NT - 06.11.1985, Blaðsíða 11

NT - 06.11.1985, Blaðsíða 11
í < Ig r Miðvikudagur 6. nóvember 1985 11 Tekjumöguleikar íslendinga liggja fyrst og fremst í fiskistofnunum - sagði Halldór Ásgrímsson við setningu þings Farmanna- og fiskimannasambandsins Hér fer á eftir meginhluti ræðu þeirrar er Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra flutti við setningu þings Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands. Fiskveiðistefnan ■ Frá því ég var hér síðast fyrir tveimur árum hefur mikið gengið á í þjóðfélaginu. Miklum tíma hefur verið varið í að móta fiskveiðistefnu og leita sátta um stjórnun veiðanna. Sjómenn hafa verið virkir þátttakendur í því starfi. í dag hljótum við að spyrja okkur hvað hafi áunnist og hvort við höfum verið að gera rétt á undanförnum árum. Þessum spurningum svara menn að sjálfsögðu mismunandi og gefa sér þá mismunandi for- sendur. Sjómanninum sem ekki fær að róa til fiskjar í blíðskapar- veðri finnst að sjálfsögðu að athafnafrelsi sitt sé skert og þeir tekjumöguleikar sem hann áður hafði. Utgerðarmaðurinn er sama sinnis svo og fólkið í byggðarlaginu sem sér skipin liggja við bryggju. Allt eru þetta eðlileg og mannleg viðbrögð. Þjóð sem skuldar mikið og á allt undir traustum fiskistofnum getur hins vegar ekki látið slík sjónarmið ráða ferðinni. Láns- traust þjóða byggist ekki aðeins á heildarfjárhæð skuldanna heldur skipta endurgreiðslu- möguleikarnir enn meira máli. Þeir tekjumöguleikar, sem ís- lendingár eiga í framtíðinni, liggja fyrst og fremst í fiskistofn- unum. Því munum við ekki auka lánstraust okkar eða bæta stöðuna með því að veiða sem mest í dag. Við gerum það best með því að taka hæfilegt magn úr stofnunum á ári hverju þann- ig að viðhald þeirra sé tryggt til frambúðar. Frá sjónarmiði heildarinnar eru því spurn- ingarnar að nokkru leyti aðrar. Spurt er: Hvað er vogandi að aflinn verði mikill? Hvernig er hægt að jafna honum niður með sem sanngjörnustum hætti? Hvernig verður hann veiddur með sem minnstum tilkostnaði og hvernig verða gerð úr honum sem mest verðmæti? Nú er það svo, að í öllum þjóðfélögum, fara heildar- og framtíðarhagsmunir ekki alltaf saman við stundarhagsmuni ein- staklingsins, byggðarlagsins eða landshlutans. Hagsmuna- árekstrar vilja oft verða milli hinna einstöku hópa þjóðfélags- ins, ef eftir leikreglum lýðræðis- ins leita menn sátta. Þeir sem verða að sæta niðurstöðunni Ijóma ekki alltaf af ánægju og þannig er það í sjávarútvegin- um. Það er hlutverk hagsmuna- samtaka eins og ykkar að hjálpa til við að leita sátta þar sem tillit er tekið til hagsmuna allra þeirra sem lifa með einum eða öðrum hætti á fiskveiðum en fyrst og fremst verða heildar- hagsmunir þjóðfélagsins að sitja í fyrirrúmi. Með þau sjónarmið að leið- arljósi höfum við í samvinnu við hagsmunaaðila undirbúið mót- un fiskveiðistefnu til næstu ára. Að undanförnu hafa nokkrir orðið til að gagnrýna núverandi fiskveiðistefnu og hafa þeir sett fram margvíslegar skoðanir. Ég ætla að leyfa mér að grípa hér niður í málfutning þeirra. Einn þeirra segir t.d. „Hann (kvótinn) er skipulag meðalmennskunnar. Hann stefnir að jöfnuði með því að vængstýfa þá sem möguleika hefðu til að bj arga sér og stungið er tálbeitu að hinum sem ekki geta hvort sem er náð sér til flugs“ (tilvitnun lýkur). Við lifum í þjóðfélagi þar sem því hefur verið haldið á lofti um áratugaskeið að sérhver einstaklingur og sérhvert byggð- arlag í landinu eigi sér sinn rétt. Þótt