Morgunblaðið - 18.04.2004, Side 25

Morgunblaðið - 18.04.2004, Side 25
Ef menn eru tilbúnir til að fórna eins og einum verslunardegi í miðborg Dublin og langar til að bregða sér út í friðsæla sveitina er hægt að gera margt vitlausara en leigja sér bíl og aka suður með sjó. Strandlengjan sem Dublin liggur við er nefnilega býsna falleg og sunn- an við borgina er síðan að finna hin tignarlegu Wicklow-fjöll. Fyrst er ekið í gegnum Ballsbridge-hverfið í suðurhluta Dublin, sendiráðahverfið svokallaða, en hér er að finna margar fallegar byggingar sem má dunda sér við að skoða. Áfram er ekið suður með sjó, til Dun Laoghaire og Sandycove, þar sem James Joyce fór að skrifa bók sína, Ódysseif. Á þessum slóðum er einmitt safn til heiðurs Joyce. Örlitlu sunnar, þegar Dalkey-kastali blas- ir við, erum við komin í hverfi ríka og fræga fólksins og skal engan undra, að hinir efna- meiri kjósi að koma sér hér fyrir. Útsýnið yfir flóann er fallegt og skarkali stórborgarinnar plagar hér engan. Leiðsögumaður minn er fróður mjög um íbúa þessa svæðis. Hann getur bent á heimili Bondsins-fyrrverandi, Rogers Moore, og þarna á líka kappaksturskappinn Eddie Irvine heima. Írsku kvikmyndaleikstjórarnir Neil Jordan og Jim Sheridan búa hér, sem og gítarleikari U2, The Edge. Og þegar áfram er haldið, til Killiney Bay, birtist fyrir sjónum manns á veginum risavaxinn kastali sem ku vera í eigu söngkonunnar Enyu. Bono býr hér á þessum slóðum líka. Framundan sjást svo Wicklow-fjöllin, tignarleg og seiðandi. Ekki klukkutíma keyrsla Leggi menn ekki í bíltúr um Wicklow (þjóðgarðurinn Glend- alough er vinsæll áfangastaður) er tilvalið er að staldra við um stund í Powerscourt- görðunum, í útjaðri bæjarins Enniskerry. Powerscourt er ein fallegasta landareign á Ír- landi, nú í eigu Slazenger-fjölskyldunnar sem framleiðir tennis- og golfvörur, en áður í eigu Wingfield-fjölskyldunnar. Hér er glæsilegur skrúðgarður, skemmtilegt safn og þægi- legt kaffihús – en líka átján holu golfvöllur fyrir þá sem það vilja, hér var meira að segja haldið landsmót írskra öldunga fyrir tveimur árum. Það tekur minna en klukkustund að aka til Powerscourt (enda fjarlægðin ekki nema 25 km) en vilji menn komast hjá því að leigja sér bíl má taka lestina frá miðborg Dublin til Bray en þaðan er strætisvagninn enga stund að keyra til Enniskerry. Vel þess virði, séu menn ekki aðeins á Írlandi til að versla eða þamba öl. david@mbl.is Lj ós m yn d: D av íð L og i Á SLÓÐUM FRÆGA FÓLKSINS Það þarf ekki að fara langt til að flýja skarkala miðborgar Dublin FERÐALÖG | DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON Powerscourt-garðarnir eru ekki langt frá Dublin. Sumar stelpur vilja fá Diddl í sumargjöf! AHA í Kringlunni, sími 588 5511 Mikið úrval af flottri gjafavöru frá ASA Laugavegi 63 • sími 551 2040 (Vitastígsmegin)Silkitré og silkiblóm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.