Morgunblaðið - 29.09.2004, Side 5

Morgunblaðið - 29.09.2004, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 C 5 bílar SÆNSKI vörubíla- og rútuframleið- andinn fékk á dögunum viðurkenn- inguna vörubíll ársins 2005 fyrir hina nýju R-línu í vörubílum sem kynnt var fyrr á árinu. Var viðurkenningin afhent við athöfn á atvinnubílasýningunni í Hannover í Þýskalandi. Um leið kynnir Scania P- og T-línuna og er þá öll vörubílalína Scania ný, þrjár mismun- andi gerðir af húsum og er hver lína boðin í nokkrum útfærslum. Þá er einnig ný vél í boði, sem er 9 lítra og fimm strokka, og er hún með sömu uppbyggingu og 11, 12 og 16 lítra vél- arnar sem þýðir að einstakir hlutir vél- anna eru eins. Í rökstuðningi fyrir valinu á R-línu Scania sem vörubíl ársins kemur fram að aðbúnaður bílstjóra og þægindi sem honum eru búin í nýju húsunum vegi þyngst. Þessi atriði veiti bílstjóranum meiri ánægju í akstri en auk þess eru vélar Scania taldar hagkvæmar. For- ráðamenn Scania segja að viðurkenn- ing sem þessi sýni styrk framleiðsl- unnar ekki aðeins fyrir heimalandið heldur einnig á alþjóðamarkað. Öll línan með nýjum húsum „Í megindráttum má segja að P- línan sé einkum notuð í verkefni á styttri leiðum, í jarðvinnu og í vöru- dreifingu, R-línan þjónar þeim sem stunda langflutninga og T-línan eru húddbílarnir sem bæði eru notaðir í langflutninga og í malar- og jarðvinnu- verkefni,“ segir Bjarni Arnarson, sölu- stjóri á vélasviði Heklu, þegar hann er beðinn að greina frá helstu nýjung- unum hjá Scania. Bjarni segir að núna sé öll vörubílalína Scania með nýjum húsum sem einnig eru endurnýjuð hið innra en alls eru kringum 450 mögu- leikar á útfærslum bílanna hvað varð- ar hús og vélar þegar allt er talið sam- an. P-, R- og T-línurnar bjóða allar uppá mismunandi gerðir húsa en aðalnýj- ungin nú er svonefnt eitt og hálft hús, þ.e. hús með bekk aftan við sætin þar sem bílstjóri getur fleygt sér og nýtt plássið til geymslu en í minni hús- unum eru sætin alveg aftur við gafl- inn. Þetta hús er fáanlegt bæði í P og R-línunum. Önnur nýjung í húsum er svonefnt Highline-hús sem er ívið lægra en hæsta húsið, Topline, eða 184 cm. Í Highline getur bílstjóri stað- ið uppréttur ofan á vélinni sem þykir hentugt t.d. þegar hann vill klæðast vinnugalla. Bjarni nefnir einnig að Scania sé eini vörubílaframleiðandinn sem nú þegar býður vélar sem full- nægja svonefndum Euro 4 kröfum varðandi mengandi útblástur en þau skilyrði ganga ekki í gildi fyrr en á næsta ári. „Þessi skilyrði skipta kannski ekki miklu máli hér á landi en bæði í Þýskalandi og Sviss fá vörubíla- eigendur ákveðinn skattafslátt ef þeir nýta sér strax vélar sem falla undir þessi skilyrði,“ segir Bjarni einnig. Eins og fyrr segir er T-línan húdd- bílar, þ.e. ekki með frambyggðum hús- um, og hefur Scania haldið í þessa línu þar sem nokkur eftirspurn er alltaf eftir húddbílum. Bjarni segir suma bíl- stjóra telja þessa hönnun bíla fara bet- ur með sig þar sem bílstjórar sitja aft- an við framöxulinn en ekki beint ofan við