Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ áttum bara ekki möguleika í þetta lið. Sv einfalt er það,“ sagði Ólafur Þórðarson eftir a ÍA hafði tapað öðru sinni gegn sænska liðinu Hammarby í forkeppni UEFA-keppninnar í knattspyrnu. Akurnesingar töpuðu fyrri leik um 2:0 í Svíþjóð og þeim síðari 2:1. „Þarna mættum við einfaldlega betra liði s lék á öðrum hraða þegar þeir þurftu á því að halda. Þeir voru reyndar mun varkárari hér Akranesi en í fyrri leiknum í Stokkhólmi end voru þeir með fína stöðu eftir fyrri leikinn. Þ eru góðir í þeim hlutum sem við verðum að leggja harðar að okkur við að ná. Móttaka á bolta er betri hjá þeim og sendingarnar einni Ég er ánægður með framlag minna manna. Þ er ekkert hægt að setja út á það en Evrópu- draumurinn er búinn þetta árið og menn verð því að leggja hart að sér í lokaleikjunum þrem á Íslandsmótinu til þess að fá tækifæri á þessu vettvangi á næsta ári,“ bætti Ólafur við. Anders Linderoth þjálfari Hammarby sagð að hann væri ánægður með úrslit leiksins og leikmenn liðsins hefðu fengið þau skilaboð að fara varlega í leiknum á Akranesi. „Ég var fr ar smeykur við að leika gegn þessu liði á heim velli og þar sem við vorum með tveggja mark forskot voru lögð á ráðin um að leika rólega o fara varlega í allar aðgerðir. Miðað við fyrri leikinn í Svíþjóð var hraðinn mun minni hjá o ur og stundum var lítið að gerast í leiknum. E staða okkar var tryggð,“ sagði Linderoth. Mættum einfaldlega betra liði ÚRSLIT Möguleikar Skagamanna fólust íþví að skora snemma í leikn- um og átti Grétar Rafn Steinsson fín færi í upphafi leiks- ins en Ante Covic, markvörður Hamm- arby, var á réttum stað á 10. mínútu er skot Grétars fór rétt framhjá. Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, beitti 4:3:3, leikaðferðinni þar sem Grétar Rafn Steinsson var miðherji og Haraldur Ingólfsson var á kant- inum ásamt Kára Steini Reynissyni. Svíarnir gátu andað léttar eftir að Mikkel Jensen skoraði á 18. mínútu, eftir hornspyrnu, en hann skaut úr miðjum vítateig og hafði boltinn við- komu í einum leikmanni á leiðinni. Covic var á réttum stað er Har- aldur Ingólfsson þrumaði að marki úr aukaspyrnu af um 25 metra færi á 34. mínútu. Guðjón Heiðar Sveins- son gerði betur þremur mínútum síðar er hann þrumaði knettinum í netið af 20 metra færi eftir lipra sókn Skagamanna þar sem Andri Karv- elsson gaf fyrir frá vinstri á Guðjón Heiðar. Smá vonarneisti kviknaði hjá stuðningsmönnum ÍA sem áttu reyndar erfitt uppdráttar í sam- keppni sinni við gestina frá Svíþjóð – sem voru flestir með mikið magn af söngvatni í æðum sínum. Leikmenn Hammarby slökktu endanlega í vonum heimamanna með því að skora á 45. mínútu en þar var að verki Petter Andersson, sem skaut frá vinstra vítateigshorninu í markhornið fjær. Skagamenn náðu ekki að taka miðju áður en fyrri hálf- leikur var flautaður af. Svíarnir sem voru um 200 á áhorf- endapöllunum nýttu sérLangasandi í hálfleik og fór um 30 manna hópur í sjóbað – flestir allsnaktir. Strandferðin var líklega hápunkt- ur gærkvöldsins. Skagamenn áttu tvö færi í síðari hálfleik og Hamm- arby eitt er Mikael Andersson skaut knettinum í stöng á 58. mínútu. Arnar Már Guðjónsson fína spretti eftir að hann kom inná sem varamaður en hann er 17 ára gamall og var að leika sinn fyrsta leik með meistaraflokki ÍA. Pétur Marteinsson var ekki í liði Hammarby vegna meiðsla. Hammarby of stór biti STUÐNINGSMENN sænska knattspyrnuliðsins Hammarby stálu senunni á Akranesi í gær er lið þeirra lék gegn ÍA í síðari leik liðanna í UEFA-keppninni. Svíarnir voru glaðir í bragði eftir 2:0 sigur liðsins í fyrri leiknum í Stokkhólmi og voru mættir á Skagann til þess að skemmta sér. Svíarnir luku verkefninu með 2:1 sigri í leik sem fer seint í sögubækurnar sem spennandi og eftirminnileg rimma. