NT


NT - 20.12.1985, Síða 18

NT - 20.12.1985, Síða 18
flokksstarf Jólatréskemmtun Freyjukonur Kópavogi halda jólatréskemmtun laugardaginn 28. desember i Hamraborg 5, Kópavogi kl. 3.30. Vinsamlegast pantiö miöa sem fyrst í símum 43420,43054 og 42014 Alþýðusamband íslands auglýsir eftir ritstjórnarfulltrúa til að sjá um útgáfu VINNUNNAR málgagns sambandsins. Óskað er eftir starfsmanni í hlutastarf. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af blaðaútgáfu og geta hafið störf sem allra fyrst. Fyrsta verkefnið er að undirbúa breytingar á blaðinu samhliða nýju átaki til að auka útbreiðslu þess. VINNAN á að koma út mánaðarlega 1 .-5. hvers mánað- ar. Umsóknarfrestur er til 7. janúar 1986. Frekari upplýsing- ar eru veittar á skrifstofu Alþýðusambandsins. Sími 83044. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS DRAUMA dansdúkkan sem dansar þrjá dansa Verð aðeins kr. 1.295.- * Ódýrustu snjóþoturnar: Litlar............... kr. 369.- Stórar .............. kr. 570.- m/bremsum............ kr. 699.- Stýrisþotur ......... kr. 2.295.- Enn eru til leikföng á gömlu verði Sparið þúsundir og kaupið jólagjafirnar tímanlega Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 10 s. 14806 r Föstudagur 20. desember 1985 18 L Lesendur hafa ordid Myndabók um íslenska hestinn Ilestar Höfundar: Sigurgeir Sigurjónsson Ijósmyndari, Ragnar Tómasson hestamaöur og Kristín l'orkelsdóttir hönnuöur. Útgefandi: YSJA. ■ ..f>etta átti að verða óður til ís- lenska hestsins", segir í formála bókarinnar. Skemmst er þar frá að segja að þar sem Ijósmyndir Sigur- geirs Sigurjónssonar eiga í hlut, hef- ur tekist að yrkja þann óð. Engin myndanna er lcleg, örfáar miðlungi góðar, margar ágætar og inn á milli cru perlur, listaverk scni brenna sig inn í vitund skoðandans. Stökur Jóns bónda Sigurðssonar í Skollagróf, þess löngu landskunna hagyrðings, eru næstbesti kafli bók- arinnar. Vísurnar eru vel gerðar og áferðafállegar, cn skáldskapur höf- undar rís hvergi í hæðir á borð við snilld Ijósmyndarans. Hönnun Kristínar Þorkelsdóttur er talsvert lífleg, þó einföld og skipu- leg. Textinn höfðaði minnst til mín. Nú mun um áratugur vera liðinn síðan hugmyndin að útgáfu þessarar bókar varð til. Undirritaður átti þess kost um tveggja til þriggja ára bil að fylgjast með framvindu undirbún- ings undir útgáfuna og skoða Ijós- myndirnar sem teknar voru. Sumar myndanna fylltu hug minn þeirri hrifningu, sem aðeins listavcrk ná að skapa. Hjá Sigurgeiri fer saman, að mínu viti, næmt og listrænt auga fyrir myndefninu og tæknileg þekking á tækjunum sem hann vinnur með< þannig verður fagþekkingin lista- manninum tæki til fyllri sköpunar. í upphafi hélt ég að ætlunin væri að gefa út hreina listaverkabók, þar sem aðeins fegurstu myndirnar yrðu prentaðar, með álíka listrænum texta og öðrum búningi í samræmi viö það. Sú varð ekki raunin á. held- ur var valið að ..segja sögu íslenska hestsins, greina frá kostum hans og varpa Ijósi á sérkenni þessa harðgera og fótfima snillings scm á engan sinn líka meðal hesta heimsins," eins og segir í formála. Vafalaust eru góð rök l'yrir þeirri uppbyggingu sem valin var, en óneit- anlega varð ég fyrir nokkrum von- brigðum þegar bókin kom fyrir mín augu, enda er myndvalinu sniðinn miklu þrengri stakkur en clla. Ég sakna sumra myndanna sem ég sá áður, cn aðrar minna góðar hafa komið í staðinn. Bcstu myndir Sig- urgeirs eru þær sem verða til í leik hans að ljósi og formi, samanber myndina af Nös á bls. 70 og 71 og nokkrar aðrar. en hefðu mátt vera fleiri. Margir