Morgunblaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 2
ÓL Í AÞENU 2004
2 B MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÖRYGGISGÆSLA við sundlaugina sem keppt er í á
Ólympíuleikunum í Aþenu hefur verið hert til muna
eftir að áhorfanda tókst að komast ofan úr áhorf-
endastúku og stinga sér í laugina á meðan keppni í
dýfingum stóð yfir í gær. Komst maður vandalaust
framhjá fámennum hópi öryggisvarða sem voru ann-
ars hugar. Atvikið varð hins vegar til þess að nú hef-
ur vörðum allt í kringum laugina verið fjölgað til
muna enda eiga uppákomur sem þessar ekki upp á
pallborðið á Ólympíuleikum þar sem öryggi kepp-
enda er haft í hávegum.
Umræddur áhorfandi var handtekinn þegar hann
kom upp úr lauginni. Eftir því sem næst verður kom-
ist er hann frá Kanada og hafði skrifað á brjóstkass-
ann ástarkveðju til eiginkonunnar sem er heima í
Kanada. Ekki fylgir sögunni hvort hún sá kveðjuna í
beinni útsendingu né þá hver viðbrögð hennar voru.
Maðurinn situr hins vegar á bak við lás og slá. Hann
má eiga von á hárri sekt og vera vísað frá Grikklandi.
Öryggisgæsla hert
eftir ástarkveðju
BANDARÍKJAMAÐURINN Michael Phelps
kom fyrstur í mark í 200 metra flugsundi í
gær á nýju ólympíumeti, 1.54,04 mínútum og
bætti fyrra met um rúma sekúndu. Phelps hef-
ur unnið þrenn gullverðlaun og tvenn brons-
verðlaun á Ólympíuleikunum í Aþenu. „Ég er
ánægður með að hafa tryggt mér gullið en ég
vildi setja nýtt heimsmet sem tókst ekki,“
sagði heimsmethafinn Phelps.
Takashi Yamamoto frá Japan varð annar á
1.54,56 en hann saumaði talsvert að Phelps á
síðustu metrunum. Stephen Parry frá Bret-
landi hlaut bronsverðlaunin á 1.55,52 en þetta
voru fyrstu verðlaun Breta í sundkeppni leik-
anna að þessu sinni. Á leikunum fyrir fjórum
árum í Sydney unnu Bretar engin verðlaun í
sundi.
Phelps ánægð-
ur með gull-
verðlaunin
Reuters
Michael Phelps fagnar eftir að hafa
tryggt sér önnur gullverðlaun sín á ÓL.
EUNICE Barber, ein fremsta sjö-
þrautarkona heims, hefur ákveðið að
draga sig út úr frjálsíþróttakeppni
Ólympíuleikanna en hún hefst í næstu
viku. Barber hefur ekki náð sér af
meiðslum sem hafa hrjáð hana í lang-
an tíma. Barber, sem er frönsk, segist
ekki hafa gert upp hug sinn hvort hún
keppi í langstökki á leikunum en hún
vann til gullverðlauna í þeirri grein á
HM á síðasta ári.
DÝFINGAMENNIRNIR Nikolaos
Siranidis og Thomas Bimis eru
hetjur í heimalandi sínu eftir að hafa
sigrað í samhæfðu stökki af 3 metra
palli. Leonidas Sampanis varð fyrst-
ur til þess að vinna til verðlauna af
heimamönnum en hann varð þriðji í
62 kg. flokki í lyftingum. „Gríska
þjóðin getur nú andað léttar eftir at-
burði síðustu daga. Dimmu skýin sem
mál Thanou-Kenteris hefur verið yfir
Grikklandi eru farinn frá landinu,“
segir í dagblaðinu Eleftherotypia.
CHEN Yanqing sem vann til gull-
verðlauna í 48 kg flokki kvenna í lyft-
ingum á Ólympíuleikunum í Aþenu
segir að allir keppendur kínverska
liðsins hafi farið í gegnum lyfjapróf
undanfarin misseri. „Kína er á móti
ólöglegum efnum og það er ekki hægt
að komast framhjá lyfjaeftirlitinu
eins og það er í dag,“ sagði Yanqing
eftir sigurinn.
