Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 4
4 D LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ börn framhald ... HANN FANN LYKTINA AF HUNANGINU YKKAR MMMM!! SLURP!! NÚ HLÝT ÉG AÐ KOMAST... ÞAÐ ER BETRA AÐ HAFA ÁNA Á MILLI OKKAR! VÁ! ÁIN ER FULL AF FISKI! ÉG ER SVANGUR Kalvin & Hobbes SÉRÐU ÁLA, SKJALDBÖKUR EÐA BLÓÐSUGUR NEIBB, ÞETTA ER MISHEPPNAÐUR LEIÐANGURKALVIN & HOBBES HVERNIG ER VATNIÐ? ALVEG ÍSKALT! ÉG FINN EKKI FYRIR FÓTUNUM EF ÉG HREYFI MIG BARA UM 1 cm Á HVERJUM 10 MÍN. ÞÁ ER ÞETTA Í LAGI VERSTI HLUTINN VIÐ ÞETTA ER ÞAÐ ÞEGAR SUNDSKÝLAN BLOTNAR. HÚN RÉTT SNERTIR VATNIÐ, VERÐUR RENNBLAUT OG SÍÐAN LOÐIR HÚN VIÐ MANN ÞANNIG AÐ MANNI VERÐUR ÍSKALT AF HVERJU LÍKUR ÞÚ ÞESSU EKKI AF OG STEKKUR? ERTU AÐ GRÍNAST? LOSTIÐ MUNDI DREPA MIG, ÞAÐ ER BETRA AÐ GERA ÞETTA HÆGT ÞAÐ ER MIKLU BETRA AÐ LJÚKA ÞESSU BARA AF ÞAÐ HEFUR EINHVER MISST ÞIG ÞEGAR ÞÚ VARST KRAKKI SJÁÐU BARA! VARÚÐ! NEI! NEI! NEI! BRR! KANNSKI VAR ÞETTA RÉTT HJÁ ÞÉR EN VIÐ FÁUM ALDREI AÐ VITA ÞAÐ, ER ÞAÐ NOKKUÐ?!? Krakkarýni: Kóralína Spennandi og hræðileg SARA Ósk Þrúðmarsdóttir er 12 ára nemandi í Lang- holtsskóla. Hún er mjög klár og dugleg að teikna, en henni finnst einnig mjög skemmti- legt að lesa og klárar hverja bókina á fætur ann- arri. „Mig vantaði ein- mitt ein- hverja bók að lesa og mamma lét mig bara fá þessa bók og sagði að ég ætti svo að skrifa um hana og að það myndi verða sett í Morgunblaðið og ég hlakkaði geðveikt mikið til,“ segir Sara Ósk. „Sagan var skemmtileg og mjög spennandi en mér fannst hún stundum svolítið ruglingsleg en það var ekkert mikið. Annars var þessi bók mjög fín og ég legg til að allir sem hafa áhuga á spennu lesi hana. Uppáhaldspersónan mín í sögunni er auðvitað Kóralína af því að hún er aðalsöguper- sónan í bókinni og svo fjallar allt um hana og maður kynn- ist henni mest og svo er hún líka hugrökk og sniðug. Mér finnst eftirminnileg- ustu atriðin vera þrjú. Þau eru þegar „hin mamma“ hennar Kóralínu læsir Kór- alínu inni í glerskáp þar sem eru þrjú önnur börn sem eru dáin. Og svo þegar Kóralína hendir svarta kettinum í andlitið á hinni mömmunni og svo er það þegar höndin á hinni mömmunni dettur ofan í brunninn og Kóralína lokar brunninum. Hin mamman er hræðileg- asta persónan í sögunni því hún er norn sem tók lítil börn og þóttist vera önnur mamma þeirra. En sum börnin sem hún tók trúðu því ekki og þá læsti hún þau inni í skáp og þar dóu börnin úr hungri. Og svo var það líka svo óhugnanlegt að hin mamman var með skjanna- hvítar hendur með ótrúlega löngum og blóðrauðum nögl- um. Mér fannst bara alls ekki neitt vera leiðinlegt í þessari bók. Hún var öll skemmtileg nema kannski byrjunin, þá var ekkert skemmtilegt, en svo þegar ég var búin að lesa fyrstu blaðsíðuna fór hún strax að verða skemmtileg.“ Lausn á þraut Karl númer sex er þyngstur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.