Morgunblaðið - 18.08.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 18.08.2004, Síða 1
2004  MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A  Örn Arnarson ætlar að gera allt til að komast í hóp þeirra bestu á ný / B2  Jakob Jóhann segist þurfa að hugsa sinn gang eftir keppnina á ÓL í Aþenu / B3  Íslendingar glíma við sterkan flokk Ítala á Laugardalsvellinum / B7, B8 MONS Ivar Mjelde, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Brann sem Ólafur Örn Bjarnason leikur með, segir í viðtali við Bergens Tidende að til greina komi að bjóða Gylfa Einarssyni samning í lok keppn- istímabilsins. Norsku liðin eru nú þegar farin að gera áætlanir fyrir næstu leiktíð hvað leikmannamálin varðar en samningur Gylfa við Lilleström rennur út í haust. Gylfi hefur skor- að 9 mörk í deildarkeppninni og skoraði að auki þrennu í 3:2 sigri liðsins gegn Rosenborg í átta liða úrslitum norsku bikarkeppn- innar. „Við fylgjumst vel með Gylfa og vitum af stöðu hans hjá Lilleström. Hann hefur hafnað til- boði frá Lilleström en við höfum enn sem komið er ekki sett okkur í samband við leikmanninn sjálfan,“ segir Mjelde. Gylfi Einarsson hefur leikið 10 A-landsleiki, aðallega sem hægri bakvörður. Hann gerði samning við Lilleström árið 2001 en áður lék hann með Fylki í Lands- bankadeildinni. ÞÓRÓLFUR Árnason, borgar- stjóri í Reykjavík, er mikill íþróttaáhugamaður og Ólympíu- leikarnir í Aþenu eru þeir þriðju sem hann mætir á. Þórólfur var í Atlanta í Bandaríkjunum árið 1996 og í Sydney í Ástralíu 2000. Með Þórólfi í för er frændi hans, Bjarni Valdimarsson, en þeir fylgdust saman með Ólympíu- leikunum í Atlanta 1996. Þórólfur ætlar að fylgjast með leikunum til enda en þeim lýkur 29. ágúst. Lítið að gera hjá Brynjólfi lækni Brynjólfur Jónsson, læknir ís- lenska keppnisfólksins, segist lítið hafa haft að gera. „Það hrjá eng- in meiðsli okkar keppnisfólk. Strákarnir í handboltalandsliðinu hafa fengið pústra hér og þar en miðað við að þeir eru búnir að spila tvo hörkuleiki þá tel ég gott að engin meiðsli skuli hafa komið upp hjá þeim,“ sagði Brynjólfur Jónsson við Morgunblaðið. Þorgerður á undan Kristjáni Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, sem er staddur í Aþenu með eig- inkonu sinni, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra, lofaði eiginkonu sinni eftir Ólympíuleikana sem hann tók sjálfur þátt í í Seoul 1988 að hann skyldi einhvern tímann bjóða henni á Ólympíuleika. Ekki hefur orðið af því enn þá en Þorgerður Katrín sneri taflinu við og bauð bónda sínum að slást í för með sér þegar hún ákvað að heim- sækja íslenska íþróttafólkið og fylgjast með Ólympíuleikunum í Aþenu sem fulltrúi ríkisstjórn- arinnar. Þórólfur Árnason Borgarstjórinn á sínum þriðju Ólympíuleikum Brann hefur augastað á Gylfa Einarssyni KEPPNIN í frjálsíþróttum á Ólympíuleikunum hefst í dag, en þá verður keppt í kúluvarpi karla og kvenna. Ekkert verður síðan keppt á fimmtudaginn en svo hefst keppnin fyrir alvöru á föstudag- inn. Ástæðan fyrir þessu sérstaka fyrirkomulagi er að kúluvarps- keppnin fer fram á hinum forna ólympíuleikvangi við þorpið Olympíu sem er nokkuð fyrir norðvestan Aþenu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirmenntamálaráðherrra flutti ræðu og þakkaði þeim Emilíu og Constantin fyrir heimboðið, auk þess sem hún bað fyrir góðar kveðjur frá ís- lensku ríkisstjórn- inni. Þorgerður Katrín sagði meðal annars í ræðu sinni í gær: „Kæru íþróttamenn og -konur og allir sem að þeim standa. Það er einstakur heiður að fá að upplifa Ólympíuleikana hér í Grikklandi, í vöggu menningarinnar. Ég er búin að fá að heyra það og upp- lifa það í vöggu Ólympíuleikanna að Grikkjum hefur tekist einstaklega vel til. Skipulagið er gott hjá þeim. Mað- ur var búinn að heyra eitt og annað og allt væri hér á síðustu stundu en mér finnst Grikkir hafa staðið sig ákaflega vel og þeir hafa sýnt að þeir vilja halda leikana á sem allra glæsi- legastan hátt og með miklum metn- aði. Maður finnur að það hefur mikla þýðingu fyrir grísku þjóðina að fá að halda Ólympíuleikana og skilur vel þegar Grikkir segja að Ólympíuleik- arnir séu komnir heim. Það má kannski segja að þetta sé eitthvað svipað fyrir Grikki að fá Ólympíuleik- ana og fyrir okkur Íslendinga þegar við tókum á móti handritunum 1968 þó það sé erfitt að líkja þessu saman. Íslenska þjóðin stendur með ykk- ur, kæra íþróttafólk, og við erum öll mjög stolt af ykkur. Mér fannst mjög gaman að heimsækja Ólympíuþorpið. Það er greinilega vel búið að ykkur og mér fannst líka gott að frábær for- ysta ÍSÍ og starfsfólk á hennarvegum hugsi fyrst og fremst um íþrótta- mennina en ekki fólk og eins mig og fleiri gesti. Auðvitað gera menn kröf- ur og væntingar til íþróttafólksins en á meðan það leggur sig allt fram og gerir sitt besta þá er ekki hægt að fara fram á meira. Mér finnst þið hafa gert það og ég veit að þið gerið það áfram. Það sem þið eruð að upplifa á Ólympíuleikum er ákveðið ævintýri. Þið eigið að njóta þessa ævintýris, njóta þess að upplifa þetta andartak en ekki gleyma því að þið eruð fulltrúar þjóðarinnar en líka fulltrúar ykkar sjálfra. Gangi ykkur vel og njótið að vera í þessu glæsilega um- hverfi.“ Morgunblaðið/Golli Ræðismannshjónin í Aþenu í Grikklandi, Konstantin Lyberopoulos og Emilía Kofoed-Hansen, ásamt Irenu dóttur þeirra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Kristjáni Arasyni, eiginmanni hennar og fyrrverandi atvinnumanni í handknattleik. Íslending- arnir í boði ræðismanna í Aþenu HJÓNIN Emilía Kofoed-Hansen og Constantin Liberopoulus, ræð- ismenn Íslands í Grikklandi, buðu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og eiginmanni hennar, Kristjáni Arasyni, til veislu á heimili sínu í Aþenu gær. Auk þeirra voru íslensku kepp- endurnir, forystumenn ÍSÍ, fararstjórar og þjálfarar, styrktaraðiliar ÍSÍ, foreldrar nokkurra keppenda, Íslendingar sem búa í Grikklandi og íslenskir blaða- og fréttamenn. Um 70 manns voru saman komin á glæsilegu heimili ræðismannanna og áttu góða stund saman. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Aþenu Kúlu varpað í Olympíu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.