Morgunblaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2004 B 5
ÞJÓÐVERJAR þóttu sigurstranglegastir í hand-
knattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum, í
skoðanakönnun sem Alþjóða handknattleiks-
sambandið gekkst fyrir á vef sínum. Þeir fengu
21,05 prósent atkvæða, Frakkar komu næstir
með 16,56 prósent og Króatar voru þriðju með
14,81 prósent en þessar þrjár þjóðir skáru sig
nokkuð úr.
Brasilíumenn virðast hafa tekið virkan þátt í
skoðanakönnuninni því lið þeirra, sem er talið
það lakasta á leikunum, varð í fjórða sæti henn-
ar og fékk 7,86 prósent atkvæða. Rússar voru
fimmtu með 7,02, Egyptar sjöttu með 6,95, Suð-
ur-Kóreubúar sjöundu með 6,32, Slóvenar átt-
undu með 4,98, Ungverjar níundu með 4,84, Ís-
lendingar tíundu með 4,28, Spánverjar elleftu
með 4,07 og heimamenn, Grikkir, voru lang-
neðstir í könnuninni með aðeins 1,26 prósent at-
kvæða.
Þjóðverjar sigur-
stranglegastir
HAFSTEINN Ægir Geirsson er í 40. sæti af 42 keppendum
eftir annan keppnisdaginn af sex í siglingum á Laserbátum
á Ólympíuleikunum í Aþenu. Honum gekk illa í báðum um-
ferðum dagsins, varð síðastur í þeirri fyrri en í 36. sæti í
þeirri síðari. Hafsteinn missti því heldur flugið eftir fyrsta
daginn en að honum loknum var hann í 34. sæti.
Miklar tafir urðu á keppninni í gær vegna óstöðugs
vinds og keppendur þurftu að bíða í þrjá tíma úti á sjó eft-
ir því að geta byrjað. Í seinni umferðinni var síðan nánast
logn.
„Hafsteinn var óheppinn með vindskiptin í dag og var
ávallt á öfugum enda í brautinni þegar þau komu. Seinni
umferðin var allt í lagi hjá honum og hann á eftir að
hækka aftur því sú fyrri verður strikuð út í lokin, vegna
þess að lakasta keppnin er ekki talin með þegar upp er
staðið,“ sagði Birgir Ari Halldórsson flokkstjóri við Morg-
unblaðið.
Þriðji keppnisdagurinn er í dag og þá fara að vanda
fram tvær umferðir.
Erfiður dagur
hjá Hafsteini
HEIMSMEISTARALIÐ Serbíu/
Svartfjallalands í körfuknattleik
karla hafði betur gegn liði Ítalíu í
gær, 74:72, á Ólympíuleikunum í
Aþenu. Milos Vujanic tryggði Serb-
um sigur með tveimur vítaskotum
5,6 sekúndum fyrir leikslok en skot
Massimo Bulleri á síðustu sekúndum
leiksins geigaði. Kínverjar, Ítalir og
Serbar hafa öll unnið einn og tapað
einum leik í B-riðli keppninnar.
ÞAÐ virðist sem kvennalið Kúbu í
blaki sé gríðarlega sterkt á Ólympíu-
leikunum í Aþenu en liðið átti í höggi
við Rússa í b-riðli. Leikur liðanna var
æsispennandi og stóð yfir í tvo tíma.
Kúbumenn höfðu betur, 3:2, í odda-
hrinu, 26:24, 19:25, 25:27, 25:19,
15:13. Kúba sigraði í kvennaflokki á
ÓL í Sydney.
JIM Ronny Andersen varð í gær
fyrsti Norðmaðurinn til þess að kom-
ast í 2. umferð í einliðaleik karla í
badminton. Andersen lagði æfinga-
félaga sinn Pedro Yang frá danska
liðinu Kastrup Badmintonklubb en
Yang er frá Gvatemala. Andersen
þykir gríðarlega höggfastur þegar
hann smassar badmintonkúluna og
er hraðinn á kúlunni um 300 km/klst
er hún yfirgefur spaðann.
BANDARÍSKA körfuknattleiks-
konan Sheryl Swoopes, getur bætt
þriðju gullverðlaunum sínum í safnið
í Aþenu, en hún var í liðinu sem vann
til gullverðlauna í Atlanta árið 1996
og Sydney árið 2000. Swoopes var
útnefnd besti leikmaður WNBA-
deildarinnar í Bandaríkjunum árið
2000 og 2002.
ALEXANDER Popov, frá Rúss-
landi, tókst ekki að tryggja sér sæti í
úrslitum 100 m skriðsundsins í gær
þegar hann varð í 9. sæti í undan-
úrslitum. Popov, sem er 32 ára gam-
all var ólympíumeistari í greininni í
Barcelona fyrir tólf árum og í Atl-
anta fyrir átta árum. Hann var í átt-
unda sæti í 100 m skriðsundi í und-
anrásunum.
GRIKKIRNIR, Kostas Kenteris
og Ekaterinu Thanou voru ekki með
neina áverka eftir bifhjólaslysið sem
þau segjast hafa lent í í síðustu viku,
segir læknir Alþjóða ólympíunefnd-
arinnar sem skoðaði grísku tvímenn-
ingana. Læknirinn útilokar þó ekki
innvortis höfuðmeiðsli en Kenteris
og Thanou hafa bæði kvartað undan
svima. Þau segjast hafa lent í bif-
hjólaslysinu eftir að hafa misst af
lyfjaprófi á fimmtudaginn í síðustu
viku.