samkeppni sé nauðsynleg þá má það ekki eiga sér stað að athafnafrelsið sé svo óheft að jafnræðishugsjónir þjóðfélags- ins séu gjörsamlega vanvirtar. Þótt margar skipshafnir séu í landinu þá erum við þrátt fyrir allt ein skipshöfn og okkur ber að taka tillit hver til annars. Aflamarkið er byggt á reynslu áranna 1981 til 1983. Ég veit ekki til þess að á þeim árum hafi ríkt sérstök meðalmennska. Mörgum gekk þá vel og þeir fá notið þeirrar reynslu en öðrum gekk miður. Með þeim tillögum um fiskveiðistjórnun sem nú hafa verið lagðar fram, er þeim sem óánægðir eru með aflamark sitt gert kleift að sýna hvers þeir eru megnugir, með því að velja sóknarmark og skapa sér þannig auknar veiðiheimildir. Klausan sem ég vitnaði til á því ekki við nein rök að styðjast og lýsir ekki kvótakerfinu í framkvæmd. Önnur fullyrðing: „Kvótinn innleiðir framandi verslunar- hætti með sölu og kaupum á stjórnvaldsleyfum. Kvótavið- skipti auka útgerðarkostnað þeirra sem fiska en ýta undir spákaupmennsku hinna“ (til- vitnun lýkur). Þetta atriði hefur valdið hvað mestri gagnrýni hjá sjómanna- stéttinni. Við búum hins vegar við það að flotinn er of stór miðað við núverandi aðstæður og þurfum því að finna leiðir til að lækka útgerðarkostnaðinn. Það má gera með ýmsum hætti. Niðurstaðan varð þó sú að frum- kvæði í þá átt yrði að koma úr atvinnugreininni sjálfri en það væri hlutverk stjórnvalda að skapa skilyrði til þess að það mætti verða. Með því að færa afla á milli skipa má auka hag- kvæmnina. Það eykur sókn í vannýtta stofna svo sem rækju og stuðlar að sparnaði í útgerð- arkostnaði. Að sjálfsögðu er hægt að banna slíkar millifærsl- ur en þá dregur úr hagkvæmni um leið. Skuldugþjóðsemgetur ekki skapað þegnum sínum nægilega góð lífskjör hefur ekki efni á að líta framhjá hag- kvæmnisjónarmiðum. Fullyrð- ingin sem ég vitnaði til stenst því hvorki próf heilbrigðrar skynsemi né staðreynda. Þriðja fullyrðingin: „Kvótinn stuðlar að því að halda að veiðum þeim sem best gerðu í því að hætta en hamlar framtaki be.',u fiskimannannaog torvelda heilbrigða endurnýjun í stétt- inni. Aflaskipin eru skorin niður þrátt fyrir að heildaraflinn minnki ekki“ (tilvitnun lýkur). Það má vel vera að þeir séu einhverjir í sjómannastétt sem best gerðu í því að hætta. Það verður hins vegar að ætlast til af þeim sem koma með slíkar fullyrðingar að þeir séu reiðu- búnir að nefna dæmi um skip og sjómenn sem betur væru komnir annars staðar. Aflaskipin hafa ekki verið skorin niður. Þau hafa haldið sinni hlutdeild í heildaraflanum og það hefur verið komið í veg fyrir skerð- ingu á þeim með því að stöðva stækkun flotans og beina skip- um að öðrum veiðum t.d. rækjuveiðum. Þá munu einmitt vera dæmi um það að kvóti af skipum sem lítt hefur verið haldið til veiða hefur lent til aflaskipa. Eina Ieiðin til að tryggja eðlilega endurnýjun í sjómannastéttinni er að koma útgerðinni á heilbrigðan rekstrargrundvöll þannig að fiskveiðar séu arðbær atvinnu- grein sem stendur undir greiðslu góðra launa til sjómanna. Hömlulaus samkeppni með til- heyrandi gjaldþrotum stuðlar á hinn bóginn ekki að velferð íslenskrar sjómannastéttar. Enginn fótur er því fyrir þessum fullyrðingum. Fjórða fullyrðingin: „Kvótinn hindrar eðlilega úreldingu fiski- skipa því ekki er svo hrörlegt skip að ekki gangist til að hljóta úthlutun á veiðiheimild sem hagnýta má sem söluvöru" (til- vitnun lýkur). Eitt meginmarkmið núver- andi fiskveiðistjórnar er að halda stærð