NT - 07.11.1985, Blaðsíða 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leið ir til
fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvðldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495
"
Unga fólkið sparar:
Um 20% útborgunar
greidd með sparifé
Þeir sem kaupa íbúö í
fyrsta sinn eiga aö meðaltali
um 20% útborgunarinnar í
eigin fé, þ.e. sparifé, skyldu-
sparnaði og bíl. Þeir sem
keypt hafa áöur treysta nær
eingöngu á lán til að fjár-
magna mismun kaupverðs og
söluverðs fyrri eignar. Þetta
kemur m.a. fram í könnun
sem gerð var í ll() manna
úrtaki meðal íbúðarkaup-
enda á höfuðborgarsvæðinu
1984, af félagsvísindadeild
H.í.
íbúðakaupendur grcinast
í 2 afmarkaða hópa, þriðj-
ungurinn sem var að kaupa
fyrstu íbúðina og 2/3 sem var
að kaupa sína 2. til 7. íbúð.
Af þeim var nærri helmingur-
inn að minnka viö sig hús-
næði, enda kvaðst aðeins um
8. hver vera að kaupa vegna
plássleysis. Hjá þessum
síðartalda hóp dugði útborg-
Strokufangi:
Finnst
ekki
■ Strokufangi scm strauk af
Litla-Hrauni fyrir tæpri viku
leikur enn lausum hala.
Maðurinn mun vera þekktur
fyrir klókindi að sögn fanga-
varða. Hjá lögreglunni í
Reykjavík fengust þær upplýs-
ingar að maöurinn sé ekki
hættulegur, og hafa borist fréttir
af honum. þannig að einungis
mun vera tímaspursmál hvcnær
hann næst. Fanginn mun eiga
óafplánað um tvö ár af refsitíma
sínum.
Skák:
Helgi eða
Agdestein
- næsti Norður-
landameistari?
■ Þaö hvílir nú á herðum
Jóhanns Hjartarsonar aö gera
Helga Ólafsson að Norður-
landameistara í skák. en þaö
mun ráðast af úrslitum skákar
Jóhanns og Norömannsins
Simonar Agdestein í dag hvort
Helgi hlýtur titilinn.
Helgi og Agdestein gerðu
jafntelli í gær og er nú aðeins
ein skák eftir ótefld í þessu
þriggja manna einvígi um titil-
inn 'eftirsótta, Fyrir þessa skák
er Helgi efstur í mótinu meö 3
vinninga. Agdestein næstur
meö 2 en Jóhann hefur enga
skák unniö.
Vinni Agdestein Jóhann
verða þeir Helgi efstir með 3
vinninga hvor, en þá mun
Agdestein hljóta titilinn sam-
kvæmt ákvörðun norræna
skáksambandsins á þá leið að
láta Sonneborn-Berger stiga-
tölu úr Norðurlandamótinu
ráða úrslitum. Vinni Jóhann
eða nái jafntefli tryggir hann
Hclga titilinn.
unin í fyrri íbúð upp í 78%
útborgunarinnar í þeirri síð-
ari að meöaltali, en mismun-
urinn lang mest fjármagnað-
ur með margskonar lánum.
Hjá kaupendum l. íbúðar
var um helmingur útborgun-
arinnar fjármagnaður með
lífeyrissjóðs- og G-lánum.
Það sem á vantaði (31 %)
kom vtða aö, frá ættingjum,
bankalán og aukinni vinnu
auk þess sem fjármögnun
ll% útborgunarinnar var
ennþá óviss þegar langt var
liðið á útborgunartímabilið.
Flestir kaupendur - úr
báðum hópunum - töldu að
lækkun útborgunar ntundi
koma sér best, en næst mest
áhersla er lögð á vaxtalækk-
un. Fyrstu kaupendur lcggja
auk þess áherslu á hækkun
húsnæðislána. Þá lögðu 2/3
áherslu á opinbera ráðgjof í
húsnæðismálum.
