Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 D 3 börn Kennari: Þegar þú geispar, áttu að setja hendina fyrir munninn! Nemandi: Ha! Og verða bitinn?! Kennari: Af hverju ertu svona sein? Nemandi: Fyrirgefðu, ég svaf yfir mig. Kennari: Hvað? Þarftu líka að sofa heima hjá þér? Sonur: Ég get ekki farið í skólann í dag. Mér líður ekki vel. Faðir: Hvar líður þér illa? Sonur: Í skólanum! Mamma: Ég frétti að þú hefðir skrópað í skólanum til að fara í fótbolta. Sonur: Nei, ég hef fisk til að sanna það! Nemandi (í síma): Sonur minn er mjög kvefaður og kemst ekki í skólann í dag. Skólaritari: Hver er það sem hringir, með leyfi? Nemandi: Það er pabbi minn! Pabbi: Hvernig finnst þér að ganga í skóla? Dóttir: Mér finnst fínt að ganga í skólann og líka heim til baka, en þess á milli leiðist mér! Anna: Kennarinn minn er alltaf að tala við sjálfan sig. En þinn? Óli: Já, hann heldur víst að við séum að hlusta. – Og farðu svo beina leið heim úr skólanum! – Ég get það ekki. Ég bý hinum megin við hornið. Að vera tossi í skóla er eins og að nota kreditkort: Gaman núna – borga seinna! Hlæðu og bekkurinn hlær með þér – en þú getur setið einn eftir! A nna bylti sér í rúminu. Hún gat ekki sofnað. Þetta hafði áreiðan- lega verið ömurlegasti dagurinn í lífi hennar. Allt hafði verið hræðilegt. Fyrst datt hún á svelli á leið- inni í skólann. Jón Emil stal frá henni nestinu í hádeginu. Kata sagðist frekar vilja vera besta vinkona Sóleyjar en hennar. Hún sem hafði ætlað að heimsækja ömmu á spít- alann eftir skóla, þorði það ekki. Ætli hún myndi ekki bara deyja? Það væri eftir öllu. Í staðinn gekk hún heim, en hitti auðvitað akkúrat á stríðn- isgengið í 6. bekk sem fór að elta hana og kasta í hana snjó- kúlum. Síðan sprungu pylsurn- ar sem hún hitaði sér í ör- bylgjuofninum og tölvan fraus. Hjálp! Hvað er í gangi? hugs- aði Anna. Liggur einhver bölv- un á mér? En hvað var nú þetta? Skyndilega heyrði hún eitt- hvert þrusk. Hún stökk út að glugganum. Voru þetta helvítis 6. bekkingarnir enn að elta hana? Úti var ekkert að sjá nema myrkrið og skafrenning- inn á götunni sem glitraði á í birtunni af ljósastaurnum. Ah! Aftur heyrði hún þrusk- ið og nú fyrir aftan sig. Hún sneri sér snökkt við og svip- aðist um. Allt var á sínum stað í herberginu. Litirnir í rusla- hrúgu á skrifborðinu. Voru þeir að renna til með tilheyr- andi þruski? Bækurnar og Andrésblöðin í óreglulegum stöflum í hillunum. Þar virtist ekkert hafa hreyfst. Eldgaml- ar dúkkur í kremju undir fata- hrúgu á gólfinu. Voru þær að reyna að skríða undan hrúg- unni? Ah! Þar heyrðist þruskið aftur! Anna stífnaði upp. Nú vissi hún hvaðan það kom. Frá gamla fataskápnum. Hún gekk hægum og varfærnum skrefum yfir að skápnum. Hún andaði ótt og títt og fannst hún heyra hjartað í sér slá. Ég verð að vera hugrökk, sagði hún í lág- um hljóðum. Hún opnaði skáp- inn varlega, en um leið og ískraði í, sá hún hreyfingu inni í skápnum. Hjálp! Hún skellti hurðinni aftur. Hvað var nú þetta? Og hvað á ég að gera? hvíslaði hún titr- andi röddu, en heyrði það varla svo hátt sló hjartað. Hvað á ég að gera? Fara að grenja? Nei. Hlaupa út? Nei. Anna beit á jaxlinn. Ég verð að vera hugrökk, sagði hún upphátt við sjálfa sig og svipti upp skáphurðinni … Keðjusagan Anna steytir hnefann – Vertu með! Hvað gerist svo? … þeir eru eitthvað svo einmanalegir. Hverju eru þeir eiginlega búnir að týna? Að því kemstu fljótt ef þú bara tengir saman punktana frá 1–75. Ha ha ha! Sturlað skólastuð Aumingja sjóræningjarnir … Hvar á að koma blátt og hvar rautt? Litið Leðurblökumanninn ÞESSI karlabolluklúbbur er í megrunar- keppni. Nú eru þeir að vikta sig og sá sem er léttastur vinnur. En hver sýnist þér vera þyngstur? Smávísbendingar: Hann er með gleraugu, engan hatt og í svörtum skóm. Lausn á öftustu síðunni. Hver er þyngstur? Því ráðið þið – eða allavega eitt ykkar. Sendið fyrir miðvikudaginn 15. september inn ykkar framhald á barn@mbl.is, merkt „keðjusag- an“. Munið að senda einnig nafn, aldur og heimilisfang, því höfundur þess framhalds sem valið verður til birtingar í næsta blaði fær geisladiskahulstur frá Moggabúðinni. Upp með ímyndunaraflið! Hvað gerist svo?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.