NT - 24.11.1985, Page 7
NT Sunnudagur 24. september 7
Glefsur úr bókinni
Allt í einu skildi ég, aö fólk var
alls ekki vont í sjálfu sér - þaö var
fjandinn, sem gerði þaö svona.
Nei, fólk var gott, - þaö var
fjandinn, sem var vondur, - fjand-
inn einnl.
Veran notaði sér hik mitt og
losaði sig. Hún hopaði lítið eitt.
-Ætlarðu að haga þér svona
við mig? spurði hún blíðlega, en
dálitið undrandi. Hún vék sér
snögglega að barninu, sem var
orðið þreytt af gráti.
Ég hélt, að hún ætlaði að klappa
á Ijósa kollinn á barninu mínu og
mér gramdist, - ég vildi ekki hafa,
að fjandinn gerði gælur við gim-
steininn minn sem ég hafði fengið
sem minjagrip frá París.
En þá, - þarna fyrir augunum á
mér, læstust langar, rauðlakkaðar
Þegar hún dó var öllu lokið.
Hann hafði ekki grunað að hún
væri svona langt leidd. Þá voru
allir lasnir - það var útmánaða-
veikin, hryglan fyrir brjóstinu og
máttleysið í fótunum. Utmánaða-
veikin gekk á hverju vori - og það
var nauðsynleg veiki; úr henni
fóru þeir sem þurftu að fara -
lasburða börn, kararaumingjar og
önnur útskryppi. Ekki hraust fólk
sem lífsorkan gneistar af eins og
sindur úr afli.
Hann grunaði ekki neitt fyrr en
hann kom heim af beitarhúsunum
síðasta kvöldið. Barnið hans var
að deyja.
Hann sá rauðan hrokkinn koll-
inn uppundan brekánsræfilinum.
Hún velti höfðinu til og frá með
erfiðismunum þegar hann kom að
rúmfletinu. Hún þekkti hann ekki
strax. Svo rann snöggvast af
henni óráðið og hún rétti fram
hvíta mjóslegna höndina. Varir
hennar bærðust og hann sá að
klærnar í hárið á því og tættu það
af, - hvert hár, - fimlega eins og
þegar eldabuska reytir fugl. Það
var ólýsanlega viðbjóðslegt.
Ljósir, eirgljáandi lokkarnir flettust
af með stórum flygsum af blóðug-
um hársverðinum.
Barnið rak upp vein, svo að
samhringdi í beinum mínum.
Ég ætlaði að þjóta upp og
bjarga því, en gat þá ekki hreyft
mig, - hvorki legg né lið. Ég vissi,
að veran mundi tæta barnið sund-
ur fyrir augunum á mér, og hug-
stola af hræðslu og hatri reyndi ég
að muna eitthvað, sem ég vissi,
að var til og eitt megnaði að hjálpa
mér, - eitt orð.
Úr „Draumnum" (1951)
Sögur og Ijóð bls. 42-43
hún reyndi að segja eitthvað.
Hann beygði sig alveg niður að
henni en greindi engin orðaskil.
Einhversstaðar í fjarska heyrði
hann hinar stelpurnar vola, niður-
bælt snöktið í konunni og óreglu-
legt skóhljóð þegar hún gekk um
gólf með einhverja þeirra. Hann
sneri sér snöggt við til að segja
henni að þegja; hann gat ekki
heyrt hvísl barnsins fyrir þessu
áleitna sífri.
Þá sá hann að konan hafði tekið
sængina telpunnar og vafið utan-
um hvítvoðunginn sem hún hélt á.
Og þessari gegngata brekáns-
druslu hafði hún fleygt yfir deyj-
andi barnið í staðinn.
Þvílík norn!
Á svipstundu þóttist hann skilja
allt. Hún hafði hatað telpuna -
hatað sitt eigið barn - telpan var
keppinautur hennar um ást hans.
Úr „Frostrigningu"
Sögur og Ijóð bls. 149-150
útkomu bókarinnar því ef einhver á
heiður af bókinni þá er það sjálfur
höfundurinn." Við brosum. Augu Kol-
beins skjóta gneistum þegar hann
heldur áfram.