Verkafólk gerist hlut-
hafar í útgerðarfélagi
- Hlutafélag stofnað til að kaupa Kolbeinsey aftur til Húsavíkur
■ Fiskverkunarfólk í Fisk-
iðjusamlaginu á Húsavík hefur
ákveðið að verja afturvirkum
bónusgreiðslum, sem samið var
um í síðustu bónussamningum,
til hlutafjárkaupa í hlutafélagi,
sem stofnað verður á morgun,
til endurkaupa á togaranum
Kolbeinsey, sem Fiskveiðasjóð-
ur keypti nýlega á uppboði á
Húsavík.
Alls mun hlutaféð sem fisk-
verkunarfólkið lcggur til nema
um 400.000 krónum og taka 100
manns þátt í því, þannig að
meðaltali leggur hver einstakl-
ingur fram um 4.000 krónur.
Fréttaritari NT á Húsavík
ræddi við verkafólk í Fiskiðju-
samlaginu og tjá orð aldinnar
verkakonu best hug fólksins á
staðnum „Bjartsýni er það sem
viö skulum halda í sem lengst
varðandi þetta má!,“
Auk verkafólksins rnun Fisk-
iðjusamlagið, Kaupfélag Þing-
eyinga, Verkalýðsfélögin og
Húsavíkurkaupstaður taka þátt
í hlutafélaginu, auk þess sem
vonast er til að sem flestir
einstaklingar í bænum gerist
þátttakendur í hlutafélaginu.
Tryggvi Finnsson, forstjóri
Fiskiðjusamlagsins á Húsavík.
sagði við NT í gær að ætlunin
væri að byrja með 30 milljónir í
hlutafé. Sagði hann að það væri
nauðsynlegt fyrir kaupstaðinn
■ í þessu húsi Hafnarstræti 20 rekur Hermann Björgvinsson fyrirtæki sitt, Verðbréfamarkaðinn.
Hann situr nú gæsluvarðhaldi fram til 20,nóvember, vegna gruns um okurlánastarfsemi.
NT mvnd Róbcrt.
Okurlánamálið:
Bankastarfsmaður
og stór-fyrirtæki
- meðal þeirra sem áttu fé hjá meintum okurlánara
■ Háttsettur bankastarfsmað-
ur og matvælafyrirtæki, sem
verslar mikið við bændur, munu
samkvæmt heimildum sem NT
telur vera áreiðanlegar, vera
flækt í okurlánamálið sem upp
kom um síðustu helgi. Banka-
starfsmaðurinn er háttsettur hjá
einum af ríkisbönkunum í sjáv-
arplássi úti á landi. Matvæla-
fyrirtækið er hinsvegar í mið-
borg Reykjavíkur. Af þessu er
Ijóst að þetta umfangsmikla mál
teygir anga sína jafnvel um allt
land. Ekki er þó vitað til þess að
erlendir aðilar hafi lagt til fjár-
magn við starfsemi þessa.
Þrátt fyrir mörg lán, sem
Hermann Björgvinsson ergrun-
aður um, að hafa veitt með
háum vöxtum hefur einungis
ein kæra borist til rannsóknar-
lögreglu.
Þórir Oddsson vararannsókn-
arlögreglustjóri svaraði spurn-
ingu um fleiri kærur vegna ok-
að hafa togara af svipaðri stærð
og Kolbeinsey, til að landa afla
í Fiskiðjusamlagið og er vonast
til að stjórnvöld standi við þá
viljayfirlýsingu sína að togarar
sem Fiskveiðasjóður kaupir á
uppboðum fari aftur í heima-
höfn, æski menn þess. Sagði
Tryggvi að á lánsfjárlögum væri
ákveðin upphæð, sem ætti að
verja til þess.
Kolbeinsey var slegin Fisk-
veiðasjóði á 176 milljónir en
hvort það yrði kaupverðið sagði
Tryggvi að væri ómögulegt að
segja til um á þessu stigi málsins.
Sagði hann að Húsvíkingar
hefðu verið í stöðugum viðræð-
um við Fiskveiðasjóð að undan-
förnu, en ekkert ákveðið komið
út úr þeim viðræðum enn.
