Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNUSAMBAND Evr- ópu, UEFA, ætlar að kanna hugs- anleg eignatengsl milli Chelsea og CSKA Moskvu eftir að liðin drógust saman í riðil í Meistaradeild Evr- ópu í gær. Svo gæti farið að annað hvort liðið þyrfti að draga sig út úr Evrópukeppninni. Rússneski auðkýfingurinn Rom- an Abramovich, sem keypti Chelsea í fyrra, á hlut í rússneska olíu- fyrirtækinu Sibneft, sem er að- alstyrktaraðili CSKA Moskvu. Ætla lögfræðingar UEFA að kanna hvort of mikil hagsmunatengsl séu á milli félaganna, því ef svo fer er þeim ekki heimilt að mætast í Evr- ópukeppninni. Lög Evrópusam- bandsins kveða á um að ef sami ein- staklingur eigi meira en helmingshlut í tveimur félögum megi þau ekki mætast. Romban Abramovich er góður vinur Jevgeni Giner, forseta CSKA Moskvu, en hann er einnig fyrrverandi eigandi Sibneft og á stóran hlut í fyrirtæk- inu, sem er fimmta stærsta olíu- fyrirtæki Rússlands. Fyrri leikur Chelsea gegn CSKA fer fram 20. október en sá seinni 2. nóvember. UEFA rannsakar Chelsea NÝTT knattspyrnumannvirki í Garðabæ var vígt í gær en þar er að finna fyrsta keppnisvöll á landinu sem lagður er gervigrasi. Einnig er þar að finna æfingavöll og tvo sparkvelli auk hefðbundins grasvall- ar, áhorfendastúku og vallarhúss. Ásdís Halla Bragadóttir, bæj- arstjóri í Garðabæ, afhendi mann- virkin formlega til rekstrar en áður höfðu yngri flokkar Stjörnunnar gengið í skrúðgöngu inn á völlinn og söngvarinn Bergþór Pálsson tók lagið. Vígsluleikurinn var leikur Stjörn- unnar og KR í Landsbankadeild kvenna sem endaði með 1:1 jafntefli í hörkuleik. Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni yfir á 63. mín. og að- eins mín. síðar var Vönju Stefanovic vikið af leikvelli fyrir að brjóta á Hörpu sem var komin ein inn fyrir vörn KR. Það var svo Guðlaug Jóns- dóttir sem jafnaði fyrir KR. Fyrsti gervigras- keppnisvöllur landsins SUNDMAÐURINN Örn Arnarsonhefur ákveðið að ganga á ný til liðs við sitt gamla félag, Sund- félag Hafnarfjarðar, eftir að hafa æft og keppt undir merkjum Íþróttabandalags Reykjanesbæjar undanfarin tvö ár en hafði áður verið í herbúðum SH frá blautu barnsbeini. Frá félagsskiptunum var geng- ið í fyrradag. Örn hyggst fara til Lyngby í Danmörku í næsta mán- uði og vera þar við æfingar í vet- ur. Örn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu mánuði vegna þrálátra meiðsla í öxl, sem meðal annars komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt í sinni eftirlæt- isgreinum, 100 og 200 m bak- sundi, á Ólympíuleikunum í Aþenu á dögunum. Örn Arnarson aftur í SH Örn Arnarson FÓLK  MIÐHERJINN Erick Dampier var í fyrradag sendur frá Golden State Warriors til Dallas Maver- icks en liðin leika í NBA-atvinnu- mannadeildinni í körfuknattleik. Að auki fóru þeir Evan Esch- meyer, Dan Dickau og Steve Log- an frá Golden State til Dallas. Warriors fær í staðinn þá Edu- ardo Najera, Christian Laettner og réttinn til þess að semja við Lu- is Flores og Mladen Sekularac.  SEBASTIAN Deisler, leikmaður Bayern München, er tilbúinn að leika aftur fyrir þýska landsliðið en Deisler lék lítið með Bayern á síðustu leiktíð vegna alvarlegs þunglyndis. „Ég er tilbúinn að snúa aftur í landsliðið. Ég þarf að byrja að hugsa um HM 2006 og ég myndi elska að spila vináttuleikinn gegn Brasilíu 9. september,“ sagði Deisler.  