NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 20.12.1985, Qupperneq 10

NT - 20.12.1985, Qupperneq 10
Samtök aldraðra: 33 íbúðir fullbúnar við Bólstaðarhlíð ■ Samtök altlraöra afhentu 33 íbúðir í Bólstaðarhlíð 41 til kaup- enda sinnar í lok nóvembersl. tveim- ur mánuðum á undan áætlun. Þessar íbúðir, sem afhendast allar fullfrágengnar eru í öðrum bygging- aráfanga samtakanna, en sá fyrsti er í Akralandi 1-3 og lauk honum að fullu haustið 1983. íbúðirnar í Bólstaðarhlíð 41 cru aðeins helmingur þcirra íbúða sem nú eru í byggingu á vegum samtak- anna. Hinn helmingurinn er einnig í Bólstaðarhlíð og ráðgert er að þær íbúðir verði tilbúnar næsta sumar og þjónustumiðstöð sem vcrði í tengi- byggingu milli húsanna verðurtilbú- in næsta haust. Arkitektar húsanna í Bólstaðar- hlíð eru þeir Þormóður Sveinsson og Rúnar Gunnarsson og verktaki er Ármannsfell sem cinnig hefur að- stoðað við fjármögnun bygginganna. Gert er ráð fyrir að þriggja her- bergja íbúðir, 77,4 fcrmetrar að innanmáli, kosti 2.900.000 kr.; tveggja herbergja íbúöir, 61 fermetri aö innanmáli, kosti 2.360.000 krón- ur og einstaklingsíbúöir. 43,3 fer- metrar að innanmáli, kosti 1.800.000 krónur, en Samtök aldraðra hafa einungis fengið frá ríkinu húsnæðis- málastjórnarlán til framkvæmdanna en þau fá þau greidd í formi framkvæmdalána, þ.e. ntánaðarleg- ar greiðslur meðan á byggingu ■ Bólstaðarhlíð 41 þar sem nýlega voru afhentar 33 tveggja og þriggja herbergja íbúðir til aldraðra. stendur. Endanlegt uppgjör íbúðanna verður þó að bíða til næsta sumars, því húsin tvö verður að gera upp samtímis í lokin þegar búið verður að gera lóð, bilastæöi, stéttir og gangstíga, cn þetta er innifalið í verði íbúðanna. Samtök aldraðra er byggingar- samvinnufélag ellilífeyrisþega, 63 ára og eldri og annarra sem áhuga liafa á að bæta aðstöðu aldraðra. í fé- laginu eru nú 700 manns ogeru íbúð- irnar seldar til hjóna og einstaklinga eldri en 63 ára. Ef til endursölu kemur hefur félagið forkaupsrétt til að selja félagsmönnum sínum. Annað stórt verkefni sem Samtök aldraðra ciga aðild að er dagvistun- arhcimili fyrir aldraða og öryrkja og heitir það Múlabær og er við Ármúla 34. Þar er dagvistun fyrir allt að 60 manns og er heimilið bæði endur- hæfingastöð og einnig til að rjúfa ein- angrun aldraðra. Fólk getur valið um að dvelja þar t.d. einn dag í viku cða alla daga vikunnar. Samtökin reka hcimilið í sam- vinnu við Reykjavíkurdeild Rauöa krossins og Samband íslenskra berklasjúklinga. Dvölin íMúlabæer að mestu ókeypis og er liægt að fá morgunverð, hádegisverð og síð- degiskaffi. Þar er setustofa, hvíldar- básar, fönduraðstaða og lítil verslun svo fólk geti tekið heirn með sér í kvöldmatinn. Nýlega fóru borgaryfirvöld þess á leit við stjórn Múlabæjar að taka að sér rekstur fyrir heilaskerta sjúklinga og hefur Reykjavíkurborg keypt húsnæði á Flókagötu 53. Styrktarsjóður aldraðra sem stofnaður var fyrir nokkrum árum stendur undir þeim kostnaði scm samtökin liafa af rekstri Múlabæjar og kemur hann til nieð að þurfa kosta til við undirbúning og rekstur þessa nýja heimilis. Pessi styrktar- ... í bókaflokknum um Lavette fjölskylduna er komin út. ,,Innflytjendurnir“, ,,Næsta kynslóð“ og ,,Valdaklíkan“ hlutu allar frábærar viðtökur enda er höfundurinn, Howard Fast margfaldur metsöluhöfundur. ,,Arfurinn“ er 4. og síðasta bókin í bókaflokknum og þetta er bók sem heldur lesandanum vakandi uns birtir af degi... INNFLYTJEND URNIR NÆSTA KYNSLÓD VALDAKLÍKAN ARFURINN KR.: 800 KR.: 800 KR.: 900 KR.: 1288 Föstudagur 20. desember 1985 10 ■ F.v. Sveinn Ragnarsson frá Félagsmálastofnun. Páll Gíslason læknir, Hans Jörgensen í stjórn Samtaka aldraðra og Pétur Kristjánsson eigandi einn- ar íbúðarinnar ■ Bólstaðarhlíð 41. NT-myndir: Ámi Bjama. og hjúkrunarsjóður er aðallega fjármagnaður með sölu happdrættis. Á síðari árum hefur verið tekið upp almennt félagsstarf innan sam- takanna t.d. stutt ferðalög á sumrin og síðdegissamkomur á veturna. í ráði er að auka þennan þátt sam- takanna ogm.a. að fara af staðnæsta sumar með dvalarviku fyrir 50-60 fé- laga á góðum