Sunnudagsblaðið - 26.01.1958, Page 5
33
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
F.vrsti vetursetuskálinn, sem reistur var á Suáurheimskautinu.
þeím að draga til sín stálvírinn.
Þeir brugðu honum um klettinn.
sem var nær því þrir metrar i
þvermál. Þeir komust allir heilu
og höldnu út í skipið aftur, og
,.Suðurkrossinn“ var á ný nokk-
urn veginn öruggt fyrir stormin-
um.“
ÖRLAGARÍK FERÐ.
Það var 2. marz, að „Suður-
krossinn“ lagði af stað heim á leið:
eftir voru þeir, sem dvelja skyldu
fyrsta veturinn á Suðurskauts-
iandinu. Þeir voru 10 í allt, sem
ofan af Adarehöfðanum horfðu á
eftir skipinu. Þeir höfðu þrjú lítil
tréhús, tilsmíðuð í Noregi, sem
fljótlegt átti að vera að setja sam
an. Húsunum var bókstaflega
„lagt“ á þurru landi fyrir fjórum
stói’eflis skipsakkerum. Þau stóðu
hlið við hlið og yfirbyggður gang-
ur á milli þeirra. Vísindatækjum
var komið fyrir og dagarnir urðu
hver öðrum líkir..
En Carsten Borchgrevink var
ekki korninn til Suðurskautslands
ins til þess að setjast þar í helgan
stein. Hann var þangað kominn
til þéss að kanna það.
„Hinn 22. apríl var kominn nær
métersþykkur ís á flóann vestur
af Adarehöfðanum. Við vorum
t'arnir að hlakka til fyrstu sleða-
íerðarinnar. KI. .11 þennan dag
lögðum við af stað. ísinn varð
fljótléga þynnri þegar dró frá
landi og við urðum að fai'a var-
lega. Með mestu herkju komumst
við um kvöldið til strandarinnar
hinum meginn við flóann. Það var
lítil vík og háir klettaveggir til
, þriggja -hliða.
Ég- ákvað að eiga sjálfur fyrstu
vaktina en menn mínir skriðu inn
i tjaldið og bjuggust til svefns.
1 Skyndilega skall á vindhviða, svo
önnur og á samri stundu var rok-
inn á ofsastormur.
Það mátti engan tíma missa. Við
íengum með naumindum flutt okk
ur upp að klettaveggnum áður en
strandræman, þar sem tjaldið
áður stóð, var drifið rjúkandi sæ-
löðri. ísinn á flóanum var í einu
vetfangi brotinn upp og sjórinn
eins og vellandi hver.
Þar sem við vorum nú hafði
brimrótið áður sleikt stall inn í
íshelluna, og þar gátum við kom-
ið okkur fyrir. En okkur leið illa.
Við vorum gegndrepa og kuldinn
ásótti okkur. Særokið náði til
okkar og veitti okkur engan frið.
Aðstaða okkar virtist vonlaus og
alltaf herti storminn.
Vesalings • hundarnir liðu Sárar
kvalir af kulda og hræðslu. Þeir
lágu í kös og ýlfruðu í kór.
Nú fór frostið að harðna. Far-
angurinn allan svo og sjálfa okk-
ur sýldi svo ekki vgr., Sjjón að sjá.
Morguninn eftir gekk ýéðrið til
allrar hamingju meira til austurs.
Síðari hluta dagsins lægði storm-
inn og ég ákvað að senda Fougner
og Lappann Savio á seglbátnum
til bækistöðva okkar og sækja
hjálp. Að minnsta kosti gæti það
orðið.þeim til bjargar,
Þeir lögðu af stað. Við vorum
dauðþreyttir og það seig á okkur
mók. Við höfum víst sofnað.
Skyndilega glaðvaknaði ég. Ég
geri ráð fyrir að það hafi verið
þögnin, sem vakti mig. Þegar ég
leit út yfir flóann, sá ég að hann
var alþakinn rekís eða öllu held-
ur krapi. Ég vakti Bernaechi þeg-
ar. Við óttuðumst um afdrif félaga
okkar á segldúksfleytunni.
í tvo daga biðum við enn. Til
annarar handar var hafið, til hinn
ar lóðréttur klettaveggurinn.
Eina von okkar virtist sú. ef við
gætum höggvið spor í íshelluna
sniðhallt inn og upp með strönri-
inni. og við hófumst þegar handa.
Síðla dags þóttumst við sjá tvo
dökka bletti framundan og hélri-
um fyrst að það væri auð jörð.
En annað kom á daginn. Það voru
þeir Fougner og Savio, sem voru
að höggva sér spor á móti okkur
á snið inn og niður af brúnni.
Þeir voru um það bil 40 metrum
ofár en við.
Þessi sjón hughreysti okkur ó-
segjanlega. Ekki aðeins vitneskj-
an um að þeir væl’u á lifi, heldur
vonin um eigin björgun. En við
urðum að beita ýtrustu varkárni
til þess að missa ekki fótanna.
Allt fór þetta vel og það uröu
miklir fagnaðarfundir, þegar við
nóðum saman. Þeir félagar voru
litið betur á sig komnir en við.
ísinn haíði gripið þá, og þeir náðu
með naumindum landi og húktu
í tvo daga undir segldúksbátnum.
Maturinn var af skornum
skammti, en þeir voru svo heppn-
ir að selur barst upp i hendur
þeirra, sem þeir náðu og átu. Um
svefn var ekki að tala.
Þeir sváfu samfleytt í 15 tíma.
Þá sögðu þeir okkur, að þeir