„Fyrst kom upp sú hugmynd að
dreifa sögunum úr Sunnudags-
kvöldi til mánudagsmorguns um
bókina, inn á milli sagnanna sem
aldrei höfðu verið birtar, vegna dúk-
ristanna sem voru í þeirri bók. En svo
féllum við frá þeirri hugmynd því
mörgum finnst sögurnar í Sunnu-
dagskvöldi til mánudagsmorguns
vera eitt verk en ekki margar litlar
sögur. Við settum hins vegar Ijóðið
„Kapphlaup um nótt“ fremst í bókina
því okkur fannst það eiga svo vel við
fyrstu söguna „Sunnudagskvöld til
mánudagsmorguns". Við reyndum
svo að raða öllum hinum sögunum
upp í tímaröð en það var ekki hlaupið
að því, því þær eru ekki tímasettar.
Við verðum t.d. að draga þá ályktun
að sagan „Eldspýtur" sé skrifuð árið
1967, sama ár og hún birtist í Vikunni.
Það er ein setning í sögunni sem
hjálpar okkur en hún er svona: „í því
kom fjórði bíllinn. Það reyndist vera
karrýgrænn Rambler mjög nýr, gott
ef ekki '65.“ (bls.191 í Sögurog Ijóð)
Tveggja ára bíll árið 1967 var mjög
nýr bíll þó að tveggja ára bíll þyki ekki
mjög nýr bíll í dag.“ Kolbeinn brosir.
„Pabbi hjálpaði okkur líka að tíma-
setja sumar sögurnar ein sagan hafði
verið lesin í útvarp, önnur saga
„Varnargarðurinn", var vélrituð og
konan sem vélritaði hana hjálpaði
okkur að tímasetja hana og svo
framvegis."
Hvernig gekk Ásta frá sögunum
sínum? Eru þetta allar smásögur
sem hún hefur skrifað?
„Nei, við gáfum engar sögur eða
Ijóð út sem við vorum I vafa um að
væru fullfrágangin frá hennar hendi.
Við systkinin sem eigum höfundar-
réttinn að verkum hennar höfum í
raun ekkert leyfi til að gefa það út
sem hún hefur ekki gengið endanlega
frá - höfum ekki leyfi til þess gagnvart
henni. Þessar sögur í nýju bókinni -
Sögur og Ijóð - sem ekki höfðu birst
áður voru allar skrifaðar á línustrikuð
blöð og allur frágangur bar þess
merki að hún væri að undirbúa þær
til útgáfu. Hún skrifaði allar sögur
sínar með blýanti, nema eitt uppkast-
ið að sögunni „Frostrigning" sem hún
skrifaði með fjaðurpenna, þú veist
þessum pennum sem er dýft jafnóð-
um ofan í blek. Hún hafði hins vegar
ekki ritvél til umráða eins og sést best
á því að hún lét vélrita „Varnargarð-
inn“ fyrir sig.“
Og þá liggur ennþá fullt af efni
eftir hana á handritadeild Lands-
bókasafnsins?
„Já, segir Kolbeinn og brosir,
„svona tvær öskjur. Nei annars,
minnst af því er skáldskapur, þetta
eru bréf, uppköst að sögum og Ijóðum
o.fl."
Skrifaði Ásta bara smásögur og
Ijóð? Skrifaði hún ekki líka leik-
þátt?
„Jú, en það var bara stutt uppkast.
En raunar veit ég að árið 1952 var
hún búin að semja skáldsögu u.þ.b.
300 bls. en hún hefur sennilega hent
henni.“
Nú rek ég upp stór augu.
í alvöru? En hræðilegt. Veistu
um hvað hún fjallaði?
„Nei, ég veit það ekki. Hún var búin
að fá útgefanda að henni en líklega
hefur hún ekki verið ánægð með
hana og hent henni."
Kolbeinn hellir meira kaffi í bollann
minn, svona til að róa mig. Við
þegjum stutta stund.
Hvað finnst þér um sögur
hennar?
