Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 C 3
FYRIR Evrópukeppni landsliða í
Slóveníu fyrr á árinu voru ákveðin
teikn á lofti um að ekki væri allt með
felldu hjá íslenska landsliðinu í
handknattleik. Þegar á hólminn var
komið kom fljótlega í ljós að leik-
menn voru ekki tilbúnir í slaginn –
varnarleikur var slakur og sóknar-
leikur þunglamalegur.
Íslenska landsliðið var sent heim
eftir þrjá leiki, tvo sem töpuðust og
eitt jafntefli. „Þetta eru gríðarleg
vonbrigði, ég er hundfúll, eins og allt
liðið, með þessa niðurstöðu,“ sagði
Ólafur Stefánsson eftir að flautað
var til leiksloka í Celje í Slóveníu og
hann hélt áfram: „Á þessari stundu
eru mér þó efst í huga þeir Íslend-
ingar sem vonuðust til þess að geta
skemmt sér yfir handknattleik
þessa daga í lok janúar. Nú verða
þeir að leita skemmtunar í öðru og
ég vil hér með biðja þjóðina afsök-
unar á þessum úrslitum og því að við
höfum eyðilagt þá skemmtun. Við
getum hins vegar ennþá bætt fyrir
þetta með því að standa okkur á Ól-
ympíuleikunum í Aþenu í sumar.
Samkvæmt kenningunni um að ann-
að hvert mót sé gott hjá okkur þá
hljóta Ólympíuleikarnir að verða
það,“ sagði Ólafur.
Þegar Ívar Benediktsson, blaða-
maður Morgunblaðsins, gerði upp
EM hafði hann þetta að segja í loka-
kafla sínum frá Celje 26. janúar í
grein undir fyrirsögninni: Skuldinni
ekki skellt alfarið á leikmenn:
Þjálfarinn verður að
líta í eigin barm
Þegar öllu er á botninn hvolft
verður landsliðsþjálfarinn, Guð-
mundur Þórður Guðmundsson, að
líta í eigin barm og velta stöðu sinni
fyrir sér nú að leikslokum. Hann
verður að velta því fyrir sér, hvað
sem öllum samningum við HSÍ líður,
hvort hann sé þess megnugur að
komast lengra með liðið, hvort að-
ferðir hans virki lengur á leikmenn
og hvort þeir hafi trú á þeim. Hvort
hann nái lengur til leikmanna og
takist að smita þá af baráttuanda og
gleði sem þarf til þess að ná árangri
á stórmóti. Hvernig stendur á því að
leikmenn klúðra á annan tug dauða-
færa í einum leik? Er það vegna
þess að spennustig leikmanna er of
hátt? Það var ekki einleikið hvernig
farið var með dauðafærin í leikjun-
um þremur í Slóveníu. Þjálfarinn
verður að velta fyrir sér og skoða of-
an í kjölinn allan leik íslenska lands-
liðsins auk fyrrgreindra atriða áður
en hann tekur ákvörðun um að halda
áfram þjálfun landsliðsins eftir
frammistöðuna í Slóveníu. Ef þjálf-
arinn nær ekki lengur til manna
verður hann að velta stöðu sinni fyr-
ir sér. Í vikunni fyrir mótið, að lok-
inni keppni í Danmörku, sagði Guð-
mundur að íslenska liðið væri á
réttri leið, það var á ágætri leið ein-
mitt þá, en þegar haldið var til Slóv-
eníu tók það skyndilega U-beygju,
hvers vegna? Íslenskur handknatt-
leikur stendur ekki það traustum
fótum að hann megi við annarri eins
útreið á Ólympíuleikunum í Aþenu í
sumar eða á HM í Túnis eftir ár,
komist þá íslenska landsliðið til Tún-
is.
Á næstu vikum verða allir sem að
landsliðinu snúa að fara rækilega yf-
ir sín mál, skuldinni verður ekki
skellt alfarið á leikmenn liðsins, að
þeir hafi ekki verið í æfingu o.s.frv.
Þegar öllu er á botninn hvolft liggur
ábyrgðin fyrst og fremst hjá lands-
liðsþjálfaranum sem nú hefur fengið
að kynnast því súra eftir að hafa
kynnst því sæta á síðustu árum.“
Svo mörg voru orð Ívars og eins
og menn sjá, þá eiga þau enn við –
hefðu getað verið skrifuð eftir ÓL í
Aþenu.