liafa áður tekið sér fyrir hendur að segja sögu íslenska hestsins. Sú saga er löng og ströng og verður sjálfsagt seint fullsögð. Myndirnar í þessari bók cru gott inn- legg í þá sögu og gömlu myndirnar fremst og aftast vega þar þungt. Augljóslega varð sagan ekki sögð með Ijósmyndun á tíu ára bili, eftir að hesturinn hætti að vera orkugjafi og samgöngutæki landsmanna. Vfsur Jörts í Skollagróf eru, eins og fyrr sagði, vel gerðarog hugguleg- ar. Ein þótti mér þó skera sig úr sem lakari en hinar. Sú er um einfara utan vegar, á bls. 111, en hún fékk nokk- uð annan hljóm, þegar ég var upp- lýstur um að knapinn á myndinni væri alþingismaðurinn og ritstjórinn Ellert Schram. Hönnun bókarinnar er lík því sem títt er um uppsetningu myndabóka og heildarsvipur hennar er góður. Þó er ckki fallegt fyrir minn smekk, að láta myndir „blæða", sem kallað er, þ.e. að láta myndina þekja alla síð- una. Nokkuð er um að myndir blæði í þessari bók og held ég að flestar þeirra hefðu notið sín betur með hvítán ramma umhverfis. Myndatextar eru flatir og hafa lít- ið gildi. Að öðru leyti er textinn upp- lýsandi fyrir þá sem lítið cða ekkert jrekkja til hestsins okkar og segir höfundurinn ótrúiega mikinn hluta sögunnar í svo stuttu máli, á ís- lensku, dönsku, ensku og þýsku. Hér skal staðar numið og hætt að elta ólar við það sem undirrituðum þykir að betur hefði mátt fara, en ítrekað það seni fyrr var látið að liggja; bók- in Hestar er falleg myndabók um ís- lenska hestinn og á köflum listræn. Hún er mjög eiguleg og því góð gjöf íslenskum jafnt sem útlendum vinum. Sigurjón Valdimarsson Brautryðjendasögur Kristín Rjarnadóttir. Reyndu það bara. Rætt við 7 konur. Bríet. Bókaforlag. ■ Hér er rætt við konur sem hafa valið sér viðfangsefni sem fáar konur fcngust við á undan þeim. Þar er um að ræða stýrimann, sorphreinsun- armann, prófessor, húsgagnasmið, söðlasmið, vélstjóra og fangavörð. Við þetta kvenfólk er spjallað um lífsviðhorf þeirra. Þar kemur margt fróðlegt fram og víst er ómaksins vert að hlusta eftir því sem þær hafa að segja. Það er leið til að skilja samtíð sína betur. Að sjálfsögðu vildi margur gera sínar athugasemdir við ýmislegt hjá þessum konum ef tækifæri væri til að spjalla við þær. Svo er jafnan ef geði er blandað. Enginn víkkar sinn sjón- deildarhring án þess að kynnast við- horfum annarra. Kristín hefur svo sem vera bar gert það sitt hlutverk að koma á framfæri viðhorfum þessara kvenna sem hver um sig er í hópi brautryðjenda á sínu sviði. Að vísu er rétt að geta þess að sú sem er „öskukarl" eða vinnur við sorphreinsun er ekki ákveðin að gera það sér að ævistarfi. Til þess þarf heldur ekki neina sérmenntun eða próf. Ekki skal því neitað að ég tel eðli- legt að verkaskipting milli kynja sé sú að annað kynið sé miklu fjöl- mennara í ýmsum störfum en hitt. Karlkynið er yfirleitt burðameira hvað sem hver segir og þá er eðlilegt að það sé haft til hliðsjónar þegar verkum er skipt. Það er skynsamleg verkstjórn. Hins vegar eru mörg störf þannig að konum er engin of- raun að stunda þau enda þótt fáar hafi unnið þau til þessa. Væri enginn munur á atgjörvi kynj- anna hlyti það að vera hrein fásinna að hafa sérstaka kvennakeppni t.ci. í frjálsum íþróttum. Þeir sem langt muna minnast trú- lega flestir einhverra kvenna sem höfðu gáfu og náttúru til að vera góð- ir smiðir eða vera hlutgengar í „karlastörfum" á öðru sviði. Og víst ber að fagna því að nú er frjálsræðið meira í reynd þegar valin er atvinna. H.Kr.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.