Morgunblaðið - 06.10.2004, Side 2

Morgunblaðið - 06.10.2004, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÍLDIN KOMIN Síld af norsk-íslenskum stofni veiddist skammt undan Glettinga- nesi á Austfjörðum í síðustu viku og mun það vera í fyrsta sinn í 37 ár sem síld af þessum stofni veiðist svo nærri landi í vetursetu. Tekjuafgangur eykst Samkvæmt frumvarpi til fjár- aukalaga er gert ráð fyrir að tekju- afgangur á ríkissjóði aukist um 1,1 milljarð kr. á þessu ári og fari úr 6,7 milljörðum samkvæmt fjárlögum fyrir 2004 í 7,8 milljarða kr. í endur- skoðaðri áætlun. Lífeyrissjóðir of margir Lífeyrissjóðirnir eru of margir og áhættudreifing þeirra oft óskynsam- leg vegna tengingar við ákveðnar starfsstéttir. Þetta kom fram í máli Sigurjóns Þ. Árnasonar, banka- stjóra Landsbankans, á fundi Líf- eyrissjóðs verkfræðinga í gær. Olíuverð í 51 dollara Verð á olíu fór í fyrsta skipti yfir 51 dollara fatið á markaði í New York í gær. Verðhækkunin er rakin til truflana sem orðið hafa í olíu- framleiðslu á Mexíkóflóa af völdum fellibylja þar að undanförnu. Bremer setur Bush í bobba Paul Bremer, fyrrverandi land- stjóri í Írak, segir að Bandaríkja- menn hafi ekki haft nógu marga her- menn í Írak eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli og að þeir hefðu „goldið þess dýru verði“. Þessi ummæli Bremers þykja neyðarleg fyrir George W. Bush Bandaríkja- forseta sem varið hefur undirbúning og áætlanir bandarískra stjórnvalda vegna innrásarinnar í Írak. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #             $         %&' ( )***                               ÓGLEYMANLEG SAGA UM VINÁTTU GYÐINGADRENGS VIÐ ARABAKAUPMANNINN IBRAHIM ÚTGEFANDI SÖGUNNAR AF PÍ KYNNIR: HERRAIBRAHIMOGBLÓMKÓRANSINS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN EFTIR ERIC-EMMANUELSCHMITT BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti í gær að beina því til skipulags- og bygginganefndar að hefja breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur í þá átt að eingöngu verði gert ráð fyrir tveggja akreina Hallsvegi í stað fjögurra. Flutti Steinunn Valdís Óskarsdóttir tillögu þess efnis fyrir hönd borgarfulltrúa R-listans. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fögnuðu þessari tillögu og greiddu henni atkvæði. „Málflutn- ingur okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn og skipulagsnefnd hef- ur verið á þann veg að við höfum ekki viljað sjá fjórfaldan Hallsveg,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. „U- beygja R-listans er bara hið besta mál.“ Nú liggur Hallsvegur frá Strand- vegi í Grafarvogi að Fjallkonuvegi. Fyrir liggur að hann verði tengdur við Víkurveg eins og sjá má á með- fylgjandi mynd. Síðar á að tengja hann við Vesturlandsveg en sá hluti á eftir að fara í umhverfismat að sögn Jóns H. Sigurðssonar íbúa í hverfinu. Í aðalskipulagi hafi verið gert ráð fyrir fjórum akreinum alla þessa leið. Steinunn Valdís sagði að í sam- tölum sínum við íbúa í Grafarvogi hefði komið fram að þeir vildu ekki loka veginum. Þeir vildu einungis að það skipulag, sem gilti þegar þeir fengu lóðir sínar úthlutaðar á árun- um 1988 til 1992, standi. Í því hefði verið gert ráð fyrir Hallsvegi sem tengibraut en ekki stofnbraut. Hún hefði bent á það í skipulags- og bygg- inganefnd í sumar að engin tímasett áform væru uppi um að breikka veg- inn þó svo að gert væri ráð fyrir breikkuninni á aðalskipulagi. Tvær akreinar duga „Miðað við núverandi umferð á Hallsvegi og þá umferð sem áætluð er að minnsta kosti næsta aldar- fjórðung er ljóst að tveggja akreina Hallsvegur dugar sem tenging við Vesturlandsveg í stað fjögurra, sem Vegagerðin hefur alltaf gert ráð fyr- ir,“ sagði Steinunn þegar hún las upp úr greinargerð með tillögu R- listans. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins, sagði að ákvörðunin 1991 að skilgreina Halls- veg sem stofnbraut hafi ekkert með það að gera að hann þyrfti að vera fjórar akreinar. Þessar skilgreining- ar á vegum sem stofnbraut eða tengibraut skipti aðeins máli í sam- skiptum ríkis og Reykjavíkurborgar. Ríkið tæki þátt í kostnaði við stofn- brautir en ekki tengibrautir. Hallsvegur í Grafarvogi verði tvær akreinar en ekki fjórar         !                                                     