NT - 26.11.1985, Blaðsíða 19

NT - 26.11.1985, Blaðsíða 19
GH Eiríkur með 200 Frá Gylfa Krístjánssyni á Akureyrí: ■ Eiríkur Sigurðsson, þjálfari og leikmaöur Þórs, lék sinn 200. leik meö körfuknattleiksliöi félagsins er Þórsarar mættu Grindvíkingum tvisvar í 1. deildinni hér fvrir norðan um helgina. Þórsarar og Grindvík- ingar unnu sigur í sitt hvorum leiknum en þau úrslit þýða að Þórsarar eru að öllum líkindum úr leik í toppbaráttu 1. deildarinnar. Ekki er sjá- anlegt annað en að Fram muni vinna átakalausan sigur í deildinni, sérstak- lega þegar hafður er í huga sigur þeirra á Breiða- blik nú um helgina. Fyrri leikinn hér á Akureyri unnu Þórsarar með 66 stigum gegn 58 en sá leikur var í heild afar slakur. Flest stig Þórsara skoraði Björn Sveinsson eða 19 alls en þeir Jón Héðinsson og Hólmar Ástvaldsson gerðu 12 stig hvor. Eyjólfur Guðlaugs- son skoraði 20 stig fyrir Grindavík. Síðari leikinn vann svo Grindavík 69-65 og sást þar mun betri körfuknatt- leikur. Hjálmar Hall- grímsson skoraði heil 33 fyrir gestina en Konráð Oskarsson var atkvæða- mestur heimamanna með 27 stig. ■ Toppleikur blaksins um helgina var viðureign Framara og Víkinga en þessi félög hafa nokkuð jöfnum liðum á að skipa, alla vega á pappirun- um. Á laugardaginn sigruðu hins vegar Víkingar nokkuð örugglega 3-1 í skemmtilegum leik. Þróttur og K.A. áttust cinnig við í karlaflokki og þar sigruðu Þróttarar örugglcga i þremur hrinum. Þessi liö kepptu svo í kvennaflokki og voru sömu tölur uppá teningn- um þar. A sunnudaginn var einnig biakað.H.S.K. gerði góða ferð austur á Neskaupstað þar sem þeir lögðu heimamenn að velli í miklum baráttulcik 2-3. Þá sigraði H.K. liö K.A. 3-1 og í kvennaflokki vann Breiðablik sigur á K.A. á þremur hrinum. Kanadamenn sigruðu NBA KÖRFUKNATTLEIKURINN: ■ Úrslit leikja um helgina. Boston vinnur 76ers. Pistons vinna 76ers. Lakers 1 vinna tvo. Staðan kemur líklega á morgun: Washington Bullets-New York Knick 102-94 New Jersey Nets-Phoenix Suns 104-96 Boston Celtics-Philadelphia 76ers .... 110-103 Detroit Pistons-Golden State Warriors 115-96 Utah Jazz-Cleveland Cavaliers .... 121-113 San Antonio Spurs-Indiana Pacers 108-96 Seattle Super Sonics-Houston Rockets .... 122-103 Utah Jazz-Atlanta Hawks .... 116-106 Boston Celtics-New York Knicks .... 113-104 Detroit Pistons-Philadelphia 76ers .... 119-114 Chicago Bulls-Golden State Warriors .... 135-103 Dallas Mavericks-Indiana Pacers . ... 117-104 Denver Nuggets-Sacramento Kings .... 122-118 Los Angeles Lakers-Portland Trail Blazers .... 130-113 Los Angeles Clippers-Milwaukee Bucks .... 116-112 Washington Bullets-Chicago Bulls .... 115-106 Cleveland Cavaliers-Atlanta Hawks 98-90 Portland Trail Blazers-Houston Rockets .... 125-118 New Jersey Nets-Sacramento Kings .... 118-103 Seattle Supersonics-Denver Nuggets 110-84 OT-Milwaukee Bucks-Phoenix Suns .... 140-138 Los Angeles Lakers-San Antonio Spurs 118-77 Evrópuknattspyrnan: ■ Kanadamennirnir Dan Halldórsson og Dave Barr báru sigur úr býtum í 32. Heimsbik- arakeppni landsliða. sern haldin var í La Quinta { Kaliforníu og lauk á sunnudaginn. Halldórsson og Barr léku af öryggi og tóku ekki miklar áhættur. Síðustu þrjár holurnar fór Halldórsson á einu yfir pari en þeir félagar unnu samt - voru samtals á 599 höggum eða 17 undir pari og skiptu ntilli sín sem samsvarar átta milljónufn íslenskra króna. Englendingarnir Hovvard Clark og Paul Way urðu í öðru sæti ea Bandaríkjamennirnir Tom Kite og Lanny Wadkins, sem álitnir voru sigurstrangleg- astir áður en keppnin hófst, urðu að láta sér nægja þriðja sætið. I keppni