Morgunblaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2004 B 11 Óskað er eftir tilboðum í: Hitaþolnar plastpípur PR80 DIN 8077-1977-12 Útboðsgögn verða seld frá og með þriðjudeginum 28. september 2004, hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1,110 Reykjavík. Verð útboðsgagna er kr 3.000. Tilboð verða opnuð á sama stað í fundarsal á 3. hæð, vesturhúsi, fimmtudaginn 21. október 2004 kl. 11.00. OR/04/028 Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • Fax 516 7000 www.or.is/utbod ÚTBOÐ Útboð Utanhússviðgerðir o.fl. Húsfélögin Víðimel 19, 21 og 23, Reykjavík, óska hér með eftir tilboðum í utanhússviðgerð- ir. Húsfélagið samanstendur af 31 íbúð. Helstu verkþættir eru sem hér segir: Viðgerð á þökum, endurnýjun á þakjárni og þakgluggum. Múrviðgerðir ásamt endursteiningu hússins. Brjóta niður eldri svalir og koma fyrir nýjum forsteyptum svölum með léttum handriðum. Smíða ný létt skyggni fyrir anddyri. Endurnýjun og lagfæring glugga. Málun utanúss. Rafmagn, breyting á veikstraumslögnum. Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofunni Hamraborg sf., Hamraborg 10, Kópavogi, 3. hæð, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Verklok 1. ágúst 2005. Tilboð verða opnuð á Verkfræðistofunni Hamra- borg sf., Hamraborg 10, 3. hæð, miðvikudaginn 6. október 2004 kl. 16.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboð Drangsnes, Hólmavík, Óspakseyri Sjóvarnargarðar Siglingastofnun óskar eftir tilboðum í gerð sjó- varnargarða á ofantöldum stöðum. Helstu magntölur: Drangsnes, 532 m3 flokkað grjót af stærð 0,1- 1,5 tonn. Hólmavík, 327 m3 óflokkuð kjarnafylling og 263 m³ flokkað grjót af stærð 0,3-1,5 tonn. Óspakseyri, 418 m3 óflokkuð kjarnafylling og 322 m³ flokkað grjót af stærð 0,2-2,5 tonn. Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. desember 2004. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Siglinga- stofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi, frá þriðju- deginum 28. september gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðjudag- inn 12. október 2004 kl. 11:00. Siglingastofnun. Vatnamót í Skaftárhreppi Landeigendafélag Hörgslandsþorps óskar eftir tilboðum í veiði í Vatnamótum í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Vatnamót eru þar sem mætast Skaftá, Breið- balakvísl og Fossálar. Um er að ræða fimm stanga svæði sem leigist til næstu fimm ára, frá og með 1. apríl 2005. Svæðið leigist án veiðihúss. Vatnasvæðið er um 8 km sunnan þjóðvegarins, 32 kílómetra austan við Kirkju- bæjarklaustur. Vegalengdin frá Reykjavík er 290 km. Landeigendafélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öll- um. Verðtilboðum þarf að skila skriflega fyrir 5. október 2004 til Landeigendafélags Hörgs- landsþorps, Hörgslandi 2, 880 Kirkjubæjar- klaustri. Einnig má senda tilboð í tölvupósti á netfangið: olafiaj@centrum.is. Nánari upplýsingar veita Sigurður Kristinsson í síma 487 4863 eða í tölvupósti iggis@hvippinn.is og Ólafía Jakobsdóttir í síma 892 9650 eða tölvupósti olafiaj@centrum.is. Tilboð óskast í íbúðarblokk við Kópavogsbraut 1d, Kópavogi 13671 Kópavogsbraut 1d, Kópavogi. Um er að ræða íbúðarblokk sem er tvær hæðir auk kjallara og neðri kjallara, ásamt þakrými sem er vel manngengt og hefur verið nýtt sem geymslurými. Húsið er byggt úr steinsteypu árið 1960. Stærð hússins er 1679 m² og stærð lóðar 3841 fm. Húsið var klætt að utan með Stenex- plötum ásamt því að skipt var um glugga og gler fyrir um 10 árum. Brunabótamat húsnæðis- ins er kr. 135.960.000 og fasteigna- og lóðamat er kr. 128.745.000. Húseignin er til sýnis í samráði við Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík í síma 530 1412. Til- boðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðu- blaði. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 14.00 þann 12. október 2004 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Tilboð óskast í grunnskólann að Núpi í Ísafjarðarbæ 13605 Um er að ræða skólahúsnæði og íbúð að Núpi, Dýrafirði, Ísafjarðarbæ. Húsnæðið er byggt 1975. Stærð skólahúsnæðisins er 316,6 m² og íbúðar 173,0 m². Brunabótamat eignanna er kr. 61.029.000 og fasteignamat er kr. 14.178.000. Nánari upplýsingar um ofangreinda eign veita Ríkiskaup í síma 530 1412, Borgartúni 7, 105 Reykjavík þar sem tilboðseyðublöð ásamt leið- beiningum um útfyllingu tilboðseyðublaða liggja frammi. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10.00 hinn 19. október 2004 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Skólaakstur - útboð Kópavogsbær auglýsir útboð skólaaksturs fyrir Salaskóla, Lindaskóla og Smáraskóla. Hér er um að ræða akstur í íþróttir og sund. Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu fræðslu- sviðs, Fannborg 2 (2. hæð) frá 27. september. Frestur til að skila tilboðum er til 8. október kl. 15. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs. ÚU T B O Ð Forval 13680 - Íþrótta- og kennslu- húsnæði fyrir Menntaskólann í Hamrahlíð Ríkiskaup, fyrir hönd menntamálaráðuneytis, efna til forvals vegna byggingu á íþrótta- og kennsluhúsnæði fyrir Menntaskólann í Hamra- hlíð, til að velja þátttakendur í fyrirhugað lokað alútboð. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í fyrirhuguðu útboði skulu senda inn þátttökutilkynningu ásamt umbeðnum upplýsingum. Verkið felst í hönnun og byggingu á nýju íþrótta- og kennsluhúsi sem rísa skal á lóð Menntaskól- ans við Hamrahlíð. Byggingin verður um 2.000 m² að stærð nettó þ.e. án tæknirýma, ganga, stiga, inn- og útveggja. Verkefni verktaka nær til hönnunar og smíði hússins ásamt frágangi, innréttingum og hluta búnaðar þannig að allar kröfur verkkaupa og yfirvalda séu uppfylltar. Nýbyggingu MH er ætlað þríþætt hlutverk:  að rúma aðstöðu fyrir fjölbreytta líkamsræktar- kennslu  að opna fyrir fjölgun um allt að 150 nemendur  að leysa úr brýnustu húsnæðisþörfum skólans að að öðru leyti (beint eða með endurskipu- lagi á eldra húsnæði). Áætlað er að framkvæmdir geti hafist næsta vor og þeim verði lokið sumarið 2006. Forvalsgögn verða til afgreiðslu hjá Ríkiskaupum frá og með þriðjudeginum 28. septem- ber nk. Verð forvalsgagna er kr. 3.500. Þátttöku- tilkynningar skulu berast Ríkiskaupum eigi síðar en 19. október 2004 kl. 11.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.