NT - 06.11.1985, Blaðsíða 9

NT - 06.11.1985, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 6. nóvember 1985 9 Ég held að mörgum hafi brugðið í brún nú á dögunum þegar það kom í fréttum, að kostnaður við undirbún- ing að Fljótsdalsvirkjun væri orðinn 610 millj. kr. og vaxtakostnaður á ári væri 60 milljónir. Þar til viðbótar væru nú nokkrar virkjanir á Þjórsár- svæðinu til athugunar og kostnaður þar tæpar 400 milljónir. Hvað er offjárfesting ef ekki þetta? margir hér í höfuðborginni sem lifa beint og óbeint af landbún- aði. Hvernig stendur á því að ekkert heyrist frá þessu fólki. Á að trúa því að þetta fólk láti sig engu varða ef landbúnaður dregst verulega saman og er jafnframt rakkaður niður, eða er það farið að trúa því að landbúnaður sé eitthvert þjóð- arböl. ....en erunúflutt til Reykjavíkur Hvað á svo að gera við það fólk sem verður að hætta búskap vegna samdráttar í sölu afurða, á að flytja það suður og byggja yfir það þar. Hvað kostar það? Er stór Reykjavíkursvæðið tilbú ið að taka við þessu fólki? Hvað verður um verðmætin, sem eftir standa úti á landi? Verður það eftilvill hlutverk þeirra, sem eft- ir þrauka, að lifa á því að paufast um með ferðamenn, benda á hin auðu mannvirki og segja „Hérna bjuggu þau Jón og Gunna með börnin síns sex. Þau byggðu þetta myndarlega upp, en eru nú flutt tii Reykja- víkur., - en það er nú fallegt hérna í góðu veðri.“ Ráðamenn segja gjarnan, „farið þið bara í loðdýrarækt eða fiskeldi“. Þetta er bara ekki svo einfalt. Vera kann að tölu- verðir möguleikar séu í loðdýra- rækt, og margir eru þar bjart- sýnir, en hamingjan hjálpi okk- ur ef Grænfriðungar ná sama árangri gegn þessari búgrein og þeir hafa náð t.d. gegn selveiði. Grænfriðungar hafa nú gert hrollvekjukvikmynd til auglýs- inga gegn loðdýrarækt sem kost- aði 17 þús. dollara, eða um 700 milljónir ísl. kr.,ogþó var mikil vinna gefin við gerð myndarinn- ar. Fiskirækt verður tæpast stunduð nema í nokkuð stórum einingum, sem dýrt er að koma á laggirnar og þarfnast sérþekk- ingar. Engin stétt á landi voru hefur mátt þola annan eins neikvæðan áróður eins og bændastéttin. Hér hefur æði oft verið um hreinan atvinnuróg að ræða. Oft hefur þessum óhróðri verið dembt yfir alþjóð þegar lesnar eru upp í útvarpi forustugreinar dagblaða. Reyndar eru þessi skrif yfirleitt þannig, að þau lýsa best algjörri vanþekkingu þess, sem skrifað hafði viðkom- andi forustugrein. Það vekur því furðu þegar ræða skal land- búnaðarmál t.d. í sjónvarpi þá eru þessir sömu menn kvaddir til, rétt eins og þar fari menn með mikla sérþekkingu á þess- um málum. Ætli sjómönnum þætti ekki skrítið ef ræða ætti um sjávarútveg og þar væru kvaddir til menn ofan úr ein- hverjum afdal, sem aldrei hefðu á sjó komið og vissu ekkert hvernig stjórna ætti skipi. Það er oft klifað á offjárfest- ingu á landbúnaði og vinnslu- stöðvum hans. Ekki skal því á móti mælt að sumt mætti betur fara, og vissulega þarf að vinna að meira og betra skipulagi. En það er nú víðar pottur brotinn. Ég held að mörgum hafi brugðið í brún nú á dögum þegar það kom í fréttum, að kostnaður við undirbúning að Fljótsdalsvirkj- un væri orðinn 610 milljónir. Þar til viðbótar væru nú nokkrar virkjanir á Þjórsársvæðinu til athugunar og kostnaður þar tæpar 400 milljónir. Hvað er offjárfesting ef ekki þetta. Og það er ekki séð að þessar virkj- anir rnuni skila arði í bráð. íslenskt eða bandarískt yfirráðasvæði Eitt mál vakti mikla athygli í sumar, en það var innflutningur varnarliðsins á hráum kjötvör- um. Ekki hefur fengist úr þessu skorið enn og ekkert varð af málshöfðun á hendur utanríkis- ráðherra. Náttúrlega var slíkt út í hött. Við þegiiar þessa lands verðum að ætlast til að ráðherrar okkar geti leyst svona mál án afskipta dómstóla. Nú