ÓLAFUR Stefánsson leikur
sinn 200. landsleik þegar
landsliðið í handknattleik
mætir Slóvenum á Ólympíu-
leikunum í Aþenu í dag. Ólaf-
ur er þá kominn í flokk góðra
manna, sem hafa náð því tak-
marki – Guðmundur Hrafn-
kelsson 391 landsleikur, Geir
Sveinsson 328, Júlíus Jónasson
272, Valdimar Grímsson 258,
Kristján Arason 238, Þorgils
Óttar Mathiesen 236, Jakob
Sigurðsson 236, Patrekur Jó-
hannesson 234, Einar Þor-
varðarson 226, Guðmundur
Þórður Guðmundsson 226,
Bjarki Sigurðsson 225 og Sig-
urður Valur Sigurðsson 209.
Næstur á eftir þeim kemur Jal-iesky Garcia sem var utan vall-
ar í 12 og hálfa mínútu gegn Króatíu
og í tæpar 11 mínút-
ur gegn Spáni. Á
meðan hafa þeir Ás-
geir Örn Hallgríms-
son og Róbert Gunn-
arsson aðeins fengið að reyna sig í
nokkrar mínútur í hvorum leik og
Kristján Andrésson fékk ekki að
stíga inná völlinn í eina einustu mín-
útu í fyrstu tveimur leikjunum. Gylfi
Gylfason kom heldur aldrei inn á
gegn Spáni en hann fékk 27 mínútur
gegn Króatíu.
„Ég upplifi það á þessum tíma-
punkti að það hafi verið keyrt of mik-
ið á sömu mönnunum, og spurningin
er hvort það hafi ekki þurft að hvíla
þá meira til að þeir næðu að ljúka
leikjunum af krafti. Þetta þurfum við
að skoða mjög vel,“ sagði Einar Þor-
varðarson, aðstoðarþjálfari liðsins,
við Morgunblaðið, strax eftir að ís-
lenska liðið hrundi gjörsamlega á
lokamínútunum gegn Spánverjum á
mánudaginn.
Enginn Spánverji lék
í meira en 42 mínútur
Spánverjar voru þá, eins og Ís-
lendingar, að leika sinn annan erfiða
leik á þremur dögum. Það er vægast
sagt athyglisvert að skoða hvernig
þeir hafa dreift álaginu á sína menn
og óhætt er að segja að þeir hafi
gjörnýtt sinn hóp. Í báðum leikjum
hafa allir tólf útispilararnir komið
mikið við sögu. Gegn Suður-Kóreu í
fyrsta leik spiluðu allir í minnst 13
mínútur og mest í 48 mínútur. Gegn
Íslandi var dreifingin enn betri, því
enginn spilaði í meira en 42 mínútur
og enginn minna en í 13 mínútur.
Á lokamínútunum liggur mest við
að hugsun sé skýr og nóg eldsneyti
eftir á tanknum, það er þá sem úrslit
leikja ráðast, hraðinn eykst og oft
verða miklar sveiflur. Það þarf eng-
an sérfræðing til að álykta hvort liðið
hafi verið betur í stakk búið til að
auka kraftinn og innbyrða sigurinn á
síðustu mínútunum í Faliro í fyrra-
dag.
Ólafur Stefánsson lék í 59 mínútur
og 22 sekúndur, Talant Dujshebaev
lék í tæpar 37 mínútur. Þetta eru
driffjaðrirnar í liðunum tveimur.
Hvor átti meiri orku aflögu síðustu 5
mínúturnar í fyrradag?
Auðvitað eru Spánverjar með
meiri breidd en Íslendingar. En
þurfa þeir Guðmundur Þ. Guð-
mundsson og Einar samt ekki að
nýta sinn hóp betur? Gefa lykil-
mönnum liðsins næga hvíld á réttum
köflum í leiknum til að hafa þá í
standi þegar mest liggur við? Það
myndi ég halda.
Morgunblaðið/Golli
ngferðabifreið-
Guðmundsson
anum í Aþenu.
Það var ekki mikið líf á
bekknum hjá íslenska
landsliðinu á lokasprettin-
um í leiknum gegn Spán-
verjum. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson og Einar
Þorvarðarson með nokkrum
sinna manna.
Lykilmenn Íslands
fá litla hvíld í Aþenu
ÞAÐ er óhætt að segja að mikið hafi mætt á lykilmönnum íslenska
handknattleikslandsliðsins í fyrstu tveimur leikjum þess á Ólymp-
íuleikunum í Aþenu. Þeir hafa litla hvíld fengið, einkum þrír þeirra
sem varla hafa fengið að blása úr nös á varamannabekknum til
þessa. Guðjón Valur Sigurðsson fór aldrei af velli, hvorki í leiknum
við Króatíu né við Spán, og keyrði því fram og til baka í sókn og vörn
allar 60 mínúturnar í bæði skiptin. Ólafur Stefánsson fékk að hvíla
sig í 3 mínútur gegn Króötum og í tæpar 40 sekúndur gegn Spán-
verjum, auk þess sem hann var svo „heppinn“ að fá eina tveggja
mínútna brottvísun í hvorum leik. Sigfús Sigurðsson var utan vallar
í sjö og hálfa mínútu gegn Króatíu og í fimm og hálfa gegn Spáni.
Víðir
Sigurðsson
skrifar
frá Aþenu
Ólafur
í 200
leikja
klúbbinn
r-
m.
na í
i
c
dis
n-
s
r
ann
ög
r
þeir
nds,
dað.
ði
Íslensku landsliðsmennirnir leika þýðingarmikinn leik gegn Slóveníu
Morgunblaðið/Golli
Guðjón Valur Sigurðsson með langskot gegn Spánverjum.
ÓL Í AÞENU 2004