NT - 24.11.1985, Blaðsíða 6

NT - 24.11.1985, Blaðsíða 6
 6 vil ég segja... Ég á afmæli í október og þá varö ég 10 ára. Ég hafði lengi suðað í mömmu og pabba að gefa mér skauta, en þau sögðu alltaf að þeir væru svo dýrir að ég fengi þá bara kannski í jólagjöf. Þess vegna varð ég svo hissa þegar ég fékk skauta frá þeim í afmælisgjöf. Ég er oft búin að máta þá en ég hef ekki farið á skauta inn í Reykjavík ennþá á stóru Tjörnina þar. En ég á heima í Norðurbænum í Hafnarfirði og um daginn fór ég niður að Læknum í Hafnarfirði, hann er rétt hjá kirkjunni og þar renndi ég mér allan daginn. Það er alveg ofsalega gaman að renna sér á skautum. Ég datt oft en meiddi mig ekkert. Það var fullt af krökkum og nokkrir krakkar úr mínum bekk. Við fórum í eltingaleik og svo drógum við hvort annað á treflum og renndum okkur í langri halarófu. Mig langar svo í lokin að segja frá því hvað kom fyrir rétt áður en ég fór heim. Það kom ekki fyrir mig held- ur strák sem ég þekki. Hann erekki í mínum bekk. Hann renndi sér of nálægt vök sem er rétt við brúna og datt ofan í lækinn. Hann hefði ekkert þurft að verða rennandi blautur því það er svo grunnt en honum brá svo mikið að hann datt kylliflatur og þess vegna varð hann allur gegnblaut- ur. Honum varð alveg svaka kalt og það stoppaði bíll og tók hann upp í og hefur sjálfsagt ekið honum heim. Ég ætla aldrei að fara nálægt vökinni því ég vil ekki fara svona eins og þessi strákur. Jæja, ég vildi bara segja ykkur frá þessu. Kannski skrifa ég meira seinna. Guðrún Kristín í Norðurbænum í Hafnarfirði. Það vantar greinilega nokkra múrsteina til að fylla upp í gatið, ekki satt! En hvað vantar marga? (Svar aftast). Það var 21. júlí að maður steig í fyrsta sinn fæti á tunglið. En hvaða ár var það? (Lausn aftast). }

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.