NT - 24.11.1985, Blaðsíða 8

NT - 24.11.1985, Blaðsíða 8
Barna-Tíminn I I I Viningshafar þessa vikuna: 43. þraut: Hrærigrautur Björgvin B. Þórðarson, Jakaseli 44, Reykjavík. 44. þraut: Veistu svarið? 1. Auður 2. R 3. 26. október 4. Grár 5. Moskva 6. Úr timri 7. Jafn þungt 8. 352 9. Hvítur og blár lO.Rætur í efri góm. Ingvaldur Jóhannsson, Vogi við Raufarhöfn. Kæri Barnapóstur! Mér finnst að þið ættuð að hafa fleiri sögur. Jæja, hvað með það, ég ætla að senda þér nokkra brandara: Bjössi kom heldur hróðugur til pabba síns og sagðist hafa selt hvolpinn sinn fyrir 10 þúsund krónur. - Það er lífsins ómögulegt, sagði pabbi. - Hvernig fórstu að því? - Ég fékk tvo 5 þúsund króna kettlinga fyrir hann! Kæri Barna-Tími! Ég bjó til þessa myndagátu og langar að biðja krakkana að ráða hana. Hún felur í sér nafn og heimilisfang manns nokkurs. Bestu kveðjur, Birna Björk Broddadóttir, Framnesi, Akrahreppi, 551 Sauðárkróki. (Pósturinn biður ykkur að ráða gátuna og senda lausn til Barna-Tímans, Síðumúla 15, Reykjavík.) Börnin voru mörg og voru all hávaðasöm svo að ömmu gömlu líkaði það ekki. Hún hastaði á þau. - Hvaða læti eru í ykkur krakkar. Getið þið ekki verið stillt! - Þú skalt ekki skamma okkur, amma, sagði Siggi litli. - Því að þú átt okkur að þakka að þú ert amma! Aðalbjörg J. Helgadóttir, Tjarnarholti 11, 675 Raufarhöfn. I I | '6961- Q!JV (a) •eujaisjniu ei. jbjubaqbcI (o) o t rua jiujbssbx (g) '£ 'Ju <?!a~l (v) :iuninejcj b jwsnei Kæri Barna-Tími! Mig vantar pennavin á aldrinum 9-11 ára. Ég er sjálfur 10 ára. Áhugamál mín eru: Hestar, fótbolti og fleira. Mynd fylgi með fyrsta bréfi. Jónas Þorkelsson, Mel, Hraunhreppi, Mýrasýslu, 311, Borgarnes.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.