Morgunblaðið - 25.09.2004, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.09.2004, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 B 3 KEFLAVÍK tapaði í gær naumlega fyrir finnsku meisturunum Kuvot, 76:80, í öðrum leik sínum á hinu óopinbera Norðurlandamóti fé- lagsliða í körfuknattleik sem nú stendur yfir í Bærum í Noregi. Keflvíkingar hafa þar með tapað báðum leikjum sínum, þeir biðu líka lægri hlut fyrir Bærums Verk frá Noregi í fyrradag. Þeir eiga þó enn möguleika á að ná öðru sætinu og leika úrslitaleik mótsins en þeir geta náð því með því að sigra Norr- köping Dolphins frá Svíþjóð í dag. Keflavík var yfir, 26:20, eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leik- hluta skoraði liðið aðeins 6 stig og var undir í hálfleik, 32:45. Finn- arnir héldu forystunni eftir það, staðan var 63:53 eftir þriðja leik- hluta en undir lokin minnkaði Keflavík muninn tvisvar í tvö stig. „Þetta var miklu betri leikur en gegn Norðmönnunum, en finnska liðið er miklu sterkara en það norska. Við höfðum burði til að sigra en fórum illa að ráði okkar í öðrum leikhluta. En liðið bætti sig vel á milli leikja, og stefnan er að halda áfram á þeirri braut,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, við Morgunblaðið. Stig Keflavíkur: Anthony Glover 31, Gunnar Einarsson 12, Magnús Gunnarsson 10, Arnar Freyr Jóns- son 7, Jimmy Miggins 6, Davíð Jónsson 6, Halldór Halldórsson 2, Jón N. Hafsteinsson 2. Naumt tap Keflavíkur gegn Kuvot frá Finnlandi FÓLK  GYLFI Þór Orrason, milliríkja- dómari í knattspyrnu, dæmir leik FH og KA í undanúrslitum bik- arkeppninnar sem fram fer í dag kl. 14 og honum til aðstoðar verða Gunnar Gylfason og Eyjólfur Ágúst Finnsson.  JÓHANNES Valgeirsson mun dæma leik Keflavíkur og HK sem fram fer á morgun kl. 14. Aðstoð- ardómarar verða þeir Einar K. Guðmundsson og Sigurður Óli Þorleifsson.  RÚV sýnir báða leikina í beinni útsendingu. Leikur FH og KA verður klukkan 14 á laugardag og leikur Keflavíkur og HK klukkan 14 á sunnudag.  KEFLAVÍK og HK hafa haldið mörkum sínum hreinum í bikar- keppninni til þessa. HK hefur leik- ið alla fjóra leiki sína á heimavelli og lagt þar að velli Deigluna, 3:0, ÍA, 1:0, Reyni S., 1:0 og Val, 1:0.  KEFLAVÍK hefur hins vegar spilað leiki sína á útivelli. Keflavík vann 3:0 sigur á Völsungi, lagði Fram, 1:0 og Fylki með sömu markatölu.  FH byrjaði þátttöku sína í bik- arkeppninni í ár með 5:0 sigri á Ægi. Því næst lagði liðið Aftureld- ingu, 1:0, og síðan KR, 3:1.  KA sigraði Tindastól, 1:0, í 32 liða úrslitunum, Víking 4:2 í 16 liða úrslitunum og í ÍBV í vítaspyrnu- keppni í 8 liða úrslitunum eftir markalaust jafntefli.  KA og FH mættust í undanúr- slitum bikarkeppninnar fyrir þremur árum. KA sem var í 1. deild gerði sér þá lítið fyrir og lagði úrvalsdeildarlið FH í Kapla- krika, 3:0. KA er að leika í undan- úrslitum bikarsins fjórða árið í röð.  SVERRIR Garðarsson, varnar- maðurinn sterki hjá FH, tekur út leikbann í leiknum við KA.  HÖRÐUR Már Magnússon hefur reynst HK-mönnum dýrmætur í bikarkeppninni. Hörður skoraði öll þrjú mörkin á móti Deiglunni. Hann skoraði sigurmarkið á móti bikarmeisturum ÍA í 32 liða úrslit- unum og sigurmarkið á móti Val í 8 liða úrslitunum.  HÖRÐUR Már, sem lék úrslita- leik bikarkeppninnar með Val gegn KA árið 1992, hefur því skorað 5 af 6 mörkum HK í keppninni til þessa.  ZORAN Daníel Ljubicic, fyrirliði Keflavíkur, hóf feril sinn á Íslandi með HK, lék þar í tvö ár og er fimmti markahæsti leikmaður Kópavogsfélagsins frá upphafi með 32 mörk.  