NT - 26.11.1985, Blaðsíða 3
Nokkrar fínar ferðatillögur fyrir þig
FERDA
___MIDSTODIIM
AÐALSTRÆTI9 S. 28133
Stal bíl-
um og
númerum
- gripinn glóðvolgur í gærmorgun
■ Rannsóknarlögregla gómaði bíl-
þjóf í gærmorgun. Maðurinn hafði
stolið þremur bílum um helgina,
öllum frá bílasölunni Bílatorg við
Borgartún. Lögreglumenn sátu fyrir
manninum klukkan 5.30 í gærmorg-
un. þegar hann var að setjast upp í
einn af stolnu bílunum.
Tilkvnnt var til rannsóknarlögreglu
að þrír bílar hefðu horfið af bílasöl-
unni Bílatorg. Allir fundust bílarnir
og hafði verið skipt um númer á
tveinrur þeirra. Báðir voru með M-
númer þegar rannsóknarlögreglan
fann þá. Einn bíllinn fannst vestur á
Granda, þar sem franrið hafði verið
innbrot. Annar fannst á Unnarstíg,
og sá þriðji á bílastæði við Grettis-
götu. Þjófurinn var gómaður þegar
hann hugðist setjast undir stýri í
gærmorgun. Maðurinn hefur verið
handtekinn og var yfirheyrður í gær,
í höfuðstöðvum rannsóknariögregl-
unnar. Þá þykir fullvíst að maðurinn
braust inn hjá fyrirtækinu Steðja,
sem framleiðir númeraplötur fyrir
bifreiðaeftirlitið. Þaðan ntunu komin
númer þau sem hann setti á bílana
sem hann tók á bílasölunni.
Málið er í rannsókn. en ljóst er að
maðurinn hefur oft komið við sögu
rannsóknarlögreglu, vegna afbrota af
svipuðu tagi.
Mikið um
innbrot
■ Talsvert var af innbrotum í
Reykjavík um helgina. Brotist var
inn í einbýlishús í Seljahverfi og
stolið þaðan sjónauka, vasa-diskó,
áfengi og skartgripum. Innbrotið var
tilkynnt til lögreglu á sunnudag.
Brotist var inn í húsnæði Sambands
íslenskra samvinnufélaga við Lind-
argötu, en engu stolið. Hurð var
spörkuð upp, en ekki er vitað til þess
að neitt hafi horfið.
Þá var farið í tvö barnaheinrili í
Hvassaleiti. Litlu sem engu var stolið
þar, og skemmdir á húsnæði voru
litlar.
Stolið
úr bíl
■ Mjög hefur færst í vöxt að út-
varpstækjum og hljómflutningstækj-
um sé stolið úr bílum. Eitt slíkt mál
var kært til rannsóknarlögreglu nú
um helgina.
Helgi Daníelsson yfirlögreglu-
þjónn hjá rannsóknarlögreglu sagði í
samtali við NT í gær að það væri alltaf
talsvert um mál af þessum toga, og þá
virtist ekki skipta máli hvort bílarnir
væru læstir eða ekki, ef menn ætluðu
sér að stela úr þeim.
Rání
sjoppu
■ Lögregla leitar nú manns sem
framdi rán í söluturni á Bergstaða-
stræti síðastliðið föstudagskvöld.
Maðurinn hótaði afgreiðslustúlkunni
lífláti, ef hún opnaði ekki peninga-
kassann. Stúlkan opnaði kassann og
tók ránsmaðurinn eitthvað af pening-
um úr kassanum. Maðurinn komst
síðan undan og er hans leitað af
lögreglu. Rannsóknarlögregla hefur
málið til meðferðar.
Þriðjudagur 26. nóvember 1985 3
SIGLING TILIÍANARI
14 DAGA FERÐ MEÐ
M/S BLACK PRINCE
ARAMOTAFERÐ
TIL KAUPMHAFNAR
30. DESEMBER 1985
Endurtökum nú hina frábæru ára-
mótaferð til Kaupmannahafnar.
Gist verður á SAS ROYAL hóteli, sem
er fyrsta flokks hótel i miðbæ Kaup-
mannahafnar. Innifalið í verð er flug,
akstur til og frá flugvelli að hóteli, og
gisting á SAS ROYAL.
Á gamlárskvöld verður áramótafagn-
aður á hótelinu:
MATSEÐILL
Fordrykkur: Kampavínskokteill
Forréttur: Consommé Madrilene
Kjúklingaseyði
Aðalréttur:Saumon fumé á chaud et
epinards en branch
Heimareyktur lax með spínati
Eftirréttur: Grand Marnier soufflé
Eftir miðnætti verður boðið upp hlað-
borð með blönduðu dönsku áleggi.