flotans í skefjum. Aflatakmarkanir valda því að sjálfsögðu að menn hika við að fjárfesta í nýjum skipum þar sem takmarkaður afli stendur ekki undir gífurlegum fjár- magnskostnaði. Skuldug þjóð sem getur ekki boðið þegnum sínum nægilega góð kjör hefur heldur engin efni á að byggja skip sem standa ekki undir sér í rekstri. Mér er hins vegar ljóst að flotann þarf að endurnýja en það verður því aðeins gert að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi. Kvótareglurnar sjálfar hindra því ekki endurnýjun en það verður því aðeins gert að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi. Kvótareglurnar sjálfar hindra því ekki endurnýjun því skv. þeim getur skip komið í stað skips. Takmörkun á inn- flutningi skipa er eldri en kvóta- kerfið og er nú til endurmats. „Kvótinn ýtir undir að þeim fiski sé fleygt, sem gefur miður hagkvæma nýtingu á kvótan- um“ er enn ein fullyrðingin. Heimilt er að koma með smá- fisk að landi og fá fyrir hann verð án þess að hann sé talinn með í aflamarki. Með breyttri fiskveiðistjórn má því segja að það hafi aukist að smáfiskurinn komi á land. Fullyrðingar um að miklu magni af netafiski hafi verið fleygt í sjóinn hafa ekki við rök að styðjast þótt vitað sé að það hafi komið fyrir. Ég hef þá trú á íslenskum sjómönnum að þeir líti á það sem óafsakan- legt framferði að henda verð- mætum í hafið. Hér hefur verið gripið niður í nokkrar fullyrðingar andstæð- inga núverandi fiskveiðistefnu. Allt eru þetta áróðursorð, næst- um án undantekninga, staðlaus- ir stafir, sem styðjast ekki við staðreyndir. í þeim er ekki mik- ill hugur til sátta. Það er ekki reynt að taka tillit til hinna ýmsu sjónarmiða sem ríkja í landinu. Það frumvarp sem nú liggur fyrir býður upp á þá möguleiica að skip og áhafnir ávinni sér nýja reynslu og bæti hlutdeild sína í heildaraflanum. Hins vegar er nauðsynlegt að áfram sé hvatning til að spara tilkostnað og auka verðmæti. Ég tel að frumvarpið feli í sér málamiðlun. Málamiðlun milli hagsmuna einstakra sjómanna, skipa, byggðarlaga og lands- hluta. Málamiðlun milli hags- muna nútíðar og framtíðar. Ég hef nefnt háar tölur um sparnað og aukna verðmæta- sköpun sem fiskveiðistjórnunin hefur leitt af sér. Líklega verða þær tölur aldrei að fullu sann- reyndar. Sóknarsparnaður kom t.d. mjög glöggt fram í úthalds- og aflaskýrslum Fiskifélagsins fyiir árið 1984. Útgerðarreikn- ingar eru hins vegar ekki til í heild fyrir árið 1984. Nauðsyn- legt er að hver og einn spyrji sjálfan sig. Hefur tilkostnaður- inn minnkað í mínu tilviki? Hef ég bætt meðferð aflans? Hef ég sótt í fisktegundir sem ég hefði annars ekki gert? Get ég bætt mína stöðu án þess að auka aflann? Ég er sannfærður um að í mörgum tilvikum er það hægt. Flestir, sem við mig tala telja sig þurfa meiri afla til að bæta sinn hag. Við vitum hins vegar að aukinn afli hjá einum mun þýða minna hjá öðrum ef stöðva á veiðarnar við tiltekin mörk. Þótt slík leiö kunni að lagfæra stöðu einstakra aðila er hætt við að hún skapi enn meiri vanda- mál sem enginn sér fyrir endann á. Ég hef spurt þessara spurn- inga víða og fengið misjöfn svör en niðurstaða mín er sú að margir hafi bætt sína stöðu veru- lega og það séu margir sem ekki hafi notfært sér kosti fiskveiði- stjórnarinnar og geti gert enn betur ef þeir snúa sér að því. í því sambandi mega menn ekki líta um of til opinberra afskipta en spyrja fremur hvað þeir geti gert sjálfir í samvinnu þeirra sem hlut eiga að máli. Við