Morgunblaðið - 19.10.2004, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.10.2004, Qupperneq 2
ÍÞRÓTTIR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Grindav. – Hamar/Self. 134:111 Grindavík, úrvalsdeild karla, Intersport- deildin, mánudaginn 18. október 2004. Gangur leiksins: 20:12, 32:26, 39:31, 51:40, 60:57, 71:60, 92:73, 97:78, 104:82, 123:96, 128:111, 134:111. Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 48, Páll Axel Vilbergsson 28, Justin Miller 21, Kristinn Friðriksson 12, Jóhann Ólafsson 12, Þorleifur Ólafsson 6, Eggert Pálsson 4, Morten Shmidowin 3. Fráköst: 23 í vörn – 19 í sókn. Stig Hamars/Selfoss: Chris Woods 35, Marvin Valdimarsson 31, Damon Bailey 26, Friðrik Hreinsson 11, Pétur Ingvars- son 3, Svavar Pálsson 3, Atli Gunnarsson 2. Fráköst: 23 í vörn – 19 í sókn. Villur: Grindavík 25 – Hamar/Selfoss 19. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Aðalsteinn Hjartarson. Áhorfendur: Um 300. Staðan: Njarðvík 2 2 0 209:158 4 Grindavík 2 2 0 224:191 4 Fjölnir 2 2 0 191:169 4 KR 2 2 0 167:151 4 Haukar 2 1 1 182:145 2 Keflavík 2 1 1 192:163 2 Skallagrímur 2 1 1 177:177 2 Snæfell 2 1 1 167:172 2 ÍR 2 0 2 173:206 0 Hamar/Selfoss 2 0 2 188:224 0 KFÍ 2 0 2 168:210 0 Tindastóll 2 0 2 134:206 0 1. deild karla Stjarnan – Þór A .................................. 78:71 Drangur – Þór A .................................. 73:76 Höttur – Valur...................................... 77:67 Þór Þ. – ÍA............................................ 90:50 Staðan: Þór A. 3 2 1 234:209 4 Höttur 3 2 1 223:208 4 Stjarnan 2 2 0 153:144 4 Þór Þorl. 2 1 1 163:125 2 Breiðablik 1 1 0 85:61 2 Valur 2 1 1 152:148 2 Ármann/Þrótt. 2 1 1 133:156 2 Drangur 2 0 2 142:151 0 ÍS 1 0 1 58:87 0 ÍA 2 0 2 121:175 0 KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Portsmouth – Tottenham........................1:0 Aiyegbeni Yakubu 63. 20.121. Noregur Odd Grenland – Tromsö...........................3:1 Staðan: Rosenborg 24 12 6 6 47:33 42 Vålerenga 24 11 9 4 36:22 42 Tromsö 24 11 4 9 35:30 37 Ham–Kam 24 10 7 7 32:30 37 Brann 24 11 3 10 43:38 36 Lyn 24 9 9 6 28:26 36 Odd Grenland 24 9 7 8 43:38 34 Lilleström 24 8 9 7 42:30 33 Viking 24 6 12 6 26:30 30 Fredrikstad 24 8 5 11 39:49 29 Bodö/Glimt 24 7 6 11 28:37 27 Stabæk 24 7 6 11 24:34 27 Molde 24 5 10 9 28:36 25 Sogndal 24 4 7 13 34:52 19 Svíþjóð Malmö FF – Landskrona.........................0:1 Örebro – Trelleborg..................................3:0 Örgryte – Helsingborg.............................1:1 Hammarby – AIK.....................................1:1 Staðan: Halmstad 24 13 7 4 50:25 46 Malmö 24 13 7 4 41:20 46 Gautaborg 24 14 4 6 31:17 46 Kalmar 24 9 10 5 24:17 37 Djurgården 24 9 8 7 35:31 35 Hammarby 24 9 7 8 27:25 34 Elfsborg 24 8 8 8 25:30 32 Helsingborg 24 7 9 8 39:29 30 Sundsvall 24 7 8 9 25:28 29 Landskrona 24 6 9 9 23:31 27 Örebro 24 7 6 11 29:45 27 Örgryte 24 5 10 9 21:30 25 AIK 24 4 10 10 20:31 22 Trelleborg 24 2 7 15 17:48 13 SKYLMINGAR Hagaskóli, Íslandsbikarmótið í skylming- um með höggsverði, laugardaginn 17. október 2004. Opinn flokkur 1. Ragnar Ingi Sigurðsson, FH 2. Hróar Hugosson, Skylmingafélagi Reykjavíkur 3. Andri Heiðar Kristinsson, Skylminga- félagi Reykjavíkur og William Hunting- don–Williams, Skylmingafélagi Reykjavík- ur. ÚRSLIT ADRIAN Mutu, sóknarmaður