NT - 07.11.1985, Blaðsíða 12

NT - 07.11.1985, Blaðsíða 12
Furubátarnir við Hvítá: Fimmtudagur 7. nóvember 1985 Endast flestir í um 50 ár - eiga eftir að svífa yfir vötnum enn um sinn; verðlaunaritgerð Sveinbjargar Sumarliðadóttur ■ Fyrstu verðlaun í ritgcrðarsamkeppni þeirri sem Landssam- band íslenskra iönaðurmanna efndi til meðal skólanemenda, hlaut þessi ritgerð Sveinbjargar Sumarliðadóttur, Fjölbrautar- skóla Akraness. í ritgerðinni rekur hún sögu sérstæðrar bátasmíði við Hvítá, og útskýrir gerð bátanna og smíði þeirra. Niðurstaða Sveinbjargar er að framtíð bátasmíðarinnar sé trygg, enda hafí fískimenn við Hvítá meiri trú á furubátum sínum en nýmóðins trcfjaplastbátum. ■ I eftirfarandi ritgerð mun ég taka fyrir gerð smábáta við Hvítá í Borgarfirði á 20. öld. í um hálfrar aldar skeið hafa svokallaðir .jrammar" ráðið þar ríkjum. Eg mun reyna að gera lýsingu, smíði þeirra og framtíð sem best skil og á sem skýrastan hátt. Mér voru hæg heimatökin því mér var innan handar einn helsti bátasmiður við Hvítá, Kristján Guðjónsson Ferju- bakka. Ég hef að mestu stuðst við frásögn hans af smíði þeirra óg lýsingu. Af eindrægri ósk hans skoðaði ég bækurnar ís- lenskir sjávarhættir og Vötnin ströng til þess að staðfesta nöfn og heiti á hinum ýmsu hlutum bátsins og sögusögn- um. Sveinbjörg Sumarliðadóttir 1. Kynning Um langan aldur hafa ís- lendingar notað smábáta við veiðar sínar í ám og vötnum um allt land. Bátar þessir hafa verið mismunandi að stærðum og gerðum og oft verið talað um að hvert landshorn hafi sitt bátalag t.d. breiðarfjarðarlag-• ið og engeyjarlagið. Enn eitt dæmi, en lítið þekkt er ein- kennandi lag báta við mið- og niðursvæði Hvítár í Borgar- firði. í rúma hálfa öld hafa hinir svoköiluðu „Prammar" ráðið ríkjum þar. Þetta nafn hafa þeir bátar sem eru með flatan botn og gafla í báðum endum þ.e.a.s. stefni og skutur koma ekki út í eitt heldur er skorið þvert á enda bátsins. Þeir eru ólíkir „Flatbytnum“ að því leyti að „Flatbytnur" hafa mjótt stefni í stað gafls. Aftur- gafl „Prammanna“ er næstum jafnbreiður miðju bátsins. Þessi gerð báta er einkar hentug á straumvötnum á borð við Hvítá, vegna þess hvað þeir eru grunnskreiðir. Kjölur- inn streðar ekki á móti straumnum heldur svífa þeir yfir sjávarflötinn, sem gerir það að verkum, að þeir eru mjög hraðskreiðir. Éins eru þeir mjög stöðugir, sem dæmi um stöðugleika þeirra má nefna að hægt er að draga tvo sjóvota karlmenn upp í hann sömu megin án þess að hann súpi á. „Prammana“ drífur minna og þeir reka ekki þegar verið er að leggja, sem er mjög stór kostur, því eftir því sem bátum er hættara við reki, því hættulegra er fyrir veiðimann- inn eða þann sem er að leggja í það sinnið. „Prammarnir" eru mjög stöðugir í rásinni mikið stöðugri en skekktur vegna þess að undiraldan nær ekki að kippa eins mikið í þá. 2. Notkun „Prammarnir", sem í dag- legu tali eru líka kallaðir lax- veiðibátar, eru yfirleitt notaðir við lax- og silungsveiðar í netum, þar sem netalagriir eru út við eyjar eða flæðisker eða fyrirstöður (sem