Ég var undrandi þegar ég heyrði
fyrrverandi landsliðsþjálfara Ís-
lands og núverandi stjórnarmann
HSÍ segja í sjónvarpsviðtali á dög-
unum, að íslenska landsliðið hefði
leikið gegn það sterkum þjóðum, að
ekki væri hægt að bóka sigur gegn
þeim fyrirfram. Ef hugsunarháttur-
inn er þannig hjá HSÍ, þá er ekki
hægt að setja nein markmið og kröf-
ur, heldur einungis að taka þátt í
sterkum mótum með gamla ung-
mennafélagshugarfarinu – að vera
með.
Það er allt í lagt að tapa leikjum,
ef menn falla með sæmd. Það er ekki
sama hvernig leikir tapast.
Sagan endurtekur sig. Árangur
landsliðsins nú á EM og ÓL minnir
óneitanlega á hvað var að gerast á
EM í Króatíu 2000 og hvað gerðist á
HM í Frakklandi 2001. Árangur
landsliðsins þá var óviðunandi – 17%
árangur á EM og 42% árangur á
HM. Árangurinn var 17% á EM í
Slóveníu og aðeins 33% á ÓL í
Aþenu, þar sem skyldusigur gegn
Brasilíu náðist með herkjum.
Það er ljóst að tímamót eru hjá
landsliðinu – kynslóðaskipti. Á þeim
tímamótum þarf að gera breytingar,
stokka upp – hleypa ferskum vind-
um inn. Handknattleiksforustan
þarf að setjast niður og hugsa um
framtíðina. Ég er ekki að gera lítið
úr neinum þegar ég tel að nýir menn
verði að fá tækifæri til að móta fram-
tíðarlandsliðið. Ég tel að maðurinn,
sem getur komið með nýja strauma,
sé Atli Hilmarsson, fyrrverandi
landsliðsmaður og atvinnumaður í
Þýskalandi og á Spáni. Atli var afar
farsæll þjálfari hjá KA, þar sem
hann byggði upp nýtt lið skipað ung-
um leikmönnum á aðdáunarverðan
hátt á mjög stuttum tíma – eftir að
margir þungavigtarmenn höfðu yf-
irgefið KA-liðið.
Sigmundur Ó. Steinarsson.
vo
að
kn-
sem
á
da
eir
ig.
Það
ða
mur
um
ði
ð
rek-
ma-
ka
og
okk-
En
a
Samanlagður spilatími íslenskuleikmanna í mínútunum var sem
hér segir:
Guðjón Valur Sigurðsson .......... 360
Ólafur Stefánsson....................... 320
Sigfús Sigurðsson....................... 281
Jaliesky Garcia ........................... 272
Guðmundur Hrafnkelsson ........ 257
Einar Örn Jónsson ..................... 216
Rúnar Sigtryggsson................... 163
Snorri Steinn Guðjónsson ......... 156
Gylfi Gylfason ............................. 145
Roland Valur Eradze................. 103
Róbert Gunnarsson.................... 86
Dagur Sigurðsson ...................... 82
Ásgeir Örn Hallgrímsson.......... 53
Róbert Sighvatsson.................... 17
Kristján Andrésson ................... 6
Allir tóku þátt í öllum sex leikjun-
um, nema hvað Kristján Andrésson
lék fimm og Róbert Sighvatsson að-
eins einn. Kristján kom þó aðeins inn
á í einum leik, gegn Rússum.
Sigfús með bestu nýtinguna
Sigfús Sigurðsson nýtti best sín
marktækifæri af leikmönnum Íslands
á ÓL. Sigfús skoraði úr 19 markskot-
um af 26 sem er 73 prósent nýting.
Dagur Sigurðsson var með slök-
ustu nýtinguna, skoraði úr 2 skotum
af 8 sem er 25 prósent nýting.
Skotnýting íslensku leikmannanna
var sem hér segir:
Sigfús Sigurðsson (19/26) 73%
Róbert Gunnarsson (13/19) 68%
Róbert Sighvatsson (2/3) 67%
Ólafur Stefánsson (43/67) 64%
Guðjón V. Sigurðsson (32/54) 59%
Rúnar Sigtryggsson (4/7) 57%
Einar Örn Jónsson (11/20) 55%
Gylfi Gylfason (7/14) 50%
Ásgeir Ö. Hallgrímsson (5/10) 50%
Jaliesky Garcia (25/62) 40%
Snorri S. Guðjónsson (9/25) 36%
Dagur Sigurðsson (2/8) 25%
Kristján Andrésson (0/1) 0%
Markvarslan var 20 prósent
Markverðir íslenska landsliðsins
vörðu fimmta hvert skot sem kom á
mark þess á ÓL, 47 af 230, eða 20 pró-
sent. Guðmundur Hrafnkelsson varði
36 skot af 167, eða 22 prósent, og Rol-
and Valur Eradze 11 af 63, eða 17 pró-
sent. Þess ber að geta að í tölfræði
leikanna eru aðeins talin þau skot þar
sem liðið vinnur boltann, ekki þegar
boltinn fer aftur til mótherja eftir að
skotið er varið.