einstaklinga, sem haldin var samhliða aðalkcppn- inni, var Howard Clark sigur- vegari. Hann fór á 272 höggum samtals eða 16 undir pari. Slænt frammistaða Dans Halldórsson- ar á síðustu holunum var til þess að hann varð aðeins í þriðja sætinu yfir einstaklinga en á undan honum kom írinn Christy O’Connor. Bayern vann ■ Bayern Miinchen sigraði Wer- der Bremen 3-1 i toppslag þýsku búndeslígunnar eins og sjónvarps- áhorfendur urðu vitni að siðastlið- inn laugardag. Annars var lítið um leiki í Þýska- landi um helgina vegna mikils vetrarveðurs 6em þar geisaði. Úrslifc leikja: B. Múnchen-W. Bremen ......3-1 Saarbriiiken-Frankfurt....2-2 Núremberg-Dússeldorf......3-2 Hamborg-Bochum ........... 1-0 Maradona rekinn útaf - hann hafði þó áður skorað mark beint úr aukaspyrnu - Paris SG ósigrandi ■ Argentínumaðurinn Diego Maradona kom mjög við sögu í leik Napolí gegn Udinese í ítölsku deildarkeppninni nú um helgina. Hann skoraði strax á 9. mínútu úr aukaspyrnu eins og honunt einurn er lagið en var síðan rekinn af leikvelli 30. mínútum síðar. Hann átti þá í útistöðum við Antonio Crisci- ntanni en sá hafði brotið á honum. Dino Galparoli jafnaði svo fyrir Udinese. Bruno Conti og Toninho Cer- ezo skoruðu fyrir Róma í sigrin- um á Milan. Antonio Virdis skoraði mark Milan úr víta- spyrnu. Þetta var hálfgerður Svíaslagur þar eð Sven Eriks- son, þjálfari Róma, og Niels Liedholm hjá Milan eru báðir Svíar í húð og hár. Úrslit í ítölsku 1. deildinni urðu annars þessi: Atalanta-Veróna ................. 0-0 Como-Sampdória................... 2-2 Fiorentina-Bari ................. 0-0 Inter-Júventus................... 1-1 Lecce-Avellino................... 2-2 Napóli-Udinese................... 1-1 Róma-Mílan ...................... 2-1 Tórinó-Pisa...................... 4-1 Staða efstu liða: Júventus......... 11 9 1 1 20 6 19 Napólí .......... 11 4 6 1 14 7 14 Inter............ 11 5 4 2 16 12 14 Milan............ 11 6 2 3 10 6 14 Fiorentina....... 11 4 5 2 13 7 13 Tórinó .......... 11 5 3 3 11 8 13 Róma.............11 6 1 4 14 13 13 Frakkland: Rocheteau. Charbonnier og Fernandez voru allir á skotskón- um í 3-0 sigri París St. Germain á Toulouse. Parísarliðið er nú með fjögurra stiga forskot í deildinni. Erlendu leikmenn Nantes, Júgóslavinn Vahid Halilhodzic og Argentínumaðurinn Jorge Burruchaga, skoruðu mörk liðs- ins í sigrinum á Strasbourg á sunnudagskvöldið. Með þeim sigri vatt Nantessér í annað sæti deildarinnar, er með 29 stig eins og Bordeaux en betri marka- tölu. Úrslit leikja í Frakklandi (Fyrstu tveirvoru háðirásunnu- dagskvöldið, hinir á föstudags- kvöldið): Nantes-Strasbourg.............. 2-0 Toulon-Monaco ................. 1-1 Auxerre-Le Havre .............. 3-0 Nice-Marseilles ................ 1-0 Brest-Laval..................... 2-1 Nancy-Lille..................... 3-0 Paris SG-Toulouse............... 3-0 Lens-Bordeaux................... 1-0 Sochaux-Metz.................... 1-2 Rennes-Bastia .................. 3-1 Spánn: Hercules, lið Péturs Péturs- sonar, vann góðan sigur á Real Sociedad og er nú allt að færast í aukana. Francisco Clos og Bernd Schuster skoruðu mörk Barcelóna í 2-0 sigrinum á Sporting. Þrjár vítaspyrnur voru dæmdar í hörkuleik Real Valladoli og Real Madríd. Luis Gail skoraði úr tveimur vítum fyrir Valladolid og Juan Torres- illa bætti því þriðja við. Mexí- kaninn Hugo Sanchez skoraði úr víti fyrir Madríd og Jorge Valdano gerði hitt mark Madríd, sem þrátt fyrir ósigur- inn leiðir enn deildina: Úrslit leikja á Spáni um helgina: Valladolid-Real Madrid............. 3-2 Cadiz-Celta........................ 