liggur fyrir að hér á landi er framleitt nóg af góðu og fjöl- breyttu kjöti fyrir herinn, og meira en það. Þá ganga sögur sannar eða ósannar um að kjöti sé smyglað út af Vellinum. Ef satt er getur það endað með ósköpum. Bandaríkjamenn nota sína heilbrigðislöggjöf til að hindra innflutning á landbún- aðarvörum til sín, og setja strangar reglur um sláturhús og aðrar vinnslustöðvar. Við eig- um því að standa fast á okkar málum, enda er mikið í húfi. Þetta mál er búið að veltast of lengi hjá stjórnvöldum og niður- staða verður að fást. Við verð- um að fá úr því skorið hvort Keflavíkurflugvöllur er íslenskt yflrráðasvæði eða bandarískt. Nokkuð er rætt um að kinda- kjöt og mjólk séu orðnar dýrar vörur og hafi hækkað mikið í verði á þessu og síðasta ári. Það sem mestu veldur er að niður- greiðslur hafa verið lækkaðar verulega. Á sama tíma hefur smásöluálagning verið gefin frjáls og það leiddi til hækkana, sérstaklega á sumum kjötvör- um. Landbúnaður lítið styrktur En hafa laun bóndans hækk- að umfram aðrar hækkanir? Nei. Þegar verðlagsgrund- völlurinn er skoðaður kemur í Ijós að 1. júnís.l. var launaliður- inn 38,47% af gjaldalið grund- vallarins. Ef við tökum sam- bærilegar tölur, eins og þær voru fyrir 10 árum, þá var launaliðurinn 50,8% Hlutfall launa hefur því lækkað um 12,33% á 10 árum. Klifað er á miklum styrkjum til landbúnað- ar, þó svo sé nú komið að óvíða í Evrópu sé landbúnaður eins lítið styrktur og hér. Menn ættu að skoða þessi mál t.d. í Noregi og á Bretlandseyjum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur því verið haldið fram að kjarnfóð- urskattur á liðnum árum væri eingöngu til hagsbóta fyrirhinar hefðbundnu búgreinar. Þegar þetta er athugað kemur í ljós samkv. reikningum Kjarnfóður- sjóðs fyrir árið 1984 að þá var ekki ein einasta króna endur- greidd beint til sauðfjárbænda, á meðan ýmsir aðrir fengu það- an fé. Mikið er talað um fitu á kindakjöti og fólk virðist forðast feitt kjöt. Þarna þarf meiri at- hugun og fræðslu um gæði kjötsins. Það þarf að gera athug- un á hvert er hlutfall beina, kjöts og fitu miðað við mismun- andi þunga skrokka. Ég held því fram að það séu ekki góð matarkaup að kaupa magra og létta skrokka, og aldrei hefur það þótt góður kostur að éta viðbitslaust, nema þá nú til dags, og þá helst kyrrsetu fólki eða letingjum. Þegar rætt er um landbúnað má ekki gleyma nýtingu hvers- konar hlunninda. Æðardúnn hefur verið að stórhækka í verði og er hvert kg komið í 15-16 þús. kr. Talið er að útflutnings- verðmæti hans verði á þessu ári um 35 milljónir og vafalaust má auka þetta til muna frá því sem nú er. Þá eru víða veruleg hlunnindi af lax og silungsveiði, og reki er á allmörgum jörðum. Allt þetta þarf að hafa í huga, því mikið af þessum hlunnind- um verður ekki nýtt til fullnustu nema byggð sé á viðkomandi jörðum. Það er yfirleitt talað um að þjóðin lifi nær eingöngu á fisk- veiðum og vissulega skila þær afurðir mestu af okkar gjaldeyr- istekjum. Það er þó fróðlegt að vita, að aflaverðmæti til sjó- manna og útgerðarmanna hér á landi árið 1984 var 8.842 millj- ónir. Til samanburðar voru verðmæti landbúnaðarafurða til bænda á verðlagsárinu 1. sept. 1983 til 31. ág. 1984 4.670 milljónir. Framleiðslustörf og þjónustustörf Á síðustu árum hefur orðið myndir hafa eru besta aðferðin til að selja fiskinn okkar og aðrar íslenskarafurðir. Stærsta auglýsing sem ísland gæti nefnilega fengið er sú að er- lendar sjónvarpsstöðvar eða erlend kvikmyndahús sjái á- stæöu til að sýna íslenskar kvik- myndir. Og hér á íslandi höfum við svo sannarlega hæfileika- ríkt fólk sem fæst við kvikmynda gerð og fólk í námi eða fólk sem heíur hug að að fara í nám í kvikmyndagerð. Til eru lausnir og til eru ráð Ý msar hugmyndir hafa verið viðraðar