Ólafur lagði upp 27 mörk
Eftir riðlakeppnina í Aþenu var
Ólafur Stefánsson sá leikmaður sem
lagt hafði upp flest mörk fyrir sam-
herja sína á leikunum. Hann hafði
lagt upp 27 mörk, auk þess að vera
annar markahæsti leikmaður keppn-
innar eftir gærdaginn með 45 mörk.
Af íslensku leikmönnunum lagði
Jaliesky Garcia upp næstflest mörk,
eða 12 en síðan komu Snorri Steinn
Guðjónsson með 10, Dagur Sigurðs-
son með 6, Guðjón Valur Sigurðsson
5, Rúnar Sigtryggsson 5, Ásgeir Örn
Hallgrímsson 5, Sigfús Sigurðsson 4,
Roland Valur Eradze 2 og þeir Einar
Örn Jónsson og Gylfi Gylfason eitt
hvor.
Sigfús 11 sinnum af velli
Sigfús var rekinn 11 sinnum af velli
og fékk 55 prósent af brottvísunum
Íslands, en þær voru samtals 20. Ólaf-
ur Stefánsson fékk 3 brottvísanir og
síðan fengu Gylfi Gylfason, Guðjón
Valur Sigurðsson, Rúnar Sigtryggs-
son, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Jal-
iesky Garcia og Róbert Gunnarsson
eina brottvísun hvor.
Sigfús fékk einu sinni rauða spjald-
ið fyrir þrjár brottvísanir í leik og þá
fékk Ásgeir Örn einu sinni að líta
rauða spjaldið án þess að hafa verið
áður vísað af velli.
Tapaði boltanum
15 sinnum í leik
Íslenska landsliðið tapaði boltanum
að meðaltali 15 sinnum í hendur mót-
herja sinna í hverjum leik á ÓL. Þá
eru talin þau atvik þar sem boltinn
var sendur í hendur mótherja, dæmd-
ur ruðningur eða önnur sóknarbrot,
sem leiddu til þess að andstæðingarn-
ir fengu boltann í hendurnar, oftast í
hraðaupphlaup. Þetta gerðist samtals
í 92 skipti í leikjunum sex.
Ólafur Stefánsson og Jaliesky
Garcia töpuðu boltanum oftast, 18
sinnum hvor, Guðjón Valur Sigurðs-
son 10 sinnum og Dagur Sigurðsson 9
sinnum
Sigfús Sigurðsson var hins vegar sá
sem oftast náði boltanum af andstæð-
ingunum, 6 sinnum, og hann varði auk
þess 10 skot af 21 sem varnarmenn ís-
lenska liðsins náðu að verja frá mót-
herjum sínum.
Morgunblaðið/Golli
Guðjón Valur Sigurðsson og Rúnar Sigtryggsson fagna á ÓL.
Guðjón
Valur fór
aldrei
af velli
GUÐJÓN Valur Sigurðsson fór
aldrei af velli hjá íslenska hand-
knattleiksliðinu í leikjunum sex
á Ólympíuleikunum í Aþenu.
Hann spilaði sem sagt í allar
360 mínútur Íslands á leik-
unum. Kristján Andrésson spil-
aði minnst, í sex mínútu.
Tímamót
og kynslóða-
skipti
!
"#$ %
&'
("#$ %
&'
)*%%
%
+ %%
&'
"#$ %
&'
, -. %
' )*%%
%
!
/
&'
0 1
+ %%
&'
2 3
4
5
5
5
6
4
6
11'
! " #
11' ! 7 Tromsö hefur
áhuga á Emil
EMIL Hallfreðsson, 20 ára miðjumaður
hjá FH, er undir smásjánni njá norska 1.
deildarliðinu Tromsö. Þjálfari liðsins kom
il landsins á dögunum til að fylgjast með
eikjum og varð hann mjög spenntur fyrir
Emil, sem hefur staðið sig vel með Hafn-
arfjarðarliðinu í sumar og skorað þrjú
mörk í efstu deild.
Tromsö seldi í gær vinstri vængmann-
nn Morten Gamst Pedersen til enska liðs-
ns Blackburn fyrir um 330 millj. kr. og
eitar nú að eftirmanni hins 22 ára gamla
Pedersens sem er í norska landsliðinu.