Létu fyrirberast í flutningabíl á Mýrdalssandi
„Aldrei sofið
betur á ævinni“
- sagði flutningabílstjórinn
Runólfur Runólfsson frá Vík
■ „Aldrei sofið betur á æv-
inni,“ sagði Runólfur Runólfs-
son flutningabílstjóri hjá fyrir-
tækinu Nýlandi í Vík. Runólfur
og bróðir hans Sæmundur urðu
að láta fyrirberast í flutninga-
bílnum aðfaranótt miðviku-
dagsins, vegna stórhríðar sem
skall á þá félaga á Mýrdalssandi
í fyrrakvöld. Ekki væsti um þá í
bílnurn að sögn Runólfs. Bíllinn
gekk alla nóttina og voru þeir
vel búoir, með mat og vel
klæddir.
„Það sást til okkar um eitt-
leytið í gær, þegar við vorum að
brjótast niður að bænum Herj-
ólfsstöðum. Þá komu þeir frá
bæ úr nágrenninu með olíu
handa mér, enda var bíllinn að
verða olíulaus. Við vorum síðan
komnir heim að bænum klukk-
an hálf fjögur,“ sagði Runólfur.
Þar var þeim tekið með opnum
örmum og allar móttökur voru
til fyrirmyndar eins og hann
orðaði það.
í bifreiðinni, sem er tíu hjóla
vöruflutningabifreið, ereinung-
is FR talstöð og náðist ekki til
neins með henni. „Við héldum
kyrru fyrir í bílnum. enda var
snældubrjálað veður alla nótt-
ina. Það fór ekki að draga úr
veðrinu fyrr en um sjöleytið í
morgun," sagði Runólfur.
Þeir voru að koma frá Stöðv-
arfirði áleiðis til Víkur. „Við
vorum komnir á Klaustur um
tíu leytið um kvöldið og héldum
að þetta myndi sleppa. Það var
síðan um tvö leytið um nóttina
sem við stöðvuðumst við Skálm,
þá var útsýni sama og ekkert og
hár skafl framan við bílinn og
við næstum komnir út af.“ Run-
ólfur var ekki á því að nú yrðu
rólegheit næstu daga. „Ég fer
suður um leið og verður
opnað.“
Það er ekki víst að Runólfur
komist suður, fyrr en líður undir
helgi. Mikinn snjó hefur sett
niður í grennd við Vík í Mýrdal,
og var þungfært á götum þar í
gær. Björgunarsveitarmenn
hjálpuðu fólki til að komast til
vinnu sinnar um morguninn,
þar sem ófært var um götur í
Vík. Símon Gunnarsson starfs-
maður hjá Kaupfélaginu í Vík
vildi ekki gera mikið úr þessu.
Hann sagði: „Þaðeralltafhress-
andi að koma út í svona veður
ef maður þarf ekki að vera
!engi.“
urlánastarfsemi neitandi, en
benti jafnframt á að öruggt væri
að fleiri hefðu fengið lán hjá
Hermanni, en sá sem kærði.
Lítið var um yfirheyrslur hjá
embættinu í gær, þar sem rann-
sókn málsins beinist enn að
gagnasöfnun. Þósegja heimildir
NT að þeir aðilar sem nefndir
eru að ofan hafi heimsótt Auð-
brekkuna í Kópavogi í gær, þar
sem RLR er til húsa.
Beðið um skýrslur
- bæði í Flugráði og á Alþingi vegna
tafar við brottför Shevardnadze
■ Flugráð hefur krafist nán-
ari skýringar á flugi bandarísku
orrustuflugvélanna við brott-
för utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna í lok síðasta mánað-
ar. Sættir það sig ekki við
skýrslu Flugmálastjórnar, sem
utanríkisráðherra hefur vitnað
til þegar hann hefur tjáð sig
um málið. Það voru þeir Páll
Pétursson og Skúli Alexand-
ersson sem óskuðu þess að
þetta mál yrði upplýst.
Listflug Bandaríkjamanna
hefur einnig orðið til þess að
þingmenn allra flokka nema
Sjálfstæðisflokksins hafa beðið
um skýrslu vegna þessa atburð-
ar. Var utanríkisráðherra beð-
inn að gefa þessa skýrslu og
jafnframt farið fram á að um-
ræða um skýrsluna fari fram
strax og skýrslan hefur verið
lögð fram.