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar KNATTSPYRNA ÍA - Hammarby 1:2 UEFA-bikarinn, síðari leikur liðanna í for- keppni: Mark ÍA: Guðjón Heiðar Sveinsson 37. Mark Hammarby: Mikkel Jensen 18., Pet- ter Andersson 45. ÍA: Þórður Þórðarson - Hjálmur Dór Hjálmsson (Arnar Már Guðjónsson 75.), Reynir Leósson, Gunnlaugur Jónsson, Andri Karvelsson - Julian Johnssson, Pálmi Haraldsson, Guðjón Heiðar Sveins- son - Kári Steinn Reynisson, Grétar Rafn Steinsson ( Þorsteinn Gíslason 70.), Har- aldur Ingólfsson (Helgi Pétur Magnússon 75.) Hammarby: Ante Covic, David Johansson, Karl Oskar Fjörtoft, Alexander Östlund, Patrik Gerrbrand, Max Von Schlebrügge, Mikkel Jenssen, Mikael Andersson (Arce Pablo Pinones 73.), Björn Runström (Erik Johansson 46.), Petter Andersson (Haris Laitinen 81.), Aluspah Brewah. Gult spjald: Max Von Schlebrügge 78., fyr- ir brot. Áhorfendur: Um 700. Dunfermline - FH 1:2 Mörk FH: Ármann Smári Björnsson 83., Tommy Nielsen 90. Mark Dunfermline: Gary Dempsey 72. FH: Daði Lárusson - Guðmundur Sævars- son, Tommy Nielsen, Sverrir Garðarsson, Freyr Bjarnason, Baldur Bett, Heimir Guðjónsson (Bjarni Þór Viðarsson 80.), Jónas Grani Garðarsson (Ásgeir Ásgeirs- son 66.), Jón Þorgrímur Stefánsson (Ár- mann Smári Björnsson 80.), Allan Borgv- ardt, Emil Hallfreðsson. Dunfermline: Derek Stillie - Greg Shields, Andrius Skerla, Scott Wilson, Scott Thom- son (Byrne 85.), Derek Young (Simon Don- nelly 84.), Darren Young, Gary Mason (Andrew Todd 90), Gary Dempsey, Noel Hunt, Craig Brewster. Gult spjald: Gary Dempsey, Dunfermline 89. Dómari: Attila Hanacsek, Ungverjalandi Áhorfendur: 7189 Ekranas - Odd Grenland ..........................2:1  Odd Grenland vann samanlagt 4:3. Modrica - Levski Sofia..............................0:3  Levski Sofia vann samanlagt 8:0. Legia Varsjá - Tbilisi ................................6:0  Legia Varsjá vann samanlagt 7:0. Levadia Tallin - Bodö/Glimt.....................2:1  Bodö/Glimt vann 8:7 í vítaspyrnukeppni. Rubin Kazan - Rapid Vín.........................0:3.  Rapid Vín vann samanlagt 5:0. Primorje - Dinamó Zagreb.......................2:0  Dinamó Zagreb vann samanlagt 4:2. Din. Tbilisi - Slavia Prag...........................2:0  Samanlagt 3:3 en Din. Tblisi fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Haka - Stabæk...........................................1:3  Stabæk vann samanlagt 6:2. Metalurgs - Öster......................................1:1  3:3 samanlagt en Metalurgs fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Partizani - Bnei Sachnin...........................1:3  Bnei Sachnin vann samanlagt 6:1. Maccabi Petah Tikva - AEK ....................4:0  Maccabi Petah Tikva vann samanlagt 4:3. Zent St. Petersborg - Pasching ...............2:0  Samanlagt 3:3 en Zent St. Petersborg kemst áfram á mörkum skoruðum á úti- velli. AaB Álaborg - Zalgris Vilnius..................0:0  AaB Álaborg vann samanlagt 3:1. Sigma - Nistru ...........................................4:0  Sigma vann samanlagt 6:1. Tiraspol - Metalurh...................................1:2  Metalurh vann samanlagt 5:1. Vaduz - Beveren ........................................1:3  Beveren vann samanlagt 