NAN Aye Khine frá Myanmar, áð-
ur Búrma, sem varð fjórða í keppn-
inni, féll hins vegar á lyfjaprófi og hef-
ur yfirgefið Ólympíuþorpið. Hún
segir að þjálfari hennar hafi ekki gefið
upp rétt innihald í fæðubótarefnum
sem hún tekur inn með reglulegu
millibili.
ARGENTÍNUMAÐURINN Agust-
in Calleri hefur hætt keppni í tennis á
Ólympíuleikunum í Aþenu en hann
átti að leika gegn Rússanum Igor
Andreev í 2. umferð einliðaleiks. Call-
eri er meiddur á kviðvöðva.
Á FRÉTTAVEF bandarísku sjón-
varpsstöðvarinnar CBS er greint frá
því að ekkert landslið sé frá Banda-
ríkjunum í handknattleikskeppninni
þrátt fyrir að bæði karla- og kvenna-
liðið eigi titil að verja í greininni! En
áhugamenn um íþróttina vita að
Bandaríkjamenn eru ekki hátt skrif-
aðir í handknattleik enn sem komið
er.
HINN hávaxni miðherji kínverska
landsliðsins í körfuknattleik, Yao
Ming, skoraði 39 stig í 69:62 sigri liðs-
ins gegn Nýja-Sjálandi. Að auki tók
hann 13 fráköst.
Ég er allur að skríða saman ogað koma til. Það er búið að
finna hvað var að angra mig og síð-
ustu vikur hafa far-
ið í að vinna bug á
meiðslunum,“ sagði
Örn Arnarson í
samtali við Morgun-
blaðið. Örn segir að vöðvar á bak-
við herðablöðin og í upphandleggn-
um hafi verið eitthvað í ólagi en
þeir hafi verið nuddaðir ótt og títt
síðustu vikurnar og séu allir að ná
fyrri styrk.
Örn keppir í 50 metra skriðsundi
á morgun, sem er hans eina keppn-
isgrein á Ólympíuleikunum, og
spurður hvað hann ætlaði sér að
gera í því sundi segir Örn: „Ég
kem sáttur frá sundinu ef ég næ að
bæta mig eða verða nálægt mínum
besta tíma. Miðað við þessa tíma
sem ég hef verið að skoða á ráslist-
anum þá gæti ég endað allt frá 10.
sæti niður í 40. sæti með því að
bæta mig. Þetta er stutt stund og
því er þetta spurning um hundr-
aðshluta.
Ég vona innilega að ég hitti á
gott sund og svo verður maður
bara að sjá til hverju það skilar.“
Ef þú lítur á raunsætt á hlutina,
áttu þá möguleika á að komast í úr-
slit í 50 metra skriðsundinu?
„Ég tel litlar líkur á því. Ég þarf
að bæta mig um næstum heila sek-
úndu til að komast í úrslitin og ein
sekúnda af 23 er slatti. Ef ég hitti
gjörsamlega á sundið og tekst að
bæta mig ásamt því að aðrir nái sér
ekki á strik þá er smámöguleiki á
að komast í undanúrslitin. Það get-
ur allt gerst og ég ætla að sjálf-
sögðu að leggja mig allan fram.“
Ef við lítum til baka, þá áttu
þetta að verða Ólympíuleikarnir
sem þú stefndir leynt og ljóst að
því að komast á verðlaunapall?
,,Maður verður bara að bíta í það
súra epli að ég get ekki staðið við
stóru orðin. Það voru gríðarleg
vonbrigði fyrir mig að lenda í þess-
um meiðslum en það þýðir bara
ekkert að svekkja sig á þessu.
Íþróttirnar eru svona. Þær geta
verið grimmar inn á milli. Auðvitað
hafa einhver mistök verið gerð í
undirbúningi mínum fyrir leikana.