Chelsea og rúmenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að fréttir um að hann hafi fallið á lyfjaprófi séu rangar. Enskir fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að í lyfjaprófi sem tek- ið var af Mutu á æfingasvæði Chelsea í haust hefði komið fram að hann hefði neytt kókaíns. Gheorghe Popescu, umboðs- maður Mutus og fyrrum landsliðs- maður Rúmena, er kominn til Lond- on til viðræðna við Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, um skjólstæðing sinn. „Mutu hefur tek- ið þessum fréttum mjög illa, þær voru honum mikið áfall, sem eðli- legt er. Að sjálfsögðu heldur hann fram sakleysi sínu,“ sagði Popescu við komuna til London. Hann sagði enn- fremur að Mutu hefði staðfest við sig að lyfjapróf hefði verið tekið af sér í byrjun mán- aðarins en hann hefði hvorki séð né heyrt af nið- urstöðum þess, hvorki frá Chelsea né frá lyfjanefnd- inni. Mutu var fyrir í slæmum málum hjá Chelsea, eftir að hann lék með Rúmeníu í und- ankeppni HM í síðustu viku, þrátt fyrir meiðsli. Mourinho sagði í framhaldi af því að það væri langt þangað til Mutu kæmi til greina í lið Chelsea á ný. Þá missti Mutu bílprófið nýlega heima í Rúmeníu, fyrir að neita að sýna lög- reglu skilríki þegar hann var stöðvaður. Ennfremur var hann sektaður af Chelsea fyrir ummæli sem hann lét falla í garð Mour- inhos í viðtölum. Að auki hefur Mutu átt erfitt uppdráttar hjá Chelsea það sem af er þessu tímabili en þar hefur hann verið í fjórða sæti í baráttu fjögurra sóknarmanna um sæti í liðinu, á eftir Eiði Smára Guðjohn- sen, Didier Drogba og Mateja Kezman. Rúmenski sóknarmaðurinn Mutu neitar fréttum um að hafa fallið á lyfjaprófi Mutu  KRISTJÁN Andrésson gerði eitt mark fyrir IF GUIF þegar liðið tapaði á útivelli, 31:25, fyrir Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik á sunnudagskvöldið. Þetta var annað tap IF GUIF í deildinni á keppnistímabilinu en það hefur unnið fjóra leiki. „Gamla brýnið“ Staffan Olsson var markahæstur hjá Hamm- arby með átta mörk. Fimm lið eru jöfn og efst með átta stig í sænsku úr- valsdeildinni, Skövde, Drott, Hamm- arby, GUIF og Ystad.  JULIAN Duranona átti stórleik og skoraði 11 mörk, þar af eitt úr víta- kasti þegar lið hans Vulkan Volgen- berg vann Goldstein, 39:31, í 3. deild þýska handknattleiksins á sunnudag. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Duranona skorar 11 mörk.  HELGI Sigurðsson lék í 73 mínútur með AGF sem gerði jafntefli, 2:2, við AaB á heimavelli í dönsku úrvals- deildinni í knattspyrnu á sunnudag- inn. AGF er í þriðja sæti með 18 stig en Bröndby með 24 og Viborg með 20 eru fyrir ofan Árósaliðið.  INDRIÐI Sigurðsson gat ekki leik- ið með Genk gegn Mons Bergen í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Indriði meiddist í landsleikn- um gegn Svíum í síðustu viku og var hvíldur af þeim sökum.  RAGNAR Jónsson, Birgir Björns- son og Ingvar Viktorsson fengu af- hentan heiðurskross ÍSÍ á afmælis- hófi FH um nýliðna helgi en þar héldu FH-ingar upp á 75 ára afmæli sitt. Heiðurskrossana fengu þeir fyrir ára- langt starf að málefnum íþróttanna, bæði sem íþróttamenn og sem félags- málafrömuðir. Þá var Ólafur Bjarna- son sæmdur gullmerki ÍSÍ en hann hefur unnið ötullega að málefnum skylmingaíþróttarinnar hjá FH.  