„Ég er nú í þeirri aðstöðu að ég get
varla verið hlutlaus. Ef þú spyrðir
einhvern úti í bær um sögur hennar
þá fengir þú bara álit, en mínu áliti
tengjast meiri og öðruvísi tilfinningar
því hún er móðir mín. En hún er sér
á parti sem rithöfundur. Hún getur
sett sig fyllilega bæði í spor kvenna
og barna og raunar karla líka. í
sögunni „Frostrigning" setur hún sig
í spor karls og sú saga er mjög
mögnuð, eiginlega hrollvekja. Ég
held að það sé heldur ekki hægt að
flokka sögur hennar undir einhverja
ákveðna bókmenntastefnu. Annars
væri kannski meira vit í að spyrja
bókmenntafræðing út í þetta. Eg
þekki heldur ekki tíðarandann sem
var þegar sagan „Sunnudagskvöld til
mánudagsmorguns" birtist og heldur
ekki þær sögur sem birtust síðar í
tímaritum eða þegar Draumurinn
var gefinn út árið 1952 en þær hafa
væntanlega verið eins og hnefahögg
í andlit margra. Og hún býr yfir
miklum orðaforða og sögur hennar
eru mjög tilfinningaríkar og þær eru
sígildar. Samt finnst mér alltaf að
undirtónninn í sögunum sé mjög
dapur. Yfirleitt enda þær ekki vel.
„Dýrasaga" t.d. virðist ætla að enda
vel, en raunin veröur önnur. En.mér
finnst Ijóöin líka góð þótt mér finnist
hún frekar vera smásagnahöfundur
en Ijóðskáld, það kemur líka best
fram í hlutföllunum á milli Ijóöanna og
smásagnanna."
Einhvers staðar heyrði ég að
hún hefði skrifað á mjög hefð-
bundinn hátt, áður en hún skrifaði
fyrstu Reykjavíkursögurnar, t.d.
þegar hún var í Kennaraskólan-
um?
Enn kemur glampi í augu Kolbeins.
„Já, Á handritadeild Landsbóka-
safnsins er til stílabók sem hún hefur
skrifað í þegar hún var í Kennara-
skólanum þaðan sem hún útskrifaðist
árið 1950.
Það er allt annar stíll á þeim
skrifum, þetta eru einskonar hug-
renningar og efnið er allt, allt öðruvísi.
Við megum ekki gleyma því að hún
var innan við tvítugt þá og ennþá aö
gera tilraunir áður en hún fann sinn
eigin stíl.“
Ásta var líka myndlistarkona.
Segðu mér eitthvað frá því.
„Hún gerði dúkristur, myndskreytti
t.d. bókina Sunnudagskvöld til
mánudagsmorguns, en hún mynds-
kreytti líka tvær Ijóðabækur eftir
pabba, Þorstein frá Hamri. Allar þess-
ar dúkristur eru varðveittar, utan þær
sem prentaðar voru í Draumnum
1952. Svo málaði hún líka myndir,
stundum eftir tónlist. Hún stundaði
leirkerasmíð og skreytingar þegar
hún vann hjá Glit en ég veit ekki hvort
hennar verk hafa verið merkt henni.
Og svo eru það spilin..."
Já, segðu mér endilega frá spil-
unum
„Hún gerði teikningar að spilunum
á árunum 1960-63. Þær eru af þjóð-
sagnapersónum og það eru tvær
teikningar á hverju mannspili. Teikn-
ingarnar eru litaðar með sterkum
þekjulitum og eru magnaðar. Þarna
eru t.d. Þorgeirsboli, Miklabæjar-Sól-
veig, Sæmundur fróði, Gottskálk
grimmi, Höfðabrekku-Jóka, Straum-
fjarðar-Halla, Galdra-Loftur, Djákninn
á Myrká, og fleiri og fleiri. Én hún
hefur ekki klárað að mála lágspilin og
það verður erfitt að Ijúka við þau.
Böðvar bróðir hefur hug á að gera
það.
Við höfum hugsað okkur að gefa út
bækling með myndum af spilunum,
bæði til að kynna þau og svo líka til
að fólk geti séð hvernig hún skildi við
þau. Og stefnan er að gefa þau sjálf
út sem fyrst.“
Nú er orðið ansi áliðið og þær
mæðgur Sandra og Rakel komnar
heim. Við höfum drukkið mikið kaffi
og erum búin að spjalla allt of lengi
saman, alla vega finnst okkur það
þegar við loksins lítum á klukkuna.
Og þegar ég keyri í burtu á litla
bílnum mínum er yfir mér einhver ró
og svo er kvöldið og lífið líka eitthvað
svo fallegt og gott...
Mrún