til lausnar þeirri sjálf- heldu sem íslensk kvikmynda- gerð er í. T.d. frjáls framlög fyrirtækja og einstaklinga til kvikmyndagerðar gegn skattaí- vilnunum, leið sem hefur verið reynd með góðum árangri í Ástralíu þar sem öflug kvik- myndagerð reis upp á örfáum árum og sló í gegn í heiminum og bandarísku kvikmyndarisa- framleiðendurnir slógust í framhaldi af því um ástralska kvikmyndagcrðarmenn. Þessi leið felst í því að einhver leggur fram fjármagn en fær skattafrádrátt í staðinn. Mjög einfalt og til að koma þessu á mest aukning í hverskonar þjónustustörfum og á árinu 1983 urðu 99,4% allra nýrra starfa í þjónustugreinum. Fyrir hvert nýtt framleiðslustarf úti á lands- byggðinni urðu til 6 störf við þjónustu í Reykjavík, í viðbót komu svo 1-2 störf í þjónustu úti á landi. Getur þetta gengið í okkar litla þjóðfélagi? Ég hef hér að framan rætt um íslenskan landbúnað og hve mikilvægur hann er. En það vaknar sú spurning hvort það sé ekki lengur vilji þjóðarinnar að viðhalda byggð í landinu, heldur skuli hending ráða hvort ýmsar sveitir eða héruð fara í eyði. Annað atriði er líka mikil- vægt fyrir dreifbýlið, en það eru góðar og öruggar samgöngur. Fólk nú á dögum sættir sig ekki við annað. Vissulega hefur unn- ist mikið í vegamálum á undan- förnum árum. Vegir hafa verið byggðir upp og víða er búið að leggja bundið slitlag á vegi, þetta ber að þakka. Á leiðinni frá Reykjavík og norður í land er þó einn vegar- spotti sem sker sig úr og er orðinn stórhættulegur, en það er í Norðurárdal í Borgarfirði. Þarna verður að gera stórátak á næstu 2-3 árum, annað dugir ekki. í síðustu viku hófst rjúpna- veiðitíminn. Hundruð eða þús- undir manna steðjuðu upp um fjöll og firnindi, og létu jafnvel illviðri ekki aftra för. Oft á tíðum eru þessir menn illa út- búnir og nánast á hverju hausti þarf að leita að rjúpnaskyttum eins og nýleg dæmi sanna. Eignarréttur bænda og sveit- arfélaga er oft ekki virtur og menn fara í algjöru leyfisleysi. Stundum eiga þessir sömu menn landskika undir sumarbústað. Þar liangir gjarnan uppi skilti sem á stendur „Óviðkomandi bannaður aðgangur". Ég á heima í grennd við vinsælt rjúpnaveiðisvæði. Þar virðist rjúpu heldur fækka. Það er dálítið furðulegt að fugla- fræðingar skuli halda því fram að það komi ekki niður á stofn- inum þó veitt sé úr honum. Það er nokkuð annað en t.d. sagt er um þorskinn. Sumarið er nú að kveðja. Það hefur verið óvenju hagstætt hér á suður og vesturlandi, en reynst Norðlendingum og Austfirðing- um erfitt. Það er fátt sem hefur eins mikil áhrif á líf okkar eins og veðrið. Það varðar afkomu fjölda fólks bæði til sjávar og sveita. þyrfti ekki nema cina reglu- gerö því lil er í lögum ákvæði um skattafrádrátt gegn því að leggja fé í fræðslukvikmyndir. En svo er líka til önnur leið og það er að ríki tækju sig saman um að framleiða kvikmyndir eins og mjög hefur verið gert á meginlandi Evrópu og þá sam- nýta kvikmyndagerðarmenn af ólíku þjóðerni reynslu sína og kunnáttu í kvikmyndagerð. Og eflaust eru til fleiri snjallar leiðir úr þessari sjálfheldu og allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Nýi fjármála- ráðherrann En hvernig væri að nýi fjármálaráðherrann okkar tæki af skarið og beitt sér fyrir svona reglugerð eins og þegar hefur verið minnst á, reglugerð um skattafrádrátt? Óg íslensk- ir kvikmyndagerðarmenn héldu áfram að fikra sig áfram og stefndu hátt gæðalega séð. Og sjá, vafalaust færi þá útflutningur Islendinga og hróður á alþjóðavettvangi stórum vaxandi, því þjóð sem býr til góðar kvikmyndir hlýtur líka að búa til eitthvað annað gott. Margrét Rún Guðmundsdóttir. kötturinn, kvikmyndaklúbbur framhaldsskólanema sem þó lognaðist út af um síðir. Én árið 1979 var líka í fyrsta sinn úthlutað styrkjum úr nýstofn- uðum