Boðið verður upp á frönsk vín, kaffi og
koníak með og eftir mat.
Verd á mann: IKR. 2.990,- (DKK. 598)
Kvintett Ernst Herdorff leikur.
-Sannkölluð áramótastemmning-
6NT Má-Su 4NT Má-Fö
Verð á mann i
tvíbýli kr. 19.250 kr. 16.395
— aukagj. v/einb. kr. 5.808 kr. 3.872
Verð miðað við skráð gengi
þann 10/10/85.
ARAMOTAFERÐ
J0L 0G ARAM0T I
LONDON
JÓLAFERÐ TIL LONDON 23. des. til
27. des. 1985. Fimm daga ferð. Njótið
jólanna í London á fyrsta flokks hóteli
við Oxford Circus, ST. GEORGES. Verð
í tvibýli kr. 22.470.
Innifalið í verðinu er: Flug og gisting
með enskum morgunverði. Á að-
fangadagskvöld verður framreiddur
fimm rétta kvöldverður með for-
drykk. Á jóladag fimm rétta hádegis-
verður við píanóundirleik.
Sannkölluð jólastemmning.
Verð í tvíbýli kr. 22.470.
ÁRAMÓTAFERÐ TIL LONDON 30.
des. 1985 til 3. jan. '86. F'agnið nýja ár-
inu í London í góðu yfirlæti á ST.
GEORGES hótelinu við Oxford Circus.
Innifaiið í verði er: Flug og gisting
með enskum morgunverði. Á gamla-
árskvöld verður borðaður fimm rétta
kvöldverður við kertaljós og hljómlist,
síðan dansað. Á nýársdag, hádegis-
verður ! frábærum veitingasal St.
Georges hótelsins.
Sérstök áramótastemmning.
Verð í tvíbýli kr. 21.950.
0 o °
MAYRHOFEN
TIL AMSTERDAM
FLJÚGŒ) TIL KANARÍ
Skipafélagið FRED OLSEN LINES býð-
ur þægilega 14 daga siglingu með
hinu glæsilega 300 farþega skemmti-
ferðaskipi frá Rotterdam til Madeira,
Las Palmas, Tenerife, Lanzarote,
Madeira.Tilbury/London, Rotterdam.
Verð frá kr. 71.900.- 2 í klefa, 53.000.-
Innifalið í verðinu er flug til og frá
Amsterdam, ferð með m/s PRINCE
með fullu fæði.
Brottför: 9. og 23. janúar — (i. og 20.
febrúar — ö. og 20. mars — 3. og 17.
Áramótaferð með Ferðamiðstöðinni
er eitt af því sem ekki er hægt að lýsa,
þú verður að upplifa það.
Farið verður frá Kefiavík 28. desem-
ber og dvalið á hinu frábæra hóteli
Pulitzer.
Á gamlárskvöld verður áramóta-
fagnaður á hinum einstaka skemmti-
stað Lido, þar sem boðið verður upp á
kalt borð, drykki, desert, dans og
skemmtiatriði með heimsþekktum
dönsurum og skemmtikröftum. Allir
drykkir án endurgjalds, að undan-
skildu kampavíni.
Á nýársdag er svo „Brunch" (sam-
bland af morgunverði og hádegis-
verði) á hótel Pulitzer.
Þriggja vikna ferðir til KANARÍ í allan
vetur. Beint flug eða með viðkomu i
Amsterdam. Ibúðir eða hótel.
Verd frá kr. 29.343,- (3 vikur).
Beint flug til Salzburg í Austurríki.
Boðið upp á 5 hótel í mismunandi
verðflokkum. Mayrhofen býður upp á
frábærar brekkur. ölstofur, fína veit-
ingastaði og diskótek. Eins og tveggja
vikna ferðir.
Verd frá kr. 21.758.-(2 vikur). 0
Flogið verður heim frá Amsterdam 2.
janúar.
Amsterdam hefur upp á margt að
bjóða, þar er gott og gaman að versla
og alltaf líf og fjör — sem sagt
ógleymanleg áramótaferð.
Verd á mann í tvibýli Kr. 15.645,-
— aukagjald f. einbýli — 3.800.-
Innifalid: Flug, gisting i 5 nætur,
ferðir til og frá flugvelli að hóteli,
áramótafagnður og Brunch.
ir V
Skemmtilegar skoðunarferðir —
sleðaferð — dagsferð til Ítalíu o.fl. Far-
arstjórinn vinsæli Rudi Knapp verður
á staðnum.
Fáðu bæklinga og nánari upplýs-
ingar um ferðatilhögun hjá okkur.
SKÍÐAPARADÍSIN
AoGt-ST BJARNA D.