NT - 26.11.1985, Blaðsíða 7

NT - 26.11.1985, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. nóvember 1985 7 Utlönd Blóðugasta flug- vélarán sögunnar Valletlu-Aþena-Kairo - Keuter ■ Blóöugasta flugvéláráni, sern um getur. lauk í Valletta á Möltu í fyrrinótt þegarsérþjálf- aðir egypskir öryggisverðir réð- ust um borð í flugvél þar sem fimnr flugvélaræningjar héldu nær hundrað farþegum og áhafnarmeðlimum í gíslingu. Skæruliðarnir vörðust grimmi- lega og 58 menn létust í árásinni en áður höfðu tveir látist al skotsárum. Flugvélaræningjarnir komu um borð í flugvélina. sem var egypsk, þegar hún var á flugvell- inum í Aþenu. Grísk stjórnvöld halda því samt fram að nær útilokað hafi verið að ræningj- arnir hafi konrið vopnum sín- um um borð í vélina í Aþenu þar sem öryggisvarsla þar sé mjög góð. Egypsku hermennirnir, sem réðust um borð í flugvélina. eru úr sérstakri öryggissveit sem' hefur hlotið þjálfun í Banda-' ríkjunum og Vestur-Þýska- landi. Egyptar segja að nreð Kólombíski herinn skýtur gosræningja Bogota-Rcuter: ■ Samkvæmt kólomb- íska dagblaðinu El Tiem- po hefur herinn í Kól- ombíu skotið að minnsta kosti fjóra ræningja sem notfærðu sér neyðar- ástandið vegna eldgoss- ins í Nevado Del Ruiz til að ræna yfirgefin hús. Mennirnir, sem voru skotnir, dulbjuggu sig sem starfsmenn Rauða krossins með því að hafa borða Rauða krossins á handleggnum. Varnar- málaráðuneytið hefur fyrirskipað hernum að skjóta hvern þann sem verður uppvís að ránum í bæjum við eldfjalið þar sem 22.000 menn létu lífið fyrr í þessum mán- uði. Belisario Betancur forseti Kólombíu hefur nú lýst yfir neyðarástandi í efnahagsmálum vegna gossins. Hann segir að 4.500 hús hafi eyðilagst í gosinu, 11.000 hektarar af landbúnaðarlandi séu ónýtir til ræktunar og gosið hafi bein áhrif á afkomu um 320.000 manna. Vísindamenn óttast nýtt sprengigos í eldfjall- inu. Þeir eru nú að koma upp viðvörunarkerfi með jarðskjálftamælum á mörgum stöðum í fjall- inu. árásinni liafi tekist að bjarga 44 mannslífum. Akvörðunin um árásina var ekki tekin fyrr en hryðjuverka- mennirnir fóru að skjóta farþeg- ana einn á fætur öðrunt og fleygja þeim út úr flugvélinni. Þeir sögðust myndú halda af- tökunum áfram þar til þeir fengjueldsneyti fyrirflugvélina. Þegar árásin hófst hentu skæruliðarnir þrem hand- sprengjum inn í farþegarúmið sem varð til þess að eldur læsti sig í vélina. Margir létust í sprengingunum en sumir munu hafa kafnað. Astralíumaður. sem lifði flugránið af, segist telja að hafi cinhverjir látist vegna skotsára þá sé líklegast að þeir hafi orðið fyrir skotum frá egypsku öryggissveitunum þarsem ómögulegt hafi verið að greina í sundur farþega og flug- ræningja í reykjarsvælunni sem var í flugvélinni. Fjórir hryðjuverkamannanna létust í árásinni og mun flug- stjóri vélarinnar hafa drepið einn þeirra rneð exi. Einn flug- ræningjanna lifði af og liggur nú á sjúkrahúsi á Möltu ásamt þrjátíu farþegum og áhafnar- meðlimum sem slösuðust. Ekki er vitað með vissu hvaða hryðjuverkasamft)kum flugvél- aræningjarnir tilheyrðu eða hvert markmið ránsins var þar sem að minnsta kosti þrenn samtök liafa lýst yfir ábyrgð á hendur sér vegna ránsins. Hópur sem kallar sig Frelsis- samtök Egypta, var fyrstur til að lýsa yfir ábyrgð á flugvéla- ráninu sem samtökin sögðu að væri stefnt gegn stjórn Egypta- lands og bandalagi hennar við ísraelsmenn. Frelsissamtök Palestínuaraba, PLO, hafa fordæmt flugvélarán- ið en Egyptar halda því fram að klofningshópur úr PLO hafi staðið á bak við það. Egyptar hafa gefið í skyn að Líbýumenn tengist flugvélaráninu óbeint þar sem þeir styðji hópinn sem itafi rænt tlugvélinni. Pakistanskur kvennabanki Karachi-Rcuter: ■ Stjómvöld í Pakistan íhuga stofnun sérstaks kvennabanka sem verði rek- inn af konum fyrir konur. Salma Ahmed forseta Sambands pakistanskra at- hafnakvenna, sem einnig á sæti á pakistanska þinginu, sagði í gær í viðtali við pakistanska fréttastofu að Alþjóðabankinn myndi styðja stofnun kvennabanka með því að leggja fram 70% af stofnfjármagni hans. Hún sagði að markmið bankans yrði að efla atvinnustarfsemi kvenna og bæta lífskjör þeirra. Aðeins um 14 prósent pakistanskra kvenna eru læs á einfaldan