NT - 24.11.1985, Blaðsíða 9
NT Sunnudagur 24. september 1 1
Ég lét Frosta brokka út ásana.
Hann var óvenju kvikur, en gróft var
brokkið að venju, enda reiðleiðin ekki
sem best. Þarna voru kargaþýfðir
kjarrmóar og forarblaut mýrarsund.
Við vorum að smala. Ekki bara við
Frosti. Hinir smalarnir höfðu farið
snemma um morguninn í fjallið. Nú
átti ég, - eða við ef ég tel Frosta með
sem auðvitað er sanngjarnt því á
honum lenti allt erfiðið, - nú áttum við
að smala neðsta stykkið og standa
fyrir fénu þegar það kæmi niður.
Koma í veg fyrir að það rynni út og
norður ása en beina því inn að ánni.
Ég hafði verið svo heppin aö skólan-
um hafði veriö frestað um viku. Því
var það að langþráður draumur minn
að fara í göngur eins og hver annar
almennilegur smali.
Við komum upp á einn hæsta
ásinn og ég stöðvaði hestinn, til að
litast um eftir fé. Þá bárust að eyrum
mér fjarlægar drunur. Mér brá en þó
hrökk Frosti meira við. Hann fór fyrst
saman í hnút, því næst reis hann upp'
á afturfætur, stökk síðan út í loftið
nokkrar lengdir sínar. Stóð svo kyrr
og skalf. Eg hafði verið öldungis
óviðbúin en mér tókst þó að hanga á
baki. En þegar hesturinn stansaðívar
ég fljót að henda mér af og teymói af
stað. Ég gerði mér strax Ijóst hvaða
hávaði þetta hafði verið og bölvaði
vegagerðarbjálfunum í sand og ösku.
Þeir höfðu verið að sprengja undan-
farna daga. Þeir voru ekki mikið að
hugsa um hvaða afleiðingar þetta
gæti haft. Þarna hafði engu munað
að ég dytti að baki, og ef ég hefði
dottið og fest fótinn í ístaðinu, hvað
hefði þá getað gerst. Ég hafði heyrt
Ijóta sögu um þannig atburð. Nú, ég
hafði þó hangið á klárnum í þetta
sinn. Verr hafði farið um daginn þegar
ég hafði um kvöldtíma tekið Frosta til
að liðka hann fyrir göngurnar. Ég var
rétt komin á bak, hafði ekki einu sinni
náð ístöðunum þegar einhver skellti
bílhurð svo glumdi í. Þá rauk hann á
sprett upp að skurði, snarsnerist þar
á afturfótunum og ég vissi ekki fyrr en
ég lá á skurðbakkanum, en klárinn
hljóp út með öllum skurði og stað-
næmdist ekki fyrr en við túngirðinguna.
Það var svo sem ekki furða að hann
skyldi vera viðkvæmur þessa dag-
ana. Það hafði ekki gengið svo lítið á
þegar þessi fábjánar voru að
sprengja í klifinu norðan við ána. Það
hafði verið Ijóti gauragangurinn. Þeir
höfðu verið byrjaðir að bora þegar
ég kom á fætur. Ég hafði reyndar ekki
gert mér almennilega grein fyrir hvað
til stóð. Vissi bara að þarna var unnið
að vegagerð.
Við morgunverðinn höfðu hjónin
sagt mér að þau ætluðu að skjótast í
kaupstað. Þau yrðu komin fyrir klukk-
an ellefu.
„Vilt þú ekki vera svo góð að halda
áfram að moka út úr fjárhússkálan-
um,“ sagði Hjörtur bóndi.
Að stinga út tað er nú ekki beinl ínis
á vinsældalistanum hjá sextán ára
stúlku, en ég var hér til að vinna fyrir
kaupi og það ætlaði ég að gera
svikalaust. Svo ég sagði:
„Já, já, það skal ég gera", og
reyndi að vera á svipinn eins og ég
vissi ekkert skemmtilegra en moka
skít út úr húsi ein í hlýju síðsumar-
dags.
Svo óku hjónin úr hlaði og ég fór I
taðklepruðu stígvélin frá í gær og
drattaðist fram i fjárhús vopnuð reku
og hjólbörum. Skálinn varviðbygging
framan undir fjárhúsvegg og þar varð
ekki annarri tækni beitt við að hreinsa
út taðið eftir veturinn.
Svo hófst puðið. Ég mokaði börurn-
ar fullar, ók þeim út og hvoldi þeim
utan við dyr. Ég hamaðist við mokst-
urinn en ég verð að játa að ég
stoppaði alltaf pínulitla stund í dyrun-
um, stundum svolítið meira til að
blása mæðinni og litast um. Og það
var að nógu að hyggja. Beint á móti
var klifið þaöan sem barst annað
slagið feikna hávaði. Lætin voru svo
mikil að hestarnir sem voru á beit
neðan í túnbrekkunni voru orðnir
órólegir og hlupu sitt á hvað með
girðingunni. Kvígurnar sem voru á
túninu niðri í blánni, enn nær hávað-
anum, voru rólegri. Þó sá ég að þær
voru hættar að bíta.