GUNNLEIFUR Gunnleifsson, markvörðurinn snjalli úr HK, sem ekki hefur fengið mark á sig í bik- arnum í ár, lék í tvö ár með Kefla- vík í úrvalsdeildinni, 2000 og 2001, en áður stóð hann um skeið í mark- inu hjá KR-ingum. NÁMSKEIÐUM Knatt- spyrnuakademíu Íslands sem hefjast áttu á mánudag hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna kennaraverkfalls- ins. „Þetta gengur ekki meðan á verkfalli stendur vegna þess að námskeiðin eru fyrir skóla- tíma á morgnana, hefjast kl. 6.30, og það var greinilegt að iðkendur voru ekki tilbúnir til að mæta þá og fara síðan aftur heim í stað þess að mæta í skólann. Við verðum því að bíða um sinn og sjá hvernig verkfallið þróast áður en við ákveðum hvenær við förum af stað,“ sagði Arnór Guðjohn- sen, einn forvígismanna KAÍ. Frestað vegna verkfalls Morgunblaðið/Kristján u við KA-mennina Atla Þórarinsson fyrirliða og Stein Viðar Gunnarsson varnarmann í leik liðanna á Ak- ngar fögnuðu sigri og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu Hafnarfjarðarfélagsins. ÍÞRÓTTIR MM íslenskir kylfingar reyndu fyrir á fyrsta stigi úrtökumóts evrópsku taraðarinnar í golfi sem fram fór á mur stöðum á Englandi í síðustu u og skiluðu 20% af „stofninum“ sér leið á annað stig úrtökumótsins m fram fer í nóvember nk. Líklega ætisnýliðun ef Hafrannsóknastofnun ði gert skýrslu um keppnina – yfir ðaltali síðustu ára. irgir Leifur Hafþórsson úr GKG g nokkur feilspor á fyrsta keppn- eginum af fjórum en lék að öðru i eins og krafist var af honum. Á u höggi yfir pari samtals og endaði í i 28 efstu á Carden Park-vellinum. ði reyndar mun betur og endaði í –16. sæti. igurpáll Geir Sveinsson, GA, var ins einu höggi frá því að komast am á St. Annes-vellinum og Ólafur r Sigurðsson úr GK var tveimur gum frá því að komast á annað stig ökumótsins en hann lék á Carden k. Magnús Lárusson úr GKj. var þrem- höggum frá 28. sætinu á Chart s-vellinum en Heiðar Davíð Braga- úr GKj. náði sér ekki á strik að su sinni á St. Annes en er með gamannatitla frá Spáni og Wales. ðar Davíð hefur sýnt að hann getur arað sig í keppni við þá bestu sem eru áhugamenn líkt og hann og gnús Lárusson. Alls komust 149 fingar í gegnum fyrsta flöskuháls- af þremur á úrtökumótunum fimm. slenskir atvinnukylfingar búa við þá töðu í íslensku íþróttaumhverfi að rkir frá einkaaðilum og fyrirtækjum a þeim kleift að taka þátt í mótum – el gengur að safna fé til slíkra ða. irgir Leifur Hafþórsson er skýr- a dæmið um óslípaðan demant sem mínu mati fær ekki sanngjarna með- dlun þegar kemur að því að útdeila r afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíu- mbands Íslands. Á yfirstandandi keppnistímabili hef- Birgir Leifur sýnt það og sannað að n er besti kylfingur landsins. Ís- dsmeistari í höggleik, Íslandsmeist- ari í holukeppni, stigameistari Toyota- mótaraðarinnar, og Íslandsmeistari í sveitakeppni með GKG. Í stuttu máli – langbestur. Í sjöunda sinn á sínum ferli reynir hann fyrir sér á úrtökumóti fyrir evr- ópsku mótaröðina í golfi. Þar reyna fyrir sér um 900 kylfingar á hverju ári og aðeins 4% þeirra ná alla leið inn á mótaröðina enda aðeins 35 aðgöngu- miðar í boði á hverju ári. Líkurnar eru að mörgu leyti eins og í getraunum eða í lottó. Og á þeim vett- vangi standa íslenskir kylfingar höllum fæti. Stærsti hlutinn af því fé sem afreks- sjóður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fær til úthlutunar á hverju ári kemur frá sölu á lottó- og getrauna- seðlum. Sérstök nefnd á vegum ÍSÍ út- deilir fé til afreksmanna og kvenna en farið er eftir reglugerð við úthlutunina. En viðskiptavinir sem kaupa lottó og getraunseðla fá litlu um það ráðið hvert stuðningur þeirra eigi að renna – að undanskilinni söluþóknun til fé- lagsliða sem eiga sitt eigið „getrauna- númer“. Að mínu mati er stór brotalöm í áherslum nefndarinnar sem hefur skil- greint hlutverk sitt með þeim hætti að meirihluti af ráðstöfunarfé