Morgunblaðið - 29.09.2004, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.09.2004, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 C 3 bílar SJÖUNDI bíllinn frá Renault hlaut formlega 5 stjörnu vottun frá Euro NCAP þegar Louis Schweitzer, stjórnarformaður Renault, fékk af- hent vottunarskírteini fyrir Modus á bílasýningunni í París. Modus er jafn- framt fyrsti smábíllinn til að fá 5 stjörnur af 5 mögulegum í öryggis- prófun Euro NCAP. Tímamót innan bílaiðnaðarins Skírteinið afhenti Claes Tingvall, stjórnarformaður Euro NCAP. Tingvall sagði að það væru sann- kölluð tímamót innan bílaiðnaðarins að einn og sami framleiðandinn fengi 5 stjörnu vottun í sjöunda sinn fyrir jafn margar bifreiðar. Hann benti jafn- framt á mikilvægi þess að bíla- framleiðendur legðu aukna áherslu á aukið bifreiðaöryggi, án þess að grípa þurfi til hertra lagaboða. Louis Schweitzer sagði að afhend- ingunni lokinni að Euro NCAP hefði gerbreytt viðhorfum jafnt bílaiðn- aðarins sem almennings til mik- ilvægis bifreiðaöryggis á skömmum tíma. „Fyrir ekki nema fimm árum, hafði öryggi takmarkað vægi í hugum fólks þegar það keypti sér bíl. Euro NCAP hefur breytt þessum við- horfum til hins betra, fyrst og fremst með því að sannreyna á hlutlægan hátt fullyrðingar framleiðenda um ör- yggisbúnað einstakra bifreiða. Þannig hefur stofnuninni tekist að virkja markaðsöflin, sem er síðan að skila sér í sífellt öruggari bílum.“ Claes Tingvall, stjórnarformaður Euro NCAP, afhendir Louis Schweitzer, stjórnarformanni Renault, vottunina. Euro NCAP hefur breytt vægi örygg- isbúnaðar HARALDUR Þór Stefánsson, sölustjóri hjá Lexus, var einn þeirra Íslendinga sem sóttu bílasýninguna í París. Hann sagði að stóru tíðindin hjá Lexus á sýningunni væru RX300h tvinnbíllinn, sem þar var sýndur í fyrsta sinn, og þriðja kynslóð GS-línunnar. Hann segir að um nýjan bíl sé að ræða að öllu leyti. „Sem fyrr verða tvær vélarstærðir í boði, annars vegar 3,0 lítra, sex strokka vél sem er 245 hestöfl og hins vegar 4,3 lítra, V8 sem er 300 hestöfl. Yfir- byggingu bílsins er algjörlega breytt og þá er hann kominn með svokallað VDIM, sem er nýtt tölvu- stýrt stöðugleikakerfi, sem tekur mið af hemlun og hröðun. Einnig er komin sex þrepa sjálfskipting með handskiptivali og 18 tommu felgur á V8 bílinn. Bíllinn er líka stærri en hann var og búast má við að hann hækki eitthvað í verði,“ segir Haraldur Þór. Nýr og breyttur Lexus GS Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Haraldur Þór Stefánsson við nýjan Lexus GS sem sýndur var í París. NORSKA vefsíðan Dinside.no, þar sem er að finna yfirgripsmikla bíla- umfjöllun, gerði á dögunum könnun á afstöðu lesenda sinna til suður-kór- eska bílaframleiðandans Hyundai. Hyundai er sá bílaframleiðandi í heiminum sem er í mestum vexti. Af 1.000 lesendum sem létu álit sitt í ljós höfðu 559 jákvæða afstöðu til merkisins en 414, eða 43%, höfðu ennþá efasemdir um gæði fram- leiðslunnar. Hyundai er langstærsti bílafram- leiðandinn í Suður-Kóreu og á þar að auki meirihluta í Kia. Keppinautur- inn Daewoo, sem á auk þess Ssan- gYong, er dvergur í samanburði við veldi Hyundai. Verksmiðja Hyundai í Ulsan er ein sú stærsta í heimi og þar er framleiðslugetan 1,5 milljónir bíla á ári. Hyundai hefur á undan- förnum árum sett á markað fjölda nýrra bíla og markmið fyrirtækisins er að verða fimmti stærsti bílafram- leiðandi heims árið 2010. Í ágúst spurði Dinside.no lesendur sína um afstöðuna til Skoda. 87% af 1.200 sem svöruðu töldu að Skoda væri orðinn virðingarverður fram- leiðandi góðra bíla. Hyundai á því enn nokkuð í land meðal norskra að ná sömu stöðu og Skoda. Meirihluti með jákvæða afstöðu til Hyundai ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.