NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 20.12.1985, Qupperneq 14

NT - 20.12.1985, Qupperneq 14
Þriðjudagur 20. desember 1985 14 Mary Lou Retton f imleikastjarna á ÓL í Los Angeles: Vinsælt andlit á skjánum Auglýsir allt f rá morgunverði til raf hlaðna og buddan hennar gildnar dag f rá degi - Hún segist þó vera að æfa ■ Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára þá er Mary Lou Retton orðin ein- hvert vinsælasta andlitið og það þckktasta á skjám amerískra sjón- varpsglápara. Hún kemur fram í nánast annarri hverri auglýsingu og hvetur menn til að kaupa allt frá til- búnum morgunverði til aflmikilla rafhlaðna. Allt þetta auglýsinga- stand kemur fram á bankareikningi hennar sem er orðinn ansi feitur. En Mary Lou, sem varð ólympíu- meistari í fimleikum kvenna í L.A., segir að þrátt fyrir feitan banka- reikningogsífelldarvinsældirþá hafi hún ekkert breyst. Hún segist vera að æfa á fullu fyrir ÓL í Seoul árið 1988 og sé ekkert á þeim buxunum að hætta keppni í fimleikum. Vinsældir Mary Lou eru mest að þakka gullinu hennar á ÓL en einnig hefur hún allt til að bera til að vera „American Sweetheart". Brosið hennar og frískleiki sjá til þess að all- ir Ameríkanar dá hana. Það kemur dálítið á óvart að Mary Lou hefur mun meira uppúr auglýs- ingum heldur en sjálfur Carl Lcwis sem þó varð fjórfaldur ólympíu- meistari. Gagnrýnendur hafa sakað Mary Lou um að auglýsa sig „of mikið". Þeir segja að það sé ómögu- legt að horfa á sjónvarp í Ameríku í meira en klukkustund án þess að sjá hana oftar en einu sinni. Hún er einnig sökuð um að vera í alltof mörgum gerðum af auglýsingum. Mary Lou lætur þessar ásakanir sem vind í eyrum þjóta. Hún segist hafna mun fleiri tilboðum um auglýs- ingar en hún tekur. „Ég auglýsi ekk- ert sem mér finnst að ég ætti ekki að gera,“ segir Mary Lou. „Ég reyni að samræma þátttöku rnína í gerð aug- lýsinga og æfingar. Það kernur meira að segja alloft fyrir að sjónvarps- menn koma til Houston til að taka auglýsingu svo að ég geti cinbeitt ntér betur að æfingum," bætir hún við. Hún segist jafnvel æfa meðan hún ferðast. Ekki var hún þó við æfingar á Hyatt hótelinu í New York þar sem inntaka hennar í hóp þeirra sem afrek hafa unnið á ÓL. og nokk- urra annara, fór fram. Nei, hún var aðallega á tali við nokkra fulltrúa auglýsingaskrifstofa með glas í hendi. Meðal þeirra sem teknir voru inní „U.S. Olympic Hall of Fame“ voru Edwin Moses, Carl Lewis, Greg Louganis og Sugar Ray Leonard. U-19 til Noregs ■ Unglingalandsliðið í handknattleik, skipað leik- mönnuni 19 ára og yngri, fór til Noregs í gær og keppir um helgina tvo leiki við landslið Noregs í þessum aldursflokki. Uppistaðan í þessu liði eru, að sögn Geirs Hallsteinssonar þjálfara, leikmenn sem koma til með að skipa U20-liðið sem tekur þátt í Norðurlanda- mótinu í október á næsta ári og síðan U21-liðið sem tekur þátt í næstu heimsmeistara- keppni í þeim aldursflokki. Hér er því verið að huga að framtíðinni og er uppbygg- ingarstarfið í landsliðsmálum HSI til fyrirmyndar fyrir önn- ■ Mary Lou Retton brosir gjarnan sínu blíðasta er hún auglýsir hvað sem er. Hér er hún mjög ánægð með bifreið er henni áskotnaðist fyrir ÓL-gullið. Svar KKÍ til KR-kvenna í körfu: Ekki kvikað frá fyrri stef nu ■ EFNI: SVAR VIÐ BRÉFI FRÁ KR KÖRFUKNATTLEIKSKON- UM. Ársþing KKÍ 1985. Á 25. ársþingi Körfuknattleiks- santbandsins sem haldið var 17. og 18. maí s.l. urðu miklar umræður um fjárhagsáætlun þá sem lá fyrir þing- inu. í þessa fjárhagsáætlun verður oft vitnað í þessu svari. Eins og flestum er Ijóst þá eru hin- ar ýmsu nefndir starfandi fyrir Körfuknattleikssambandið og má nefna landsliðsnefnd