Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 11
fólk, fólk í neyslu, fátækt fólk og edrú fólk. Kaffistofan er athvarf
þess alla daga ársins, virka daga kl. 10–17 og um helgar 11–16.
Rekstur kaffistofunnar er heilmikið fyrirtæki og krefst tveggja laun-
aðra starfsmanna sem ganga vaktir til skiptis auk sjálfboðaliða sem
eru nauðsynlegir ef hægt á að vera að bjóða upp á heitan mat. Bygg-
ist reksturinn að miklu leyti á matargjöfum frá bakaríum og fyr-
irtækjum. Auk þess sem Reykjavíkurborg og Reykjavíkurdeild
Rauða krossins og fleiri styrkja reksturinn. Reynt er að bjóða upp á
heita máltíð á hverjum degi en alltaf er kaffi, brauð og meðlæti á
borðum. Að auki rekur Samhjálp m.a. meðferðarstöðina Hlaðgerð-
arkot, tvö áfangaheimili eftir meðferð, félagsmiðstöð og heimili fyrir
heimilislausa á Miklubraut 20.
Til rekstrar heimilisins fær Samhjálp húsnæði og rekstrarfé frá
Félagsþjónustunni sem veitir auk þess faglegan stuðning. Það er mál
manna, bæði íbúa og fagfólks, að stuðningsheimilið sé afar vel
heppnað úrræði, enda er biðlisti eftir plássum. Heimilið er fyrir
karla sem eru tvígreindir, þ.e. eiga við geðræn vandamál að stríða en
einnig fíknisjúkdóm. Ekki er sett það skilyrði að menn séu edrú en
neysla er ekki leyfð innandyra á heimilinu. Hver og einn borgar leigu
fyrir sitt herbergi.
Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, segir að Samhjálp-
arfólk hafi nokkuð góðan mælikvarða á fjölda heimilislauss fólks
með því að telja gesti á kaffistofunni. Hann segir að seinnipart mán-
irhafnir eða plastpokar standa við flest rúm, yfirleitt allar eigur
þeirra heimilislausu. Þeir halda sínu plássi í skýlinu ef þeir eru
komnir fyrir klukkan tíu að kvöldi, annars geta þeir átt von á að
annar verði kominn í rúmið þeirra.
Húsið er á tveimur hæðum og vegna brunavarna má bara vera
opið á annarri hæðinni í einu. Dagvistun er á efri hæðinni, en sofið
er á neðri hæðinni. Klukkan 8:30 er morgunmatur framreiddur og
klukkan tíu fara allir upp á efri hæðina og er svefnherbergjum þá
lokað. Flestir halda út í daginn upp úr kl. 10 en aðrir nýta sér dag-
vistunina svokölluðu í Gistiskýlinu sem er fyrir hendi allan veturinn
en á sumrin er aðeins opið í næturgistingu, nema um helgar.
Konur eru í miklum minnihluta þeirra sem nýta sér aðstöðuna í
Gistiskýlinu og virðast heimilislausar konur ekki eins sýnilegar og
heimilislausir karlar. Samkvæmt starfsreglum Gistiskýlisins mega
karlar og konur ekki sofa í sama herbergi nema um par sé að ræða.
Yngsta konan sem gisti í skýlinu á síðasta ári var 19 ára og sú elsta
55 ára. Yngsti karlinn var 21 árs og sá elsti 74 ára.
Samhjálp:
Stuðningsheimili við Miklubraut vel heppnað
Samhjálp rekur kaffistofu á Hverfisgötu í Reykjavík fyrir ut-
angarðsfólk og aðra aðstöðulausa. Þangað kemur heimilislaust
VÍTAHRINGUR GÖTUNNAR
18.4.2004 | 11
menna markaði. Félagslegt húsnæði stendur ekki til boða nema eftir langa bið og
þetta eru mjög slæmar aðstæður.“
Skýli fyrir konur nauðsynlegt
Tilraunaverkefni í samstarfi Reykjavíkurborgar og Samhjálpar felst í rekstri
tveggja heimila við Miklubraut og er annað þeirra úrræði fyrir þá sem eru í neyslu
en þurfa húsaskjól. „Sá sem er heimilislaus og ég tala nú ekki um ef hann er undir
áhrifum, á hann ekki að vera í húsi? Á hann að vera á götunni? Á Miklubrautinni
er leigan tekin af bótunum þeirra, þeir fá mat og eru ánægðir með þetta. Þeir
segja sjálfir að það ætti að fjölga svona plássum, ég er sammála því en það þarf
líka að koma upp öðru skýli. Sérstaklega fyrir konur. Þær eru líka á götunni en
þær gleymast. Þær sjást ekki eins mikið og karlarnir en þær eru þarna. Þær eru í
nákvæmlega sama vítahringnum, inn og út af stofnunum, inn og út úr sam-
böndum og inn og út af heimilum ættingja. Svo nýtir fólk sér það að geta farið í
meðferð þegar það er að niðurlotum komið. Svo byrjar þetta upp á nýtt. Þegar
fólkið kemur úr meðferð er ekkert sem bíður þess, það er allt annað fyrir fjöl-
skyldufólk. Þeir sem eru heimilislausir vita innst inni að þótt þeir klári meðferð-
ina verði þeir sennilega komnir inn aftur eftir einhvern tíma. Þeir kunna þetta ut-
an að og meðferðin gagnast ekkert.“
Helgu finnst hið opinbera ekki standa sig nægilega vel í að veita heimilislausu
fólki þá aðhlynningu sem það þarf. Um of sé ábyrgðinni velt yfir á frjáls fé-
lagasamtök og sjálfboðasamtök eins og Samhjálp, Rauða krossinn eða Geðhjálp.