1-0 Barcelona-Sporting................. 2-0 Hercules-Sociedad.................. 2-0 Sevilla-Real Betis................. 1-0 At. Bilbao-Valencia.............. 2-0 Osasuna-Espanol................. 2-2 At. Madrid-Racing............... 2-0 Las Palmas-Zaragoza ............ 2-2 Mark frá þeim reynda inið- herja Nene færði Benfica sigur- inn yfir Braga í portúgölsku deildarkeppninni. Benficaernú komið í annað sæti deildarinn- ar, er aðeins einu stigi eftir Porto sem tapaði um helgina. Brugge er með örugga forystu í Belgíu eftir 3-2 sigur á Lierse. Liðið er með 24 stig en Ghent og Anderlecht koma næst með 19 stig. Leik Waterschei liðs Ragnars Margeirssonar og Charleroi var frestað vegna veðurs. Feyenoord vann stórsigur á PSV Eindhoven 4-1 í annarri umferð hollenska bikarsins. Johnny Rep, John Eriksen, Andre Hoekstra og Jan Sörens- en skoruðu allir fyrir Feyenoord en mark Eindhoven gerði Ruud Gullit. Fimm leikjum var frest- að í Hollandi vegna lélegra vallaraðstæðna. Þriðjudagur 26. nóvember 1985 19 íþróttir______________ Unglingameistaramót í sundi: Fjölmörg met Unglingalandslið valið ■ Unglingameistaraniót ís- lands í sundi fór frani um helg- ina í Sundhöll Reykjavíkur. Það voru sett 10 met í keppninni og voru tvö þeirra Islandsmet. Brvndís Ólafsdóttir setti ís- landsmet í 100 m skriðsundi stúlkna. Hún synti á 59,12 sek. Metið er líka teípnamct að sjálf- sögðu. Þá setti stúlknasveit Vestra íslandsmet í 4x50m fjór- sundi. Sveitin synti á 2:12,79 og er það jafnframt stúlknamct. Ingibjörg Arnardóttir setti tepnamct í 400 m skriðsundi teipna. Synti á 4:43,40. Hannes Már Sigurðsson setti drengja- met í 100 m flugsundi, fékk tímann 1:04.86. lngibjörg setti tclpnamet í 800 m skriöi á tímanum 9:37,80 og Hannes setti drengjamet í 400 m skriði á 4:28,22. Þá setti sveit Bolungarvíkur piltamet í 4x50 m fjórsundi á 2:02,78. Arnþór Ragnarsson setti piltamet í lööm bringu- sundi á 1:09,24. Hugrún Ólafs- dóttir setti telpnamet í 100 m flugsundi á 1:08,82 og sveit ÍBV setti mcyjamet í 4x50 fjórsundi á 2:32.78. Þess má geta að Tónras Þrá- insson varð fimmfaldur íslands- meistari og Þórunn Guðniunds- dóttir fjórfaldur. Að loknu íslandsmótinu var valið unglingalandslið íslands sem fer á NM-unglinga í sundi. Liðið er skipað eftirtöldum: Tómas Þráinsson Ægi. Arnþór Ragnarsson SIL Sínton Þór Jónsson Bolungarvík, Ragnar Guðmundsson Ægi, Bryndís Ólafsdóttir Þór, Hugrún Ólafs- dóttir Þór, Helga Sigurðardóttir Vestra. Þuríður Pétursdóttir Vestra og Þórunn K. Guð- mundsdóttir Ægi. Opna skandinavíska í júdó: BronstilBjarna ■ Bjarni Friðriksson júdó- kappi stóð fyrir sínu á Opna skandinavíska mcistaramótinu sem lauk í Álaborg í Danmörku á sunnudaginn. Bjarni varð þriðji í -95 kg flokknum og fékk brons fyrir vikið. • Þjóðverjinn AlfredTaube var fyrstur til að liggja fyrir Bjarna og Finninn Miekko Virdanen kom næstur féll á ippon. I þriðju uniferð tapaði Bjarni liins vcgar fyrir Þjóðverjanum Temming og varð því af úrslita- glímunni. Daninn Karsten Jen- sen sigraði Temming og fékk því gull í þessunt flokki. Karl Erlingsson, Ómar Sig- urðsson, Halldór Hafsteinsson og Magnús Hauksson kepptu einnig á þessu sterka móti en náðu ekki að krækja sér í pening að þcssu sinni. Risabingó ■ Knattspyrnudeildir Frani og KR gangast í sam- einingu fyrir svokölluðu milljónabingói næstkom- andi fimmtudagskvöld. Þetta stórbingó fer fram í Laugardalshöll og veröur Höllin opnuö kl. 19.00 og byrjað að spila kl. 20.30. ■ Conti skoraði í sigurleik Roma. Hér er kappinn á fullri ferð.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.