karla, ung- lingalandsliðsnefnd og nefnd sem sett var á fót til að skipuleggja Ev- rópumeistarariðil í körfuknattleik sem leikinn verður hér á landi í apríl 1986. Þessar nefndir eru skipaðar mjög áhugasömum félögum og kappkosta að reksturinn og starfið verði sem best. Þá má nefna að nefndirnar hafa sér fjárhag en fá starfsstyrk frá Körfuknattleiks- sambandinu skv. samþykktri fjár- hagsáætlun. Þegar ársþingi lauk höfðu fulltrúar samþykkt fjárhagsáætlun sem gerði ráð fyrir umtalsverðum halla og að auki hafði ekki verið gert ráð fyrir fjármagni til Evrópumeistara- keppninnar. Þegar svo er staðið að málum þá verður að gæta aðhalds og sparnaðar í rekstri þannig að Körfu- knattleikssambandið blæði ekki of. Forsaga. Þann 21. október s.l. var haldinn stjórnarfundur og tekið fyrir bréf frá sænska körfuknattleikssambandinu þar sem íslenska kvennalandsliðinu í körfuknattleik er boðið á Norður- landamót kvenna í Uppsölum í Sví- þjóð 25.-27. apríl 1986. Þarsem ekki hefur verið til landslið í kvenna- körfubolta s.l. 10 ár kom fram mikill áhugi á þessu boði en jafnframt að fjárhagsstaða KKÍ væri mjög slæm og ekki væri hægt að gera ráð fyrir fjárstuðningi að sinni. Á þessum fundi var samþykkt tillaga þess efnis að boða til fundar með fulltrúum frá félögunum og var ákveðið að halda fundinn 28. okt. kl. 18:00. Fundur þessi var haldinn á áður-. nefndum tíma og mættu fulltrúar frá KR ekki á fundinn. Á fundinum var málið skýrt og hver aðdragandi þess væri og hversu slæm fjárhagsstaða KKÍ væri. Á þessum fundi kom fram mjög mikill áhugi á þessu verkefni og töldu fundarmenn að vinna ætti að þessu með öllum ráðum. Því var samþykkt að senda inn tilkynningu um þátttöku til sænska körfuknatt- lcikssambandsins og að mynda kvennalandsliðsnefnd. Bréflð. Eins og fram kemur í bréfi sem kvennalandsliðsnefndin sendi út 12.11. s.l. til þeirra félaga sem stunda kvennakörfuknattleik þá hef- ur ekki verið til landslið (í kvenna- körfuknattleik) s.l. 10 ár eða svo og ekki hefur mikið heyrst frá KR körfuknattleikskonum í öll þessi ár og því eru þetta kuldalegar kveðjur sem landsliðsnefnd kvenna og stjórn KKl fær með þessari viðleitni sinni. Bréf það sem landsliðsnefnd kvenna sendi út segir í raun allt sem segja þarf og fyglir þar hér með. Athugasemdir við bréf frá KR körf uknatt leikskonum. 1. Til fyrsta viðræðufundarins voru boðaðir fulltrúar þeirra fé- laga sem áhuga höfðu á þessu verkefni þ.ám. var fulltrúi frá KR boðaður. Enginn mætti frá KR en samt voru mættir fundar- menn spurðir um niðurstöðu fundarins af KR körfuknatt- leikskonum. 2. Allir stjórnarmenn KKÍ sitja að auki í hinum ýmsu nefndum s.s. EM-nefnd, mótanefnd og dóm- aranefnd. 3. Landsliðsnefnd kvcnna er skip- uð fjórum konum en ekki þrem eins og segir í áðurnefndu bréfi, þar af er ein sem ekki er leikmaður. 4. Liðin sem leika kvennakörfu- knattleik í 1. deild kvenna eru sjö en ekki sex eins og segir í margnefndu bréfi. 5. Landsliðsnefnd karla er skipuð þrem mönnum og þar af tveim þjálfurum úrvalsdeildar. Ekki, hefur landsliðsnefnd karla og þjálfari verið sökuð um hlut- drægni. 6. Landsliðsþjálfri mun að sjálf- sögðu velja sitt besta lið. Það fá allir þjálfarar að velja sitt lið og mun vonandi verða svo áfram. 7. Það er kannski vegna hugsunar- háttar KR körfuknattleiks- kvenna sem ekki hefur verið landslið hjá kvenfólkinu s.l. 10 ár. 8. KR körfuknattleikskonur hafa haft þrjá boðaða fundi til að gera athugasemdir á tæpum tveim mánuðum en aldrei hafa þær látið sjá sig á þessum fund- um eða komið hugmyndum sín- um á framfæri fyrr en með þessu bréfi. Þar með er talinn allsherj- arnefndart'undur, sem haldinn var 3. des. s.l., þat sem öllum fé- lögum innan KKÍ vargefið tæki- færi á að bera upp hin ýmsu mál. ■ Nú stendur yfir í Moskvu í So- vétríkjunum heljarmikið mót í ís- hokkí. Þarna leiða saman hesta sína sterkustu íshokkí-þjóðir heims. Heimsmeistarar Tékka eru þarna ásamt heimamönnum, Svíum, Finn- um og Kanadamönnum. Kanada- menn tefla fram áhugamönnum sín- um þar sem n-ameríska íshokk- Meðal dagskrárliða var kvenna- landslið. 