5:2. Litex Lovech - Zeljeznicar .......................7:0  Litex Lovech vann samanlagt 9:1. CSKA Sófía - Omonia Nicosia..................3:1  CSKA Sófía vann samanlagt 4:2. Elfsborg - Glentoran.................................2:1  Elfsborg vann samanlagt 3:1. Rijeka - Genclerbirligi ..............................2:1  2:2 samanlagt en Genclerbirligi kemst áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Partizan Belgrad - Otelul Galati ..............1:0  Partizan Belgrad vann samanlagt 1:0. Steaua Búkarest - Zeleznik Belgrad .......1:2  Steaua Búkarest vann samanlagt 5:4. Honved - Amica Wronki ...........................1:0  Amica Wronki vann 5:4 í vítaspyrnu- keppni. Lech Poznan - Terek Grozný ...................0:1  Terek Grozný vann samanlagt 2:0. Maribor - Buducnost.................................0:1  Samanlagt 2:2 en Maribor fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Servette - Ujpest.......................................0:2  Ujpest vann samanlagt 5:1. Wil - Banska Bystrica ...............................1:1  Banska Bystrica vann samanlagt 4:2. Bröndby - Ventspils ..................................1:1  1:1 samanlagt en Ventspils kemst áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Austria Vín - Ill. Mariupol ........................3:0  Austria Vín vann samanlagt 3:0. Meistaradeild Evrópu Dregið var í riðla í gær. Fyrstu leikirnir verða leiknir 14. og 15. september: A-riðill: Deportivo La Coruna, Spáni Liverpool, Englandi Mónakó, Frakklandi Olympiakos, Grikklandi B-riðill: Real Madrid, Spáni Bayer Leverkusen, Þýskalandi Roma, Ítalíu Dinamo Kiev, Úkraínu C-riðill: Bayern München, Þýskalandi Juventus, Ítalíu Ajax, Hollandi Maccabi Tel-Aviv, Ísrael D-riðill: Manchester United, Englandi Lyon, Frakklandi Sparta Prag, Tékklandi Fenerbahce, Tyrklandi E-riðill: Arsenal, Englandi Panathinaikos, Grikklandi PSV Eindhoven, Hollandi Rosenborg, Noregi F-riðill: Barcelona, Spáni AC Milan, Ítalíu Celtic, Skotlandi Shakhtar Donetsk, Úkraínu G-riðill: Valencia, Spáni Inter Mílanó, Ítalíu Anderlecht, Belgíu Werder Bremen, Þýskalandi H-riðill: Porto, Portúgal Chelsea, Englandi París St Germain, Frakklandi CSKA Moskva, Rússlandi Efsta deild kvenna, Landsbankadeild Stjarnan - KR ............................................1:1 Harpa Þorsteinsdóttir 63. - Guðlaug Jóns- dóttir 85. Rautt spjald: Vanja Stefanovic, KR 64. Staðan: Valur 12 11 1 0 50:6 34 ÍBV 12 9 2 1 63:9 29 KR 13 8 3 2 46:19 27 Breiðablik 12 5 0 7 24:28 15 Stjarnan 13 2 5 6 14:39 11 Þór/KA/KS 12 1 5 6 12:43 8 FH 12 2 2 8 10:51 8 Fjölnir 12 1 2 9 6:30 5 Ólympíuleikarnir KÖRFUKNATTLEIKUR: Átta liða úrslit karla: Spánn - Bandaríkin .............................94:102 Litháen - Kína........................................95:75 Ítalía - Púertó Ríkó ...............................83:70 Grikkland - Argentína ..........................64:69 KNATTSPYRNA: Úrslitaleikur kvenna: Bandaríkin - Brasilía ...............................2:1 Lindsay Trappley 39., Abby Wambach 112. - Pretinha 73 Leikið um 3. sætið: Þýskaland - Svíþjóð..................................1:0 Renate Lingor 17. HANDKNATTLEIKUR: Átta liða úrslit kvenna: Úkraína - Spánn ....................................25:23 Frakkland - Ungverjaland ...................25:23 S-Kórea - Brasilía..................................26:24 Kína - Danmörk.....................................28:32 Leikið um 9. sætið: Grikkland - Angóla................................23:38 HOKKÍ: Úrslitaleikur kvenna: