Morgunblaðið - 29.09.2004, Síða 4
Gerðarlegir hurðarhúnar sem gott er
að grípa um með vettlinga.
S
uzuki Grand Vitara er einn
minnsti fullbúni jeppinn á
markaði hérlendis. Þetta er
allsérstæður bíll vegna þess
að hann minnir að flestu leyti á
frændur sína jepplingana, ekki síst í
öllum málum og útliti, en undir
skinninu er fullgildur jeppi, byggður
á sjálfstæða grind og með háu og
lágu drifi. Grand Vitara er búinn að
vera til í sömu gerð alveg síðan 1998
þegar hann leysti Vitara af hólmi.
Síðan 1998 hefur hann fengið all-
nokkrar breytingar og þá síðustu í
fyrra. Það breytir því ekki að hér er
jeppi sem er fyrir löngu búinn að
sanna gildi sitt við íslenskar aðstæð-
ur og hefur þótt ódýr í rekstri, áreið-
anlegur og bilanafrír. Seint á næsta
ári er búist við að fyrstu kynslóða-
skiptin verði og bíllinn þá kynntur í
nýrri mynd. En á meðan núverandi
gerð lifir er hann boðinn í sérstökum
Limited-pakka og þar vekur athygli
mikill búnaður á hagstæðu verði.
Þrjár bensínvélar – ein dísil
Við endurnýjuðum kynnin af
Grand Vitara á dögunum. Hann er til
í þrennra dyra útgáfu og fimm og
síðan í sjö sæta gerðinni XL-7. Í
þrennra dyra gerðinni er hann fáan-
legur með 1,6 lítra bensínvél en í
fimm dyra gerðinni með 2,0 lítra vél
og 2,5 lítra V6 vél og síðan 2,0 lítra
dísilvél.
2,0 lítra bensínvélin skilar að há-
marki 128 hestöflum. Í Limited-
gerðinni er hann með fjögurra þrepa
sjálfskiptingu. Sjálfskiptingin er
með „power“-stillingu sem gerir að
verkum að hann skiptir sér seinna
upp. Sömuleiðis er hann með yfirgír
sem hentar vel á þjóðvegaakstri.
Þeir sem eru að leita að miklu afli
ættu heldur að skoða bílinn með V6
vélinni. 2,0 lítra vélin er svo sem ekk-
ert orkubúnt en hún dugar bílnum
þó við allar venjulegar aðstæður og
sjálfskiptingin tekur lítið afl til sín.
Stundum vantar þó dálítið upp á við
framúrakstur úti á þjóðvegum. Bíll-
inn togar hins vegar 174 Nm strax
við 2.900 snúninga.
Grand Vitara Limited er 4,21 m á
lengd og tekur fimm manns í sæti.
Vel er búið að ökumanni með upphit-
uðum sætum og stillanlegum arm-
púða milli framsætanna. Rúður eru
allar rafdrifnar og útispeglar raf-
drifnir með upphitun. Sætin eru
klædd með dökku leðri sem og stýr-
ishjólið og í mælaborði er viðar-
klæðning og tvílit innrétting. Það
kemur samt á óvart að bíllinn hafi
aðeins tvö þriggja punkta belti og
tvo hnakkapúða í aftursætum miðað
við að hann er skráður fimm manna.
Þetta hlýtur að vera eitthvað sem
breytist með nýrri kynslóð hans.
Að utan aðgreinir hann sig frá
venjulegri gerð Grand Vitara með ál-
felgum, þokuljósum, krómuðu grilli,
varahjólshlíf í samlit, silfurlituðum
þakbogum, vindskeið með hemlaljósi
og krómuðum hurðarhúnum. Þetta
er búnaður sem ætti að kosta auka-
lega hátt í 400.000 krónur en fæst
með Limited á 180.000 krónur.
Fullbúinn jeppi
Sem fyrr segir er Grand Vitara
einn um það í þessum flokki að vera
byggður á sjálfstæða grind, sem
flestir framleiðendur virðast reynd-
ar vera að hverfa frá. En það breytir
því ekki að bíllinn virkar sterkari
fyrir vikið og betur fallinn til breyt-
inga jafnframt. Einfalt er að láta
hækka bílinn upp um 4 cm og þar
með er hægt að koma 30" dekkjum
undir hann. Ennfremur er Grand
Vitara með millikassa. Honum er við
eðlilegar aðstæður ekið í framdrifi
en hægt er að tengja afturdrif á allt
að 100 km hraða með stöng við hlið
gírstangarinnar. Þeir sem vilja eign-
ast jeppa á sjálfstæðri grind í þess-
um stærðarflokki eiga aðeins einn
kost, þ.e.a.s. Grand Vitara, og ekki
nema í skamman tíma, því þegar
kynslóðaskipti verða á næsta ári
verður bíllinn með sambyggða yfir-
byggingu og grind.
Það er því óhætt að segja að hér sé
um fullbúinn jeppa að ræða á hag-
stæðu verði, eða 2.825.000 krónur.
Hann er kannski ekkert ýkja spenn-
andi en fullreyndur við íslenskar að-
stæður, rúmgóður og hörkuduglegur
bíll til fjölbreyttra nota.
Morgunblaðið/Þorkell
Grand Vitara hefur verið sem næst óbreyttur síðan 1998.
Betur búinn Grand Vitara
Suzuki Grand Vitara er eini jeppinn í þessum stærðarflokki
með millikassa og á sjálfstæðri grind.
Afturhleri opnast til hliðar og farangursrýmið er allgott.
Í Limited-gerð fylgja álfelgur og bíllinn
er samlitur með silfurlitum topp-
grindarbogum.
Leðurklætt stýri og gírstöng er staðalbúnaður í Limited
ásamt sjálfskiptingu.
4 C MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Vél: Fjögurra strokka
bensínvél, 16 ventla.
1.995 rúmsentimetrar.
Afl: 128 hestöfl við 5.900
snúninga á mínútu.
Tog: 174 Nm við 4.300
snúninga á mínútu.
Gírskipting: Fjögurra
þrepa sjálfskipting.
Drifkerfi: Framdrif með
tengjanlegu afturdrifi,
hátt og lágt drif.
Eigin þyngd: 1.375 kg.
Lengd: 4.215 mm.
Breidd: 1.780 mm.
Hæð: 1.740 mm.
Hemlar: Kældir diska-
hemlar að framan, skálar
að aftan, ABS, EBD.
Verð: 2.825.000 kr.
Umboð: Suzuki bílar hf.
Suzuki Grand Vitara
2.0 Limited
gugu@mbl.is
REYNSLUAKSTUR
Suzuki Grand Vitara
Guðjón Guðmundsson