Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Page 3

Sunnudagsblaðið - 01.11.1959, Page 3
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 595 ÍE4'- Antoine de Saint-Exupéry: (Niðurlag). Strandaðir MAÐUR GETUR lifað í Lybíu- eyðimörkinni í 19 tíma án þess að drekka. Hvað höfum við drukkið síðan í gærkvöldi? Aðeins nokkra daggardropa. Vindurinn blæs enn úr norðaustri og það mun valda því, að við tórum enn. Við sjáum dökkleit ský hátt á himni. Við óskum þess að þau sendi okkur nokkra regnropa. Þeir yrðu okk- ur sannkölluð guðsgjöf. En það falla ekki regndropar í eyðimörk inni. „Prévot. Við skulum skera fallhlífina sundur í þríhyrninga. Þegar við erum búnir að því skul um við leggja þá á sandinn og halda þeim niðri með steinum. Ef vindurinn heldur sig úr þessari átt getum við vænst þess að ná vætu úr klútunum með því að vinda þá í benzínbrúsann þarna“. — Við gerum þetta og breiðum úr þríhyrnunum á sandinn undir stjörnunum, en Prévot þurrkar innan benzínbrúsann. Allt skal vera reiðubúið. Stórtíðindi. Pré- vot fann appelsínu í brakinu. Við skiptum þcssum dásamlega á- vexti jafnt og ég' verð næstum því óður af fögnuði. . . . Ég lig'g við bálið og horfi hugfanginn á ávöxtinn. „Mennirnir vita ekki hvað þessi ljómandi ávöxtur er í raun og veru“, segi ég við sjálf- an mig. Þessi háli'a appelsína færir mér mesta gleði, sem ég hef notið um mína daga. Ég teygi úr mér á sandinum og sýg ávöxtinn og ég er fullkom lega hamingjusamur. Ég hugsa með mér: Maður getur í raun og veru ekki gert sér neina gr.ein fyrir þessum. .heimi, sem við lif- um í ef þeir verða ekki sjálfir þátttakendur í straumi lífsins. Fyrst nú skil ég síðasta vindling- inn og síðasta rommglasið hins dauðadæmda. Ég hafði aldrei skilið það hvers vegna dauða- dæmdur maður þáði að öllu loknu slíka smámuni. Og þó gleður þetta hann. Hann virðist vera hugrakk- ur þegar hann gengur upp á pall- inn. Hann brosir af því að honum hefur þótt vænt um að fá romm- ið. Manni dettpr hins vegar ekki í hug, að einmitt þetta auvirði hafði þrátt fyrir allt gefið honum lífsfyllingu, sem entist honum nógu lengi, þessi fáu skref upp á pallinn. — Okkur tókst að safna geysimiklu vatni,’ næstum því tveimur lítrum af dögg. Þorstinn er á enda. Við erum frelsaðir. Ég sekk bikar mínum niður í þennan gulgræna lög og sýp á, en bragðið er hræðilegt. Þrátt fyrir kvalafull an þorstann verð ég að hætta til þess að ná andanum. Ég gæti drukkið forarvatn, en þetta bragð af eitruðum málmi er svo hræði- legt að innyíli mín þola það ekki. Prévot gengur í hringi og starir niður fyrir sig, eins og hann sé að leita að einhverju. Allt í einu krýpur hann á kné og kastar upp. Og' um leið herpast innyfli mín saman og ég' sel einnig upp. Svo ægilegur er magakrampinn, að ég gref fingurna niður í sandinn af kvölum. Við mælum ekki orð af vörum en kúgumst í kortér eða þar um bil. — Þessu er lokið. Mér er flökurt. Að líkindum hefur fallhlífin verið fernisborin. eða dreggjar hafa verið í. brúsajium... Við verðum að fara héðan. Það .er orðið bjart.: Ég fer að eins og Gil- laume í Andesfjöllunum. Ég yfir- gef flaki'ð, ég brýt regluna, sem ég hafði sett okkur. Enginn mun finna okkur hér. Ég fer að leita manna, ekki vegna mín heldur vegna þeirra. Gillaume sagði mér það sjálfur, að það var einmitt þessi hugmynd sem hélt lionum uppi... „Ef ég væri einn, þá myndi ég leggjast út af og sofna“, segir Prévot. — Svo leggjum við af stað. Við göngum í austur-norð- austur. Ef við höfum flogið yfir Níl, þá ber leiðin okkur enn dýpra inn í eyðimörkina. Ég man lítið eftir því, sem gerðist þennan dag, ég man það eitt, að ég var að flýta mér, að ég þurfti að flýta mér. Ég man það líka, að ég reyndi að forðast að líta upp í gönguferð minni því að hillingarnar voru orðnar mér óþolandi. 'Við og við lögðumst við niður og hvíldum okkur um stund. Ég hafði tekið regnfrakkann minn með til þess að verjast næturkuldanum, en ég hlýt að hafa gleymt honum á ein- hverjum áningarstaðnum. Meira veit ég ekki. í minningunni er ekkert annað en sandur og sjálf- ur var ég sandur. Fyrst, þegar næturkulið kom, vaknaði ég til meðvitundar. Þegar sólin hvarf af himnum ákváðum við að taka á okkur náðir. Við tókum fallhlíi'- arþríhyrningana með okkur. Ef eitrið var ekki úr dúknum, þá gátum við ef til vill fengið að drekka dögg að morgni. En í kvöld er himininn í norðurátt heiður og tær. Hann hefur breytt um.átt. Ég.finn nú sterkar en áð- ur eyðimerkurhitann í vitum mínum. Villidýrið er að vakna, ég

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.