NT - 06.11.1985, Blaðsíða 19

NT - 06.11.1985, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 6. nóvember 1985 19 ■ Rafgeymir var eitt tækjanna sem sterkustu menn Islands þurftu að glíma við. Að ofan er Jón Páll. NT-mynd: Árni Kjarna. Keppnin „Sterkasti maður íslands“: Jón Páll sigraði - enda er hann heimsins sterkasti maður og um ieið íslands - Einn handieggsbrotnaði, einn tognaði og einn örmagnaðist í keppninni ■ Jón Páll Sigmarsson undir- strikaði enn einu sinni að hann er „Heimsins sterkasti maður“. I keppni um sterkasta mann íslands í gærkvöldi lék Jón Páll á alls oddi og kórónaði sigur sinn er hann dansaði með Húsa- fellshelluna sem er hvorki meira né minna en 186 kíló og sleip að auki. Næstur Jóni Páli í keppninni varð Hjalti „Úrsus“ Árnason og gat hann líka rölt með helluna. Aðrar keppnisgreinar voru fóð- urblöndusekkjaburður, bílatog, rafgeymalyfta og sjómaður. Baldur Borgþórsson örmagnað- ist gjörsamlega í pokaburðinum og varð að hætta keppni. Guðni Sigurjónsson handleggsbrotn- aði við í sjómann „Úrsusinn" og Torfi tognaöi í sjómann við Jón Pál. Ekki voru það bara krafta- karlar sem kepptust við að skemmta fólki í Höllinni í gær heldur sýndu karatemenn takta og brútu gangstéttarhellur á sjálfum sér. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Valur frábær - og Jóhannes einn ig - Það nægði Njarðvík til sigurs gegn Í.R. í gærkvöldi ■ Njarðvíkingar unnu enn einu sinni í úrvalsdeildinni í körfu í gærkvöldi. Að þessu sinni var það baráttumikið lið ÍR-inga sem þola mátti tap 95- 102 í íþróttahúsi Seljaskóla. Valur Ingimundarson var geysi- góður í liði Suðurnesjamanna og skoraði heil 39 stig, þar af 25 í fyrri hálfleiknum. Jóhannes Kristbjörnsson var lítið síðri. Hann gerði 23 stig og sýndi snjalla leiktækni.ÍR-ingar börð- ust vel og voru búnir að minnka muninn niður í fimm stig þegar lítið var eftir. Það dugði hins vegar ekki þó viðleitnin hefði verið góð. Leikurinn fór vel af stað. Leikmenn hittu eins og berserk- ir og fyrr en varði hafði Valur skorað tíu stig. ÍR-ingar tóku hins vegar forystuna og héldu henni mest allan fyrri hálfleik- inn, þeir léku skynsamlega, stilltu upp og hittu vel með Ragnar Torfason og Jóhannes Sveinsson atkvæðamesta. En Tómas sigraði ■ Um helgina fór fram fyrsta punktamótið í borð- tennis á þessu tímabili. Keppt var í meistaraflokki og 1. flokki karla og var mótai'yrirkomulagið þann- ig að menn féllu út úr keppni við annað tap. Að venju voru það Stef- án Konráðsson og Tómas Guðjónsson sem bitust um fyrsta sætið. Stefán fór tap- laus í úrslitaleikinn en Tómas var með eitt tap á bakinu. Hinsvegar sigraði Tómas Stjörnumanninn Stefán tvisvar i röð og tryggði sér þar með fyrsta sætið. Vignir Kristmunds- son, sem gamalreyndur er í íþróttinni, var svo í þriöja sætinu. slæmur kafli þeirra undir lokin, á meðan Njarðvíkingar keyrðu upp hraðann, breytti stöðunni í 56-41 fyrir Njarðvík og þannig var í leikhléi. Njarðvíkingar héldu upp- teknum hætti í síðari hálfleik og juku muninn í 20 stig. Pá ætlaði Gunnar Þorvarðarson þjálfari Njarðvíkinga að hvíla þá Val og Jóhannes og keyra á öðrurn um stund. Það tókst ekki vel og ÍR-ingar söxuðu á forskotið - þökk sé mikilli baráttu og frá- bærri hittni Vignis Hilmarsson- ar á þessum kafla. Valur og Jóhannes komu svo aftur inná og því fór sem fór. Fyrir utan tvo áðurnefnda kappa var ísak góður hjá Njarð- vík og skoraði 14 stig. Hjá ÍR voru Hjörtur (19), Jóhannes (16), Karl (16) og Ragnar (14) atkvæðamestir í