„Síðan er líka stólað á að lögreglan geti alltaf hýst fólk. Þetta er náttúrulega svo
vitlaus hugsunarháttur.“ Í ritgerðinni fjallar Helga þó ekkert um þennan fé-
lagslega hluta, heldur hefur hún smám saman kynnst honum líka samhliða rann-
sókninni og í viðtölunum kemur fólkið einnig nokkuð inn á viðmót kerfisins
gagnvart því.
Helga segir erfitt að giska á fjölda heimilislausra, það fari eftir því hver skil-
greini og í hvaða tilgangi. Fólk sem gistir í Gistiskýlinu þar sem eru fimmtán
pláss, yfirgefnu húsnæði eða utan húss
getur skipt nokkrum tugum, allt upp í
fimmtíu, en að auki eru þau sem fá inni
hjá ættingjum eða kunningjum en eru í
neyslu og búa við bág kjör eins og hinir.
Helga segir verkefnið hafa verið mjög
gefandi og lærdómsríkt. Rannsóknar-
spurningar hennar snúast m.a. um hver
þáttur ríkjandi orðræðu um heimilisleysi
og heimilislaust fólk sé í mótun sjálfs-
myndar fólksins og á hvern hátt það
beitir daglegu andófi. „Þessir einstak-
lingar voru einhvern tíma þátttakendur í
orðræðunni sem er viðhaldið í samfélag-
inu. Nú eru þeir í allt öðru rými og þá
breytast allar aðstæður. Sjálfsmyndin er mjög einstaklingsbundin en brotakennd
að mörgu leyti og hún mótast aðallega af andófi gegn umhverfinu. Heimilislaust
fólk reynir að skapa sér meira rými til að vera það sjálft, eins og við gerum öll, en
það er oftast í andófi. Sem er vegna þess að aðstæðurnar útheimta það af fólkinu.
Það vill enginn vera heimilislaus eða í þessum aðstæðum. Hins vegar er það ein-
mitt ein af goðsögnunum, að þetta sé bara fólkinu sjálfu að kenna, það hafi valið
sér þetta hlutskipti. En staðreyndin er sú að enginn velur sér að vera heim-
ilislaus.“
Helga segir að heimilisleysi eigi rót sína að rekja í ástæður eins og rofin tengsl
við fjölskyldu, rótleysi, erfiða æsku, andlát einhvers nákomins eða skilnað. Við-
mælendur hennar eiga það sameiginlegt að hafa endað sem heimilislausir. Og vilji
allir komast út úr þeim aðstæðum.
Betla ekki að gamni sínu heldur af nauðsyn
Helga kannast við þá afstöðu að fólk vilji ekki gefa þeim sem betla peninga
vegna þess að aurarnir fari beint í vín og það geti sjálfu sér um kennt hvernig
komið er fyrir því. „En ég hef þá afstöðu að ef einhver biður mig um 200 krónur,
þá gef ég peninga ef ég er aflögufær. Það skiptir mig engu máli hvað viðkomandi
ætlar að nota peningana í, ég á ekki að stjórna því. Mér finnst að gjafir eigi að
vera skilyrðislausar. Það er mjög sérkennilegt að þeir biðja aldrei um neitt nema
100–200 krónur, það er eins og það sé engin verðbólga á götunni. Þegar maður
veit hverjar aðstæður fólksins eru, er ekki annað hægt en að gefa því 200 krónur.
Það hlýtur að vera niðurlægjandi fyrir manneskju að þurfa að ganga að ókunnri
manneskju og biðja um smápening. Fólk getur bara sett sig í spor þeirra sem eru
heimilislausir, þeir betla ekki að gamni sínu heldur af nauðsyn.“
Þeir sem eru heimilislausir hafa sagt Helgu frá því viðmóti að það sé oft þannig
að fólk horfi í gegnum þá. Þeir þurfa að betla og segja að sumir gangi framhjá
þeim án þess að líta á þá. Sumir segjast sjá það á fólki hverjir muni stoppa og
hverjir ekki. Þeir eru yfirleitt reknir út úr verslunum, fá ekki að koma inn á veit-
ingastaði nema vissa staði eins og Kaffi Austurstræti. En einstaka veitingastaðir
gefa þeim mat bakatil og sumir verslunareigendur gefa þeim afgangsföt. „Annars
er bara horft framhjá þeim.“
Helga talar um fordómana og goðsagnirnar um heimilislausa einstaklinga.
„Fólk sem er í jaðarstöðu í samfélaginu lendir oftast í því að vera „hinir“ í sam-
félaginu og á þann hátt er það að vissu leyti komið út fyrir þetta venjulega norm
sem við setjum okkur. Til dæmis eru karlmennirnir sem eru á götunni ekki lengur
viðurkenndir sem feður eða fyrirvinnur og þeir eiga ekkert heimili. Að eiga ekk-
ert heimili er mjög abnormalt, allir eiga að eiga heimili. Við erum normið sem
miðað er við, þeir eru öðruvísi, eiga ekki hús, eru skítugir og drekka. Og þetta
eru allt félagsleg norm sem við viðurkennum ekki. Við viljum færa þá úr þessu
rými og laga þetta vandamál með því að gera þá eins og okkur. En við getum ekki
hugsað okkur að útvíkka okkar norm og skapa rými fyrir fólk sem er ekki ná-
kvæmlega eins og við. Þetta leiðir til fordóma. Mér finnst að við eigum ekki að
gleyma þessu fólki og líta framhjá því í svona litlu samfélagi eins og Ísland er.“