hann eins og á frambyggðu bíl- unum. Hlutfall T-línunnar er þó ekki hátt í framleiðslunni, trúlega kringum 10%. Innan dyra eru ýmsar nýjungar, m.a. er mælaborðið nýtt, hægt er að fá það í tveimur lengdum og er lengri gerðin ætluð tölvum og öðrum slíkum búnaði sem er æ meira nýttur í bílum í lang- flutningum. Mælaborðinu hefur verið ýtt heldur nær framrúðu sem gefur meira pláss og meðal annarra breyt- inga er að útvarpið sem var ofan við framrúðu hefur verið fært niður í borð- ið, stillingar fyrir útvarp og aksturs- tölvu eru komnar í stýri og í kojuhús- unum er stjórnborð í kojunni fyrir útvarp og fleira. Fjölbreytt úrval véla Nýja 9 lítra vélin kemur í stað 9 lítra og 6 strokka vélar og er hún nokkru léttari en fyrirrennarinn. Bjarni segir að tveir bílar séu væntanlegir hingað til lands með þessari nýju vél en hún er fáanleg í þremur stærðum með togi uppá 1.050, 1.250 og 1.550 Nm. Þar sem vélin er byggð upp á sömu ein- ingum og stærri vélarnar er fram- leiðslan hagkvæmari og einfaldara að sinna þjónustu við vélaframboðið þótt stærðir séu ólíkar. Önnur ný vél hjá Scania er 420 hestafla vél sem full- nægir Euro 4 skilyrðum eins og áður er vikið að og sú þriðja er V8 vél sem boðin er 500 hestafla með 2.400 Nm togi. Til samanburðar má nefna að öfl- ugasta vélin frá Scania í dag er V8 vél sem er 580 hestöfl og togar 2.700 Nm. Scania kjörinn vörubíll ársins Morgunblaðið/jt Meðal nýjunga hjá Scania er þetta hús sem nefnt er eitt og hálft hús sem þýðir að nokkurt pláss er aftan við sætin en þó er þar ekki fullkomin svefnaðstaða. Bjarni Arnarson ræðir hér við Sigurð Gylfason (í miðið) og Rúnar Bragason. ATVINNA mbl.is Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A. Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada - Allar tegundir bíla á sölu www.natcars.com 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 Toyota Landcruiser 100 TDI, 02/99, ek. 165 þ. km, blár, ssk., leður, samlitur, kastaragrind. Verð 4100 þús. Subaru Legacy Outback, 05/03, ek. 27 þ. km, hvít- ur, ssk., hvítur, leður, toppl. Fluttur inn af umboði. Verð 3200 þús. MMC Pajero Long disel turbo, 06/97, ek. 155 þ. km, 2,8 dísel, ssk., saml., r-r, álfelgur o.fl. Verð 1540 þús. Nissan Patrol Elegance, 04/01, ek 94 þ. km, ssk., 33" breyttur, leður, toppl., spoiler, svartur. Glæsilegur bíll. Verð 3290 þús. Suzuki Intruder 1400, árg 2000, ekið aðeins 8 þ. km. Hjólið er allt nýyfirfarið og í toppstandi. Verð 1090 þús. Volvo V-70 Cross Country, 11/03, ek. 12 þ. km, vínr., leður, topl., álfe., s+v dekk, 4x4. Fluttur inn af umboði. Verð 4400 þús. Tjónaskoðun Réttingar • Sprautun Vesturbæingar Seltirningar Leitið ekki langt yfi r skammt BYGGGÖRÐUM 8, SÍMAR: FAX: 561 1190 899 2190 561 1190 Alhliða bifreiðaverkstæði réttingar og sprautun. ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT Mikið úrval af notuðum dekkjum 13 - 14 - 15 - 16 - 17 og 18 tommu. Eigum einnig nýja og notaða sólaða hjólbarða Eldshöfða 6 s. 567-6860 BÍLLINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.