stigaskoruninni og áttu einnig hver um sig sína góðu kafla í leiknum. Blikar efstir - ásamt Ármenningum í 2. deild handboltans ■ Heil uinfcrð var leikin í 2. deildinni í handknattleik um helgina og eftir hana standa Breiðablik og Armann best að vígi, eru með 10 stig hvort félag en Blikar hafa betri inarkatölu. ÍR-ingar fylgja fast á eftir með 9 stig en þeir áttu cinmitt í höggi við Ármenninga á laugardag- inn, og var leikið í íþróttahúsi Seljaskóla. Leikurinn var jafn mest allan tímann. Guðmundur Þórðar- son, þjálfari ÍR-inga, og Bjarni Bessason voru skæðastir Breið- hyltinga og skoruðu grimmt til að byrja með. Bragi Sigurðsson átti góðan leik í liöi Ármenn- inga svo og hinn snjalli Egill Steinþórsson, sem sótti sig mjög er líða tók á lcikinn. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12 og í síðari hálfleiknum var jafnt á öllum töflum. Undir lokin tóku Árnrenningar Guð- mund og Bjarna úr umferð og við það riðlaðist leikur ÍR-inga nokkuó. Einar Eiríksson tók sig svo til í lokin og skoraði sigur- markið fyrir Ármann en leikur- inn fór 22-21. Breiðablik sigraði H.K. í ná- grannaslag í Kópavoginum með 24 mörkum gegn 21. Staðan í hálflcik var 13-8 fyrir Blika. Björn Jónsson skoraði 8 mörk og Kristján Halldórsson 7 fyrir sigurliðið. Fyrir HK skoröuðu Stefán Halldórsson (7) og Björn Jónsson (6) mest. Þór frá Vestmannaeyjum sigraði Gmttu örugglega í Eyj- um með 30 mörkum gegn 19. Viðar Einarsson, markvörður Þórs, varði vel allan leikinn en markahæstur heimamanna var Páll Scheving sem skoraði 8 mörk. Þeir Sigurbjörn, Óskar, Eyjólfur og Sigurður voru allir með 4 mörk. Hjá Gróttu var Árni Friðleifsson atkvæðamest- ur rneð 7 mörk og Halldór Ingólfsson gcrði 4. Þá sigruðu Haukar Aftur- eldingu með 25 mörkum gegn 24 í botnbaráttu dcildarinnar. Staðan i 2. deild: Breiðablik 6 5 0 1 151-125 10 Armann 6 5 0 1 142-129 10 ÍR 6 4 1 1 142-129 9 HK 5 3 0 2 116-110 6- ÞórVe 5 2 0 3 108-107 4 Haukar 6 2 0 4 125-135 4 Afturelding Grótta Handknattleikur í 1. deild: MOLAR „Okkur vantar meiri reynslu“ - sagði Guðmundur „Dadú“ eftir tap F.H. á Akureyri 1 hálfleik var staðan 12-9 fyrir heimamenn. í síðari hálfleiknum juku K.A. forskot sitt og hélst þetta 3-4 marka munur fram á loka- mfnúturnar. En þegar staðan var 22-17 taka Hafnfirðingarnir mikinn sprett og jafna 22-22. Þorleifur Ananíasson skorar þá fyrir heimamenn og þrátt fyrir mikinn bægslagang á síðustu tveimur mfnútunum tókst nvor- ugu liðinu að bæta marki við og lokastaðan varð því 23-22 K.A. í vil. Leikurinn var ákaflega spennandi á lokamínútunum en nokkuð mikið var um mistök á báða bóga. Það var mikið rekið út af, K.A. menn voru t.d. fjórum sinnum tveimur færri í leiknum, en ekki tókst F.H.- ingum að nýta sér það. Erlingur Kristjánsson og Guð- mundur Guðmundsson voru bestir heimamanna en Sverrir markvörður og Þorgils Óttar bestir hjá F.H. Erlingur, Guð- mundur, Þorleifur, Logi og Er- lendur skoruðu allir 4 mörk fyrir K.A. en Óskar Ármanns- son (9) og Þorgils Óttar (6) voru atkvæðamestir hjá F.H. ■ ...Tilkynnt var í London í gær að gróði afWimblcdon tennismótinu enska hefði slegið öll met á þessu ári. Þrátt fyrir slæmt veður í Englandi í sumar var metaðsókn að mótinu og mótshaldar- arnir stóðu uppi með sem samsvarar 132 milljón- um íslenskra króna í gróða að loknu mótinu... ...Knattspyrnusamband Evrópu hefur neitað ítalska liðinu Tórínó og gríska félaginu Panathin- aikos um náðun vegna slæmrar hegðunar í Evrópuviðureign þessara liða. Félögin fengu þungar