Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 8
8 C MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ bílar B ræðurnir Rúnar og Baldur Jónssynir á Subaru Legacy unnu fimmta og síðasta mót sumarsins sem fram fór á Suðurnesjum síðastliðinn laugar- dag. Eknar voru sérleiðir um Kleif- arvatn, Ísólfsskála, Reykjanes og Djúpavatn ásamt því að eknir voru þrír hringir á rallíkrossbrautinni en þeir töldu ekki með í keppninni heldur var það meira gert til sýnis fyrir áhorfendur. Þeir Rúnar og Baldur höfðu þegar tryggt sér Ís- landsmeistaratitilinn fyrir keppnina en óku greitt engu að síður og héldu þeir Sigurði Braga Guðmundssyni og Ísak Guðjónssyni á Ford Focus WRC fyrir aftan sig alla keppnina. Allt þar til ekið var inn á Djúpavatn gat brugðið til beggja vona því leið- in er löng og erfið en þar lentu þeir Sigurður Bragi og Ísak í miklum vandræðum og voru þeir heppnir að klára leiðina. Strax á fyrstu metrunum biluðu rúðuþurrkurnar hjá þeim Sigurði Braga og Ísak og í því veðri sem var á laugardaginn var þetta stórt vandamál. Á annarri sérleið misstu þeir síðan bremsurnar og brutu framöxul. Á síðustu sérleiðinni um Djúpavatn tók miðstöðin einnig upp á því að bila þannig að það fyllist allt af móðu ofan á rúðuþurrku- vandamálið og þeir sáu því lítið út, óku þrisvar útaf á leiðinni. Var aldrei ætlunin að dóla með „Hugsunin hjá okkur var að fara í gegnum þetta rallí þétt en hafa jafnframt gaman af akstrinum,“ sagði Rúnar. „Veðrið setti strik í reikninginn, það var mikil bleyta og rok. Vegirnir voru því ekkert upp á sitt besta. Við náðum aldrei al- mennilegum takti í keppninni fyrr en inn á Djúpavatni og áttum því mikið inni. Samt sem áður náðum við að sigra og við erum mjög sáttir við það. Það var aldrei ætlunin að dóla bara með þótt ekkert væri í húfi nema að vinna keppnina og ákváðum því bara að taka þátt í þeim slag. Við erum mjög sáttir við tímabilið í heild sinni og hefur þetta gengið framar björtustu vonum hjá okkur. Miðað við hvernig tímabilið leit út fyrirfram þá höfum við keyrt alveg ofboðslega vel í sumar, lagt mikið undir í akstrinum og sýnt hvað við getum,“ sagði Rúnar að keppni lokinni. Framhaldið hjá þeim bræðrum er óvíst og munu þeir nota veturinn til að hugsa hvað þeir gera og hvort þeir haldi áfram yfirhöfuð að keppa. Við upphaf tímabilsins var því spáð að Subaru-bíll þeirra bræðra ætti ekki mikið erindi í Ford Focus en annað kom á daginn. Rúnar og Baldur unnu sína heimavinnu vel, mættu yfirvegaðir til keppni og uppskáru samkvæmt því. Sigurður Bragi og Ísak urðu fyrir mörgum óhöppum ásamt því að hafa aldrei náð fullum tökum á bílnum. „Nú verður sumarið gert upp og vonandi eigum við möguleika á að halda bílnum,“ sagði Sigurður Bragi. „Það sem ég er óánægðastur með er hvað mér hefur lítið farið fram. Sumarið í sumar ætluðum við að nota til að læra en það er alveg ljóst að ef við verðum með næsta sumar þá verður það lærdómssumarið. Mér þarf að fara mikið fram til að geta gengið að einhverjum sigrum vísum og ég þarf að læra betur á bílinn fyrir næsta sumar því Rúnar kann margfalt betur á sinn bíl en ég kann á minn,“ sagði Sigurður Bragi að keppni lokinni. Hlöðver Baldursson og Halldór G. Jónsson á Peugeot 306 S16 náðu að tryggja sér Íslandsmeistaratit- ilinn í 2000 cc flokknum með naum- indum en þeir urðu í öðru sæti á eft- ir Daníel Sigurðssyni og Sunnevu Lind Ólafsdóttur á Honda Civic. Ekki mátti miklu muna að Daníel og Sunneva næðu að taka titilinn því Hlöðver og Halldór urðu að sigra eða hafna í öðru sæti til að tryggja sér titilinn en þeir Hilmar B. Þráinsson og Ægir Arnarsson á Toyota Corolla urðu einungis þrem- ur sekúndum á eftir þeim Hlöðveri og Halldóri. Sjaldan eða aldrei hef- ur Íslandsmeistaratitill unnist á minni mun því ef Hlöðver eða Hall- dór hefðu verið fjórum sekúndum lengur að aka eina sérleið þá hefðu þeir ekki orðið Íslandsmeistarar. Ekki munaði nema 26 sekúndum á milli sjöunda og ellefta sætis í heildarkeppninni sem er með ólík- indum jafnt eftir rúmlega 74 kíló- metra akstur á sérleiðum í ofsaroki og rigningu. Ragnar Einarsson og Steinar Sturluson voru í raun í fjórða sæti yfir heildina en fengu á sig eina og hálfa mínútu í refsingu fyrir að mæta of seint á fyrstu leið og féllu við það niður í sjötta sæti. Mikill sekúnduslagur                                   !" # $    %       & ' !    &    &  ()   * +    #  % ,    &  '  &&   -- , )- .  $, /   0 12  43  +   "      # $  + (. !  !&  56 7.  $  %  , )  & #   . 5 , )    # &$  %3  1  5    '  &  3   89  :/;<  =       > 8 ? @ 9 A B C D >E >> >8 >? >@ >9 >A EE;@E;@D EE;@8;@C EE;@A;8E EE;@C;EE EE;@C;@E EE;@D;8A EE;9E;>D EE;9E;88 EE;9E;8? EE;9E;@8 EE;9E;@9 EE;98;>A EE;9?;>A EE;9@;@9 E>;ED;@> E>;>D;?D   /" 238EEE/ 4 4 2 11F"2%! /.:G@H@ & F ! 2I2 + J K ?EA>A = 3 F  =. = 3 F 2=@ = 3 F  =. L  = 3 F  =. = 3 F  =.  1  = 3 F  =. =/AE> :F  = 3 =. -  )$    Ljósmynd/Gunnlaugur Einar Briem Rúnar og Baldur á fleygiferð á Subaru-bílnum sínum á einni sérleiðinni. Hlöðver og Halldór tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 2000 cc flokknum. LANDROVEREIGENDUR létu ekki rok og rigningu á sig fá á laugardag- inn þegar Landroverklúbbur B&L efndi til haustferðar sinnar, að þessu sinni upp í Skorradal um Uxahryggi og Bláskógaheiði og síðan línuveginn yfir Skarðsheiði.Um 60 bílar voru með í ferð, allt frá hálfþrítugum Landrover upp í nýja Discovery og Range Rover lúxusjeppa. Undirrit- aður bjóst satt að segja ekki við jafngóðri þátttöku og raunin varð í því slagveðri sem heilsaði þennan dag, en er ekki lífið fullt af óvæntum uppákomum þegar allt kemur til alls? En auðvitað var þetta ekki óvænt uppákoma, heldur þaul- skipulögð samkoma áhugasamra jeppaeigenda. Landroverklúbbur B&L er nú orðinn sex ára og hefur haldið úti öflugu starfi síðan fyrsta ferðin var farin í Þórsmörk haustið 1998. Eins og venjulega byrjaði ferðin að þessu sinni í höfuðstöðvum B&L við Grjótháls þar sem boðið var upp á morgunkaffi og smákruðerí. Úti ham- aðist regnið en enginn kippti sér upp við slíka smámuni. Upp úr dagmálum var sett í gang og ekið sem leið lá upp á Þingvöll og þaðan upp á Uxa- hryggi. Það reyndi harla lítið á jepp- ana fyrr en komið var inn á línuveg- inn niður í Skorradal og þar fengum við nóg af busli. Mikið var í ám og lækjum þennan dag eins og vænta mátti og drullupollarnir skiptu tug- um. Vinnukonurnar voru því óspart notaðar, enda gekk drjúgt yfir bílana í öllum hamaganginum. Að sjálfsögðu óku sumir virðulega og með sínu lagi, en þarna vantaði aldeilis ekki öku- þóra sem fannst æði gaman af sem mestum skvettugangi. „Þetta er ungt og leikur sér,“ heyrðist í ein- hverjum. Það kann að vera að sumum hafi þótt gamanið vera farið að kárna þegar bílalestin kom inn á línuveginn á Skarðsheiðinni því hann reyndist þungfær á köflum. Draga þurfti bíl og bíl upp úr drullupyttum og var á stundum hálfskrýtið að sjá óbreytta lúxusjeppa í gargandi torfærum. En þetta var auðvitað fólk „úti að leika“ og engin ástæða til að spara sinn fjallabíl, þegar alltaf má og ef allt sit- ur fast. Reyndar átti það við um undirritaðan, því Defenderjeppinn hans kolfestist í drullu fyrir klaufa- skap. En þarna voru góðir ferða- félagar, sem voru ekki seinir á sér að rétta fram hjálparhönd. Stuttu síðar var Roverinn kominn á beinu braut- ina og allt gekk eins og í sögu niður að félagsheimilinu að Hlöðum á Hval- fjarðarströnd. Þar svignuðu borðin undan kræsingum að hætti B&L, en það er siður í þessum ferðum að elda ofan í mannskapinn í ferðalok. Pylsur handa ungviðinu og lambakjöt handa hinum eldri. Af þeim þremur ferðum sem und- irritaður hefur farið í með B&L er þetta sú strembnasta hvað varðar torfærur, en það var auðvitað hið besta mál. Skipuleggjendur verða líka að fá prik fyrir leiðarval með því að fara ekki allt of langt út fyrir bæinn. Ekki er sérlega skemmtilegt að aka klukkutímum saman á venjulegum vegum áður en mesta fjörið byrjar. Það er komin mikil og góð reynsla á jeppaferðir B&L og nú hefur hinn stóraukni Landroveráhugi landans fætt af sér hinn svonefnda Íslandroverklúbb. Ferðaáhuginn er í fyrirrúmi og nú er bara að bíða eftir næstu jeppaferð. Vonandi er ekki langt í hana. Landroverklúbbur B&L í haustferð um Skarðsheiði Í leik á Landrover Morgunblaðið/Örlygur Um að gera að láta vaða í forina. Bílabað bíður við næsta barð. Bílarnir þornuðu vart milli vatnsfalla, en svona er nú jeppasportið. Farið í hressilegt bílabað á Range Rover í einum smálæknum. orsi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.