höfum öðlast mikla reynslu við framkvæmd fisk- veiðistefnunnar og okkur ber að byggja á þeirri reynslu. Þar eru engir góðir kostir og að sjálfsögðu ber að gagnrýna það sem miður fer, en við skulum jafnframt minnast þess að niðurstaða verður að fást, og ef til vill er það eina leiðin að enginn gangi frá þeim leik ánægður með sinn hlut. Það cr auðvelt að magna upp óánægj- una en þeir menn sem gera sér það að leik bera mikla ábyrgð í því samfélagi sem við lifum í. Það er auðvelt að rífa niður og það gerist venjulega á stuttum tíma. Það þarf hins vegar þolin- mæði og þrautseigju til að byggja upp. íslenskir sjómenn búa yfir þeirri þrautseigju og ég veit það og treysti því að hér muni koma fram ábyrg afstaða gagnvart þeim tillögum sem fyr- ir liggja. Markadsverkefni sjávarútvegsráðu- neytisins Á sl. ári skipaði sjávarútvegs- ráðherra nefnd sem fékk það hlutverk að hefja skipulega leit að verkefnum erlendis fyrir ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki. Nefndinni var falið að kanna hvort stuðla mætti að betri nýt- ingu íslenskra auðlinda, þekk- ingar, tæknigetu og búnaðar með því að efla starfsemi ís-, lenskra fyrirtækja á sviði sjávar- útvegs og skyldra greina í öðr- um löndum og skjóta þannig nýjum stoðum undir atvinnulíf þjóðarinnar. Nefndin hefur nýlega skilað skýrslu um störf sín og eru helstu niðurstöður þær að ís- lendingar eigi að setja sér það markmið að vera leiðandi aðili í heimsverslun með sjávarafurð- ir. Hér á landi þurfi að koma upp öflugum alþjóðlegum sjávarútvegsskóla. Þá þurfi að stórauka rannsóknir og þróun- arstarfsemi á sviöi sjávarútvegs og skapa þannig vettvang fyrir sölu á margskonar þjónustu á sviði sjávarútvegs. Víðtæk reynsla og þekking sem íslendingar ráða yfir gefur okkur tvímælalaust möguleika á að takast á við sjávarút- vegsverkefni í öðrum löndum. Öflugu markaðskerfi íslensks sjávarútvegs má beita til að selja fiskafurðir fyrir þær þjóðir sem við höfum samstarf við um sjávarútvegsverkcfni. Með því móti sköpum við okkur mikla sérstöðu meðal þeirra sem bjóða fram tækni og þekkingu í sjávarútvegi. Ég tel að hér sé um mjög athyglisverða möguleika að ræða. Fyrir íslendinga sem byggja afkomu sína á að selja öðrum þjóðum vörur sínar og þjónustu er sífellt nauðsynlegt að leita nýrra leiða. Sala á tækniþekkingu til framleiðslu sjávarafurða er þar raunhæfur möguleiki. Mikið er rætt um nýsköpun íslensks atvinnulífs. Hér er um að ræða nýsköpun sem byggir á áratuga reynslu íslensku þjóðarinnar. Telja verður að verkefnaútflutningur geti bæði orðið til þess að efla sjávarútveg hér heima og til þess að styrkja stöðu okkar á fiskmörkuöum erlcndis. Starf á þessum vettvangi getur skapað þeim sem við íslenskan sjávar- útveg vinna þ.á m. íslenskum sjómönnum fjölbreytta atvinnu- möguleika og ný tækifæri víða um heim. Kjaramál Mikið hefur gerst í réttinda- og kjaramálum sjómanna frá síðasta þingi FFSI . Má þar fyrst nefna lífeyrismálin. í júnímán- uði 1984 skipaöi sjávarútvegs- ráðherra nefnd sem í áttu sæti fulltrúar sjómanna og útvegs- manna auk fulltrúa sjávarút- vegs- og fjármálaráðuneyta. Það var verkefni nefndarinnar að kanna möguleika á lagasetn- ingu til að samræma iðgjalda- stofn til lífeyrissjóðs sjómanna í þá veru að iðgjald yrði framveg- is greitt af heildarlaunum allra sjómanna. Ekki varðniðurstaða af starfi nefndarinnar og strand- aði þar á andstöðu útgerðar- manna enda hefði greiðsla á atvinnurekandahluta iðgjald- anna valdið