Ég hafði unnið í um klukkutíma.
Haugurinn úti stækkaði og ég var
kominn inn undir miðja kró. Ég mok-
aði fullar börur, ók þeim út, hvolfdi úr
þeim, staðnæmdist smástund í dyr-
unum. Nú var allt með kyrrð og spekt.
Líklega voru þeir hættir þar norður
frá. Og ég sneri mér við og ætlaði inn
í húsið að ná í nýjan farm. En sem ég
er í dyrunum kveður við ægilegur
hávaði. Ég hrökk í kút hörfaði aftur-
ábak, því mér fannst í augnablikinu
að húsin væru að hrynja ofan á mig.
í sama bili skellur á mig loftbylgja
aftan frá. Þá sneri ég mér við og er
ég leit yfir að klifinu sá ég hvar
mökkur stóð þar upp úr jörðinni en
grjót þeyttist í allar áttír. Sprenging.
Þeir voru að sprengja. Og nú sá ég
annað. Kvígurnar þutu af stað með-
fram girðingunni. Kindur sem voru á
beit í móunum komu í hendingskasti
upp yfir mýrina. Og nú komu hestarnir
á fleygiferð inn með girðingunni.
Gustur fór fyrstur á hvínandi stökki,
kolsvartur gæðingur, eftirlætishestur
bónda. Þeir snarseru við í girðingar-
horninu, þutu sömu leið til baka og
hurfu fyrir brekkuna. Svo heyrðist
glamur í fjarska. Drottinn minn dýri,
nú hafa þeir farið i girðinguna, hugs-
aði ég. Svo komu Blesi og Bleikur
aftur æðandi en Gustur, Frosti og
Mugga voru horfin. Guð sé lof að
folaldsmerin var ekki með þeim.
Þegar hjónin komu heim kom í Ijós
aö þau þrjú höfðu farið i girðinguna,
brotið einn staur, slitið efsta gadda-
vírsstrenginn og Gustur var rifinn á
framfótunum. Það sá reyndar líka á
Frosta. Og við ætluðum aldrei að
koma hinum tveim, sem eftir voru í
gegnum hliðið til að færa þá upp fyrir
tún. Þeir æddu bara um eins og þeir
væru búnir að tapa glórunni. En núna
hálfum mánuöi seinna voru þeir sem
óðast að jafna sig. Ég steig á bak
Frosta og klappaði honum á hálsinn.
„Svona kallinn, reyndu nú að hætta
þessari vitleysu."
Og Frosti brokkaði af stað en ég
einbeitti mér aftur að smalamennsk-
unni.
Sigrún Björgvinsdóttir
ISHIDfl
TÖLVUVOGIN FYRIR AFGREIÐSLU-
BORÐIÐ OG/EÐA UPPVIGTUNINA
ISHIDA vogirnar eru þekktar fyrir gæði um allt land og viðhalds-
og varahlutaþjónusta okkar er fyrsta flokks.
Mjög fyrirferðarlítil en tekur samt 15 kg.
Innihaldslýsing; fyrir allar matar og drykkjarvörur,
bæði hægt að stafa inn eða setja heil orð inn í
minnin.
Innbyggð reiknivél fyrir samlagningu (+), frádrátt (-)
eða margföldun (x).
Við framleiðum og prentum allar gerðir af miðum.
Ef þú átt ALPHA COSMIC sem ekki er gerð fyrir inni-
haldslýsingu, þá breytum við henni fyrir þig, ef þú vilt.
Hringdu og fáðu nánari upplýsingar um vogina.
• 350 minni
• EAN kerfi
• 3 miðastærðir
• Hitaprentari
(innbyggður)
• Pökkun + síðasti
söludagur
• Quarts klukka
(breytir dags. sjálfkrafa)
• Pole display
(aflestur á súlu)
HLIÐARBORÐ
fyrir 48 atriði
1. Auðveldar alla afgreiðslu á
því sem vigtað er
(spjald með vöruheitum).
2. Notað til að skrifa inn í
minnin allar upplýsingar
(spjald með stafrófinu + fl.).
6 orðsendingar í ramma
KJ öTBU-Þ I NGUREESEHS
INNIH. XINDfi-KhLFP &KK 'fi-KTöT
SRLT GR. BRIJNIPo\J<P CE250 <
ÞRÞRU. EFNIÍör^ . r
C E 4 5 0 R
. X,,.'5 }
RVDD