NT - 07.11.1985, Page 19
1 ’p Fimmtudagur 7. nóvember 1985 19
f þróttir
íslandsmótið í handknattleik:
Dagur góður
í gærkvöldi
Skoraði tíu mörk - Fram sigraði Þrótt 38*21
■ Þaö fór eins og flestir bjugg-
ust við.Fram sigraði Þrótt ör-
ugglega í 1. deildinni í hand-
knattleik í Laugardalshöl! í gær-
kvöldi. Ljósataflan sýndi 38-22
er gengið var til búningsklefa og
sjaldan lýgur góð tafla.
Framarar tóku strax yfir-
höndina og komust í 3-1. Eftir
17. mínútna leik var staðan
orðin 10-5 og spurðu þá fáir að
leikslokum. Framarar ógnuðu
Molar
... Portúgalska stúlkan
Aurora Cunha sigraði í
15 km götuhlaupi í Gates-
head í Engandi um helg-
ina. Hún kom í mark rétt
á undan Judi St. Hiilaire
frá Bandaríkjunum á
tímanum 49 mín. og 17
sek....
... Bretinn Warren Hum-
preys sigraði á Opna-
portúgalska golfmótinu
sem lauk um helgina.
Þetta var fyrsti sigur hans
í móti á 14 ára ferli hans
sem atvinnumaður í
golfi...
vel með skyttuna Dag í aðal-
hlutverki. Varnir beggja liða
voru hins vegar æði mistækar,
sérlega Þróttaravörnin.
f síðari hálfleik var það sama
upp á teningnum. Framarar
komust í nær helmings mun,
30-16, og virtust geta skorað að
vild. Þróttarar klóruðu þó að-
eins í bakkann í lokin, en of seint
- lokastaðan 38-22 var ekki
umflúin.
Þessi leikur á sjálfsagt fljótt
eftir að gleymast vegna þess að
hann var lélegur. Dagur skoraði
10 mörk fyrir Fram og var
góður. Egill skoraði 8(1), og
Jón Árni 6. Hjá Þrótti var.
Birgir bestur, rtyndar lang-
bestur og skoraði heil 8 mörk.
Arnór skorinn
■ Þærfréttirbárustígær-
kvöldi að knattspyrnu-
kappinn kunni Arnór
Guðjónsen muni ganga
undir skurðaðgerð n.k.
föstudag. Skorið skal upp
fyrir þeim þrálátu vöðva-
meiðslum sem Amór hefur
átt í lengi. Amór verður því
alveg frá sex næstu vikur
en fær sig þá vonandi
endanlega góðan.
Dagur er hér kominn á loft. Þetta gerði hann oft í gærkvöldi er Fram sigraði Þrótt.
M -mynd Árni Bjarna.
íslandsmótid í handknattleik:
Brynjar í banastuði
Varði frábærlega er Stjarnan sigraði Val 24*18 - Ellert var einnig góður
Frá Leifi Garðarssyni fréttaritara NT:
■ Brynjar Kvaran, markvörð-
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Vesturbæingar unnu
- jaf nan og spennandi leik gegn Kef I víkingum 81 *78
ur Stjörnurnar, varði eins og
berserkur á móti Val, en liðin
áttust við í Kópavogi í gær-
kvöldi. Stjörnumenn sigruðu
með 24 mörkum gegn 18 eftir að
hafa verið undir í hálfleik 10-12.
■ K.R.-ingar sigruðu Keflvík-
inga með 81 stigi gegn 78 í
úrvalsdeildinni í körfu í gær-
kvöldi og var leikurinn þræl-
skemmtilegur á að horfa, hrað-
inn mikill en nokkuð mikið um
óþarfa villur.
Páll Kolbeinsson fór á kostum
í liði K.R.-inga í fyrri hálfleikn-
um, raðaði niður stigum og
lagði upp góðar körfur. Staðan
í hálfleik var 44-39 fyrir K.R.
í síðari hálfleik hélst hraðinn
og spennan jókst. En K.R. stóð
uppi sem sigurvegari í lok leiks
og fékk því stigin dýrmætu.
Keflvíkingar eiga þó hrós skilið
fyrir ágæta frammistöðu en sárt
hlýtur það að vera að tapa svo
naumlega fyrir Reykjavíkurlið-
unum Val og K.R. með stuttu
millibili.
Páll (17) var bestur K.R.-inga
en Garðar og Birgir stóðu sig
einnig vel, sérlega í síðari hálf-
leik. Báðir voru með 16 stig.
Hreinn og Sigurður Ingimund-
arson voru góðir í fyrri hálfleik
hjá Keflavík en Jón Kr. og
Olafur tóku við hlutverkum
þeirra í þeim síðari. Jón Kr.
skoraði20stig ogSigurður 18.
