Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Síða 2
594
SUNNUDAGSBLAÐÍ®
Skozk hersveit var komin aft-
ur til stöðva sinna eftir hættu-
lega könnunarför inn fyrir víg-
línuna. Tölu var kastað á hóp-
inn, og það kom í ljós, að Jóa
McTacish vantaði.
— Hann varð fyrir sprengi-
kúlu og sprakk bókstaflega í
tætlur, sagði einhver hermann-
anna.
— Ja, hver skrambinn, sagði
þá annar. — Það hefur víst eng-
inn ykkar athugað staðinn. Ég
lánaði honum nefnilega pípuna
mína í morgun.
V
Vinkonan (við ungu frúna): Og'
hvernig líður þér í hjónaband-
inu, Gerða mín?
Gerða: Illa. Maðurinn minn er
í voðalega vondu skapi. Hann
fann hrúgu af ástarbréfum niðri
í snyrtiborðinu mínu, sem ég
hafði gleymt að brenna.
Vinkonan: Hvernig stóð á því
að þú varst svona óvarkár? Voru
þetta mörg bréf?
Gerða: Nei, ekki nema átta.
Vinkonan: Nú, jæja, ekki held
ég það sé neitt mikið.
Gerða: En þau voru frá átta
mönnum.
'V'
Jón litli kom í skólann heldur
en ekki niðurdreginn og sagði
kennaranum, að systir sín væri
komin með mislingana.
— Nú, það er svona, segir
kennarinn. —‘ Þá verður þú að
fara heim strax og koma ekki
aftur .í skólann fyrr en henni er
batnað, því að hver veit nema
þú smitir alla hina krakkana.
Jón hypjaði sig á brott, en taut-
aði fyrir munni sér um leið og
hann lokaði dyrunum á kennslu-
stofunni.
— Mér fannst óþarfi að segja
Þetta er skýjakljúfur Samcinuðu þjóðanna í Nevv York. f lága hlut-
anum eru fundarsalir og annað þeim tilheyrandi, en hái hlutinn, sem
er um 50 hæðir og gnæfir yfir East Kivcr, er skrifstofubygging. Dag-
ur Sameinuðu þjóðanna var laugardaginn 24. október.
:lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll>lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllll
frá því, að systir mín á heima
fyrir norðan.
V
Ung og falleg stúlka kom inn
í búð með ömmu sinni áttræði'i.
Búðarmaðyrinn, sem yar ærið
kvenhollur, vatt sér þegar að
stúlkunni og spurði -hana, -hvað
hann gæti fyrir hana gert. Hún
kveðst vilja kaupa silkiborða.
Hann sýnir henni vöruna, en hún
innir hann eftir verðinu.
— Einn koss hver metri, segir
hann.
— Gott. Látið mig fá 30 metra.
Amma mín borgar.