PATRICK Vieira, fyrirliði Arsenal, getur ekki leikið Evrópuleikinn á móti Panathinaikos annað kvöld og óvíst er hvort hann geti spilað gegn Manchester United á sunnudaginn. Vieira meiddist á ökkla í leik Arsenal á móti Aston Villa á laugardaginn. Líklegt er að Edu taki stöðu Vieira á miðjunni.  HARRY Kewell og Steve Finnan koma á ný inn í leikmannahóp Liver- pool sem tekur á móti Deportivo La Coruna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þeir misstu af leik liðsins gegn Fulham á laugardag, Kewell vegna meiðsla og Finnan vegna veikinda.  DOUG Ellis, stjórnarformaður Aston Villa, segist hafa náð sam- komulagi við David O’Leary, knatt- spyrnustjóra Villa, um nýjan samning við félagið sem gildir út leiktíðina 2008. Núgildandi samningur O’Lear- ys rennur út eftir 19 mánuði en Ellis vonast til að knattspyrnustjórinn riti nafn sitt undir nýjan samning á næstu dögum. FÓLK Grindvíkingar spiluðu pressuvörnnánast allan leikinn og gekk hún alls ekki. Gestirnir leystu press- una auðveldlega og skoruðu tvö stig í gríð og erg. Eini munurinn var þó sá að á meðan gestirnir settu niður tvö stig í hverri sókninni af annarri skoruðu heimamenn grimmt úr þriggja stiga skotum. Grindavík skoraði úr 10 þriggja stiga skotum í fyrsta leikhluta og alls úr 24 slíkum skotum í leiknum. Ótrúleg hittni var í raun hjá báðum liðum allan tímann og þó að einhver vörn væri spiluð endrum og sinnum þá hittu menn samt. Heimamenn voru 71:60 yfir í hálfleik en slíkar töl- ur hafa oft verið lokatölur í einhverj- um leikjum. Ekkert var slegið af í seinni hálfleik og bæði lið spiluðu fínan sóknarleik en létu lítið fara fyrir sér í vörninni. Heimamenn sigruðu 134:111, eða alls 245 stig í einum og sama leiknum. Bestir í liði Hamars/Selfoss voru þeir Chris Woods, Marvin Valdimars- son og Damon Bailey en þeir félagar skoruðu 92 af 111 stigum liðsins. Hjá heimamönnum voru þeir Darrel Lew- is og Justin Miller bestir. „Vissulega var ekki mikil vörn spil- uð en sóknarleikur beggja liði átaka- laus. Þeir spiluðu ágætis svæðisvörn en við hittum bara úr flest öllum skot- um sem við fengum. Við megum hins vegar ekki við því að koma svona til leiks á móti sterkari liðum því þá verður okkur refsað. Það vantaði ein- hvern neista í vörnina og í liðsheild- ina. Kannski var um eitthvert vanmat að ræða hjá okkur og það hefur viljað brenna við að þegar við spilum leik sem við eigum að vinna eins og þenn- an þá verður vörnin stundum slök,“ sagði Kristinn Friðriksson, þjálfari Grindvíkinga, í leikslok. Þriggja stiga stórskotahríð LEIKUR Grindavíkur og Hamars/Selfoss varð aldrei rishár þó að bæði lið spiluðu ágætan sóknarleik. Heimamenn sigruðu örugglega 134:111 sem er örugglega stigamet í Röstinni og þó víðar væri leitað. Garðar P. Vignisson skrifar „ÞETTA var alveg ferlegt. Þegar við skoruðum ruddust áhangendur AIK inn á völlinn og lögreglan kom til að skakka leikinn. Við flúðum inn í klefa og vorum þar í 50 mínútur áður en dómarinn ákvað að halda leiknum áfram,“ sagði Pétur Mar- teinsson, leikmaður Hammarby í Svíþjóð, en í gær tók liðið á móti ná- grönnum sínum í Stokkhólmi, AIK. Lögreglumaður slasaðist og tæp- lega 20 voru handteknir. Ólætin brutust út þegar Hammarby komst í 1:0 á 64. mínútu en eftir að leikurinn gat hafist á ný tókst AIK að jafna. Pétur Marteinsson lék allan leikinn. „Mér fannst furðulegt að dóm- arinn