Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 1
Svar: Blindur er bóklaus maður. Er góð lykt af þér? Notar þú ilmvatn? Hvað veistu um vellyktandi heiminn? 1. Ef þú úðar á þig ilmvatni að sumri til, geturðu … a) … sett á þig meira, því hitinn leysir upp lykt- ina b) … blandað það sólaráburðinum þegar þú ferð í sólbað c) … minnkað skammtinn 2. Ef framtíðarstarf þitt verður að búa til ilm- vötn, þarftu að hafa … a) … stórar nasir b) … gott lyktarskyn c) … stórt safn snýtiklúta 3. Ef þig langar að heimsækja „hina miklu borg ilmvatnanna“ ferðu til … a) … Grasse í Frakklandi b) … Seyðisfjarðar c) … Óslóar í Noregi 4. Til að góða lyktin af þér haldist sem lengst, ættirðu að nota … a) … grænsápuna góðu b) … kölnarvatn c) … ilmvatn 5. Til að tína jasmínblóm, sem eru uppstaðan í ilmvatni, þarf að … a) … klippa greinarnar af blómunum b) … slíta upp blóm fyrir sig með höndunum c) … nota sérhannaða sláttuvél 6. Þegar sagt er að ilmvatn súrni á manni, þýðir það að … a) … það hlaupi í kekki á manni b) … það komi manni í fýlu c) …að lyktin henti manni ekki Niðurstöður … Þrjú eða fleiri rétt svör – Hinn vellyktandi heimur er þér sem opin bók. Og þú lyktar dásamlega! Færri en þrjú rétt svör – Hvernig lykt er eiginlega af þér? Þú þyrftir kannski að fara í bað! Og snýta þér! Lyktar þú vel? Taktu sjálfspróf ÞAÐ er sniðugt að búa til fallega steina í skál til að gefa herberginu góða lykt. Það sem til þarf:  1 dl hveiti  1 dl salt  1⁄4 teskeið ilmkjarnaolíu (uppáhaldslyktina þína)  1½ dl sjóðandi vatn  matarlitir – ef vill  1 fullorðinn aðstoðarmann – nauðsyn Það sem gera skal: 1) Blandið þurrefnunum vandlega saman í skál. 2) Kallið á fullorðna aðstoðarmanninn sem bætir olíunni við, og sjóð- andi vatninu. Lyktin er fyrst mjög sterk en verður síðan daufari. 3) Ef þið viljið lita steinana, bætið þá matarlitnum við, einum dropa í einu þar til rétta litnum er náð. 4) Hnoðið/myndið alls konar steina úr deiginu og látið þá þorna. 5) Nú má henda óhreinum sokkum undir rúm og enginn finnur lyktina. Fjör að föndra Vellyktandi steinar Laugardagur 11. september 2004 Blindur er sjónlaus maður Prentsmiðja Árvakurs hf. Rétt svör: 1. c) Ef þú svitnar eykst lyktin af ilmvatninu. Og ekki nota ilmvatn ef þú ætlar í sólbað, þú gætir fengið brúna bletti á húðina eða jafnvel brunnið. 2. b) Þú munt vinna með 5–6000 mismun- andi tegundir anganar, þarft að velja þær réttu og blanda þeim saman, sem er ekki auðvelt verk … 3. a) Þar er unnið með sérstakar rósateg- undir og jasmínblóm, sem eru mjög eft- irsótt í ilmvötn. 4. c) Ilmvatn er gert úr 8–15% ilmvatns- þykkni, og lyktin helst í um 3–4 klukku- stundir. Í kölnarvatni er minna þykkni og lyktin helst mun skemur. Gleymdu græn- sápunni! 5. b) Þar sem þarf þúsundir blóma til að fá eitt kíló af jasmín, þá geturðu ímyndað þér vinnuna! 6. c) Þín húðgerð og húðfita getur breytt lyktinni af ilmvatninu. Þannig að eins gott er að prófa áður en þú kaupir það. SAGT er að menn hafi fimm skilningarvit eða skynfæri: sjón, heyrn, lykt- arskyn, snertiskyn og bragðskyn. Og við notum þessi skynfæri allan daginn út og inn. Allavega hefðum við lítið að gera ef við sæj- um ekki, heyrðum ekki, fyndum hvorki lykt né snertingu og fyndum ekki bragð af neinum mat. Við gætum hugsað allan dag- inn, en um hvað? Við mynd- um varla vita hvernig heim- urinn er í kringum okkur ef við hefðum ekki skynfæri. Hafið þér þefnema? Lyktarskynið er líkara bragðskyni en sjón eða heyrn. Þegar við finnum lykt af t.d. hundi, er það vegna þess að næstum ósýnilegar agnir, sem kallast sameindir, losna frá hundinum, svífa út í loftið og enda uppi í nefinu á okkur. Þar eru margar milljónir þefnema, litlir nabbar, sem finna lyktina. Þeir eru í beinu sam- bandi við heilann, senda honum skilaboð og heilinn lætur þig skilja að þú hafir fundið lykt. Vonandi góða, því þessir þefnemar eru ekki allir eins. Sumir finna bara matarlykt, aðrir kannski jólalykt og enn aðrir bara skítalykt. Það eru þrjú þúsund tegundir af þefnemum í nefinu á þér, og þú ættir að geta fundið um 10.000 mismunandi lyktir. Bjargvætturinn lyktarskynið Stundum finnum við enga lykt af ein- hverjum hlut, t.d. borði eða glasi. Þá sendir sá hlutur ekki neinar agnir upp í nefið, eða þá að það vantar þefnema í nefið á okkur til að taka á móti þeirri tegund agna sem þeir senda frá sér. Hefurðu tekið eftir því að það er minni lykt af flestum hlutum í frosti? Þá senda þeir nefnilega mun færri agnir frá sér út í andrúmsloftið. Það er ekki bara gam- an að finna lyktir heldur getur lyktarskynið þess vegna bjargað lífi þínu. T.d. ef kviknar í og þú finnur reykjarlyktina. Einnig getur lykt af mat sagt þér til um hvort hann sé úldinn og þannig bjargað þér frá heiftar- legri magapínu eða mat- areitrun. Að missa bragðskynið Annars notum við lykt- arskyn okkar ekki nærri eins mikið og dýrin gera. Þau þurfa að þefa upp matinn sinn, en við förum bara út í búð. Hákarlar geta t.d. fundið lykt af einum blóðdropa í kíló- metra fjarlægð frá hon- um. Svo sagði einhver gáfaður að býflugur geti fundið lykt af hræðslu. Ætli það sé satt? Vissirðu að ef þú held- ur fyrir nefið missirðu bragðskynið? Prófaðu að binda fyrir augun, halda fyrir nefið og láta einhvern gefa þér eitthvað að borða – ekkert úldið samt – og gáðu hvort þú finnur bragð og getur giskað á hvað þú varst að borða. Kannski fattarðu það með snertiskyninu í tungunni? Sniff sniff Hvað er lykt? A – Halló litli þefnemi! B – Hér er þessi líka fína lykt- arskynshimna, bráðnauðsynleg í hvert nef. C – Þessar rósrauðu taugar senda skilaboð frá þefnemunum. D – Og þessi gráa klessa kallast lyktarklumba. Hún er framlenging á heil- anum og vinnur úr skilaboðunum frá taugunum. Svona er umhorfs í nefinu á þér Bíðið við, er ekki eitthvað skrítið við þennan máls- hátt? Kannt þú réttu útgáfuna af honum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.