Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 C 7
bílar
slétt ofan í gólfið þegar sætin eru
ekki í notkun. Ekki liggur fyrir hve-
nær Pathfinder og Murano koma til
Íslands en innan tíðar er von á nýrri
kynslóð Patrol, sem er minna breytt-
ur en búast hefði mátt við.
Breiðastur jepplinganna
Mikil endurnýjun á sér stað hjá
Kia, sem er í meirihlutaeigu Hyundai.
Í París var frumkynnt ný kynslóð
Sportage-jepplingsins sem er orðinn
stærri og mun nútímalegri bíll á að
líta. Hyundai kynnti reyndar líka sína
útgáfu af jepplingi í þessum stærð-
arflokki, Tucson, en hann ásamt
Sportage keppa við bíla eins og
Toyota RAV4, Honda CR-V og Ford
Escape. Sportage hefur það fram yf-
ir RAV4 að hann er 10 cm lengri en
15 cm styttri en Nissan X-Trail, og
verður því ekki stærsti bíllinn í sín-
um flokki. Hann verður hins vegar sá
breiðasti í sínum flokki, 2 cm
breiðari en Honda CR-V. Varadekkið
er haft undir farangursrýminu og þar
með er afturhlerinn látinn opnast
upp, sem er kostur. Bíllinn verður
boðinn með þremur vélum, 2,0 l
bensínvél, 142 hestafla, 2,7 l V6
bensínvél, og 2,0 lítra dísilvél, 142
hestafla.
Kia Sportage er mun nútímalegri í útliti og breiðastur jepplinganna.
Tucson frumsýndur um allt land
B&L frumsýnir nýja sportjeppann Hyundai Tucson næstu
helgi, eins og greint hefur verið frá. Frumsýningin mun þó
ekki fara fram einvörðungu í Reykjavík, heldur víðs vegar um
landið í samstarfi við umboðsaðila B&L. Heiðar J. Sveinsson,
forstöðumaður sölusviðs, segir það skemmtilega tilbreytingu
að frumsýna nýjan sportjeppa á sama tíma um allt land. Tölu-
vert hafi verið spurt um hann síðustu vikur og með hliðsjón
af því að áhuginn væri ekki bundinn Reykjavík eingöngu,
hefði verið ákveðið að leita eftir samstarfi við stærstu um-
boðsaðila B&L. Auk B&L verður Tucson frumsýndur hjá SG
bílum í Reykjanesbæ, Bílási á Akranesi, Bílasölu Akureyrar,
Bifreiðaverkstæðinu Áka á Sauðárkróki og Bifreiðaverkstæði
Borgþórs á Egilsstöðum.
VETNI hefur um áratugi verið notað til að knýja eld-
flaugar sem skotið er út fyrir himinhvolfið og á síðustu ár-
um hafa bílaframleiðendur gert tilraunir með vetni í bílum.
Þeir framleiðendur sem þetta hafa gert hafa flestir farið
þá leið að búa tilraunabíla með
efnarafölunum sem umbreytir vetni á
þar til gerðum geymslutönkum í raf-
magn og vatn, en BMW hefur frá
fyrstu tíð valið þá leið að halda sig við
gamla brunahreyfilinn og knýja bílinn
með hreinu vetni.
Nýlega setti BMW níu heimsmet
með þessari tækni. Fyrirtækið tekur
svo djúpt í árina að segja að metin
marki upphafið að vetnisöldinni.
Metin voru sett í tilraunabílnum
H2R. Hann er með sex lítra, 12
strokka vél sem skilar 285 hestöflum.
Hröðun bílsins úr kyrrstöðu í 100 km gerðist á sex sek-
úndum og hámarkshraðinn var 302,4 km á klst. Þetta er
mikill hraði sé miðað við aðra bíla sem byggja á vetn-
istækni. Vélin í H2R er í megindráttum byggð á tólf
strokka bensínvél BMW sem boðin var í 760i bílnum.
Vetnisbrunavél BMW státar af nýjustu tækni eins og t.d.
breytilegum opnunartíma ventla, svokallaðri Valvetronic-
tækni. Stærstu breytingarnar á vélinni snerta innspraut-
unarkerfi hennar. BMW hyggst í framtíðinni setja á mark-
að fyrsta tvíorkubílinn í lúxusflokki. Bíllinn verður af nú-
verandi kynslóð BMW 7 og verður þetta fyrsti bíllinn sem
brennir jafnt bensíni sem vetni.
Metin sem sett voru á H2R eru eftirfarandi. Fyrst kem-
ur tíminn, síðan vegalengdin og loks hámarkshraðinn:
Á ferð í einn km: 11.993 sekúndur - 300,190.
Á ferð í eina mílu: 19,912 sekúndur - 290,962.
Úr kyrrstöðu í 1/8 mílu: 9,921 - 72,997.
Úr kyrrstöðu í kvartmílu: 14,933 - 96,994.
Úr kyrrstöðu í ½ km: 17,269 - 103,233.
Úr kyrrstöðu í 1 mílu: 36,725 - 157,757.
Úr kyrrstöðu í 10 mílur: 221,052 - 262,094.
Úr kyrrstöðu í 1 km: 26,557 - 135,557.
Úr kyrrstöðu í 10 km: 146,406 - 245,892.
Brennir vetni og nær rúmlega 302 km hraða á klst.
Níu met á vetnisknúnum BMW
Tæknimenn BMW
koma vetnistank-
inum fyrir í H2R.
HONDA hefur þróað rafmagnsvespu með efnarafala sem
umbreytir vetni í raforku. Efnarafalastæðan kallast Honda
FC Stack. Hægt er að gang-
setja vélina í frosti án vand-
ræða og samstæðan er létt-
ari og minni en áður hefur
þekkst enda er þessi gerð
hennar sérstaklega hönnuð
fyrir vespuna. Honda hefur
mikla reynslu af framleiðslu
efnarafala í bíla en að því er
best er vitað er þetta í fyrsta
sinn sem boðið er upp á
þessa tækni í vespu. Raf-
magnsvespan er byggð á
125cc vespu, sem er sú
stærð sem einna vinsælust
er til notkunar í stórborgum
víða um heim.
Efnarafallinn er fyrir
miðju hjólinu en rafmótorinn
við afturhjólið. Vespan er
svipuð að stærð og þyngd
og venjuleg vespa með
bensínmótor. Honda hyggst
halda áfram að þróa þessa
nýju vespu og gera tæknihluta hennar ennþá minni og léttari
í þeim tilgangi að hún nái sama ökudrægi og venjuleg vespa í
þessum stærðarflokki. Stóri kosturinn við rafmagnsvespu af
þessu tagi er að hún er mengunarlaus með öllu og stuðlar
því að minnkun á losun lofttegunda sem stuðla að gróður-
húsaáhrifum. Honda hyggst hefja sölu á rafmagnsvespu
með efnarafala síðar á þessu ári í Bandaríkjunum og á næsta
ári í Japan. Engin áform eru uppi um að selja hana í Evrópu.
Vespa með efnarafal frá Honda
Minni gerð vespunnar hentar í
þétta borgarumferðina.
Hvorki loft- né hljóðmengun fylgir
rafmagnsvespunni.