Stavanger tapaði
Frá Magnúsi Magnússyni fréttaritara
NT í Noregi:
■ Stavanger, liðið sem
Helgi Ragnarsson þjálfar,
tapaði sínum fyrsta leik í
norska handboltanum í
gærkvöldi. Liðið lá fyrir
Urædd 23-22. Það var Jak-
ob Jónsson sem skoraði
mest fyrir Stavanger, 6
mörk alls.
Markvörður Vals, Ellert Vigtús-
son var einnig í góðu formi í
marki Vals og var besti maður
síns liðs.
Stjarnan var aðgangsharðari
til að byrja með og komst í 10-6.
En Valsmenn skoruðu næstu
sex mörkin og voru þó yfir er
gengið var til hlés. 1 síðari
hálfleik héldu Valsarar upp-
teknum hætti en tvö mörk Sig-
urjóns Guðmundssonar og víti
varið af Brynjari voru vendi-
punkturinn í leiknum og Stjarn-
an sigldi framúr og alla leið í
höfn.
Mörk: Hannes skoraði 8(6)
mörk fyrir Stjörnuna en Jakob
var hæstur Valsmanna með 6
mörk.
íslandsmótið í handknattleik 1. deild:
Hrun hjá KR
- skoruðu aðeins fjögur mörk í seinni hálfleik
Evrópukeppnirnar í knattspyrnu:
Nær
Robson 50
■ Fyrirliði enska lands-
liðsins í knattspyrnu Bryan
Robson gæti leikiö sinn 50.
landsleik í næstu viku er
enska liðið mætir N-írum á
Wembley.
Hvort Robson leikur er
þó komið undir bata hans
en kappinn reif vöðva í læri
í síðasta landsleik Englend-
inga, 5-0 sigrinum gegn
Tyrkjum.
Ef Robson nær sér ekki
er líklegt að Paul Bracew-
ell, miðjuleikmaður Ever-
ton, komi inn í 22 manna
hópinn sem tilkynntur var
á mánudaginn. Olíklegt er
að Bobby Robson, lands-
liðseinvaldur, geti prófað
mikið af nýjum leikmönn-
um því þótt úrslitin skipti
engu máli fyrir Englend-
inga þurfa N-írar stig til að
tryggja sér sæti í úrslitum
heimsmeistaramótsins. Er
því líklegt að Alþjóða-
knattspyrnusambandið
(FIFA) kreljist þess að
Englendingar mæti með
sitt sterkasta lið í leikinn.
Juve lét auð stæði
- ekki hafa áhrif á sig og sigraði Verona 2*0 Valsbanarnir Nantes
sigruðu sannfærandi
■ Juventus bar sigur úr býtum
gegn nágrönnum sínum Veróna
og er nú komið í átta liða úrslit
Evrópukeppni meistaraUða.
Leikurinn endaði 2-0 fyrir
heimamenn en spilað var á auð-
um Stadio Communale-refsing
sem Uðið fékk fyrir þátt sinn í
harmleiknum í Brússel í vor.
Michel Platini skoraði fyrsta
mark Juve úr vítaspyrnu sem
þótti frekar vafasöm. Það var
svo Aldo Serena sem innsiglaði
sigur Evrópumeistaranna.
Gautaborg fylgir Juventus í
átta liða úrslitin. Liðið lá að
vísu fyrir tyrkneska félaginu
Fenerbache 2-1 en hafði sigrað
heima í Svíþjóð 4-0. Það var
Larsson sem skoraði útimarkið
mikilvæga. Annað skandi-
navískt lið fylgir Gautaborg
eftir. Það er finnska liðið Lahti
sem sló sovésku meistarana
Zenith út nokkuð óvænt. Þá
sigraði Anderlecht lið Omonia
frá Kýpur 1-3 og er komið
áfram. Per Fríman skoraði tvö
mörk og Georges Grun eitt fyrir
belgíska liðið.
Júgóslavenska liðið Hajduk
Split sló Tóríno frá Ítalíu út í
UEFA keppninni. Brassinn
Júnior skoraði úr víti fyrir
ítalska stórliðið en þrjú mörk
frískra Júgga gerðu draum Tór-
inó um áframhald að engu.
Real Madrid hélt jöfnu gegn
Odessa en leikið var við strönd
Svartahafsins. Madríd er því
komið áfram en leikurinn gegn
sovéska liðinu kostaði þá þó
þrjú spjöld. Öðru sovésku liði
gekk betur. Það er Dnepro-
petrovsk sem sigraði PSV Eind-
hoven 1-0 og er komið áfram.
Paul Heggarty skoraði jöfn-
unarmark Dundee gegn Varrd-
ar Skopje í Júgóslavíu og skoska
liðið er því komið áfram. Burr-
uchaga, Amisse (2) og Bracig-
liano skoruðu mörk Nantes í
öruggum 4-0 heimasigri gegn
Belgrade.
