Sunnudagsblaðið - 26.01.1958, Síða 9
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
3?
hann til að gerai enda þótt ná-
kvæmni hans og smámunasemi
væri ekki jafn hárfín, þegar hann
var í einrúmi með fögrum konum.
Þegar hann var í París sleppti
hann gersamlega fram af sér beizl
inu og lifði í glaum og gleði; um-
gekkst m.a. leikkonur og annaó
listafólk, en heima í Englandi varð
hann að sæta tækifærum til þess
að geta hlaupið útundan sér, en
lækifærin buðust raunar ærið
mörg.
Ásamt hinni fögru konu sinni.
Alexöndru, gisti hann oft hallir
enska aðalsins nokkra daga I einu,
stundum vikurnar út. En jafnvel
þótt Alexandra væri nærstödd gat
liann ekki látið hjá Hða að líta
aðrar konur hýru auga.
Hver og einn vissi um þetta, en
um slíkt er ekki rætt hátt — allra
sízt. þegar konungleg hátigr. á í
hlut. — Þannig tókst Edvarð VII.
að sigla milli skers og báru án
þess sýnilegt væri að hann vekti
minnstu grunsemdir hjá konu
sinni.
Um aldamótin var Edvarð orð-
inn sextugur og hafði safnað all-
mikilli fitu. Hann var með öðrum
orðum kominn yfir þann aldur,
þegar menn brenna heitast í ást-
arbáli og ævintýrahungri. Ennþá
lifði þó í glóðunum hjá honum, en
hann hafði tapað áhuganum fyrir
því að binda sig langvarandi bönd
um með ástmeyjum sínum. En á
þessum árug eignaðist hann þó
eina ástmey. Það var frú Alice
Keppel, sem gift var miklum
heimsmanni, og sjálf var hún mik
il Samkvæmiskona. Hún var eng-
inn unglingur lengur, en einmitt
á bezta þroskaskeiði konunnar.
Frú Keppel var framúrskarandi
vel klædd kona, svo að það sópaði
að herini, og orð fór af því hve
orðheppin hún var í samræðum. I
rauðleitu hári hennar glitruðu
smaragðsdemantar, og hún kunni
mæta vel að koma fram í sam-
kvæmum. Allt þetta voru eigin-
ieikar, sem prinsinn mat mikils.
Hún var sannkallaður meistari í
tennisleik, og svo ötul í veiðiferð-
um og útreiðartúrum, að það var
sem hún væri samvaxin hestin-
um. Maður hennar, herra George
Koppel var jafningi hennar á öll-
um sviðum — og þar sem þau
Frú Aliec Keppel
voru vel fjáð áttu þau greiðan að-
gang að samkvæmislífi prinsins,
og fundu sig þar jal'nvel heima og
fiskurinn í vatninu.
Kunningsskapur frú Keppel og
Edvarðs hófst við tennismót eitt
i Cannes vorið 1900. Edvarð prins,
sem venjulega hafði ekki úthald
lil þess að teika lengi tennis. gekk
nú fram af sjálfum sér og öðrum
þennan dag. Hann og frú Keppei
léku tennis svo lengi að allir gáf-
ust upp á að horfa á þau. En þó
létu þau leikinn niðurfalla um síð
ir og allur kunningjahópurinn end
aði daginn á dýrindis veitinga-
húsi. En áður hafði frú Keppel og
aðrar konur í samkvæminu. komið
því í verk að skipta um klæðnað,
en karlmennirnir settust til borðs
án samkvæmisklæðnaðar, og var
það í fyrsta sinn um daga Ed-
varðs, að slíkt bæri við. Þetta var
öruggt tákn þess að Edvarð væri
orðinn ástfanginn — og þar með
gleyminn á hefðbundna siði, enda
var hann vanur að segja, að menn
sem settust til kvöldverðar án
kjóls eða smókings væru eitthvað
undarlegir fuglar.
Frameftir sumrinu mátti oft sja
Keppelhjónin fylgja í kjölfar priru;
ins af Wales. og um haustið tók
frú Keppel þátt í hverri veiði-
ferð. sem Edvarð efndi til.
A^eturinn eftir andaðist Viktoría
drottning, og Edvarð varð kon-
ungur Bretlands. Eftir það leið
vart sú vika, að Keppelhjónin
sætu ekki miðdegisverðarboð hjá
konunginum. Næsta sumar, þegar
kom að þeim tíma, er Edvarð var
vanur að fara í hina árlegu heim-
sókn til Skotiands, var frú Keppel
gert heimboð af einum nábúanum
— og svo var bæði nábúunum og
gestum þeirra boðið til konungs-
hjónanna.
Nú var sambandið orðið svo
augljóst, að almenningur het'ði átt
að geta fengið vitneskju um það,
en svo varð þó ekki. Hirðin var
pottþétl og þögul eins og' gröfin.
Og það undarlega var, að Alex-
andina drottning virtist hafa al-
veg sérstaka ánægju af því að hafa
Alice í nærveru sinni. Þar á
móti hóf frú Keppel drottninguna
til skýjanna. Þegar þetta þrístirni
SÚSÍ .SUniSíP, yirlisl þcUV> oiniTiin