Kvikmyndasjóði og þó að upphæðirnar væru ekki himinháar boðaði Kvikmynda- sjóður betri tíma og þessar litlu upphæðir fylltu menn ólg- andi bjartsýni, loksins, loksins. Og menn veðsettu ótrauðir hús sín og lögðu aðrar eigur sínar og jafnvel nánustu að- standenda sinna að veði - allt til að geta gert alvöru úr því að stunda það fag eða þá listgrein sem þeir höfðu hlotið menntun til. Óg síðan höfum við fengið að sjá a.m.k. 4 leiknar kvik- myndir á hverju ári. Skall veturinn á án þess að sumarið hefði komið? Þar til í ár. Þá var bjartsýni íslenskra kvikmyndagerðar- manna nánast uppurin, og sumir héldu því fram að ís- lenska kvikmyndavorið heyrði sögunni til og að haustið hefði skollið á án þess að nokkurn tíma hefði komið sumar í ís- lenskri kvikmyndagerð. Nokk- urn veginn allar íslensku kvik- myndirnar sem frumsýndar voru á síðasta ári og í byrjun þessa árs, gengu illa. Fengu allt of fáa áhorfendur, því til að íslensku kvikmyndirnargeti við núverandi ástand nokkurn veginn staðið undir sér þarf tugi þúsunda áhorfenda. Og kvikmyndagerðarmennirnir voru lamaðir vegna gífurlegra skulda. Voru þessar myndir þá svona lélegar eða hvað var að? Auðvitað eru íslensku kvik- myndirnar misjafnar að gæð- um en gæðamat hvers og eins er líka ólíkt. Það var liins vegar löngu orðið Ijóst að Is- lendingar flykkjast ekki lengur á íslenska kvikmynd, bara vegna þess að hún er íslensk. „Það þarf betri handrit,“ segja sumir. „Það þarf betri tækm, betra þetta og betra hitt," segja aðrir. Og þeir al- hörðustu segja yfirlætislega: „Góðar kvikmyndir eru þær sem standa undir sér.“ Hvað er að? Ekki ætla ég að fara að bera á móti því að ekki skorti ýmis- legt, en við verðum þó að vera minnug þess að það sem skortir fyrst og fremst eru peningar. íslensku kvikmyndirnar hafa verið hlægilega ódýrar í fram- leiðslu miðað við það sem gengurog gerist erlendis. (T.d. var kostnaður við gerð Nýs lífs eftir Þráin Bertelsson á við leigubílakostnaðinn einan í bandarískum kvikmyndum). íslensku kvikmyndirnar hafa verið teknar á mun skemmri tíma en eðlilegt telst annars staðar, og meira segja notað minna af filmu en eðlilegt telst. Það hefur líka verið ósköp fáliðað í vinnuhópum þeim sem vinna við gerð hverrar myndar og yfirleitt gegnir hver þeirrafleiri en einu hlutverki. Kvikmyndastjórarnir hafa t.a.m. sjálfir oft klippt myndir sínar, samið handrit sín sjálfir og jafnvel verið meðfram- leiðendur. Sem sagt: íslensku kvikmyndirnar hafa verið unn- ar við mjög bágar aðstæöur. Fjárskorturinn Við verðum líka að vera þess minnug að íslensk kvik- myndalist stekkur ekki fram alsköpuð á einu ári. Það þarf að gefa íslenskum kvik- myndagerðarmönnum tæki- færi til að fikra sig áfram og ef þeir fá tækifæri og fjármagn rís hér á landi upp öflug kvik- myndagerð á heimsmæli- kvarða, sanniði til. Framtíðar- sýn vinkonu ininnar er nefni- lega ekki svo vitlaus. Auðvitað hefur ýmislegt verið gert til að koma til móts við íslenska kvikmyndagerð. Á síðasta ári voru samþykkt lög á Alþingi um kvikmynda- safn og Kvikmyndasjóð þar sem kveðið var á um að sölu- skattur af öllum kvikmyndum sem kvikmyndahúsin sýna rynni í Kvikmyndasjóð. Og íslenskir kvikmyndagerðar- menn fengu í ár næstum alla þá upphæð sem söluskatturinn nam, þótt í tveimur hlutum væri. Ógsöluskatturaf íslensk^ um kvikmyndum hefur einnig verið felldur niöur. En það mætti auðveldlega gera meira, því öll menning og listir sem hafa markaðsgildi eins og kvik- Engin stétt á landi voru hefur mátt þola annan eins neikvæðan áróður eins og bændastéttin. Hér hefur æði oft verið um hreinan atvinnuróg að ræða. Oft hefur þessum óhróðri verið dembt yfir alþjóð þegar lesnar eru upp í útvarpi forystugreinar dag- blaða. v

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.