NT - 07.11.1985, Side 7
r u.
Fimmtudagur 7. nóvember 1985
Utlönd
■ Jaruzelski ætlar að ein-
beita sér að stjóm flokks og
hers og láta öðrum eftir að
stjórna daglegum rekstri
ríkisins.
Pólsk breyting:
Jaruzelski
hættirsem
forsætis-
ráðherra
Varsjá-Reuler
■ Wojciech Jaruzelski yfir-
hershöfðingi og aðalritari
Kommúnistaflokks Póllands
sagði af sér sem forsætisráð-
herra Póllands í gær. Tillaga
hans um að Zbigniew
Messner, sem hefur verið
aðstoðarforsætisráðherra,
skyldi taka við af honum sem
forsætisráðherra var sam-
þykkt mótatkvæðalaust í
pólska þinginu.
Jaruzelski, sem er 62 ára,
mun síður en svo setjast í
helgan stein þótt hann hafi
staðið upp úr stól forsætis-
ráðherra. Hann mun eftir
sem áður vera aðalritari
kommúnistaflokksins og tal-
ið er að hann muni einnig
halda áfrant embætti sínu
sem æðsti yfirmaður pólska
hersins. Að auki hefur hann
nú verið kosinn formaður
ríkisráðsins sem svarar for-
seta ríkisins.
Afsögn Jaruzelskis er talin
merki um að pólsk stjórnvöld
telji sér ekki lengur stafa
hætta af leifum óháðra
verkalýðsfélaga sem voru
bönnuð árið 1981 þegar Jar-
uzelski lýsti yfir herlögum í
Póllandi til að binda enda á
verkföll og þjóðfélagsólgu
sem var farin að ógna völdum
kommúnistaflokksins.
Mikil þátttaka í þingkosn-
ingum í Póllandi í síðasta
mánuði er sögð sýna að
óháðu verkalýðsfélögin í
verkalýðssambandinu Sam-
stöðu hafa ekki eins mikil
ítök meðal almennings og
áður. Forystumenn Sam-
stöðu hvöttu kjósendur til að
hunsa kosningarnar en þrátt
fyrir það segja stjórnvöld að
kosningaþátttakan hafi verið
78.8 prósent.
Euraka-áætlunsamþykkt:
Evróputækni
fær forgang
Hannovcr-Kculer
■ Utanríkisráðherrar og vís-
indaráðherrar frá átján Evrópu-
ríkjum samþykktu í gær
stofnskrá fyrir samvinnuáætlun
um að stórefla Evróputækni.
Með tækniáætluninni, sem
gengur undir nafninu Eureka,
vilja Evrópuríkin tryggja að
Evróputækni dragist ekki aftur
úr háþróaðri tækni í Bandaríkj-
unum og Japan.
Frakkar settu fyrst fram hug-
myndir um Evrópusamvinnu
um Evróputækni í apríl á þessu'
ári. Tillögur þeirra voru að
nokkru leyti svar við áætlun
Bandaríkjamanna um rann-
sóknaráætlun vegna geimvarna-
vopna. Frakkar óttuðust að
Evrópuríkin drægjust aftur úr
Bandaríkjunum og Japan á
tæknisviðinu nema þau samein-
uðu krafta sína.
Auk þeirra tíu ríkja, sem eru
í Efnahagsbandalagi Evrópu,
eiga Austurríkismenn, Finnar,
Norðmenn, Portúgalar, Spán-
verjar, Svíar, Svisslendingar og
Tyrkir aðild að samkomulaginu
um stefnuskrá fyrir Evrópu-
tækniáætlunina.
Ráðherrar þessara ríkja sam-
þykktu að stofna skyldi sérstakt
rað til að hafa yfirumsjón með
framkvæmd tækniáætlunarinn-
ar. Þeir tiltóku tíu verkefni sem
rannsóknir skyldu m.a. beinast
að til að byrja með. Meðal
þeirra má nefna smíði öflugra
leysitækja, smíði ofurtölvu og
vélmenna fyrir fataiðnaðinn.
Rannsóknir verða fyrst og
fremst fjármagnaðar af fyrir-
tækjum í Evrópu en ríkisstjórn-
ir Evrópuríkjanna munu einnig
leggja fram fjármagn til áhættu-
samra langtímarannsókna.
Næsti ráðherrafundur um
Evróputækni í Eureka verður
haldinn á Bretlandi eftir hálft ár
en að öllunt líkindum verður
gengið frá tillögum um skipun
stjórnráðs til að stjórna fram-
kvæmd áætlunarinnar strax í
janúar.