FINNSKI skíðastökkvarinn Matti Nykänen, sem hefur lengi verið á villigötum, hefur verið handtekinn grunaður um morðtil- raun. Er Nykänen grunaður um að hafa stungið 59 ára gamlan kunn- ingja sinn með hnífi sl. þriðjudag í sumarhúsi skammt frá bænum Nokia. Kona Nykänens er einnig grunuð um aðild að morðtilraun- inni og eru þau hjónin bæði í gæsluvarðhaldi. Maðurinn sem ráðist var á er á sjúkrahúsi en ekki talinn í lífshættu.  EVERTON hefur hafnað tilboð- um frá Newcastle og Manchester United í ungstirnið Wayne Roo- ney. Tilboð Manchester United hljóðaði upp á 2,6 milljarða króna en tilboð Newcastle var upp á 3 milljarða króna. Everton vill fá að minnsta kosti 3,8 milljarða króna fyrir Rooney, sem hefur að und- anförnu verið meira í sviðsljósinu utan vallar en innan.  BILL Kenwright, stjórnarfor- maður Everton tilkynnti í gær að félaginu hefði tekist að afla fjár til leikmannakaupa og má því búast við að David Moyes, knattspyrnu- stjóri liðsins, bæti nokkrum leik- mönnum við hópinn áður en fé- lagaskiptaglugganum verður lokað eftir fjóra daga. Kenwright sagði einnig að óvíst væri hvort Wayne Rooney væri enn leikmaður Ever- ton eftir helgina.  ARSENAL er á eftir tveimur leikmönnum sem leika á Spáni. Arsenal hefur þegar boðið 350 milljónir króna í framherja Val- encia, Miguel Angel Angulo og fylgist einnig grannt með hinum 18 ára gamla Jesus Navas hjá Se- villa.  WALTER Samuel, argentínski varnarmaðurinn sem Real Madrid keypti í sumar frá AS Roma fyrir jafnvirði 2,5 milljarða króna, meiddist í leik Real Madrid og Wisla Kraká í fyrrakvöld í þriðju umferð Meistaradeildarinnar með þeim afleiðingum að hann verður a.m.k. þrjár vikur frá keppni. Orðrétt segir Guðmundur umArnór; „Mér finnst að það hefði átt að vera ábyrgð hans fé- lagsliðs heima að skila honum, leik- manni með þó þessa hæð, sem betri varnarmanni, sem gæti spilað vörn sem dugar í alþjóðlegum handbolta. Þann þátt vantar klárlega í hans leik. Það eru svona atriði sem ég verð að horfa til og ég get ekki leyft mér að horfa bara á sóknarleikinn hjá við- komandi.“ „Það hefur aldrei verið vafi í huga okkar sem fylgst höfum með Arnóri alast upp sem handknattleiksmanni síðan hann var smástrákur að hann hefur alltaf verið sterkari í sókn en vörn,“ segir Jóhannes. „Á undan- förnum árum hefur hins vegar verið unnið í því á markvissan hátt að bæta hann sem varnarmann. Á síð- ustu leiktíð lék Arnór í hlutverki bakvarðar með KA-liðinu og tókst það í flestum tilfellum vel. Í þeim leikjum sem ég hef séð frá Ólympíu- leikunum þá hef ég ekki séð marga tvítuga stráka leika í vörn. Ég efast ekkert um það að Arnór eigi eftir að bæta varnarþáttinn í leik sínum þeg- ar fram líða stundir. Ég bara skil ekkert hvað Guðmundi gengur til með að „sketsa“ mig á þennan hátt, ég bara átta mig alls ekki á því. Ég hef ekki haldið uppi gagnrýni á hans störf umfram það að einhvern tím- ann á síðasta vetri þá missti ég út úr mér að Arnór ætti skilið að vera í landsliðshópnum,“ segir Jóhannes sem greinilega sárnar gagnrýni Guð- mundar. „Ég skil ekki af hverju hann er gangrýna mig fyrir að skila Arnóri ekki inn sem fullsköpuðum varnar- manni í alþjóðlegum handknattleik aðeins tvítugum að aldri, það gerist bara yfirhöfuð ekki í alþjóðlegum handknattleik,“ segir Jóhannes og rifjar upp um leið að Guðmundur hafi á sínum tíma m.a. leikið í lands- liðinu með Sigurði Gunnarssyni, Sig- urði Sveinssyni, Atla Hilmarssyni, föður Arnórs, og þeir hafi nærri því ekkert leikið í vörn. „Hvað þykir Guðmundi um þjálfun þeirra á sínum tíma?