eru n.k. fram- lengingar á netum) og ógerlegt er að athafna sig öðruvísi en á bátum. Einnig tíðkaðist það á tímabili að nota þá við brúar- smíði upp með Hvítá þar sem ógerlegt var að koma við stærri bátum. (K.G.) 3. Lýsing Algengasta lengd þeirra er5. metrar, breidd um miðjuna 1.80 metrar, afturgafl 1.25 metrar, en framgafl 50 cm. breiður, dýpt 60-80 cm. Burð- armagn 1.5-2 tonn (og hafa rúm fyrir 10 manns) en vega sjálfir um 300 kg. 4. Smíði I. Efniviður. „Prammarnir" eru smíðaðir úr furu og eru því mjög sterkir, reynt hefur verið að smíða þá úr krossvið en ekki er komin nein reynsla á hann, líklegt er þó að hann standist ekki samanburð við furuna. Við smíði þeirra eru notuð 5 metra löng furuborð og 5-6“ breið. U.þ.b. 22 borð þarf í einn bát. Engin teíkning er notuð við smíði bátanna heldur er farið eftir tilfinningunni einni sarnan. Smíði þessara báta er frekar auðveld, að sögn báta- smiða. II. Smíðatól Sérstök smíðatól þarf við smíði báta, sum þeirra hafa töluvert breyst í tímanna rás en önnur eru þau sömu og áður. Áður voru einkum notuð heimasmíðuð tól, en nú hafa nútíma verkfæri tekið þeirra stað að mestu. Fyrst ætti að nefna naglana sem notaðir eru, þó þeir heyri ekki beint undir smíðatól. Naglarnir sem notaðir eru nefnast „bátasaumar". Báta- saumurinn er mjög álíka þak- saumi en er dálítið sverari, eins eru bátasaumarnir mýkri en þaksaumur og betra að hnoða þá. Bátasaumurinn er galvan- inseraður og endist því mjög lengi. Hann er að nokkru leyti handsmíðaður þ.e.a.s. leggur- inn er vélsmíðaður en hausinn er handsmíðaður á. (K.G.) Um 350 sauma þarf í einn bát. Þegar neglt er með saumn- um er fyrst borað fyrir saumn- um í gegnum borðin eða böndin. Ef saumað er gegnum bæði bönd og borð er notaður stór saumur eða 4“ en ef saum- að er gegnum tvö borð er notaður 2“ saumur. Þegar búið er að bora í gegnum borðin eða böndin, eftir því sem við á, er saumurinn rekinn í gegn. Hann má helst ekki skrölta í farinu því þá er hætta á að hann kjagist. Þegar búið er að reka sauminn í gegn er tala (sjá mynd) sett upp á legginn og hún rekin upp á hann eins langt og hún kemst með því að stinga endanum á leggnum í boru á svokölluðum viðhalds- hamri (sem seinna verður lýst). Þegar talan er komin upp að viðnum er endinn sagaður af með járnsög og hann hnoðaður upp að tölunni með hnoð- hamri. Það er til þess að varna því að saumurinn gangi aftur í gegn þegar reyna fer á hann í straumnum. Fyrsti saumurinn, sem rekinn er í bát er kallaður jómfrú. Nú skal vikið að hinum tól- unum. Þá er fyrst að nefna hamrana. Venjulega eru not- aðir þrír hamrar, venjulegur klaufhamar, hnoðhamar sem notaður er til þess að hnoða sauminn og svo viðhaldsham- ar. Viðhaldshamarinn er ■ Sveinbjörg Sumarliöadóttir. sleggja sem borað hefur verið í hausinn á (sjá mynd). Hann er til þess að halda við töluna sem sett er á sauminn. Næst er það vélborinn, sem tekið hefur við hlutverki gömlu sveifuboranna sem notaðir voru fram eftir öldinni. Með vélborinum eru boruð göt fyrir saumana. „Við sögun á böndum og