Maður hefur örugglega gert fullt
af hlutum sem maður hefði ekki átt
að gera. Margir hafa sagt að ég
hafi gert mistök með því að fara
ekki utan en ég ákvað að halda
kyrru fyrir heima og æfa þar og ég
sé alls ekki eftir því. Ég sá ekki
fyrir að ég myndi lenda í þessum
erfiðu meiðslum. Ég byrjaði að
finna fyrir þeim 26. janúar. Þá gaf
öxlin sig og allt fram til dagsins í
dag hef ég barist við að fá mig góð-
an í öxlinni.“
„Eins og fótboltamaður
snúi á sér ökklann“
Þegar þú kenndir þér meins í
öxlinni og í ljós kom að þau voru al-
varlegri en haldið var í fyrstu,
sástu þá fyrir þér að þú þyrftir
jafnvel að sleppa Ólympíuleikun-
um?
„Nei, það gerði ég ekki. Það að
ég finni fyrir meiðslum í öxlinni er
eins og fótboltamaður snúi á sér
ökklann. Þetta er óskaplega eðli-
legur hlutur en eftir að hafa verið
hjá sjúkraþjálfara í fjóra mánuði
án þess að finna nokkurn bata þá
fór maður að verða ansi pirraður.“
Hvað tekur við hjá þér eftir að
Ólympíuleikunum lýkur?
„Ég reikna með að taka mér
tvær til þrjár vikur í frí en síðan
fer ég á fullt á nýjan leik. Í sept-
ember held ég til Danmerkur og
verð að æfa þar í vetur ásamt því
að þjálfa en ég reikna svo með að
setjast á skólabekk eftir áramótin.
Mér finnst ég þurfa að skipta um
umhverfi.“
Hvað með næstu ár. Hefur þú í
hyggju að stefna á þína þriðju Ól-
ympíuleika í Peking 2008?
„Ætli ég verði ekki að gera það
fyrst þessir leikar fara svona. Ég
ætla hins vegar að taka eitt stór-
mót í einu í stað þess að líta til
lengri tíma. Ég ætlaði mér á verð-
launapall hér í Aþenu sem var
raunhæft markmið eftir leikana í
Sydney og eins eftir heimsmeist-
aramótið ári síðar þar sem ég vann
silfur og brons. Ég ætla að gera
allt sem í mínu valdi stendur til að
komast í hóp þeirra bestu á nýjan
leik. Ég kem til með að æfa eins og
skepna og ef ég verð heill heilsu þá
kvíði ég ekki framtíðinni,“ sagði
Örn.
Örn verður í eldlínunni klukkan
10 í fyrramálið að staðartíma, 7 að
íslenskum. Af 87 keppendum, sem
skráðir eru til leiks, er Örn í 51.
sæti með tímann 23,40 sekúndur.
Íslandsmet hans í greininni er
23,15 sekúndur, sett í apríl 2001.
Heimsmetið í greininni á Rússinn
Alexander Popov, 21,61 sekúndu
en hann er skráður með annan
besta tíma í Aþenu, 21,92 sek.
Bandaríkjamaðurinn Gary Hall er
skráður með besta tímann,
21,91.sek.
Örn Arnarson ætlaði á verðlaunapall í Aþenu
en þrálát meiðsli gera draum hans að engu
Geri allt til þess
að komast í hóp
þeirra bestu á ný
ÓLYMPÍULEIKARNIR í Aþenu áttu að verða leikarnir hans Arnar
Arnarsonar sundmanns en eftir frábæran árangur á Ólympíu-
leikunum í Sydney fyrir fjórum árum þegar hann lenti í fjórða sæti í
200 metra baksundi setti hann stefnuna á að komast á verðlauna-
pall í Aþenu. Þetta var raunhæft markmið hjá Erni á þeim tíma og
ekki síst eftir að hann krækti í tvenn verðlaun á heimsmeist-
aramótinu ári síðar. En þegar íþróttirnar eru annars vegar geta
hlutirnir breyst á örskömmum tíma. Örn lenti í alvarlegum axlar-
meiðslum í byrjun þessa árs og þau meiðsli hafa gert það að verk-
um að draumurinn um að komast á verðlaunapall hér í Aþenu er úti.
Morgunblaðið/Golli
Hjörtur Már Reynisson og Örn Arnarson eru hér á ferð á áhorf-
endapöllunum í Aþenu. Nú er komið að þeim að keppa.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
frá Aþenu