Bannað að hæðast
að her Pakistans
Islamabad-Rcuter
■ Pakistanstjórn, sem studd
er af hernum, hefur kynnt nýtt
lagafrumvarp þess efnis að
stjórnmálaflokkar skuli aftur
leyfðir í Pakistan svo fremi sem
félagar þeirra starfi ekki í and-
stöðu við islamskt siðferði og
hæðist ekki að hernum.
Pakistönsk blöð segja að
verði frumvarpið að lögum
verði stærstu stjórnarandstöðu-
flokkarnir í reynd útilokaðir frá
stjórnmálaþátttöku.
Samkvæmt lagafrumvarpinu,
sem verður lagt fyrir þingið í
dag, verða allir flokkar að skrá
sig hjá stjórninni og lýsa yfir
stuðningi við islamska hug-
myndafræði auk þess sem þeir
verða að vinna fylgi í öllum
fjórum fylkjum Pakistans.
Stjórnin mun banna alla flokka
sem láta undir höfuð leggjast að
reka flokksfélaga, sem stjórnin
telur andpakistanska, sem
móðga islamskt siðferði að mati
stjórnarinnar eða rægja og hæð-
ast að pakistanska hernum.
Lagafrumvarpið er liður í
þeirri áætlun stjórnvalda að af-
nema herlög í Pakistan og koma
á borgarlegri stjórn. En stjórn-
arandstæðingar segjast óttast að
■ Zia ul-Haq forseti Pakistans
þolir ekki að stjórnmálamenn
hæðist að pakistanska hernum
enda er hann sjálfur herforingi.
Chile:
*
Oeirðir gegn
einræðisstiórn
Santiago-Reuter.
■ Að minnsta kosti fimmtíu
menn hafa slasast og nær þrjú
hundruð hafa verið handteknir
í óeirðum í mörgum af helstu
borgum Chile í gær og í fyrra-
dag. Nokkrir hinna slösuðu eru
með skotsár þar sem lögreglu-
menn beittu skotvopnum til að
reyna að bæla niður óeirðirnar.
Óeirðirnar blossuðu upp í
kjölfar þess að herstjórnin í
Chile lét handtaka sex leiðtoga
stjórnarandstæðinga í septem-
ber síðastliðnum. Verkalýðs-
félög og stjórnarandstöðuflokk-
ar lýstu yfir tveggja daga mót-
mælaaðgerðum í þessari viku til
að krefjast þess að stjórnar-
andstæðingarnir sex, sem eru í
hungurverkfalli, verði látnir
lausir.
Mótmælendur byggðu götu-
vígi í verkamannahverfum
Santiago úr logandi hjólbörðum
og grjóti. Óeirðalögreglan dældi
vatni á hópa fólks í miðborg
Santiago í gær og hersveitir
stóðu vörð á öllum helstu gatna-
mótum í borginni. Hermenn
tóku sér einnig stöðu með tíu
metra bil á milli sín við nokkrar
fjölfarnar götur.
Róttækir stjórnarandstæðing-
ar komu fyrir sprengjum við
margar opinberar byggingar í
fyrrinótt og nóttina þar á undan
en ekki er vitað til þess að
manntjón hafi orðið í þessum
sprengingum.
Japanar
hræddir
við að
fljúga
Tokyo-Reuter.
■ Fjöldi farþega í innan-
landsflugi í Japan hefur
dregist saman um þriðjung
frá því í ágúst síðast-
liðnum þegar 520 menn
fórust með japanskri risa-
þotu sem var á leiðinni frá
Tokyo til Osaka.
Akio Nakamura fram-
kvæmdastjóri japanska
flugfélagsins, JAL, sagði
á blaðamannafundi nú í
vikunni að fjöldi farþega í
innanlandsflugi hefði
minnkað um 27% í sept-
ember frá því í sama mán-
uði í fyrra og um 33% í
október. Hann sagði að
það myndi líklega taka
flugfélagið tvö ár að vinna
sig upp úr lægðinni sem
það væri núna í.
~NEWS IN BRIEF
November 6, Rcutcr.
WASHINGTON - Pres-
ident Reagan, mentioning
Vitaly Yurchenko, told
reporters the Soviet Un-
U. ion may have been engag-
iií ed in „a deliberate ploy, a
g
lögin komi í veg fyrir að stjórn-
arandstaðan geti skipulagt sig
löglega.
menoeuvre" with appar-
ent spies and defectors
5 before his November 19-
t/> 20 Geneva Summit with
Kremlin chief Mikhail
Ití Gorbachev.
