Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ börn Nafn: Bergljót María Sigurð- ardóttir Aldur: 12 ára Skóli: 7.GHG í Austurbæjarskóla … með munninum Mér finnst skemmtilegast að tala með munnin- um. Líka að tyggja tyggjó í skólanum. …með eyrunum Að hlusta á bullið í vinum mínum með eyrunum. Mér finnst líka skemmtilegt að hlusta á tónlist með eyrunum, helst þá Hnakkarokk og hipphopp. …með augunum Að horfa á bíómyndir og tölvuskjáinn með augunum, t.d bloggsíður vina minna. …með höndum og fótum Að spila á gítar með höndunum. Líka að vera á MSN. Með fótunum finnst mér skemmtilegast að hjóla. Nafn: Hrefna Namfa Finns- dóttir Aldur: 8 ára Skóli: 3.ÁH Öldu- selsskóla …með munninum Mér finnst skemmtilegast að syngja með munninum. Mér finnst líka gaman að tala með munninum. Það er líka gott að borða jógúrt með munninum. …með eyrunum Mér finnst skemmtilegast að hlusta á pí- anó og kisur með eyrunum. Ég er að læra á píanó og þess vegna þarf ég að hlusta á lög. Það er líka gaman að hlusta á kennarann í skólanum. …með augunum Mér finnst skemmtilegast að horfa á ævintýramyndir með augunum. Líka finnst mér skemmtilegt að horfa á myndir og taka myndir og video. …með fótunum Mér finnst skemmtilegast að dansa með fótunum. Snúsnú er líka mjög skemmtilegt, þá er hægt að hoppa og snúa með hendinni. Hvað finnst þér skemmtilegast? Ef þig langar að birtast í krakka- kynningu hér í Barnablaðinu, þá er ekkert auðveldara en að svara þessum sömu spurningum og senda okkur á barn@mbl.is. En þú þarft líka að senda mynd af þér og merkja hana vel og senda bæði á barn@mbl.is og pix@- mbl.is. Síðan máttu eiga von á því að birtast í blaðinu. Hlökkum til að kynn- ast þér! Mér finnst skemmti- legast að … Krakkakynning UM DAGINN hélt Þjóðdansafélag Reykja- víkur opið hús fyrir börn og unglinga sem langar að prófa íslensku gömlu dansana og þjóðdansa frá öðrum löndum. Nú eru vetr- arnámskeiðin nefnilega að hefjast og allt að fara á fullt í dansinum, enda eins gott að byrja að æfa sig því næsta sumar fara krakkarnir til Finnlands að dansa. Ég fer létt með þennan dans! Hringdansar eru ýkt skemmtilegir. Ætli þetta sé íslenskur dans? Morgunblaðið/Þorkell Þetta er sko gaman! Vinstri saman vinstri, hægri … JÆJA, hversu góð eruð þið í stafsetningu? Nú reynir á það í þessum litla verðlaunaleik. Hér er málið að finna 6 stafa nafn á grænmeti nokkru sem gerir mann sterkan. Ef þið vitið það ekki nú þegar, þá takið þið fyrsta stafinn í orðunum sem hér eru myndir af, raðið þeim í rétta röð og þá finnið þið leyniorðið. Skrifið orðið í reitina, klippið leikinn út og sendið okkur ásamt nafni, aldri og heimilisfangi fyrir 18. september. Þá gætu þrjú ykkar orðið svo heppin að fá DVD-diskinn Toy Story í verðlaun. Jibbý! Heimilisfangið er: Morgunblaðið Börn – Verðlaunaleikur 18/09/04 Kringlunni 1 103 Reykjavík Verðlaunahafar Fyrir hálfum mánuði var spurt um gamalt íslenkt mánaðarheiti, og lausnin var HEYANNIR, eins og svo mörg ykkar vissu. Þrjú ykkar voru dregin út til að fá geisladiskinn Bárður og Birta í Sjaggdad. Og það eru: Ásdís Rúna Guðmundsdóttir, 8 ára Goðalandi 11 108 Reykjavík Bjarni Theodórsson, 6 ára Esjugrund 35 116 Reykjavík Snædís Logadóttir, 6 ára Furugerði 15 108 Reykjavík Til hamingju krakkar! Þið get- ið sótt vinningana ykkar í af- greiðslu Morgunblaðsins á skrif- stofutíma, eða hringt og fengið þá senda heim. Verðlaunaleikur vikunnar ÞÁ lærum við tvö ný tákn sem þýða „stelpa“ og „strákur“. Það er stelpan sem sýnir stelputáknið og strákurinn stráka- táknið. Munið að örvarnar sýna hreyfingu og allir svo að nota tákn með tali! Tákn vikunnar Það geta allir lesið af hverju þessi fína mynd er. Hún er eftir Fríðu Theodórsdóttur, 8 ára fjöllistakonu af Kjal- arnesinu. Við þökkum Fríðu fyrir að vera alltaf svona dugleg að senda okkur efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.