MEIRIHLUTI sveitarstjórnar Skagafjarðar er klofinn í afstöðu sinni til tillögu um að setja Villinga- nesvirkjun inn á nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins. Þetta segir Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar og oddviti sjálfstæðismanna, sem mynda meirihlutann ásamt Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, VG. Gísli segir að í versta falli sé meiri- hlutasamstarf flokkanna í hættu en í besta falli „láti menn þetta yfir sig ganga í bili“. Umræðum og afgreiðslu um tillög- una var frestað til næsta fundar sveitarstjórnar á morgun, en hún kom frá formanni skipulags- og byggingarnefndar, Bjarna Marons- syni, sem situr í sveitarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk. Gísli segist ekki telja vera þörf á Villinganesvirkjun og um það hafi verið sátt í meirihlut- anum. Hins vegar hafi tekist sam- komulag um að gera ráð fyrir Skata- staðavirkjun inni á skipulaginu. Reiknar Gísli ekki með að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á morgun. Bjarni Jónsson, annar fulltrúi VG í sveitarstjórn, vill ekkert fullyrða um hvort meirihlutasamstarfið sé í hættu. Í gildi sé ítarlegur málefna- samningur milli flokkanna, eitt áhersluatriði samningsins sé að hverfa frá áformum um Villinganes- virkjun. Bjarni segist ganga út frá því að við þennan samning meirihlut- ans verði staðið af heilindum. Vinstri grænir hafi ekki aðrar væntingar. Ný tillaga um Villinganesvirkjun Meirihlutinn klof- inn í afstöðu sinni „ÞAÐ er búið að breyta Hlemmi í Hlemm annars staðar í heiminum, það má segja það,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndar- innar A Little Trip to Heaven, en verið var að taka atriði fyrir kvik- myndina í gærkvöldi og nótt. Hlemmur var orðinn öllu banda- rískari en menn eiga að venjast í gærkvöldi, en honum var breytt í vettvang rútuslyss sem á að eiga sér stað snemma í kvikmyndinni. Bandarísku leikararnir Forest Whitaker og Peter Coyote voru meðal leikara í atriðinu á Hlemmi. Morgunblaðið/Þorkell Kvikmyndað á breyttum Hlemmi „VIÐ lítum á þetta sem áfangasigur,“ segir Jón H. Sigurðsson sem býr við Garðshús þar sem Hallsvegur mun fara framhjá, en hann á einnig sæti í íbúasamtökum Grafarvogs. Íbúar séu þó áfram ósáttir við að umferð, sem komi Grafarvogi ekkert við, verði beint í gegnum hverfið um Hallsveg. Samþykkt borgarstjórnar í gær sé viðleitni í þá átt að gera hverfið ekki algjörlega óbyggilegt. Íbúasamtökin eigi fund með Árna Þór Sigurðssyni, forseta borgarstjórnar, í dag þar sem fyrirhuguðu gegnumstreymi umferð- ar verði andmælt. Áfangasigur ICELANDAIR hefur ákveðið að kaupa sjálfvirk hjartastuðtæki í flug- flota sinn en tækin eru notuð til að gefa stuð þeim sem verða fyrir hjartastoppi. Gera má ráð fyrir að kostnaður við kaupin í þotur félags- ins sé milli þrjár og fjórar milljónir króna auk kostnaðar við þjálfun og sé kostnaði deilt niður á fjölda flug- farþega á ári myndi það þýða um þriggja króna hækkun fargjalds á hvern farþega. „Við vonumst til þess að þessu verði lokið innan árs. Það er verið að kanna það hvaða tæki henta þörfum okkar og aðstæðum best,“ segir Guð- jón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Í grein í nýjasta hefti Lækna- blaðsins er lýst sjúkratilfelli þar sem farþega í flugi í erlendri flugvél milli Bretlands og Bandaríkjanna var komið til bjargar með slíku tæki. Læknar, sem voru meðal farþega, meðhöndluðu manninn og vélin lenti í Keflavík um klukkustund eftir að farþeginn veiktist. Hann var fluttur á Landspítalann þar sem íslenskir læknar meðhöndluðu hann. Var hann útskrifaður 12 dögum síðar. Hjartastuð- tæki í þotum Icelandair Í dag Sigmund 8 Bréf 25 Úr verinu 11 Minningar 26/27 Viðskipti 12 Myndasögur /32 Erlent 16 Dagbók 32/34 Minn staður 17 Staður og stund 34 Höfuðborgin 18 Listir 35/37 Landið 18/19 Af listum 35 Akureyri 19 Fólk 38/41 Daglegt líf 20 Bíó 38/41 Umræðan 21/25 Ljósvakamiðlar 42 Forystugrein 22 Veður 43 Viðhorf 24 Staksteinar 43 * * *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.