^ •
BOGOTA - Gunmen fir-
ing supmachine guns occ-
upied the law courts in the
centre of the Colombian
capital, witnesses said,
adding police and soldiers
were rcturning fire. Up to
500 people were believed
I to be trapped in the build-
ing.
•
WARSAW - Communist
Party leader Wojciech
Jaruzclski rcsigned after
U. almost five years as
S4J Poland's Prime Minister
and was named chief of
^ the council of state, the
$ collective presidcncy. He
C/> kecps his party post. Dep-
S uty Prime Minister Zbign-
Uj
iew Messner is to be the
^ new head of government.
•
EDWARDS AIR BASE,
California - the U.S.
space shuttle Challenger
returned to earth after a
I week-long West German-
, sponsored mission in
which scientists carried
| out expcriments in a Eur-
opean spacelab.
•
WASHINGTON - The
apparent defection and
change of heart of Soviet
U. official Vitaly Yurchenko
S4S were seen by U.S. intellig-
OC ence experts as a major
r® coup for the Soviet KGB.
? But they said it was unlik-
C/> ely to affect the forthcom-
S ing Regan-Gorbachev
Ul summit.
^ •
WASHINGTON - Pres-
ident Reagan backed
away from his recent state-
ment on „Star Wars“ dep-
loyment, denying he me-
ant to give Moscow a veto
over it. The White House
blamed a „residential im-
prccision" in an interview
with four Soviet Journal-
ists.
•
GENEVA - The U.S. and
the Soviet Union have
narrowcd their differences
on controlling nuclear and
space weapons, U.S. chief
. negotiator Max Kam-
i|j pelman said.
i
^ ROME - Italian Prime
■** Minister Bettino Craxi
^ won a parliamentary vote
of confldence 347 to 238,
^ effectively ending a go-
vernment crisis arising out
of the Achille Lauro hi-
jacking.
•
BAHRAIN - An Iranian
radio station said at least
28 people were killed in
an Iraqi air raid on indu-
, strial and residential ar-
eas of the western city of
Ahvaz.
HANOVER, WestGcrm-
any - Eighteen European
nations announced the
first 10 projects for Eur-
eka, a high-technology
programmc designed to
rival advances by the U.S.
and Japan.
NEWSINBRIEFJ
Lestunar-
áætlun
Hull:
Jan ................. 10/11
Dísarfell ........... 18/11
Jan ..................24/11
Dísarfell .............2/12
Jan....................8/12
Dísarfell ............16/12
Rotterdam:
Disarfell ............19/11
Dísarfell .............3/12
Dísarfell ............17/12
Antwerpen:
Dísarfell ............20/11
Disarfell .............4/12
Dísarfell ............18/12
Hamborg:
Dísarfell .............8/11
Dísarfell ............22/11
Dísarfell .............6/12
Dísarfell .......... 20/12
Helsinki:
Hvassafell............15/11
Hvassafell............14/12
Larvik:
Jan.................. 11/11
Jan...................25/11
Jan .................. 9/12
Jan ..................23/12
Gautaborg:
Jan ................. 12/11
Jan...................26/11
Jan.................. 10/12
Jan...................24/12
Kaupmannahöfn:
Jan ................. 13/11
Jan ..................27/11
Jan ................. 11/12
Jan...................26/12
Svendborg:
Jan ................. 14/11
Jan ..................28/11
Jan...................12/12
Jan...................26/12
Aarhus:
Jan ..................14/11
Jan...................28/11
Jan...................12/12
Jan...................27/12
Gloucester, Mass.:
Jökulfell..............4/12
New York:
Jökulfell..............5/12
Portsmouth:
Jökulfell..............6/12
SKIRADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavik
Sími 28200 Telex 2101
Slökkvilið Reykjavík-
ur:
Fleiri útköll
■ Mun fleiri útköll hafa verið
hjá Slökkviliði Reykjavíkur í
ár en voru 1984. Þegar langt er
liðið á árið er ljóst að útköll
verða rúmlega hundrað fleiri en
í fyrra. Erlingur Lúðvíksson
varðstjóri hjá Slökkviliðinu
sagði í samtali við NT í gær að
þar væri mestu um að kenna
fjöldi útkalla sem voru í haust
vegna sinubruna. „Við höfum
nú þegar farið í 460 útköll það
sem af er árinu og er það í
kringum hundrað fleiri útköll
miðað við sama tíma í fyrra,“
sagði Erlingur. Eins og sést á
öðrum stað í blaðinu var helgin
ekki róleg hjá þeim slökkviliðs-
mönnum nú frekar en verið
hefur það sem af er árinu.