Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 26.01.1958, Qupperneq 8

Sunnudagsblaðið - 26.01.1958, Qupperneq 8
36 SUNNTJDAGSBLAÐIÐ sem fékk konungnum hjákonu að Alexandra drottning hafi nokk Drotíningin, SÍÐASTA árhundraðið haía fáir menn vakið meira umtal en Ed- vard VII. Bretakonungur, sonur Viktoriu drottningar. í 61 ár gekk hann um sem krónprins og beið kórónunnar. í öll þessi ár hélt hin stórgeðja móðir hans honum frá þeim réttindum, sem gefið hefðu lífi hans gildi og tilgang: að taka þátt í skyldum ríkisstjórnarinnar og konungdómsins. Hún áleit að Edvard mundi aldrei uppfylla þær vonir, sem hún batt við hann. Hann varð aldrei það sem-' hún átti við með virðulegum eftir- manni föður síns, sem í sannleika sagt var fyrirmyndar maður, en þó fjarskalega „þreyttur“ og smá- munasamur og nákvæmur. Edvarð var svo ólíkur honum sem hugs- ast gat. Nákvæmni hans takmark aðist aðeins við eitt atriði: það var þegar um var að raeða klæðnað og snyrtimennsku. Á öllum öðrum sviðum var hann hinn mesti gösl- ari, — og sem erfðaprins gaf hann samtíð sinni tíðum gæsahúð út af tiltektum sínum og hneyklismál- um. Edvarð gii'tist ungur einni af fegurstu prinsessu Evrópu þeirra daga, Alexöndi’u af Danmörku. Hún var forkunnarfríð, og naut mikilla vinsælda. En hún var da- lítið heyrnardauf. og stakk við í öðrum fæti er hún gekk: þetta lýtti þó engan veginn framgöngu hennar, -— þvert á móti var eins og það undirstrikaði fegurð henn- ar. Og i tuttugu ár var það tízka hjá stúlkum, sem teljast vildu ti) betri borgara að haltra ofur- lítið í göngulagi, eins og Alex- andra. Alexandra var kjörin eiginkona i því hjónabandi, sem var ger- sneytt ástríki, — en þannig var konunglegum hjónaböndum tíð- um varið í þá daga — þar sem stofnað var til hjónabandsins ein- ungis útfrá póltísku sjónarmiði. Hún eignaðist mörg falleg börn, Alexandra drottning sem hún veitti viðeigandi uppeldí; — eitt af þeim var Maud, síðar drottning í Noregi, og næst elzti sonur Edvarðs og Alexöndru var Georg V., afi Elízabetar Breta- drottningar; sá elzti dó ungur. Það ver'öur ekki með sanni sagt urntíma liðið fyrir ótrúmennsku eiginmanns síns, svo að aðrir vissu. Hún virtist þess aldrei með vitaridi, að hann væri henni ótrúr. Með einstakri umhyggju beitti hún sér að uppeldi barna sinna, og tók þátt f samkvæmislífinu glöð og andvaralaus með prinsin- um manni sínum. Allt virtist leika henni i lyndi. í kyrrð og með leynd vann hún að margháttuðum góðgerðarstörfum, — og fór þetta svo leynt, að enginn vissi um það fyrr en eftir dauða hennar, — og urðu eftirmæli hennar ekki lak- ari fyrir það. Þegar Edvarð var heima í Lund únum eða í höllinni í Sandring- ham, lifði hann glaðværa daga a- samt hinum mörgu vinum sínum. En þegar hann var á ferðalögum — en það var hann oft — dreifð- ust vinirnir fyrir öllum vindurn, og þá lifði móðir og börn kyrr- látu fjölskyldulífi og fundu sökn- uð i fjarveru heimilisföðurins. Bæði sem prinsinn af Wales og síðar sem konungur, var Edvarð VII. eins konar tvífari sjálfs sin. Lifði tvöföldu lífi. Hann elskaði að sjá í kringum sig fagrar konur og hafði ekkert á móti því að kom ast, þeim nær. En yrði hann var einhvers ágalla í klæðaburði, eftir því sem við átti í hverju tilfelli, var næstum broslegt að sjá hvern- ig hann umhveríðist og gerðist hinn strangasti siðapostuli. Dag nokkurn var ungfrú ein í mið- degisverðarboði hjá prinsinum, og var hún klædd sérlega stuttum kjól. Prinsinn lét kalla hana fyrir sig og mælti með þjósti miklum: „Þetta er ekki tennismót hér, heldur miðdegisverðarboð, fagra ungfrú. Þessu líkar athugasemdir átti

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.