skyldi ekki flauta leikinn af. Bæði vegna aðstæðna og ekki síður vegna meiðslahættu. Það er ekkert sniðugt að stoppa í klukkutíma og fara síðan aftur út í kuldann hérna. Þetta var okkar heimaleikur og ég veit ekki hvert framhaldið verð- ur, en lögreglan hafði einhvern pata af því að stuðningsmenn AIK ætluðu að stofna til óeirða og var því fjöl- menn hér. Við erum á leið heim í rútu og í lögreglufylgd,“ sagði Pét- ur í gærkvöldi. Önnur óvænt úrslit urðu þegar Malmö tapaði á heimavelli fyrir Landskrona 1:2 og lék Auðun Helgason allan leikinn með Lands- krona. Örgryte og Helsingborg gerðu einnig 1:1 jafntefli og kom Tryggvi Guðmundsson inn á sem varamaður á 77. mínútu en Jóhann B. Guð- mundsson kom ekki við sögu. Örebro bar sigurorð af botnliði Trelleborgar, 3:0. Pétur í slagsmála- leik í Stokkhólmi Í A-riðli tekur Mónakó á móti Olympia-kos og Liverpool fær Deportivo La Coruna í heimsókn á Anfield. Olympia- kos er efst með 4 stig, Liverpool og Mónakó hafa 3 en Deportivo situr á botninum með eitt stig. Liðsmenn Liverpool ættu að mæta til leiks gegn Deportivo með gott sjálfs- traust eftir sigurinn góða á Fulham, 4:2, eftir að hafa lent 2:0 undir. „Þetta var frábær sigur og það er ekki spurning að hann hjálpar okkur fyrir leikinn á móti Deportivo. Það er búið að vera hökt á okkur það sem af er liðið á tímabilinu en vonandi horfir nú til betri vegar. Við búum okkur undir mjög erf- iðan leik á móti Deportivo. Þetta er síð- asta tækifæri liðsins til að rétta sinn hlut og þeir koma alveg örugglega til með að selja sig dýrt,“ segir Xabi Alonso, einn af Spánverjunum í liði Liverpool. Leiks Real Madrid og Dynamo Kiev í B-riðlinum á Santiago Bernebau-vellin- um í Madrid er beðið með mikilli eft- irvæntingu og er alveg ljóst að mikil pressa hvílir á liðsmönnum Real Madrid. Hvorki hefur gengið né rekið hjá stjörnuliðinu upp á síðkastið og eru stuðningsmenn þess orðnir mjög óþreyjufullir. Liðið er um miðja deild í spænsku 1. deildinni og í Meistaradeild- inni er það með 3 stig eins og Bayer Lev- erkusen, Roma situr á botninum án stiga en Kænugarðsmennirnir í Dynamo tróna á toppnum með 6 stig. M b b a R v H R u d S v Z a l a l þ e s m S s l B m o í Tekst R af s ÞRIÐJA umferð Meistaradeildar Evrópu átta leikjum og eftir þá leiki gætu línur f áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Real M chester United, sem öll hafa hampað Ev anförnum árum, verða í eldlínuni í kvöld og Liverpool. Ronaldo, David Beckham KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Kennaraháskólinn: ÍS - Keflavík .........19.30 Hópbílabikar kvenna: Smárinn: Breiðablik -Ármann/Þróttur ....20 Í KVÖLD Sigurbjörn Árni illa meiddur SIGURBJÖRN Árni Arngrímsson, millivegalengdahlaupari úr UM- SS, meiddist illa á sinni fyrstu æfingu í byrjun síðasta mánaðar. Við myndatöku nýverið kom í ljós að hann hafði rifið liðþófa í vinstra hné auk þess sem liðbrjóskið aftan á hnéskelinni er illa farið. Að sögn Sveinbjörns Baldurssonar bæklunarlæknis er ekkert annað að gera en fara í aðgerð og einungis um 50% líkur á að hann muni ná sér það vel að hann verði fær um að keppa að fullu á nýjan leik. Sigurbjörn stóð sig vel í sumar, varð m.a. Landsmótsmeistari, Ís- landsmeistari og bikarmeistari í 800 og 1500 metra hlaupum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.