talsverðum kostn- aðarauka. En starf hennar var nauðsynlegur undirbúningur þess sem á eftir kom. I kjara- samningum á sl. vetri náðu sjómenn og útgerðarmenn síð- an samkomulagi um að lífeyris- réttindi mynduðust af öílum launum sjómanna. Fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að leggja áhafnadeild Aflatryggingasjóðs til 80 milljónir á árinu 1985, í þessu skyni, átti drýgstan þátt í farsælli lausn málsins. Með þessu er stigið geysistórt fram- faraspor í lífeyrismálum sjó- manna - hið stærsta á síðari árum. Hins vegar er enn óleyst- ur sá fjárhagsvandi sem skapað- ist hjá lífeyrissjóðum við lækk- un lífeyrisaldurs sjómanna í 60 ár á árinu 1981, þrátt fyrir að tvívegis hafi verið settar á stofn nefndir til að finna lausn á því niáli. Annað atriði sem er ástæða til að nefna varðandi kjör sjó- manna eru skattamálin. I tengsl- um við kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna á sl. vetri voru gefin fyrirheit um úrbætur á þessu sviði. Samkvæmt þeim hækkaði hinn svonefndi fiski- mannafrádráttur um 2%, úr 10% í 12%. Jafnframt var ákveðið að frádráttur þessi næði til allra sjómanna, en ekki fiskimanna einna, eins og verið hafði. Heildarkjarabætur sjó- manna vegna þessara breytinga hafa á árinu 1985 numiö milli 40 og 50 milljónum króna. í þessu sambandi er rétt að geta tvöföldunar örorkubóta og stórhækkunar dánarbóta sjó- manna scm lögleiddar voru með nýjum siglingalögum sl. vor - auk hækkunar fæðisdagpen- ingagreiðslna en bæði þessi atriði voru hluti af þeim aðgerð- um sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir til lausnar á kjaradeilunum sl. vetur. Um sl. áramót hækkaði al- mennt fiskverð um 20%. Kostn- aðarhlutur útgerðar útan skipta var svo lækkaður í kjölfar kjarasamninga sjómanna með lögum frá mars sl., um 2%, sem eykur aflahlut sjómanna að sama skapi. Almennt fiskverð hækkaði um 5% frá 1. júní og aftur um 10 1/2% frá 1. október sl. Þessar hækkanir duga til þess að fiskverð hefur nánast haldið í við launataxta á þessu ári. Fiskverð er nú hærra miðaö við launataxta en það var á árunum 1978-1983. Kjarasamningar sjómanna, sem gerðir voru í mars sl. og aðgerðir tengdar þeim, bættu kjör sjómanna í ýmsa lund. Mikilvægustu þættir þessara samninga voru ekki síst þau réttindamál er ég nefndi hér að framan. En marssamningarnir bættu einnig kjör sjómanna hvað varðar greidd laun á þessu ári. Þegar tekið er tillit til þessa, fiskverðsbreytinga á árinu og bættra aflabragða virðist sem tekjur sjómanna sem stunda botnfiskveiðar verði heldur betri árið 1985 í hlutfalli við tekjur ánnarra. stétta en þær hafa verið til jafnaðar síðustu sjö árin. Því má segja að hlutur sjómanna hafi farið hcldur batn- andi á árinu - ekki síst ef tekið er tillit til aukinnar rækjuveiði, frystingar afla um borð, tekna afgámafiski ogaukninguloðnu- veiða sem allt hefur bætt hag sjómanna. Lokaorð Ég vil sérstaklega fagna því starfi sem nú á sér stað í örygg- ismálum sjómanna. Þar verður aldrei of vel unnið, en ég hygg að þeim málum hafi ekki fyrr verið sinnt af jafn miklum áhuga. Ég vil þakka gott samstarf við forystumenn Farmanna- og fiskimannasambands íslands á liðnum árum. I þeim samskipt- um hefur ríkt hreinskilni sem ég met mikils og ég vænti þess að svo megi áfram verða. Ég óska þinginu velfarnaðar í starfi og veit að hér verða marg- víslegar ákvarðanir teknar til heilla fyrir sjómenn og þjóðfé- lagið í heild. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.