sektir en fóru bæði fram á að þeim yrði aflétt hið snarasta. Dómstóll Knattspyrnusam- bands Evrópu sagði hins vegar „Nei“ við slíkum beiðnum... ...Real Madrid, spænska knattspyrnustórveld- ið, mun leika i búningum merktum „Barcelóna ’92“ er liðið leikur gegn sovéska félaginu Chern- omorcts í Evrópukeppninni f kvöld. Það sem veldur því að liðið leikur með nafn erkióvina sinna á búningunum er stuðningur við þá kröfur Barccl- ónuborgar að fá að halda ðlympíuleikana 1992... ...Juvcntus leikur við Veróna í kvöld í Evrópu- keppninni í knattspyrnu og eru aðstæðurnar heldur óvenjulegar. Engum áhorfendum er hleypt inn í Stadio Communale og er þetta refsing Juventus vegna þátts þeirra í harmleiknum í Brússel síðasta vor. Juventus og Verona skildu jöfn í fyrri viðureign félaganna en heimavöliur Juventus mun varla hafa sín venjulegu áhrif að þessu sinni... ...Heimsmeistarinn í hjólreiðum áhugamanna, Pólverjinn Lech Piasecki, mun á næstunni skrifa undir samning við ítalska atvinnumannaliðið Del Tongo-Colnago að því fréttir frá Póllandi herma. Pólska hjólreiðasambandið hyggst leyfa Piasecki að fara gegn því að fá „mikið af gæðavörum sem tengjast hjólreiðum“, enn skortur á þeim er all verulegur í Póllandi... ...Alþjóða fimleikasambandið (FIG) hefur tii- kynnt að ekki verði liðið í framtíðinni að sigurveg- arar á fimleiksmótum kyssi nær alla viðstadda ellegar hoppi hæð sína í loft upp. Fagnaðarlátum skal stillt í hóf og mun verða tekið hart á þessu máli á Heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Montrcal í Kanada... Frá Gylfa Krístjánssyni fréttarítara NT á Akureyri: „Við vissum að þessi leikur yrði erfiður. Þó hefðum við átt að geta gert út um þetta í fyrri hálfleik en misstum illa niður forskot okkar. Ungu mennina vantar meiri reynslu og trú á sjálfa sig,“sagði Guðmundur „Dadú“ Magnússon, þjálfari F.H., eftir tap sinna manna gegn K.A. en leikurinn endaði 23-22. Leikurinn var jafn til að byrja með en F.H.-ingar náðu þó forystunni 6-4 og virkuðu sprækir. K.A. jafnar hins vegar leikinn 7-7 og kemst síðan yfir. Uerdingen áfram ■ Uerdingen, lið þeirra Lárusar og Atla í Þýska- landi, sigraði Galatasaray frá Tyrklandi í Evrópu- keppni bikarhafa saman- lagt 3-1 í keppninni og kemst áfram. Liðin léku í Tyrklandi í gær og varð jafntefli 1-1. Uerdingen vann fyrri leikinn 2- O.Herget skoraði fyrir Uerdingen. getrmuía VINNINGAR! 11. leikvika - leikir 2. nóvember 1985 Vinningsröð: 11X - X11 -1X2 -1X1 1. vinningur: 12 réttir 38166(4/n) 42783(4/n) 41215(4/n) 46471 (4/n) 2. vinningur: 11 réttir kr. 140.065.- 46902(4/n) 47780(4/n) kr. 3.311.- 62247(4/n) 88376(4/n) 1024 35795 42318 57863 87123 106902 46584(Vu) 2194 35869 46916 57918 + 87492 106928 55544(Vw) 2652 36174 47821+ 59313 89547 + 183502 55991 (Vw) 4772 37439 49188 + 59389 89549 + 183571 61615(Vu) 5956 37676+ 49756 + 59618 91707 94277(Vw) 8069 38315 53744 59786 92372 Úr 10. v.: 102227 (yti) + 8520 38449 54439 61106 93100 36234 104990(Vw) 9300 38865 54474 62248 93558 37319 105634 (V\\) + 9848 38964+ 54521 62278 94915 37328 105902(yn) 12763 + 39263 54987 + 63228 96101 + 37463 106523(Vu) 19583 39360 55408 63492 101259 37464 106714(^11) 20413 39361 55449 63682 102288 + 41528 106923 (V11) 20926 41625+ 55461 64031 104053 41592 106925(Vu) 21047 41779 57175 85801+ 104751 106927(yn) 183361(Vu) Kærufrestur er tll 25. nóvember 1985 kl. 12 á hádegi. íslenskar Getraunir, íþróttamidstödinni v/Sigtún, Reykjavík

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.