■ Frábær markvarsla Krist-
jáns Sigmundssonar í síðari
hálfleik ásamt mjög góðri vörn
skóp stóran sigur Víkinga á KR
í Laugardalshöll í gær. Kristján
varði 14 skot og tvö víti en
megnið af þessu varði hann í
síðari hálfleik en Víkingarsnéru
stöðunni 9-11 fyrir KR í hléi sér
í vil. Lokatölur urðu síðan 27-15
fyrir Víkinga.
Jóhannes Stefánsson átti góð-
an leik í fyrri hálfleik fyrir KR
og hann var maðurinn á bak við
stöðuna 11-9 fyrir KR í hlé.
Víkingar gerðu sig seka um
mörg mistök bæði í sókn og
vörn.
í seinni hálfleik lokaðist vörn-
Víkinga algjörlega og KR átti
ekkert svar við þessu. Staðan
breyttist mjög fljótt og í allri
hringavitleysunni í lokin skor-
uðu Víkingar grimmt. Lokatöl-
27-15 segja allt. Jóhannes
ur
skoraði 6 fyrir KR en Guð-
mundur Guðm. (7), Páll (6) og
Guðm. Albertsson (5) voru at-
kvæðámestir Víkinga.
Alfreð f rábær
Frá Guðmundi Karlssyni frcttarítara NT í
Þýskalandi:
■ Kiel og Essen gerðu jafntefli
17-17 í handboltanum hér í
Þýskalandi í gærkvöldi. Alfreð
Gíslason var frábær í leiknum
sem var skemmtilegur á að
horfa.
í fyrri hálfleik gerði þó Alfreð
aðeins eitt mark og ætlaði þjálf-
ari Essen, Ivanescou, ekki að
setja hann inn á í síðari hálf-
leiknum. En þegar illa fór að
ganga gegn liði Jóhanns Inga
sagði Alfreð: „Gefðu mér séns,
ég finn að ég er í stuði". Og það
var eins og við manninn mælt.
Alfreð gerði næstu sex mörk og
náði með þessu frábæra ein-
staklingsframtaki að jafna leik-
inn.
Alfreð var að vonum hress
eftir viðureignina því það þykir
jafnan gott að sækja stig til Kiel.
Þá sigruðu Atli Hilmarsson
og félagar hans í Gúnsburg lið
Dússeldorf 22-13.
Evrópukeppnirnar í knattspyrnu:
EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA:
Omonia Nicosia, Kýpur-Anderlecht, Belgíu 1-4 (1-4)
Austria Vin-Bayern Múnchen, V-Þýskal 3-3 (5-7)
Steaua Búkarest, Rúmeniu-Honved, Ungverjalandi 4-1 (4-2)
Fenerbahce, Tyrkl.-Gautaborg, Sviþjóö 2-1 (2-5)
Juventus, Ítalíu-Verona, ítaliu 2-0 (2-0)
Lahti, Finnlandi-Zenith, Sovétr 3-1 (4-3)
Aberdeen, Skotlandi-Servette, Sviss 1-0 (1-0)
EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA:
AIK, Svíþjóð-Dukla Prag, Tókkós 2-2 (2-3)
Sampdoria, Ítalíu-Benfica, Portugal 1-0 (1-2)
Fram, Íslandi-Rapid Vín, Austurríki 2-1 (2-4)
Dynamo Kiev, Sovétr.-Craiova, Rúmeníu 3-0(5-21
At. Madrid, Spóni-Bangor, Wales 1-0 (3-0)
Dinamo Dresden, A-Þýskal.-Helsinki, Finnlandi 7-2 (7-3)
UEFA-KEPPNIN:
Dnepropetrovsk, Sovótr.-PSV, Hoilandi 1-0 (3-2)
At. Osasuna, Spáni-Waregem, Belgíu 2-1 (2-3)
Lok Leipzig-AC Mílanó, Ítalíu 3-1 (3-3)
Nantes, Frakklandi-Partizan Belgrad, Júgósl 4-0 (5-1)
Inter, Ítalíu-Linz, Austurríki 4-0 (4-1)
Bohemians Prag, Tékkó-Köln, V-Þýskal 2-4 (2-8)
Vardar Skopje, Júgósl.-Dundee Utd, Skotlandi 1-1 (1-3)
Brugge, Belgíu-Spartak Moskva, Sovót 1-3 (1-4)
Odessa, Sovétr.-Real Madrid, Spáni 0-0 (1-2)
Legia Varsjá, Póllandi-Videoton, Ungverjal 1-1 (2-1)
St. Mirren, Skotlandi-Hammarby, Svíþjóð 1-2 (4-5)
„Gladbach", V-Þýskal.-Spaita, Hollandi 5-1 (6-2)
Neutchatel Xamax, Sviss-Lok Sofía, Búlgaríu 0-0 (1-1)
At. Bilbao-Liege, Belgíu '3-1 (4-1)
Hajduk Split, Júgósl-Tóríno, ítaliu 3-1 (4-2)