nefnd- arinnar skuli renna til íþróttagreina sem eru undir hatti Ólympíu- nefndarinnar, IOC. Sem sagt Ólympíugreinar og skil- greiningar sem nefndin vinnur eftir eru að mínu mati afar óraunhæfar sé litið á íþróttagreinar sem eru vinsælar á heimsvísu. Bestu kylfingar heims hafa lýst því yfir að þeir hafi ekki áhuga á því að taka þátt á Ólympíuleikum í nánustu framíð. Stórmótin fjögur sem eru á hverju keppnistímabili samhliða móta- röðum í Ameríku, Asíu og Evrópu nægja afrekskylfingum eins og staðan er í dag. Nútíma-fimmtarþraut, sam- hæfð sundfimi, samhæfðar dýfingar, sundknattleikur og „landhokkí“ eru Ól- ympíugreinar sem eru framar en golfið í goggunarröðinni samkvæmt vinnu- reglum afrekssjóðsins. Í starfsreglum afreksjóðs er stuðst við eftirfarandi skilgreiningu á afrek- um: „Afreksíþróttafólki í einstaklings- greinum er skipt niður í þrjá styrk- leikaflokka til viðmiðunar: A-flokkur Afreksíþróttamenn sem teljast líklegir til þess að verða meðal átta bestu ánæstu Ólympíuleikum eða heimsmeistarakeppni í sinni íþrótta- grein. B-flokkur afreksíþróttamenn með 20 bestu í heiminum í sinni íþróttagrein. C-flokkur afreksíþróttamenn með 40 bestu í heiminum í sinni íþróttagrein.“ Það er vissulega gott að setja sér há- leit markmið en fyrir ungt íþróttafólk sem ætlar sér að ná langt eru þessi við- mið oft á tíðum óraunhæf. Dæmi:  Sá kylfingur sem er í áttunda sæti á heimslistanum í dag hefur unnið sér inn rúmlega 230 millj. kr. á þessu ári og hann heitir Paidraig Harrington og er frá Írlandi. Harrington var upptek- inn um síðustu helgi vegna Ryder- keppninnar á Oakland Hills. Ef Harr- ington væri íslenskur ríkisborgari fengi hann 160.000 kr. á mánuði fyrir stöðu sína á heimslista. – Eins og hann þyrfti á því halda!  Spánverjinn Miguel Angel Jimenez er í 20. sæti, B-leikmaður, samkvæmt skilgreiningu afrekssjóðsins. Jimenez var líkt og Harrington upptekinn við Ryder-keppnina um sl. helgi og hefur unnið sér inn um 140 millj. kr. á þessu keppnistímabili. Jimenez fengi 80.000 kr. á mánuði frá afrekssjóðnum miðað við afrek sín á þessu ári – ef hann væri íslenskur.  Chris Riley var að ég held einnig að keppa um síðustu helgi með Ryder-liði Bandaríkjamanna. Hann er sem stend- ur í 40. sæti á heimslistanum, með 86 millj. kr. í verðlaunafé. Riley yrði að sætta sig við 40.000 kr. á mánuði frá af- rekssjóðnum ef hann væri íslenskur enda C-leikmaður. Birgir Leifur Hafþórsson, Sigurpáll Geir Sveinsson, Heiðar Davíð Braga- son, Magnús Lárusson, Ólafur Már Sigurðsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Ólöf María Jónsdóttir eru afrek- skylfingar sem hafa valið að reyna fyr- ir sér á meðal þeirra bestu. En til þess að ná alla leið eru margir flöskuhálsar og kostnaðurinn mikill og afreksmaður á borð við Björgvin Sigurbergsson sá sér ekki fært að taka þátt að þessu sinni vegna óvissu um fjárhagslega framtíð sína sem atvinnumaður. Stuðningur Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands hefur verið til skammar við afrekskylfinga á undanförnum ár- um af þeirri einföldu ástæðu að skil- greiningar og vinnureglur afrekssjóðs- ins eru langt frá því að vera raunhæfar. Á árunum 1999–2003 fékk Golf- samband Íslands úthlutað samtals 3,6 millj. kr. af tæplega 123 millj. kr. sem afrekssjóður úthlutaði á þessum tíma. Það gerir tæp 3% af heildarúthlutun sjóðsins – og er í engu samræmi við hlutfall þeirra sem stunda golf. Enda næstfjölmennasta íþróttagrein lands- ins á eftir knattspyrnu. Og vel á minnst. Knattspyrnuhreyfingin fékk 6,6% af heildarköku afrekssjóðsins á árunum 1999–2003 og er það efni í aðra grein. Sigurður Elvar Þórólfsson Afrekssjóður á villigötum seth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.