hin- um ýmsu innviðum í bátnum er notuð svokölluð boga- eða grindasög. Hún er ein af þeim tólum sem haldið hafa velli, því hún er nákvæmlega eins og hún var í upphafi. Grindasögin er samansett úr fimm mislöng- um spýtum. Tvær og tvær eru jafnlangar og ein styst. Minnsta spýtan liggur á milli tveggja lengri spýtna sem eru um 12 cm og kemur þvert á þriðju spýtuna og er föst við hana, sú spýta tengir saman allar spýturnar þrjár og er um 25 cm löng. Fimmta spýtan er jafnlöng henni og er líka sam- síða hún tengir tvær lengri spýturnar saman. Milli aflöngu spýtnanna þriggja liggur svo sagarblað, sem viðurinn er sagaður með. Það liggur í rauf í miðspýtunni en er fest í útspýtunum. Grindasög er betri en venjuleg sög að því leyti að hægt er að saga með henni í boga. Næst er þá að nefna band- málið. Það er álíka venjulegri keðju, en hlekkirnir eru mjög sverir. Bandmálið er notað til þess að mæla fyrir böndunum. Það er notað þannig: Fyrst er bandmálið lagt í fullgerðan botn bátsins og látið laga sig eftir laginu á honum. Þegar bandmálið er búið að ná lögun bátsins er það tekið upp og lagt á það borð sem smíða á bandið úr. Keðjulásarnir eru það stífir að þeir halda lögun bandmáls- ins. Að síðustu er merkt fyrir bandinu í viðinn og það sagað út. Að lokum er það hefillinn. Það er notaður venjulegur spónahefill, hann er notaður til þess að spæna borðin og rétta þau. Það er mikilvægt að borðin falli rétt saman og oft þarf að lagfæra eitt og annað í viðnum. 5. Smíði I. Kjölurinn Það fyrsta sem er smíðað á bátnum er kjölurinn, hann er úr þykkari við en borðin eða 1.5x8“. Kjaltréð er haft jafn- langt bátnum eða nær frá fram- gafli til afturgafls og er nærri 5 metrar. Vanda verður smíði hans sem best, því sjóhæfni hvers báts fer mikið eftir því hvernig kjölurinn er smíðaður. Kjölurinn verður að vera alveg beinn annars er hætta á að báturinn verði rangskreiður. Ef einhver bunga hefur komist á viðinn einhverra hluta vegna, verður að hefla hana af. Stund- um er kjaltréð hert með því að negla á það járnþynnu. Hún er til þess að varna því að skörð mynduðust eða kjölurinn brotnaði við högg eða ef bátur- inn strandaði. Járnþynnan er venjulega ekki sett á fyrr en öllu öðru er lokið við bátinn sjálfan. Kjölurinn var rúnnaður hálsmegin (það sem snúa á fram) til þess að viðspyrnan verði sem minnst, en aftur á móti er hællinn látinn halda sér. Næsta skref er kjalbekkur- inn, það er tréð sem hvílir ofan ákilinum. Kjalbekkurinnerúr enn þykkari furu en kjölurinn, hann er hafður jafnlangur kil- inum. Hann lítur út eins og þríhyrningur en í eitt „horn“ hans er söguð rauf þar sem kjölurinn er skorðaður í og standa 1-2“ sitt hvoru megin niður með kilinum. Kjalbekk- urinn er festur með 8-10 boltum, en ekki saumum eins og annarsstaðar í bátnum vegna þess að þeir eru ekki nógu sterkir eða stórir. Róin er sett innan í bátinn. Kjöl- bekkurinn er höggvinn út í eitt í báða enda, þannig að hann komi á móts við kjalsíðurnar sem eru neðstu borðin í bátnum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.