stað. Utanlandsferðir hafa einnig komið til tals. Samtökin hafa opna skrifstofu á Laugavegi 116 4-5 stundir daglega. Þar er veitt margvísleg þjónusta fyrir aldraða og þar fer fram öll skrifstofu- starfsemi félagsins viðvíkjandi þeim framkvæmdum sem í gangi cru. Sími er undir heitinu: Sanrtök aldraðra. íslenska hljómsveitin: Fjölskyldutónleikar meðlitlumspilurum -ogstjörnuljósum ■ Ungir tónlistarunnendur geta farið aö lilakka til. Blásarasvcit ís- lensku hljómsveitarinnar mun halda létta fjölskyldutónleika unt áramótin á Selfossi, Akranesi, í Keflavík og Reykjavík. Frumflutt verða tvö ný íslensk verk sem sér- staklega voru samin fyrir þessa tón- leika og það eru Álfhóll, syrpa af íslenskum álfalögum í útsetningu Sigurðar 1. Snorrasoanr og þrír litl- ir konsertþættir fyrir þrjá litla spil- ara eftir Jónas Tómasson. Einnig verða flutt tvö erlend skemmtiverk, blásarakvintett í B- dúr eftir Rossini og kvintett eftir Malcolm Arnold. Áhorfendur skulu ekki láta sér bregða þótt hljómsveitin taki upp á því að mar- sera út á hlað í síöasta þætti, því fyrirhugað er að leika þar eitt lagið úr syrpu Sigurðar og stjörnuljós verða tendruð. Litlu spilaranir þrír sem leika munu einleik í verki Jónasar cru þau Lóa Björg Gestsdóttir, ellefu ára fiðluleikari úr Keflavík, Þór- oddur Bjarnason, fjórtán ára trompetleikari af Akranesi og Kolbrún Berglind Grétarsdóttir, þrettán ára flautuleikari frá Sel- fossi. Tónleikarnir verða kl. 15 í Scl- fosskirkju 27. des, í Safnaðarheim- ilinu Akranesi 29. dcs. kl. 15.30 í Keflavíkurkirkju 30. des kl. 16 og að lokum í Langholtskirkju 2. janú- ar kl. 20.30. Athygli er vakin á því að nem- endur í tónlistarskólum Selfoss, Keflavíkur og Akraness fá ókeypis aðgang. Athugasemd frá stjórn Norræna hússins: Samstarf stjórnar og forstjóra gott ■ í Helgarpóstinum, sem út kom 12. þ.m., er frétt varðandi Norræna húsið sem okkur, er sæti eigum í stjórn hússins af íslands háflu, finnst nauðsynlegt að leiðrétta. í fréttinni segir, að ýmsir aðilar hafi „undirrit- að kærubréf til stjórnar Norræna hússins, þar sem kvartað er yfir sam- starfsörðugleikum við Ödegárd og skipulagsleysi í starfsemi hússins“. Sjtórn hússins hefurekki borist neitt slíkt kærubréf. Samstarf stjórnar hússins og hins nýja forstjóra Knuts Ödegárd, hefur verið ágætt, eins og raunar var staðfest á fundi allrar stjórnarinnar í Reykjavík 11. og 12. nóvember síðastliðinn. Þær lausa- fregnir um málefni Norræna hússins, sem birst hafa í NT og Hclgarpóst- inum, eiga eflaust rót sína að rekja til þess, að endurskoðun á starfsað- stöðu norrænu sendikennaranna í húsinu hefur verið til athugunar að undanfömu. Norrænu sendikennar- arnir hafa frá upphafi haft vinnuher- bergi í húsinu. Ekki er ráðgert að gera breytingu á því. Á síðari árum hefur skortur Háskólans á kennslu- húsnæði hins vegar valdið því, að all- mikil kennsla hefur farið fram í Nor- ræna húsinu. Starfsemi þess sjálfs hefur hins vegar jafnframt farið mjög vaxandi, sem og önnur norræn starfsemi í húsinu. Þess vegna hefur þar orðið um vaxandi þrengsli að ræða. Á fyrrnefndum fundi í stjórn hússins var því sú ákvörðun tekin, að fara þess á leit við Háskólann, að hann, við fyrstu hentugleika. útveg- aði norrænu sendikennurunum kennsluaðstöðu innan vébanda Há- skólans. Hefur málið þegar vcrið rætt við yfirstjórn Háskólans, sem telur sjálfsagt að stefna að þessu. Jafnframt hefur stjórn hússins gert ráðstafanir til þess, að gerðar verði vissar breytingar á innréttingu hússins, einkum í kjallara þess, næsta sumar, þannig að aðstaða til fundarhalda batni ogstarfsfólk húss- ins fái rýmri og betri aðstöðu, en þrengsli á skrifstofu eru nú bagaleg. Við fulltrúar íslands í stjórn Nor- ræna hússins hörmum, að breytingar varðandi hagnýtingu á húsnæði þess, sem stjórn hússins telur nauðsynleg- ar og hún ein hefur tekið ákvörðun um og ber ábyrgð á, skuli hafa orð- ið fréttaefni með þeim hætti sem í reynd hefur orðið. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Guðlaugur Þorvaldsson Gylfi Þ. Gíslason Þórir Kr. Þórðarson

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.