tcxta. Pakistan er múhameðstrúarríki og margir íhaldssamir klerkar telja konur aðeins hálf- drættinga á við menn við gerð viðskiptasamninga eða sem vitni fyrir rétti. Pakistanska stjórnin seg- ist vilja bæta lífskjör kvenna með því að auka menntun þeirra, kenna þeim að lesa, bæta heilsugæslu og hvetja þær út á vinnumarkaðinn. ■ Gerret FitzGerald forsætisráðherra íra og Margrét Thatcher forsætisráðherra Breta eftir gerð samningsins um aðild írska lýðveldisins að lausn deilumála á Norður-írlandi. írastjórn vinsæl eftir samningana um Norður-írland Dublin-London-Reuter ■ Samningur stjórnar írska lýðveldisins og Bretlands um aðild íra að lausn mála á Norð- ur-Irlandi, sem undirritaður var þann 15. nóvembersíðastliðinn, hefur orðið til þess að auka mjög vinsældir samsteypu- stjórnar Gerrets FitzGeralds á írlandi ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem var birt í gær. Stuðningur við samsteypu- stjórnina hefur aukist úr 40% í júlí síðastliðnum upp í 45% núna. Á sama tíma hefur fylgi Fianna-flokksins, sem er í stjórnarandstöðu, minnkað úr i 52% í 51%. Persónufylgi FitzGeralds forsætisráðherra hefur aukist ennþá meira. Nú telja 51% kjósenda hann hæfari en for- ystumann stjórnarandstæðinga, Charles Haughey sem fékk að- eins 43% fylgi en hann hefur lýst yfir andstöðu við samkomu- lagið við Breta. Þetta er mikil breyting frá því í júlí þegar 47% studdu Haughey en aðeins 41% voru ánægð með FitzGerald. Fylgisaukning stjórnarinnar er talin stafa nær eingöngu af ánægju kjósenda með sam- komulag við Breta sem felur í sér að stjórnir Bretlands og Irlands skuli stofna ráðgjafa- nefnd með ráðherrum frá báð- um stjórnum sem fundi reglu- lega um ýmis málefni sem snerta Norður-írland. Nefndin mun m.a. fjalla um kosningakerfið á Norður-írlandi, um dómskerf- ið, öryggismál og landamæra- vörslu. Samkvæmt samkomulaginu er ekki gert ráð fyrir því að Norður-írland verði þvingað til sameiningar við írska lýðveldið á meðan meirihluti íbúa N-ír- lands er' á móti slíkri samein- ingu. En samþykki meirihluti Norður-íra sameiningu í fram- tíðinni munu stjórnir Bretlands og írlands vinna sameiginlega að því setja lög sem geri slíka sameiningu mögulega. Sambandssinnar á Norður- írlandi hafa lýst yfir eindreginni og skilyrðislausri andstöðu við samkomulagið sem þeir segja að sé stefnt gegn einingu Bretlands. Forystumenn mótmælenda á Norður-írlandi sameinuðust um að boða til fjöldamótmæla gegn samkomu- laginu á sunnudag. Um það bil 70.000 menn tóku þátt í mót- mælaaðgerðunum sem voru haldnar í Belfast. Breska stjórnin hefur reynt að draga úr mikilvægi sam- komulagsins til þess að reyna að friða mótmælendur á Norður- írlandi. Bretar segja samkomu- lagið fyrst og fremst til þess að svipta írska lýðveldisherinn fjöidafylgi meðal kaþólika. Engar áætlanir séu um innlimun Norður-frlands í írska lýðveldið í andstöðu við vilja meirihluta íbúa á Norður-írlandi. RIÖLBRAUTASKÓLJNN BREIÐHQLTI Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Umsóknir um skólavist í Dagskóla F.B. á vorönn 1986 skulu hafa borist skrifstofu skólans Austurbergi 5 fyrir 1. desember n.k. Nýjar umsóknir um Kvöldskóla F.B. (öld- ungadeild) á vorönn 1986 skulu berast skrifstofu skólans fyrir sama tíma. Staðfesta skal fyrri umsóknir væntanlegra nýnema með símskeyti eða símtali við skrifstofu F.B. sími75600. ATH. þetta er síðasta innritunarvikan. Skólameistari. ^RARIK 1^.^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum i eftirfarandi: RARIK-85014: Aflstrengir og ber koparvír. Opnunardagur: Þriðjudagur 14. janúar 1986, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 27. nóvember 1985 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 25. nóvember 1985. Rafmagnsveitur ríkisins. Til sölu: Kelfdar kvígur, rúllubindivél, jarðtætarar, dráttarvél, súg- þurrkunarblásari og rafmótor. heyvinnuvélar, varahlutir í Land Rover og Skoda. Upplýsingar í síma 96-43635 eða 96-43621. í eftirtalin hverfi: Eskihlíð, Þingholt, Sólheimar, Glaðheimar, Borgarholtsbraut, Nýja miðbæinn og Strandirnar á Seltjarnarnesi og Ægissiðu. Einnig vantar blaðbera á biðlista i öll hverfi. _ BLAÐ SEM A ERINDI TIL ÞIN

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.