Holland - Þýskaland..................................1:2 Leikið um 3. sætið: Argentína - Kína........................................1:0 Leikið um 5. sætið: Nýja-Sjáland - Ástralía.............................0:3 Leikið um 7. sætið: S-Kórea - Japan.........................................3:1 BLAK: Undanúrslit kvenna: Brasilía - Rússland....................................2:3 Kúba - Kína................................................2:3 SUNDKNATTLEIKUR: Úrslitaleikur kvenna: Grikkland - Ítalía.....................................9:10 Leikið um 3. sætið: Ástralía - Bandaríkin ................................5:6 FRJÁLSÍÞRÓTTIR: Langstökk karla: Dwight Phillips, Bandaríkjunum...........8,59 John Moffitt, Bandaríkjunum................8,47 Joan Lino Martinez, Spáni .....................8,32 400 metra grindahlaup karla: Felix Sanchez, Dóminíska lýðv. ...........47,63 Danny McFarlane, Jamaíka.................48,11 Naman Keita, Frakklandi ....................48,26 200 metra hlaup karla: Shawn Crawford, Bandaríkjunum ......19,79 Bernard Williams, Bandaríkjunum.....20,01 Justin Gatlin, Bandaríkjunum .............20,03 KNATTSPYRNA 1. deild karla: Hlíðarendi: Valur - Breiðablik .............18.30 Kópavogur: HK - Þróttur R. ................18.30 Fjölnisvöllur: Fjölnir - Stjarnan ..........18.30 Í KVÖLD Skotarnir byrjuðu betur í leikn-um og pressuðu stíft fyrstu 20 mínúturnar en eftir það færðu FH- ingar sig framar á völlinn og byrj- uðu að ógna marki Dunfermline. Hættulegasta færi leiksins fengu Skotarnir þegar sóknarmaður þeirra slapp einn inn fyrir vörn FH en Daði Lárusson bjargaði vel. Í síðari hálfleik sóttu FH-ingar stíft að marki og voru tvívegis ná- lægt því að skora. Baldur Bett átti gott skot sem Derek Stillie í marki Dunfermline rétt náði að bjarga í horn og Emil Hallfreðsson átti bylmingsskot í slá. Það voru þó Skotarnir sem skor- uðu fyrsta mark leiksins og var það Gary Dempsey sem skoraði markið, nokkuð gegn gangi leiks- ins. FH-ingar breyttu um leikaðferð eftir markið sem átti heldur betur eftir að virka. Ármann Smári Björnsson kom inn á sem varamað- ur á 80. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var hann búinn að jafna leikinn. Það var svo varn- armaðurinn Tommy Nielsen sem tryggði FH sigurinn á síðustu mín- útu leiksins og því of skammur tími fyrir Skotana að jafna. Gátu ekki jafnað „Málið er bara að skora nógu seint þannig að hinir geti ekki jafnað,“ sagði Leifur Garðarsson, aðstoðarþjálfari FH, kampakátur eftir leikinn. „Þetta var mjög erfitt fyrstu 20 mínúturnar og það lá mikið á okkur en við lifðum þær af og náðum að færa okkur ofar á völlinn og spila okkar bolta. Eftir að þeir skoruðu ætluðum við ekki að láta það buga okkur og strák- arnir voru bara frábærir. Þetta eru eflaust stærstu úrslit íslensks fé- lagsliðs, alla vega í sögu okkar fé- lags. Þetta er bara stórkostlegt að fá fleiri leiki gegn alvöru liðum,“ sagði Leifur. Ross Gall Noel Hunt, leikmaður Dunfermline, reynir að komast framhjá Sverri Garðarssyni, varnarmanni FH, í leik liðanna í Skotlandi. Frábær sigur FH-inga í Skotlandi E h d ti le E a m in in le P FH-ingar eru komnir í þriðju um- ferð Evrópukeppni félagsliða eftir frábæran sigur á skoska úrvalsdeildarliðinu Dunferml- ine, 2:1. Fyrri leikur liðanna endaði 2:2 og það var því ljóst að FH varð að vinna leikinn til að komast áfram. Tvö mörk á síð- ustu sjö mínútunum gerðu út- slagið og það var Tommy Niel- sen sem skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.