sést þarna sem höfðu þetta fyrir tómstundagaman eða vildu ná sér I aura eða eitthvað svoleiðis. Ég held að fundirnir hafi ekki haft „Það er erfitt að stjórna skáldum“ Spjallað við Guðmund Daníelsson Guðmundur Daníelsson ereinn fárra núlifandi manna er tóku þátt í starfi Félags byltingarsinnaðra rithöfunda á fjórða áratugnum. Hann sótti fundi þess jafnframt kennaranámi árin 1932-34, en varð fljótlega uppúr því viðskila við hópinn bæði sökum þess að hann flytur úr bænum en einnig vegna hugmyndaágreinings. í einni af smásögum sínum lýsir Guðmundur fundi í félaginu og hefur hann sagt að hún sé nær orðrétt fundargerð og að fiestu leyti dagsönn. Hann dregur reyndarþunna hulu yfir, því nöfnum erbreytt. Forvitnum lesurum skal bent á að söguna er m.a. að finna í safninu „Drengur á fjalli“ (fívk. 1964) og heitir hún „Skáld á fundi“. Hér til hliðar fylgir dulmálslykill fyrir þá er þurfa hjálpar við til að þekkja persónur sögunnar. En þó sagan gefi góða hugmynd um fund Félags byltingarsinnaðra rithöfunda vildi ég fræðast meira af Guðmundi og brá mér því til Selfoss og tók hann tali. Ég bað hann fyrst að lýsa fundunum.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.