9. Ársþing KKÍ verður haldið í vor. Vonandi koma sem flestar KR körfuknattleikskonur til þingsins og setjast í sem flestar starfsnefndir. Þar verður einnig lögð fram ný margnefnd fjár- hagsáætlun. ÍO. Eftir stendur fátt eitt satt í um- ræddu bréfi. Stjórn KKÍ mun ekki svara fleiri bréfum um þessi mál á íþróttasíðum dag- blaðanna. Vonandi sjá KR körfuknattleikskonur að sér því ekki verður kvikað frá mark- aðri stefnu. Landsliðsnefnd kvenna fær bestu óskir og von um að vel takist til og láti ekki á sig fá þó niðurrifsöfl innan körfuknattleiksins reyni að brjóta niður vel unnin verk. Með vinsemd og virðingu stjórn KKÍ. ídeildin, sem skipuð er atvinnum- önnum, stendur sem hæst. Nú þegar er nokkrum leikjum lok- ið og hafa Sovétmenn unnið alla sína leiki. Á óvart hefur komið að Finnar hafa náð jöfnu við Tékka og Svíar sigruðu Kanadamenn 6-1. Kanada- menn eru án sigurs enn sem komið er. NBA KÖRFUKNATTLEIKURINN: Leikir adfaranótt fimmtudagsins. Boston skorar grimmt og 76ers vinna mikilvægan \ oigur. Los Angeles Lakers-Milwaukee Bucks........................................ 107-105 » Boston Celtics-Dallas Mavericks.............................................137-117 New Jersey iMets-Utah Jazz ................................................ 113-98 Philadelphia 76ers-Houston Rockets.........................................126-108 Los Angelea Clippers-Golden State Warriors...............................*. 103-99 Íshokkí-mót í Sovét: Sovéskir vinna allt ■ Webster var gjarnan góður í fráköstunum og h För ísienska kvennalandsliðsins á Hl Konurnar ra\ Töpuðu öllum leikjunum og urðu lan< ■ íslenska kvennalandsliðið spilaði sinn síð- ( asta leik á B-heimsmeistarakeppninni í V- 1 Þýsicalandi í fyrrakvöld. Þá tapaði liðið fyrir I Sviss með 13 mörkum gegn 26. íslenska liðið ( varð í neðsta sæti á mótinu. Enginn leikur j vannst. Flestir töpuðust með miklum mun og i jafnvel gegn bandarísku stúlkunum varð tap \ uppá teningnum. \ Hvaða afleiðingar þessi rassskelling stúlkn- < anna hefur fyrir islenskan kvennahandknattleik s ... Fluminense tryggði sér sigur í Rio de Jan- | eiro-deildinni í knattspyrnunni í Brasilíu í gær. 1 Liðið sigraði þá Bangu 2-1 á Maracana-leikvell- inum í Río. Þetta er í þriðja sinn í röð sem < Fluminense sigrar þessa deild. Marinho skoraði < fyrst fyrir Bangu en Paraguay-maðurinn Julio t Cesar Romero jafnaði í síðari hálfleik. Sigur- 1 markið gerði síðan varamaðurinn Paulinho i beint úr aukaspyrnu ... 1 ... Margt bendir til þess að Skotar og Argen- tínumenn muni spila vináttuleik í knattspyrnu á I næsta ári. Er leikurinn hugsaður sem upphitun I fyrir HM í Mexíkó. Emie Walker hjá skoska ; knattspymusambandinu ku hafa spjallað við þá í argentínsku er dregið var í riðla fyrir HM og voru 1 Undirbúnint —fyrir deildarkeppni í keilu ■ Nú er lokið undirbúningsdeildum fyrir 1. og 2. deild í keilu. Deildarkeppnin hefst eftir ára- mótin. Þau lið sem nú hafa rétt til að sækja um sæti í 1. deild eru: Víkingasveitin, P.L.S., Felli- bylur, Keilubanar, Þröstur, Hólasniglar, Glenn- urnar, Kaktus, Keiluvinir og Gæjar og píur. Öðrum liðum, sem hyggja á þátttöku í liða- keppni í keilu verður raðað í Zdeild og 3. dcild ef þurfa þykir. L

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.