“ spyr Jóhannes. „Ég gat ekki séð í leikjum Íslands á Ólympíuleikunum að okkar marg- reyndu varnarmönnum, þótt góðir séu, tækist á köflum nógu vel upp í varnarleiknum. Guðmundur hefur aldrei haft sam- band við mig of rætt við mig á fag- legum nótum um þjálfun Arnórs eða annarra leikmanna sem hafa verið á mínum snærum. Því kemur það mér í opna skjöldu að hann skuli kjósa að senda mér tóninn með þessum hætti. Ég hef alla tíð borið mikla virð- ingu fyrir störfum Guðmundar og haft mætur á honum bæði sem leik- manni og síðar þjálfara. En mér er alveg fyrirmunað að skilja hvað hon- um gengur til með þessari gagnrýni á þjálfun Arnórs á síðustu árum. Ég skal þó axla þessa ábyrgð á óförum íslenska landsliðsins í Aþenu, en finnst eigi að síður ómak- lega að mér vegið. Ég ítreka að ég ber virðingu fyrir Guðmundi sem þjálfara og vil að hann haldi áfram með landsliðið. En ég vil hins vegar að hann sendi skilaboð af þessu tagi til mín á faglegan hátt, ekki sem eit- urpillu í fjölmiðlum,“ segir Jóhannes Bjarnason, þjálfari bikarmeistara KA í handknattleik. Jóhannesi Bjarnasyni, þjálfara KA, þykir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari vega ómaklega að sér Varnarmenn ekki full- skapaðir um tvítugt „ÉG skil ekki hvernig Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari getur ætlast til þess að tvítugur strákur, jafn hæfileikaríkur og Arn- ór er, komi sem fullskapaður varnarmaður inn í alþjóðlegan hand- knattleik ekki eldri en hann er. Mér er bara alveg fyrirmunað að skilja þessi ummæli hans um þjálfun Arnórs,“ segir Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA og þjálfari Arnórs Atlason síðastliðin sex ár og vísar í viðtal við Guðmund landsliðsþjálfara sem birtist í Morg- unblaðinu í gær. Þar segir Guðmundur m.a. að ástæða þess að hann kaus að velja ekki Arnór í landsliðið fyrir Ólympíuleikana væri sú að Arnór sé ekki nægilega sterkur varnarmaður. BANDARÍSKA karlalandsliðið í körfubolta sigraði Spán, 102:94, í 8- liða úrslitum á Ólympíuleikunum í gær. Bandaríska liðið getur þakkað Stephon Marbury, leikstjórnanda New York Knicks, sigurinn en hann átti stórleik. Marbury skoraði 31 stig en enginn bandarískur leikmaður hefur skorað jafnmörg stig í leik á Ólympíuleikunum. Charles Barkley skoraði 30 stig fyrir Bandaríkin gegn Brasilíu á ÓL 1992 í Barcelona. Fyrir leikinn gegn Spánverjum hafði Marbury verið harðlega gagn- rýndur af fjölmiðlum í Bandaríkj- unum fyrir slaka frammistöðu á Ól- ympíuleikunum. „Þegar ég kom til Aþenu hafði ég ekki spilað alvöru körfubolta í allt sumar og það hafði áhrif á spilamennsku mína í fyrstu leikjunum. Ég hef tekið nokkrar aukaskotæfingar að undanförnu og þær hafa gert mér gott,“ sagði Mar- bury eftir leikinn. Sigur Bandaríkjanna var sann- gjarn en Bandaríkin voru með for- ystu nær allan tímann en þetta var besti leikur liðsins í Aþenu hingað til. Spánverjar komu fullir sjálfs- trausts í leikinn en þeir höfðu sigrað í öllum leikjum sínum í riðlakeppn- inni. Spánverjar léku ekki jafn vel og þeir geta og leikmenn Bandaríkj- anna refsuðu þeim fyrir það. Allen Iverson skoraði 16 stig fyrir Banda- ríkin. AP Richard Jefferson (15), Lamar Odom (14) og Carmelo Anthony (8) fagna eftir leikinn gegn Spáni. Marbury hetjan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.